Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 7 ± ann 12. september næstkomandi verða haldnir sannkallaðir risatónleikar í verksmiðju Vífilfells; kókverksmiðjunni. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 50 ára afmæli Kók á fs- landi og verður út- varpað og sjónvarpað beint á Bylgjunni og Stöð 2. Á þessum tón- leikum koma fram nánast allar vinsælustu hljómsveitir landsins. Þar verða Todmobile, Kol- rassa krókríðandi, Pís of keik, 1000 andlit, Júpíters, Jet Black Joe, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, KK og Bubbi Morthens. Þetta er rjóminn af ís- lensku tónlistarfólki, en eina mjög vin- sæla hljómsveit vantar þó; nefnilega Stjómina. Það þarf þó engum að finnast undarlegt að Stjórnin skuli ekki koma fram á þessum tónleikum, því Sigga Bein- teins og félagar hafa auglýst Egils appelsín grimmt í sumar fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson... ±r að er víðar en á Alþingi þar sem sjálfstæðismenn takast á um formennsku í utanríkisnefnd. Stjóm Sambands ungra sjálfstæðismanna kaus nýjan formann utan- ríkisnefndar sinnar um síðastliðna helgi. Þar tókust á blaða- mennírnir Andrés Magnússon og Steingrímur Sigur- geirsson og hafði Steingrímur betur. Steingrímur er í hópi EB-sinna innan SUS, en Andrés hatrammur andstæðing- ur Évrópubandalagsins. Þetta þykir at- hyglisvert með tilliti til þess að á síðasta þingi sambandsins var tillaga um könnun á aðild fslands að EB kolfelld, þrátt fýrir að Davíð Stefánsson formaður SUS og helstu stuðningsmenn hans séu yfirlýstir talsmenn þess að ísland gangi íbandalag- ið... s ú ákvörðun sóknarnefndar Digra- neskirkju að hefjast þegar handa við byggingu kirkju á Víghól í Kópavogi á sjálfsagt eftir að draga alvarlegan dilk á eftir sér. Nú þegar hafa ná- grannar við kirkjuna sagt að þeir muni segja sig úr söfnuðinum ef til þess kemur. Á það mun reyna ef Ólafur Skúlason biskup tekur skóflustunguna í dag en reyna átti að fá lögbann á þá ffarn- kvæmd. Það verður sjálfsagt að teljast einsdæmi í kristnisögu fslands ef lögbann verður sett á slíka framkvæmd... ST að er ljóst að safnaðarfundur verður ekki látinn skera úr um byggingu kirkju á Víghól í Kópavogi. Til hefur staðið að halda slíkan fund síðan í vor. Honum hef- ur alltaf verið slegið á frest vegna ótta nú- verandi meirihluta í safnaðarnefnd við byltingu. En séra Þorbergur Kristjáns- son og stuðningsmenn hans þurfa ekki að hafa áhyggjur af fjármögnunni vegna þess að fynr löngu síðan voru komnar 75 milljónirkróna íbyggingasjóð... V JL_Jggert Skúlason fréttamaður á Stöð tvö tók vegfarendur tali í fréttatímanum 19:19 í gærkvöldi og spurðist fyrir um afstöðu fólks til EES-samningsins og hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, sem út af fyrir sig er ekki í frásögur færandi. Hins vegar er athyglisverðara að þegar hann spurði hann viðmælendur sína að því hvort fsland væri f Evrópu- bandalaginu (EB) eða Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA). Helmingurinn taldi að Island væri í EB, 2-3 voru á þvf að fsland væri í EFTA, en afgangurinn hafði ekki hugmynd um hvort væri. Af fréttaflutningi og umræðum á Alþingj að undanfömu mætti æda að þetta væri mál málanna, en miðað við þessar undirtektir fara menn að velta