Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNI 1992 MANNABREYTIN6AR OC FLUCFREYJUR í LOFTÁRÁ5 Það hlýtur að teljast til u'ðinda þegar þijú ný íslensk leikverk eru sýnd fyrsta sinni opinberlega samtímis. Eða ekki alveg samtímis reyndar heldur hvert á eftir öðru. Svoleiðis gerist akkúrat í Héðins- húsinu klukkan níu á sunnudagskvöldið. Þar verða sýndir þrír nýir íslenskir einleikir á vegum listahátíðarinnar Loftárásar á Seyðis- fjörð (allir atburðir gerast að vísu í Reykjavík). Þóninn Magnea Magnúsdóttir leikkona sýnir verk eftir sjálfa sig. Harpa Arnardóttir leikur Einleik fyrir Hörpu í himnaríki eftir Sjón. Verkið íjallar um draum ungrar stúlku um að verða tlugfreyja. Og að endingu sýnir Gunn- ar Helgason leikari verkið Breyttur maður eftir Hallgrím Helga- son. „Jú, hann er bróðir minn, “ sagði Gunnar er j>essi eðlilega spurning var borin upp við hann. Það er hinsvegar A.s- mundur Helgason sem leiðbeinir Gunnari. „Hann er sko tvíbura- bróðir rninn." Hallgrímur hefur get- ið se'r gott orð sem pistlahöfundur í útvarpi < Útvarp Manhattan ), listmálari og rithðfund- ur. Skrifaði til að mynda bókina Hellu sem úi kom fyrir einum tveimur, þremur árum og vakti athygli. „ Breyttur maður fjallar um innri baráttu drengs sem er nýbúinn að slíta sambandinu við fyrstu kœrustuna sína vegna þess að hún gerði krifi um að hann brcytti' sér. Spumingin er síðan hvorl hœgt sé að breyta sér yfirliöfuð, “ segir Gunnar um efni leiksins. Breyttur maður Gunnar. PÚKAR UNPIB HATTI „Þetta er hópur af fólki sem hefúr með sér félag og hefur ver- ið í samstarfi við sambærilegan félagsskap í Frakklandi," segir Kolbeinn Einarsson. Kolli er hér að tala um félagsskapinn Einn hattur, en meðlimir hans troða upp á tónleikum í Héðinshúsinu á laugardagskvöld. Eins og kannski margir vita er Kolli í hljómsveitinni Orgli, en sú stór- skemmtilega sveit kemur einmitt ffam á þessum tónleikum og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem sveitin spilar opinberlega. En Einn hattur er meira en bara Orgill. Það er líka Púka- vinafélagið og það ágæta félag ætlar einnig að skemmta fólki. Þar eru aðalsprautur Mike Pollock og Guðjón Agúst Krist- insson eða GAK. „Mér skilst að það sé mjög athyglisvert atriði með magnaðri frjósemisdýrk- un,“ segir Kolli. Þeim félögum í Einum hatti hefur ekki gefist eins mikill tími til að starfa sam- an og þau hefðu kosið, en nú sjá þau fram á að geta farið að byrja af fullum krafti. Og með haust- inu eigum við jafnvel von á ein- hvetju skemmtilegu frá þeim. En á tónleikunum á laugar- daginn verða líka Stilluppsteypa, Rosebud, Boli, Dr. Gunni, Graupan og Rut+. Þessir lista- menn allir saman koma fram undir merkjum Loftárásarinnar og ætla að halda uppi skemmtan til klukkan þrjú aðfaranótt sunnudagsins. Kostar bara 500- kall inn og því má fá mikið fyrir h'tið þama. Jamm. Hljómsveitin Orgill nýkomin úr hljóðveri og því fáum við að heyra fullt af nýjum lög- um á laugardaginn. PAN5 AF OLLUM CERPUM „Þetta eru átta dansverk, mislöng, eftir níu höfunda. Það verður djass, módern, flamenkó og módern á táskóm," segir Ástrós Gunnarsdóttir dansari. v Dansverkin sem Ástrós er að tala um verða fk frumsýnd á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöld klukkan hálfníu. Höfundarnir eru, auk Ástrósar, Lára Stefánsdóttir, Ásgeir Bragason, Hany Hadaya, Sylvia