Pressan - 09.07.1992, Qupperneq 30
30
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 9. JÚLÍ 1992
Ingvi Hrafn Jónsson,
fréttastjóri á Stöð 2
EKKI
GOÐ
/
A
STALLI
Ingva Hrafn þekkja flestir sem
á annað borð eiga sjónvarp.
Hann byrjaði sem blaðamaður á
Morgunblaðinu 1966, var frétta-
maður hjá Ríkissjónvarpinu og
síðar fréttastjóri. Hann hætti, var
réttara sagt rekinn, en lét nú fyrir
skömmu „freistast til að taka við
fréttastjórastöðu á Stöð 2“, þar
sem hann er haldinn illdrepan-
legri bakteríu fréttamannsins.
Hann hefur það að stefnu sinni
að gera fréttaflutninginn per-
sónulegri, léttari og líflegri en
verið hefur, þannig að fólki h'ði
vel með að hafa fréttamennina
sem gesti heima hjá sér.
Hlutverkið aldrei
mikilvægara
Hvernig sérðu almennt fyrir
þér hlutverkfjölmiðla ídag?
„Hlutverk fjölmiðla er svo
sem ekki breytt að því leytinu til
að það er að upplýsa fólk og
fræða. Þeir reyna að sýna þjóð-
lífið og umheiminn í kringum
okkur í eins hlutlausri hnotskum
og hægt er. Ég held að fjölmiðlar
á Islandi séu almennt í hópi
þeirra alfremstu í heiminum
hvað varðar úrval og ábyrgð í
fréttamennsku.
Hlutverk fjölmiðla hefur ef til
vill aldrei verið mikilvægara en
nú á upplýsingaöld. Fréttamiðl-
amir eru í meiri samkeppni en
nokkru sinni fyrr, við erlent og
innlent tímaritaflóð, gervihnatta-
sjónvarp og fjarlægðir hafa styst
svo mjög að heimurinn er aðeins
brot af því sem hann var. „
En tekst fjölmiðlum að
halda utan um hlutleysi sitt í
heimi samkeppninnar?
„Ef þeir ætla að teljast til al-
varlegra fjölmiðla verða þeir að
geta fjallað um mál frá öllum
hliðum. Öll erum við einhvem
tímann hlutdræg á ævi okkar en
ég hygg það vera eitt mikilvæg-
asta verkefni blaðamannsins
hverju sinni að leggja hlutlaust
og kalt mat á þær fréttir sem
hann er að vinna hverju sinni, og
koma þeim frá sér eins réttum og
ábyrgum og kostur er. Það hlýtur
að vera aðalsmerki og einkunn-
arorð allra blaðamanna.“
Islenskir hlaðamenn hafa
fengið gagnrýni frá almenn-
ingi um óvönduð vinnubrögð.
„Það kemur alltaf gagnrýni.
Það er svo í blaðamannastéttinni
að það er töluvert mikil endur-
nýjun í henni, þetta er krefjandi
streitustarf og ekki svo margir
sem gera það að ævistarfi. Það
krefst óskiptrar athygli og mik-
illar orku. Það er óhjákvæmilegt
að mistök verði í þessu feikna-
lega kapphlaupi við tímann. En í
heildina séð má segja að íslensk-
ir blaðamenn beri af starfssystk-
inum meðal annarra þjóða fýrir
ábyrga afstöðu, sem mótast af
því að yfirmenn á fjölmiðlum
hér eru ábyrgir menn.“
Sjónvarpsfréttir...en líka
sviðsframkoma
En nú eru margir viðmœl-
endurfarnir að spila inn á fjöl-
miðlana.
„Maður hefur séð það, og
stundum brosað að því, að ein-
stakir ráðherrar, sérstaklega nýir,
hafa verið þjálfaðir af sérfræð-
ingum og vilja þá gjaman horfa í
myndavélina þannig að það sé
eins og þeir séu að ávarpa þjóð-
ina. Við bendum þá oft á að við-
komandi eigi ekki að tala til
myndavélarinnar heldur til
fréttamannsins sem spyr og
stendur aðeins til hliðar við hana.
Það verður einfaldlega vand-
ræðalegt ef viðmælendur halda
langar svarræður og horfa beint í
myndavélina. Þeir halda að þetta
sé mjög sniðugt, áhrifamikið og
virki vel, en það er ekki þannig.
