Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 UNDIR ÖXINNI Hafnahreppur á Reykjanesi Helga Hjörvar, formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar Leiðinlegra að halda Listahátíð í slæmu veðri Aðsókn á Listahátíð í ár hefur þótt heldur slök og stemmningin í kringum hana í daufara lagi. - Aðsókn á sýningar á listahátíð hefur verið heldur dræm. Verður ekki tap á hátíðinni? „Samkvæmt því sem okkur sýnist fer þetta mjög nálægt áætlun- um. Það hefur verið mjög góð aðsókn á sum atriðin. Ekki alveg eins góð á önnur og það vissum við alltaf fyrir. En dreiftngin er mjög góð.“ - Það hefur ekki verið mikil stemmning í kringum þessa hátíð og hún kannski farið framhjá mörgum. Er það ekki einmitt hiuti af því að halda Listahátíð, að skapa stemmningu í kringum hana í bænum? „Stemmningin liggur auðvitað í aðsókninni. En það er lika dálítið leiðinlegra að halda Listahátíð þegar veðrið er slæmt. Þá er ekki hægt að vera með neitt á götunum, þó höfum við verið það. A laug- ardaginn var Théatre de I’Unité með götuuppákomuna sína og setn- ingin var líka úti. En það verður auðvitað öðmvísi stemmning í bæn- um. Fólk fer meira inn á atburðina og hvert atriði er afmarkaður við- burður." - Var fyrirhugað að vera með fleiri atriði utandyra? „Það hefði hugsanlega verið meira úti á torginu." - Það hefur ekki verið neitt skipulagt? „Það átti að skoða það eftir veðrinu." - Hefur ekki vantað stór og fræg atriði á Listahátíð? „Það er nú talsvert mikið af slíkum atriðum á hátíðinni. Til dæmis Maguy Marin-danshópurinn sem var í Borgarleikhúsinu í þessari viku. Hann er einn af frægari danshópum í heiminum í dag.“ - En veit fólk það sem er ekki dansarar sjálft? „Það var nú nánast fullt Borgarleikhúsið á sunnudaginn og einnig á sýningamar hjá frnnska dansflokknum hans Jorma Uotinen. Þann- ig að það má segja að það hafi verið óvenjugóð aðsókn að dansatrið- unum, þar sem Islenski dansflokkurinn hefur verið í ládeyðu, og ekki mikið um danssýningar undanfarin ár. Bæði Maguy Marin og Jorma sýna heimsdans. Þeir fara um höf- uðborgir, að minnsta kosti hins vestræna heims, með sýningar og til að semja. Svo má auðvitað nefna fleiri þekkt nöfn og atriði á heimsmæli- kvarða eins og Ninu Simone, Shura Cherkassky, Oijontheater og rússnesku undrabömin.“ - Má samt ekki standa betur að undirbúningi hátíðarinnar og fá borgarbúa til að taka meiri þátt í henni? , J>að má auðvitað alltaf gera betur. En sem dæmi um breiddina þá er þama talsvert af sígildri tónlist og léttari, allskonar leiksýningar og mismunadi danssýnigar, að ógleymdum klúbbi Listahátíðar á Hressó. Okkur hefur virst þetta vel heppnað. Fólk velur kannski eitt eða tvö atriði til að sjá, og þá skiptir miklu máli að höfðað sé til stórs hóps fólks.“ - Hvenær fáum við að vita hvemig listahátíð kemur út fjár- hagslega? ,J>að tekur nú nokkrar vikur að gera upp hátíðina, þannig að ég þori ekki að segja um það.“ FJÖLSKYLDA ODDVIIANS í ÖLLUM FÍLABSÍBIÍBUM HREPPSINS Hreppurinn á fjóra verkamannabústaði og í þeim eru sonur oddvitans, tvær dætur og tengdaforeldrar annarrar dótturinnar. Talsverður kurr er kominn upp í Höfnum á Reykjanesi vegna þess sem kallað er ofríki Björgvins Liítherssonar, oddvita Hafnahrepps, og samstarfs- manna hans í meirihluta hrepps- nefndar. Er því meðal annars haldið fram að tilteknir hrepps- nefndarmenn og sonur oddvit- ans frafi forgang að viðhalds- verkefnum fyrir hreppinn og að fjölskylda oddvitans hafi haft forgang við leigu eða kaup á fé- lagslegum íbúðum hreppsins, sem Húsnæðisnefnd úthlutar. Björgvin á sæti í nefndinni. PRESSAN hefur fengið staðfest að tvær dætur Björg- vins, Eydís Rebekka og Sólrún Björk, hafi keypt tvær félags- legar eignaríbúðir (verka- mannabústaði) í Djúpavogi 7 og 13. Sonur Björgvins, Sig- urður Lúther, hefur íbúðina Seljavog 1 á leigu hjá hreppn- um. Þá var nýverið auglýst til leigu íbúð í eigu hreppsins í Djúpavogi 22. Samvæmt heimildum blaðsins bárust sex umsóknir innan tilskilins frests. Þegar að ákvörðun kom hafði sjöunda umsóknin