von Kospoth, Margrét Gísladóttir, Elin Helga Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Paco Morales. Tónlistin við verkin er héðan og þaðan en við verk Sylvíu verður flutt frumsamin tónlist eftir Egil Ólafsson. „Mitt verk er samið til heiðurs gamla djassstílnum og fjallar eiginlega um konur sem ögra hver annarri," segir Ástrós um verk sitt, en þess má og geta að verk Pacos er byggt á leikritinu Yermu eftir Federico Carcia Lorca, eitt ástsælasta skáld sem Spánn hefur alið. Frumsýningin er semsagt á laugardaginn en næstu sýning- ar verða á sunnudag, miðvikudag og fimmtudag. Lokasýn- ing verður á laugardaginn eftir vel rúma viku. Ástrós ætlar ekki að dansa sjálf að þessu sinni heldur semur og leikstýrir, en alls koma fram um 30 dansar- ar í verkunum átta. STÓRRÁN í BEVERLY HILLS The Taking of Beverly Hills BÍÓHÖLLINNI Það er ótrúlegt að þessi mynd skuli hafa ratað í bíósal i stað þess að fara beint á myndbandaleigurnar. Árni Samúelsson ætti að skammast sín. 0 BUGSY STJÖRNUBÍÓI Góð mynd til að sitja undir á ellefu-sýningu eftir langan vinnudag. Kímni, ofbeldi og kynlíf. Er hægt að gera betur við þreyttan huga? Hinum óþreyttu fer að leiðast upp úr hléi. ★★ MYNDLIST • Gallerí Ingólfsstræti er f húsinu á homi Ingólfsstrætis og Bankastrætis, sem fullorðnir Reykvíkingar kenna við Málarann. Þar hefur engin starfsemi náð að festa rætur hin síðari ár, allt far- ið á hausinn, sem er einkennilegt í Ijósi þess að þetta er fallegt hús og vítt til veggja innandyra. Þarna hefði verið hægt að stofna fyrirtaks veitingastað — eða bar — en á óháðri listahátfð stendur yfir tilraun til að hafa gallerí þama inni. Á neðri hæðinni sýna þrír ungir myndlistarmenn, en á efri hæð- inni átta Ijósmyndarar. FÓTBOLTINN • Þór-Víkingur. Spútniklið Þórs er á topþi fyrstu deildarinnar, öllum að óvörum, íslandsmeistarar Víkings eru þar ekki langt undan. Þetta telst sem- sagt vera toppleikur í fimmtu umferð þessa íslandsmóts þar sem allir virð- ast sem hægast geta plokkað stig af öllum. Leikurinn er fyrir norðan á föstu- dagskvöldið, en á sama tíma leika FH og Valur í Hafnarfirði, KR og ÍBV í Faxagryfjunni, og ÍA og KA á Skagan- um. Eftir hádegið á laugardag keppa svo Fram og Breiðablik í Laugardal. ÓKEYPIS • Samnorræn Jónsmessuhátíð með maístöng, bálkesti, vísnasöngv- urum og sænskum barnakór verður haldin við Norræna húsið á laugar- dagskvöldið klukkan átta, Itkt og reyndar ár hvert. Þá er Jónsmessan náttúrlega ekki upp oinnin, hún er ekki fyrr en þremur dögum síðar, en ekki nema einhverjir klukkutímar í sumar- sólstöður. Það er áfengasti tími ársins og þegar hið Norðuriandasinnaða fólk er búið að dansa kringum maístöngina með Þjóðdansafélaginu er tilvalið að fara í langan göngutúr í náttleysunni. Hann má þess vegna standa alla nótt- ina. SJÓNVARP • Karl og kona. Tónlistin í þessari mynd er voðalega fræg og hugljúf, hana þekkja sennilega flestir þegar þeir heyra hana. Annars er þetta ást- arsaga um fullorðið fólk eftir Claude Lelouch, einn helsta stórmyndaleik- stjóra Frakka. Myndin var mjög vinsæl þegar hún var sýnd í Laugarásbíói stuttu fyrir 1970, miklu vinsælli en al- mennt er um franskar myndir. Sjón- varpið mið. kl. 21.30. • Holland-Þýskaland. Grannþjóðim- ar, Evrópumeistaramirog heimsmeist- ararnir, keppa í Gautaborg. Bæði þessi lið ætla sér sæti f úrslitum keppnir.nar