Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 Gleðisveitin Júpíters Við erum allir þunglyndis- sjúklingar Hljómsveitin Júpíters er eitt af furðum veraldarinnar. Fyrst þeg- ar ég sá þá á sviði var eins og heilt sólkerfi ómandi af tónlist kæmi á móti mér. Þá breyttist ég auðvitað í stjömu. Júpíters hefur hitt landsmenn í hjartastað með spili og söng. Nú er svo komið að talað er um sérstakan Júpíters- fatastíl. Ein stúlka sagði við aðra: Þú ert klædd einsog þú sért að fara á ball með Júpíters. En loks- ins, loksins er Júpíters að gefa út tónlistina sína. Þrír af meðlimum hljómsveitarinnar fengust í við- tal, Hörður Bragason, sem leikur á orgel, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson gítarleikari og Einar Jónsson, sem leikur á bás- únu. Blm.: Hvernig varð hljóm- sveitin til? Hörður: Ja, enginn okkar var með á þeim tíma en ég hef heyrt þá sögu að Þorgeir, einn af þrentur saxófónleikurum Júpíters, hafi ætlað að halda námskeið í saxófónleik fyrir menn sem nenntu ekki í skóla. Þegar ég sótti um að komast í hljómsveitina án þess að hafa heyrt í henni stóð ég í þeirri trú að hún væri allsherjar saxó- fónorgía. Steingrímur: Draumurinn hjá Þorgeiri var að ná saman stóru bandi sem ynni einsog „work-shop“. H: Þetta var fljótt að hlaða utaná sig. Við vorum níu þegar fyrst var spilað undir nafninu Júpíters. Einar: Árni Matt hefur hamrað á því lengi að aðals- merki Júpíters sé tíðar manna- breytingar. Á fjórða tug manna hefur spilað með hljómsveit- inni en síðasta árið hefur það verið sama gengið. Blm.: Hvað eruð þið marg- ir? H: Viðmiðunartalan erþrett- án. E: Erum við ekki tólf? H: Við erum fjórtán á plöt- unni. S: Við erum ánægðir með að hafa Sigtrygg. Það er betra en að hafa Bogomil. Bogomil er svo mikill egóisti. H: Það eru allir stjörnur í Júpíters. Þannig átti það að vera frá upphafi og ég held að það hafi tekist. Blm.: Margar hljómsveitir líkja samstarfi sfnu við hjóna- band. H: Júpíters er hjónaband með leyfi til að halda framhjá. E: En það eru allir voða kúg- aðir. S: Samstarfið gengur lang- best þegar við spilum mikið. Menn hafa auðvitað mismun- andi skoðanir. Stundum verða til hópar innan hljómsveitar- innar, þeir eiga það til að leys- ast upp eða sameinast öðrum. H: Menn slást en fallast svo í faðma. S: Sleikja sárin í hljóði og búa sig undir næstu orrustu. H: Auðvitað eru mikil átök. Annars væri ekki svona gam- an. Við skemmtum okkur ansi vel þegar við erum að spila og á þremur árum hafa valist sam- an menn sem eiga gott með að vinna saman. S: Eitt það skemmtilegasta í svona stórum hópi er að þá blómstra menn á mismunandi tímum. Þá er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart. Ef þú miðar við venjulega hljóm- sveit eru menn nánast læstir saman. En í svona stóru batteríi blómstrar kannski lítil grúppa á tónleikum einsog óvart. Og á næstu tónleikum blómstra aðr- ir. Þannig eru áherslur stöðugt að færast til. Blm.: Þetta er einsog lífvera. S: Já, við erum höfuðskepn- ur. Blm.: Hvernig verða lögin til? S: Það er allur gangur á því. Menn mæta á æfingu með stef og bút úr lagi og svo er spunnið og djammað út frá því. Stund- um koma menn með nokkuð fullmótuð lög. En lögin eru alltaf að breytast. E: Lögin blómstra á svipað- an hátt og hópar innan Júpíters. H: Flest eru einsog fjölærar jurtir. Blómstra, leggjast í dvala og skjóta svo upp kollin- um, kannski í allt annarri mynd. Blm.: Eins og þegar maður sáir gladíólu og upp sprettur rós? H: Einmitt. Rúmba sem leggst í dvala getur breyst í skottís. S: Endurholdgun. E: Tvö lög steypast stundum saman í eitt sem getur orðið að fjórum. H: Við höfum enga stjóm á þessu. Júpíters er aldingarður í órækt. S: Eitthvað svoleiðis. E: Svo veit maður aldrei hvemig næsti konsert verður. H: Við emm dauðuppgefnir en alsælir eftir tónleika. Svo eru lög sem við höfum spilað lengi sem vilja allt í einu láta syngja sig. S: En það er hefð í hljóm- sveitinni að menn mega prófa allt. E: Það gerist margt á tón- leikum, allt hreyfist og breytist og við erum oft alveg undrandi á því sem gerist. Blm.: Hvaða Heiðar er þetta í laginu „Heiðar dansar“? H: Það er leyndarmál en við erum búnir að komast að því að lagið er Cha-cha-cha. Blm.: En „Hótel Haförn", hvaða hótel er það? S: Það er hótel sem allir hafa komið á en enginn veit hvar er. Hótel Haförn er einskonar minning. H: Það getur verið á Astral- planinu, Látrabjargi eða Siglu- firði. E: Við höfum ekki sett okk- ur neinar vinnureglur. Við höf- um eina reglu og það er að PUtSSAN/E.