Menn dæsa og tala um að allt-
af sé verið að tala við sömu
mennina en í litiu þjóðfélagi eins
og okkar er ákveðinn, þröngur
hópur fólks sem er í lykilstöðum
og fólk vill heyra hvað þeir hafa
að segja. Ráðherramir og þing-
mennimir okkar, svo og leiðtog-
ar launþegahreyfingarinnar em
svo til einu „leikaramir" sem við
fáum að sjá. En þetta em nú samt
mennimir sem halda mjög mikið
utan um fjöreggið.“
Má segja að í þessumfrétta-
heimi sem við erum að tala
um, sem er mjög lifandi, hrað-
ur og ör, að kröfurnar séu að
breytast. Nú nálgist fréttir það
að vera skemmtiefni fremur en
upplýsing.
„I sjónvarpsfréttum felst
fréttaflutningur, en líka ákveðin
sviðsframkoma. Klæðnaður,
framkoma, uppseming og annað
skiptir geysilega miklu máli í því
sambandi. Það er ábyrgðarhluti
hvemig menn segja frá frétt-
næmum atburðum og hvemig
þeim er skilað inn í stofú til fólks
alla daga vikunnar.
Lengi hefur verið litið á sjón-
varpið hér sem ákveðið ægiveldi
og fólk borið mikla virðingu fyr-
ir því. Ég hef haft það að steftiu
minni að gera fréttaflutninginn
sjálfan persónulegri, léttari og
líflegri en verið hefur þannig að
fólki líði vel að hafa okkur sem
gesti heima hjá sér. Þannig emm
við ekki bara að flytja þeim vá-
leg tíðindi, hvöss og alvarleg á
svipinn. Við reynum að vera
með svolítið öðmvísi fféttir og
emm ekki jafn rígbundin af þeim
PRESSAN/Jim Smart
hefðum sem ríkja á Ríkissjón-
varpinu. Það þarf að vera jafn-
vægi í fréttaflutningi og fullvissa
fólk um að við emm ekkert heil-
ög. Við emm eins og hver annar
sem í kringum okkur er.“
Þú talar um þennan létta
stíl.. .þennan ameríska.
„Þetta er mannlegri stíll. Við
emm engin goð á stalli, við emm
bara eins og ég og þú. Við emm
gestir og gestir koma ekki bara
til að segja vondar fréttir og vera
þungir. Gestir eiga líka að vera
skemmtilegir og þess vegna
reynum við að gantast svolítið.
Fólki líkar það vel. í Bandaríkj-
unum er fólki boðið uppá ævin-
týraleg laun fyrir það eitt að
framreiða fféttimar. Ég lít fýrst
og fremst á þessa útgáfu sem
gerist vestra sem mannlegan stíl.
Við emm þama, tölum saman,
segjum ykkur fréttimar og emm
lifandi.“
Ekki öll mál skemmtileg
Oft er havarí þegar frétta-
menn taka á viðkvœmum mál-
um. Er þörf fyrir sérstaka til-
litssemi?
, J>ví miður em ekki öll mál já-
kvæð og skemmtileg og það em
líka erfiðu hliðamar sem menn
þurfa að horfa á. Eitt hef ég á til-
finningunni, hvemig sem á því
stendur, að fólk vilji helst ekki
heyra og sjá mjög vondar fréttir í
sjónvarpi. Það virðist ekki vilja
fá þær heim í stofu til sín á
kvöldin, inn í sitt helga vé. Ég
held þetta stafi af því, að hjá lít-
illi þjóð er samkenndin mikil. Ég
fæ allt öðmvísi viðbrögð þegar
fféttir em léttar. Menn vilja ekki
fara að sofa þunglyndir.“
Lendið þið einhvern tímann
í því að þið þutfið að henda út
fréttum af einhverjum ástœð-
um, pólitískum eða öðrum?
„Ekki pólitískum. Við gerum
þær kröfur til okkar að ef ffétt
hefur ömggar heimildir þá er í
lagi með hana og engin pólitík
stoppar hana. Við heymm hins
vegar fullt af hlutum sem eru
kannski um eitt og annað en rétt-
ar heimildir em auðvitað Iykil-
orð í því sem fréttamenn vinna
að. Við metum það síðan hvaða
málum við viljum taka á og
hveiju við segjum ffá. Það á sér
stað gífurlegt val og mörgum
hugmyndum er hafnað.“
Ert þú semfréttastjóri aldrei
í vafa?