því fyrir sér hvort almenningur hafi yfir höfuð nokkurn áhuga á málinu.. ■ * A JL Xtökin um þingflokksformennskuna f Alþýðubandalaginu taka á sig ýmsar myndir. Að undanfömu hafa staðið yfir viðræður um stofrmn kiördæmisráðs Al- þýðubandaiagsins í Reykjavík á milli Al- þýðubandalagsfélagsins (Svavarsmanna), Birtingar (Ólafsmanna) og ungliðahreyf- ingarinnar. Þessi hugmynd er orðin nokkurra ára gömul, en til stóð að láta loks verða af stofnuninni nú í september. Þar til á mánudag fyrir viku. Þá átti að vera fundur í viðræðunefndinni, en full- trúar Svavarsmanna létu ekki sjá sig og bárust þau skilaboð inn á fundinn að á meðan andstaðan væri slík við Svavar í þingflokknum þætti ekki ástæða til að halda þessum viðræðum áfram um sinn... s V^/krifstofa Flugleiða f New York-borg var lengst af á besta stað í bænum, nánar tiltekið við Rockefeller Plaza við 5. tröð. Nú hefur hins vegar heldur betur skipt um. Reyndar er skrifstofan enn í bygg- ingasamstæðunni Rockefeller Center, en er orðin hornreka og gott betur, því nú deila Flugleiðamenn skrifstofu með chíleska flugfélaginu LanChile við hliðina á rússneska flugskrimslinu Aeroflot... l-/ögreglumaðurinn Benedlkt Lund sem ók lögreglubflnum í Mosfellsbæ þeg- ar Steinn Armann Stefánsson ók á hann á 160 kílómetra hraða slapp á undraverðan hátt við aivarleg meiðsli. Hann er hins vegar ekki alveg óvanur að fást við ffkniefnsala, því hann starfaði ein- mitt hjá fíkniefnadeÚdinni fyrir fáum ár- um og hafði meðal annars umsjón með leitarhundum deildarinnar... T> J_-/ankaráð Landsbankans hefur enn ekki tekið ákvörðun um ráðningu þriggja umdæmisstjóra fýrir útibúasvæðin í Reykjavík. Vel gekk að ráða umdæmisstjóra fyrir landsbyggðina, en nú er orðið ærið langt sfðan umsóknar- frestur rann út í Reykjavík. Á milli 40 og 50 manns sóttu um þessar þijár stöður, meðal annarra sitj- andi útibústjórar í Austurbæjarútibúi, Þorkell Magnússon, og í Breiðholtsúti- búi, Bjarni Magnússon, sem lesendur blaðsins kannast vafalaust við. Hins vegar er ekki talið útilokað að ákvörðun verði loks tekin á bankaráðsfundi sem er á dag- skrá nú f dag,.. ■ Níu leiðir til þess að spara bæði tíma, féog fyrirhöfn PATREKSFJORÐUR 1ISAFJORÐUR SAUÐÁRKRÓKUR W 5.430 kr. 8.000 kr. 50 mín. lOklst. W 5.600 kr. 8.400 kr. 45 mín. 12 klst. 5.400 kr. 45 mín. 5.500 kr. 5 klst. REYKJAVIK INNANLANDS- FLUG ER HAGKVÆMUR K0STUR REYKJAVIK REYKJAVIK AKUREYRI ■ w 5.970 kr. 6.000 kr. 50 mín. 6,5 klst. . ÞINGEYRI ■ HUSAVIK fSt Wí u 5.370 kr. 8.000 kr.; 6.720 kr. 8.400 kr. 60 mín. lOklst.f 55 mín. 8 klst. REYKJAVÍK REYKJAVÍK REYKJAVIK EGILSSTAÐIR Jj \ 7.860 kr. 11.600 kr.+gisting 6.970 kr. 7.000 kr. 4.000 kr. 3.480 kr. 65 mín. 30 klst. * j60 mín. lOklst. ; 25 mín. 3,5 klst. REYKJAVÍK REYKJAVIK H0RNAFJ0RÐUR REYKJAVÍK VESTMAN N AEYJ AR Það sparar þér núk 'tnn tíma og er iflestum tilfellum ódýrara að fljúga fram og til baka á APEX50* milli ácetlunarstaða Flugleiða og Reykjavíkur en að ferðast sömu leið með rútu eða á einkabíl. FLUGLEIDIR Þjóðbraut innanlands *Miðaðer viðaðgreitt séfyrir báðar leiðir, fratn og til baka, meða.rn.k. tveggja daga fyrirvara ogað höfðséviðdwl ía.m.k. þrjár tuetur. Takmarkaðsceta framboð. Ttrni m.v. aðra leið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.