ÓI. mæta á æfingar. S: Það er refsing við því að mæta ekki á æfingar. Blm.: Refsing? S: Þá fá menn ekki að taka sóló. Blm.: Það er voðaleg refs- ing. E: Stundum reyna menn þá að taka sóló á frekjunni en það borgar sig ekki. Þeir geta þó fengið uppreisn æru ef þeir standa sig vel í kúluspili. Blm.: Á síðustu tónleikum á Hótel Borg var altalað hvað „sjóið" hefði tekist vel. H: Já, okkur tókst að byggja sviðið þannig að allir sáust. S: Állir sáu alla. Það var mjög gott. Það er mikilvægt að sjá félagana í hljómsveitinni og að sjá áhorfendur. Blm.: Manni finnst oft að þið vitið ekkert af áhorfendum. H: Við skynjum þá alltaf, en síðast á Borginni varð maður meira var við þá. Þetta voru líka dúndurtónleikar. Og fullt tungl. Mér finnst Júpíters oft einsog skrímsli og svo fer það á flug. Bim.: Þið eruð oft kallaðir Gleðisveitin Júpíters. H: Það er merkilegt vegna þess að í rauninni eru allir í hljómsveitinni rosalegir þung- lyndissjúklingar. S: En við eigum til spila- gleði. H: Það er ekki listin að spila. Það er nautnin að spila. Við leyfum okkur að hafa sterkar tilfinningar og við vogum okkur að vera róman- tískir. E: En það er engin stefna í gangi. Reglur virka ekki fyrir okkur. H: Við erum alltaf að leita að þeim lögmálum sem hljóm- sveitin byggir á en höfum ekki fundið þau enn. Blm.: Kannski verkefni fyrir eðlisfræðing? Eða veðurfræð- ing? H: Tónlistin okkar er einsog gullgerðarlist. Við erum að gera tilraunir með að blanda saman efnum til að fá fram eð- almálm. Blm.: Þið eruð líka kallaðir uppáhaldshljómsveit menning- arvita? S: Það var nú í PRESS- UNNI... en við erum Iíka bún- ir að prófa tónlistina á menn- ingarhálfvitunum. En þetta er góður orðstír, við fáum þá kannski styrk frá menntamála- ráðuneytinu. E: Það er kannski vegna þess að langflestar hljómsveitir gera út á unglingana að reynt er að hólfa okkur af einhversstað- ar. S: Við náðum saman þúsund menningarvitum á Borginni síðast. Blm.: Hefur hljómsveitin ekkert spilað útá landi? H: Jú, í Keflavík, en sá stað- ur fór á hausinn. Kvöldið áður en við spiluðum skemmti fata- fella sem neitaði að fara úr nærbuxunum og fólk hefndi sfn á okkur og það komu ekki nema fjórir til að hlusta og við spiluðum að sjálfsögðu fyrir þá. E: Við spiluðum líka uppí Borgarnesi_ og á Englandi á þorrablóti íslendingafélagsins og í ýmsum klúbbum. Blm.: Og voru viðtökumar eins góðar og heima? H: Já, tónlistin hafði sömu áhrif í útlöndum. Við lékum í útvarpi í pínulitlu stúdíói þar sem við stóðum á öxlunum hver á öðrum og síminn þagn- aði ekki á eftir frá dansandi húsmæðrum sem vildu vita hvort tónlistin væri til á plötu. S: Við förum aftur til Eng- lands í haust og spilum á Read- ing- tónlistarhátíðinni. Við er- um mjög ánægðir með Jakob Magnússon, hann hefur verið okkur mikil hjálparhella. En þegar platan kemur út tekur við þétt tónleikahald. Við fömm til Akureyrar og Hveragerðis. H: Spilum í Tjamarhólman- um og á svölum Alþingishúss- ins. Blm.: Ef ég set upp fána- stöng í garðinum viljiði þá spila þar? H: Þú verður að setja upp margar fánastangir. Við erum nefnilega að sauma fána. Pétur á Kópaskeri: Kemur þetta út á víníl hjá ykkur strák- ar? S: Nei, bara geisladiski. Það kaupir enginn plötur lengur. Pétur: Ég vil ekki sjá diska. Ég vil fá minn vínfi. S: Við komum bara norður á Kópasker og spilum fyrir þig Pétur. H: Við emm allir sammála um að hljómurinn á plötum er bæði skemmtilegri og betri en á geisladiskum. Ef við eign- umst fullt af peningum getum við gefið út á plötu. S: Við sjáum um útgáfuna sjálfir. Ef við hefum verið und- ir þumlinum á útgefanda hefði getað orðið ógnarstress. Við höfum tekið okkur þann tíma sem okkur hentaði og ég held að þannig séum við sáttari við útkomuna. H: Við gerum allt sjálfir. Það eru tveir hljóðupptöku- menn í hljómsveitinni. Ég og Keli kaldi hönnuðum umslag- ið. Keli hefur líka búið til boli handa okkur og hann leikstýrir myndbandinu. S: Já og ef þig langar ekki í tónlistina, þá skaltu kaupa plötuna bara útaf umslaginu. Þetta er tólf síðna myndabók, listaverk sem þú getur haft á náttborðinu. Blm.: Eru ekki allir að bíða eftir plötunni ykkar? H: Jú, við vitum um tíu þús- und manns... S: ...sembíða E: íofvæni... Elísabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.