„Ég er orðinn gamall hundur í
þessu og tel mig þekkja þetta
þjóðfélag nokkuð vel. Ég er oft í
vafa, á hveijum degi er ég f vafa,
og velti því fyrir mér hvað ég
eigi að gera. Ég tel mig hins veg-
ar hafa reynslu til að leggja mat á
það. Hér em mjög lífleg skoð-
anaskipti um málin og ffam fer
mjög metnaðarfull og fagleg
umræða. Við fáum alls konar
upplýsingar og það eina sem ég
segi við mitt fólk er: „Kannið
heimildimar og fáið staðfest-
ingu.“
Einokun fjölmiðla brotin
niður
Lítum á samkeppnina.
Hvernig stendur fréttastofa
Stöðvar 2 í samanburði við
fréttastofu Ríkissjónvarpsins?
„Það er ekki hægt að tala um
samkeppni því það er engin sam-
keppni. Ég var á RÚV í þijú ár
sjálfur og var allra manna harð-
astur í að berjast við að drepa
Stöð 2 vegna þess að þá var ég
þeim megin og var trúr minni
stofnun. En ég segi bara að til
allrar hamingju hef ég séð villu
míns vegar.
Kannanir í dag sýna, að við er-
um að gera góða hluti, það góða
hluti að stór hópur manna finnur
sig ekki knúinn til að horfa á
fréttir Ríkissjónvarpsins heldur
horfir á okkur. Það er ekki nema
níu prósenta munur á horfun sem
einhvem tímann var 20 prósent.
En það em margir úti á landi sem
við náum ekki ennþá til vegna
tæknilegra mála sem verið er að
vinna í að leysa. Við höfum af-
burðafólk hér í starfi og að mínu
mati emm við á hverjum degi að
framleiða betri, líflegri og fjöl-
breyttari fréttir en þau á Ríkis-
sjónvarpinu."
Eruð þið kannski að verða
ábyrgðarfyllri en áður?
„Ég tel að fféttastofa Stöðvar
2 hafi verið ábyrgðarfull bæði
undir stjóm Páls Magnússonar
og Sigurveigar Jónsdóttur, sem
em ákaflega hæft fólk. Hér er
yngra starfsfólk og enginn út-
varpsráðsdraugur yfir mönnum.
Ég einn er ábyrgur fýrir fféttun-
um og fféttastofunni og þar með
er það hausinn á mér sem er að
veði. Það er hér meiri keyrsla og
meiri drifkraftur í hópnum og
menn em óhræddir við að taka á
málum. Það er annað andrúms-
loft sem ríkir á Ríkissjónvarpinu.
Þetta fann ég þau tæp þijú ár sem
ég var þar fféttastjóri. Því verður
erfitt að breyta og sérstaklega
jiegar þau em með apparat eins
og útvarpsráð sem yfirvald yfir
stofnununni."
Framtíðin. Sérðu fyrir þér
breytingar með aukinni Evr-
ópusamvinnu?
„Samkeppnin verður æ harð-
ari með alla þá fféttamiðla sem
við höfum. Okkar mikilvæga
mál er að vera fjölbreytt og gefa
fólki, innan þess ramma sem við
höfum, þverskurð af því sem er
að gerast hér innanlands og úti í
heimi. Við verðum að gera það
vel og muna að við emm íslensk.
Við emm einir öflugustu útverð-
ir íslenskrar tungu og menningar
og verðum að leggja rækt við
það í allri þessari alþjóða-
mennsku að stýra ffá okkar sérís-
lenskum málum og gera það á
lipru máli.
Það sem RÚV hefur fram yfir
okkur er það að þeir em aðilar að
EBU, Samband evrópskra sjón-
varpsstöðva, og fá þaðan gífúr-
lega mikið efni. Við höfum ekki
sömu tæknilegu möguleikana á
að fá allt sem þeir hafa því innan
EBU hafa einkastöðvar enga
möguleika. Það er mjög vafa-
samt að þetta standist í aukinni
Evrópusamvinnu. Ég tel að ein-
okun fjölmiðla verði lögð niður
og sá tími hlýtur að koma að rík-
istútvarp, sem er í ójafnri einok-
unarskattlagðri samkeppni við
einkafjölmiðil, standist ekki
lengur.
Ég tel að ríkisútvarpið sem
slíkt muni starfa áffam en ekki á
þeim gmndvelli sem nú er. Hlut-
verk ríkisrisanna mun alls staðar
breytast og það er verið að end-
urskoða útvarpslögin.
Það er ekkert sem ríkisútvarp-
ið getur gert, ekkert, sem við get-
um ekki gert.“________________
Te/ma L. Tómasson
*
I Bandaríkjunum er fólki boðið uppá
ævintýraleg laun fyrir það eitt að
framreiða fréttirnar. Ég lít fyrst og
fremst á þessa útgáfu sem gerist
vestra sem mannlegan stíl.