bor- ist, frá tengdaforeldrum Ey- dísar Björgvinsdóttur. Hús- næðisnefnd úthlutaði þeim íbúðinni, þótt þau ættu aðra fyrir í öðru byggðarlagi. Ljóst er að ítök Björgvins og fjölskyldu eru afar mikil í hreppnum, þar sem búa tæp- lega 130 manns. Björgvin er sem fyrr segir oddviti hrepps- nefndar. Hann situr í bygging- ar-, gatnagerðar- og skipu- lagsnefnd, hann er hafnarstjóri hreppsins, situr í húsaleigu- nefnd og húsnæðisnefnd. Bogga Sigfúsdóttir, eiginkona hans, á sæti í áfengisvarnar- nefnd, bamavemdamefnd og í kjörstjórn. Sigurður sonur hans á sæti í félags-, æsku- Björgvin Lúthersson lýðs- og íþróttanefnd, félags- heimilisnefnd og samgöngu- nefnd. Þá er eiginkona Sigurð- ar og tengdadóttir Björgvins, Hrafnhildur Gísladóttir, eini starfsmaður hreppsnefndar- innar, samhliða því að vera starfsmaður Pósts og síma, þar sem Björgvin er stöðvarstjóri. Blaðið hefur fengið staðfest að félagsmálaráðuneytinu haft verið skrifað bréf með fyrir- spurnum um þessi og ýmis mál sveitarfélagsins önnur. Þar er meðal annars kvartað yfir því að ekki fáist aðgangur að bókhaldi hreppsins og á það bent að reikningar fyrir árið 1990 hafi fyrst verið sam- þykktir í október 1991 og á sama tíma hafi verið sam- þykkt fjárhagsáætlun fyrir 1991. Ýmis önnur deilumál hafa risið upp í hreppnum. Þar má nefna úthlutun á verkefnum viktarvarðar við höfnina til Grétars Kristjónssonar hreppsnefndar- og hafnar- nefndarfulltrúa, hagsmunamál smábátaeigenda og póstburð í hreppnum, sem er í höndum eiginkonu Björgvins. Útvarpsrekstur Jóhannesar B. Skúlasonar Fyrrum starfsmenn Sólarinnar lá ekkert greitt „Ég byrjaði að vinna á Sól- inni tveimur, þremur dögum eft- ir að hún fór í loftið. Það var sagt við okkur að fyrstu tvo mánuðina myndi Bjami Óskars- son, veitingamaður í Berlín, standa undir launakostnaðinum en síðan auglýsingasalan. Ég fékk 5.000 krónur í desember, 3.000 krónur hálfum mánuði síðar og 10.000 krónur þegar ég hætti um mánaðamótin apr- fl/maí. Ég á inni hjá þeim 221 þúsund krónur núna, fyrir utan vexti,“ segir Karl Lúðvíksson, fyrrverandi dagskrárgerðarmað- ur á Sólinni. Karl segir nokkra fyrrverandi starfsmenn Sólar- innar nú standa í miklu stappi við að fá greidd laun er þeir eigi hjá eigendum stöðvarinnar. „- Þetta er upphæð að lágmarki 700 til 800 þúsund krónur sem við eigum inni,“ segir hann. Stofnandi Sólarinnar er Jó- hannes B. Skúlason er áður rak útvarpsstöðina Stjömuna. Þegar hann hætti þeim rekstri kom upp svipuð staða; fyrrverandi starfs- mönnum Stjömunnar gekk illa að innheimta launin sín og sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa þeir ekki enn fengið uppgert. Það er hlutafélagið Sterkur miðill sem á og rekur Sólina. Framkvæmdastjóri þess félags og útvarpsstjóri er Orn Pálma- son en Jóhannes er údaður dag- skrárstjóri. Fyrir um það bil mánuði keypú Höskuldur Pétur Jónsson húsasmiður meirihluta í Sterkum miðli, alls 55 prósent. Jóhannes á enn hlut í stöðinni og er PRESSAN spurði hann hvort hann kannaðist við að fyrrverandi starfsmenn ættu laun inni hjá fyrirtækinu sagðist hann ekki kannast við slíkt, enda hefði hann ekki með launamál að gera. Karl segist hafa gengið á rrúlli allra þessara manna og talað við þá í tilraunum sínum til að fá launin greidd. Honum og öðrum fyrrverandi starfsmönnum hafi verið lofað öllu fögru en efnd- imar engar orðið. Næsta skref sé að fara með málið í lögffæðing. „Þetta em nýjar fréttir fyrir mig,“ sagði Örn Pálmason í samtali við PRESSUNA. Hann sagðist ekki kannast við að eiga í deilum við neina starfsmenn, hvorki fyrrverandi né núverandi, vegna ógreiddra launa. „Þetta er ekki gömul stöð og margir starfsmannanna hafa verið hér ffá upphafi, það hafa ekki hætt það margir hjá okkur að þær gætu átt inni einhvetjar vemleg- ar upphæðir," sagði Om. Jóhannes B. Skúlason. Starfsmenn Stjörnunnar ásökuðu hann um að svíkja sig um launagreiðslur og nú ásaka fyrrverandi starfs- menn Sólarinnar, sem Jó- hannes stofnaði, hann um það sama.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.