sem hefjast á sunnudag- inn. Almenningsálitið heldur með Hol- lendingum, Jón Óskar Sólnes, sem lýsir leiknum, heldur með Þjóðverjum. Sjónvarpið fim. kl. 18.00. • Gullfoss með glæstum brag. Þátt- ur, fullur af eftirsjá eftir gömlum og glæstum tíma þegar menn sigldu í makindum milli landa. Hann er byggð- ur á myndum sem Gísli Gestsson tók VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Harley Davidson and the Marlboro Man 2FX2 3 Switch 4 Not without my Daughter 5 Fisher King 6 Ricochet 7 Doc Hollywood 8 Memories of Midnight 9 Regarding Henry 10 Mortal Thoughts um borð í Gullfossi, flaggskipi íslend- inga, á árunum 1960 til 1970. Þetta eru myndir af mannlífinu um borð, fró viðkomustöðum skipsins hér á íslandi og í útlöndum — sumsé botnlaus nos- talgía. Stöð 2 mið. kl. 20.30. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN Grand Canyon** I klóm amarins** Leitin mikla** • BIÓHÖLLIN Stórrán í Beverly Hills 0 Ósýnilegi maðurinn** Mambókón- gamir* Víghöfði**** Leitin mikla** Hug- arbrellur* • HÁSKÓLABÍÓ Á sekúndubroti* Lukku-Láki** Kona slátrarans" Ref- skák’* Steiktir grænir tómatar*** • LAUGARÁSBÍÓ Spottswood**’ Fólkið undir stiganum* Mitt eigið Ida- ho*‘" • REGNBOGINN Ógnareðli** Lost- æti**** Hr. og frú Bridge*** Freejack* Léttlynda Rósa*** Homo Faber"" • STJÖRNUBIÓ Bugsy" Óður til hafsins"* Hook" Strákarnir í hverf- BÓKIN KRISTJÁN ELDJÁRN OG HÖRÐUR ÁGÚSTSSON SKÁLHOLT: SKRÚÐI OG ÁHÖLD Sumarsmellur menn- ingarvitanna. ífullrial- vöru er ágætt öðru hvoru að taka sér dálít- ið öðru vísi bók f hönd og reyna á heilafrum- urnar. Þar fyrir utan — öllum íslendingum er hollt að lesa um þann merka stað Skálholt og hvaða höfundar væru betur fallnir til að töfra fram fróðleik um stað- inn en einmitt þessir tveir? Svo geturðu huggað þig við það að þú veist allt um Skál- holt eftir lestur bókar- innar. Fær9af 10 í fróðlega flokknum. inu" Böm náttúmnnar"* • SÖGUBIÓ Njósnabrellur" Höndin sem vöggunni ruggar"* ... fœrStjáni meik fyrir að hafa verið skemmtilegur í Sjónvarpinu, en sérstak- lega fyrir að nota prótón- ur og nevtrónur til að sanna tilvist Guðs. Honum tókst að sannfæra örgustu guðleysingja. VI5SIRÞÚ ... að í samantekt breska kallablaðsins Arena var Helena Christiansen tískumódel valin kynþokkafyllsta kona heims? Það skyldi engan undra að önnur módel raða sér á listann; Christy Turlington, Claudia Schiffer, Stephanie Seymor og Naomi Campbell raða sér þétt upp að Helenu. ... að meðal þeirra kvenna sem tímaritið Arena telja til hinnar síðustu sortar eru Mad- onna (of kynferðisleg, ofmetin og of launuð), Barbara Cart- land, Barbra Streisand, Aless- andra Mussolini (notendavin- samlegur nýfasisti), Jackie Kennedy Onassis (lélegur smekkur á karlmönnum) og Móðir Teresa (bara að grínast). ... að á lista sama blaðs yfir geðþekkar leikkonur eru eftir- taldar; Cher, Isabella Rossellini, Elizabeth Taylor, Annette Ben- ing (fyrir að hafa komið Warren Beatty í hnapphelduna og gert úr honum heiðvirðan mann. „Hann var óseðjandi,“ sagði Joan Coll- ins um Beatty. „Þrisvar, fjórum, fimm sinnum á dag var eldd nóg fyrir hann og hann gat talað í sí- mann á sama tíma.“), Geena Da- vis, Susan Sarandon, Juliette Lewis... FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegl 10 - þjónar þér allan aólarhringlnn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.