Pressan - 09.07.1992, Side 14

Pressan - 09.07.1992, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JÚLÍ 1992- R yrir skömmu var sagt frá viðskipt- um Vladimirs Verbenko, sem ásamt nokkrum íslendingum rak íslensk-rúss- nesku viðskiptaskrif- stofuna (Irba). Það fyrirtæki var rekið í Armúla 1 en nú hafa þeir stofnað nýtt félag á sama stað. Það heit- ir Norð-austur versl- unarfélagið hf. (Nord- Ost Intemational Ltd. Með honum í fyrirtækinu eru Sverrir Sigurjónsson, Bárður Halldórsson og Geir Þor- steinsson. Tilgangur félagsins er inn- og útflutningur, millilandaviðskipti og rekstur fasteigna... s em kunnugt er varð prentsmiðja Guðjóns Ó. í Þverholti kyrfilega gjald- þrota fyrri hluta ársins. Það voru starfs- menn fyrirtækisins, þeir Sigurður Þor- láksson. Ólafur Stolzenwald og Þor- leifur V. Friðriksson sem ákváðu síð- an að reyna fyrir sér með reksturinn en þeir hafa stofnað með sér fyrirtækið Hjá Guðjónó hf. Það er spuming hvort þeir halda eftir hinu góða sambandi við Seðlabankann... N X ^ ylega birtist í Lögbirtingi til- kynning um að Andri ísaksson hefði sagt lausri prófessors- stöðu sinni í uppeldis- fræðum við Háskól- ann. Þetta væri varla í frásögur færandi ef ekki væri vegna þess að Andri hefur verið í leyfi í mörg ár vegna starfa sinna hjá Sameinuðu þjóð- unum, en hefur haldið stöðunni. Þess munu nokkur dæmi að prófessorar fari í leyfi og hverfi til annana starfa ámm saman án þess að segja starfi sínu lausu. Þekktasta dæmið er eflaust Ólaf- ur Ragnar Grímsson, sem enn er pró- STOPP EÐA MAMMA HLEYPIR AF TÖFRALÆKNIRINN *** PRESSAN Stórbrotin mynd um mann sem fínnur lyf við krabbameini. Leikur SEAN CONNERY gerir þessa mynd ógleymanlega. Sýnd kl. 5-7-9 OG 11. NÆSTUM ÓLÉTT Eldfjörug gamanmynd um hjón sem eru barnlaus því eiginmaðurinn skýtur púðurskotum“. Sýnd kl. 5-7-9. MITT EIGIÐ IDAHO.........mw Frábær verðlaunamynd með úrvalsleikurum. Sýnd kl. 11. ÓBORGANLEGT GRÍN OG SPENNA joeSYLVESTER stallone ER HARÐSNÚIN LÖGGA í STÓRBORG OG LIFIR ÞÆGILEGU PIPARSVEINALÍFI. mamma ESTELLE GETTY (í KLASSAPÍUR) KEMUR í HEIMSÓKN. HÚN ÞVOÐI ÞVOTTINN, GLUGGANA OG GÓLFIN OG NÚ ÆTLAR HÚN AÐ HREINSA ÓÞJÓÐALÝÐINN AF STRÆTUM BORGARINNAR. AÐALHLUTVERK: SYLVESTER STALLONE, ESTELLE GETTY OG JO BETH WILLIAMS. LEIKSTJÓRI ROGER SPOTTISWOODE. SÝND f A-SAL KL. 5-7-9 OG 11. fessor við félagsvtsindadeild þótt hann hafi varla sést þar síðan hann varð þing- maður árið 1987. Við hlerum í deildinni að þar séu menn orðnir langþreyttir á þessu og óski þess helst að Olafur hætti formlega og láti stöðuna eftir þeim sem hafa tíma til að sinna henni... H .úseign á Sunnuvegi 6 í Hafn- arfirði sem Sigurður Blöndal.fyrr- verandi skógræktarstjóri, nýtti um áratugaskeið hefur nú loksins verið seld. Húsið hafði Hákon S. Helgason kennari gefið Skóg- rækt ríkisins árið 1972 með þeim skil- yrðum að ágóðinn af því yrði notaður til skóræktarstarfs f Dalasýslu. Húsið var hins vegar notað sem embættis- bústaður fyrir skógræktarstjóra sem greiddi aðeins 11.000 krónur í húsa- leigu á mánuði. Húsið var selt í vetur á 12-13 milljónir króna. Heyrst hefur að menn séu ekki á eitt sáttir um hvernig verja eigi peningunum nú þegar þeir eru loksins komnir heim f hérað, 20 árum eftir að þeir voru gefnir... s \<J amkvæmt útreikningum Hagstof- unnar þarf vísitölufjölskyldan (3,6 manns) nú liðlega 2,6 milljóna árstekjur eða mánaðartekjur upp á 220 þúsund krónur til að framfleyta sér. Þetta er byggt á grunni neyslukönnunar frá 1985. Hér er reiknað með útgjöldum fjöl- skyldunnar og þar af leiðandi nettótekj- um; lætur nærri að heildartekjur tveggja fyrirvinna þurfi að vera um 320 þúsunc á mánuði til að standa undir þessurr. neyslukröfum. I formúlu Hagstofunnar er reiknað með að mánaðarlega fari 40.500 krónur í matvörur, 37.400 í rekstur bifreiða,' 32.800 í húsnæðis- kostnað, rafmagn og hita og 17.750 í fatnað og skófatnað. A hinn bóginn eru í formúlunni liðir sem líklcga hafa verið skornir niður með minnkandi kaup- mætti; útgjöld vegna veitingahúsa- og hótelþjónustu upp á 14.300 á mánuði, 11.300 krónur í opinberar sýningar og fleira og 5.800 krónur á mánuði í tækja- búnað vegna tómstundaiðkana... rotabú skipafélagsins Víkur hf. hefur loks verið gcrt upp eftir tveggja og hálfs árs langa gjaldþrotamcðferð. en þetta var fyrirtæki Finnboga Kjeld. Banabiti skipafélagsins hefur iðulega verið talinn sá. að Eimskipafélagið und- irbauð félagið í samkeppni um salt- flutninga. Lýstar kröfur í bú Víkur námu um 310 milljónum króna að nú- virði auk krafna í þýskum mörkum. sænskum krónum. dönskum krónum, dollurum og pundum upp á um 15 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfúmar...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.