Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 27 Lag ársins l.HIÁÞÉR /Sálin hans Jóns míns 2. Krókurinn/Sálin og Pétur Kristjáns 3. Hit/Sykurmolarnir 4. Þetta er yndislegt lif/Páll Óskar Hjálmtýsson 5. Deluxe/Nýdönsk Nærri þessum lögum voru Rain með Jet Black Joe, Landslag skýj- anna, Stopp, Ef ég væri guð, Sól og fleiri. Texti ársins l.ÉGVILBARA RÍÐA /Bubbi Morthens 2. Hjá þér/Sálin 3. Krókurinn/Sálin 4. Ef ég væri guð/Síðan skein sól 5. Deluxe/Nýdönsk Danslag ársins 1. KRÓKURINN /Sálin, Pétur Kristjánsson 2. Steypireið/Nýdönsk 3. Tálsýn/Þúsund andlit 4. Ég elska alla/Trúbrot 5. Sól/Pís of keik „Kombakku ársins l.TRÚBROT 2. Pétur Kristjánsson 3. Top of the World/Sykurmol- arnir 4. Shady Owens 5. Kaffibrúsakarlarnir Shady Owens kveikir aftur í íslenskum hjörtum.Trúbrot er „kombakk" ársins og hún í hópi bestu íslensku söng- kvenna og sjálf í fjórða sæti yfir kombakk ársins. Besti ellipoppar- inn 1. PÉTUR KRISTTÁNSSON 2. Rúnar Júhusson 3. Björgvin Halldórsson 4. Bubbi Morthens 5. Geirmundur Valtýsson Aðrir sem fengu þó nokkur at- kvæði voru Flosi Olafsson, Ragn- hildur Gísladóttir, Megas, Egill Ól- afsson, Ómar Ragnarsson Grétar Örvarsson, Gunnar Þórðarson, Raggi Bjarna og Hallbjörn Hjart- Anna Mjöll Ólafsdóttir olli mestu vonbrigðunum með sigrinum í Landslaginu, samt vilja þeir senda hana í næstu Júróvisjón. Best klædda hljómsveitin l.NÝDÖNSK 2. Stjómin 3. Sálin hans Jóns míns 4. Todmobile 5. Sykurmolarnir Verst klædda hljómsveitin 1. SÍÐAN SKEIN SÓI. 2. Stjómin 3. Loðin rotta 4. Nýdönsk 5. Sléttuúlfamir Júróvisjón 1. ANNAMJÖLL ÓLAFSDÓTTIR 2. Björgvin Halldórsson 3. Bjarni Arason 4. Móeiður Júníusdóttir 5. Geirmundur Valtýsson Tíu bestu staðirnir l.INGÓLFSCAFÉ 2. Casablanca 3. Bíóbarinn 4.1929 5. Amma Lú 6. Púlsinn 7. Grjótið 8. Glaumbar 9. Café Amsterdam 10 Café Romance Þeir sem komust einnig á blað voru „svefnherbergið“, „stofan“, Hótel Borg, Hótel Island, Ókom- inn, Gaukurinn, Ársel og Café Ro- senberg. Rokklag ársins KRÓKURINN Júpíters eru meðal bjartari vona og að auki eru blásarar hennar taldirtil þeirra bestu. Næstir i Tónleikar ársins BÍÓROKK í Laugardalshöllinni 17. júni Pétur f ær heið- ursnafnbótina „besti ellipopp- arinn“ og auk þess á hann stóran danslagi ársins, K Y N L í F JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR' Ó, blessað vertu tíðablóð Tíðablóð hefur ýmsa merk- ingu í hugum kvenna og vekur upp margvíslegar tilfmningar. Sumar blóta blæðingum í sand og ösku — líta á túrinn sem bölvuð óþægindi og vesen — á meðan aðrar nota tíðir sem gleðivaka í dagsins önn. Flestar sveiflast svo líklega á milli þess- arapóla. Á íslandi er engin hefð fyrir því að líta jákvætt á tíðir eða fagna þeim á nokkurn hátt, til dæmis fyrstu blæðingum á ung- lingsárunum. Það er helst að konum létti þegar þær byrja á túr ef þær óttast ótímabæra eða óráðgerða þungun. Fæstar konur sem ég hef rætt við eiga góðar minningar um fyrstu blæðing- arnar. Þær sem voru svo heppn- ar að vita að þetta var nokkuð sem gerðist hjá öllum konum urðu fyrir minnstum skakkaföll- Verkfallið fólst í að neita að nota dömubindi, tíða- tappa eða nokkuð annað til að taka við tíðablóðinu nœst þegar hún færi á túr. Daginn sem hún byrjaði fór ekki á milli mála hvað var á seyði; buxurnar voru útataðar í blóði og hvar sem hún settist skildi hún eftir sig rautt stól-listaverk. um þegar blóðið birtist í nær- buxunum einn góðan veðurdag. Þær sem höfðu ekki hugmynd um hvað var á seyði urðu skelk- aðar og héldu að þær hefðu slas- ast, væri að blæða út eða eitthvað þaðan af verra. Ein tók eft ir blóði í klofinu þegar hún var nýkomin í sund. Það sem henni datt helst í hug var að hún hefði meitt sig á reiðhjólinu. Afar fáar konur líta fyrstu tíðir réttu auga. Þó veit ég um nokkrar sem kunnu að meta þennan viðburð og litu á hann sem merki þess að nú væru þær að verða konur. Það hefði verið svolítið merkilegt að arka út í búð og kaupa fyrsta dömubinda pakkann. Ekki var það heldur verra fýrir egóið ef hægt var að kaupa vöruna fyrir sína eigin peninga. Þarna voru fyrstu tíð- irnar viss staðfesting á kvenleik- anum og vaxtarbroddur ákveð- ins sjálfstæðis. Það að þú skulir núna geta gengið með barn — „framleitt11 lítinn einstakling af holdi og blóði — gerir þig að mikilli og merkilegri veru. Sömuleiðis heyrast konur allt of sjaldan hrífast af því hvað lík- aminn — þetta furðuverk — gengur eins og kiukka hvað blæðingar varðar. Konur tala ekki um hvað þær eru hrifhar af sjálfum sér þegar þær finna og sjá merki heilbrigðs líkama. Tíðir eru einfaldlega einn hlekkurinn í tíðaríminu (gamalt orð yfir tíða- hringinn) og tákna að fyrst að konan varð ekki þunguð þá er legið að losa sig við blóðríka slímhúð („hreiðrið“ fyrir eggið ef það hefði frjóvgast). Síðan tekur íegið til við að byggja nýtt „hreið- ur“. Það væri óskandi að stelpur lærðu að meta líkama sinn og þá staðreynd að í hverjum mánuði býr hann sig undir frjóvgun og til að hlú sem best að egginu þarf að búa til nýtt hreiður í hverjum mánuði. Mér líður seint úr minni saga sem ég las fyrir nokkrum árum um stelpuskjátu nokkra sem fór í óvenjulegt verkfall. Henni fannst dömubindi og tíðatappar allt of dýr vara og líkaði heldur ekki hversu mikið pukur var í kring- um þessa sameiginlegu reynslu kvenna. Fyrir söguhetjunni var þetta stórpólitískt mál. Verkfallið fólst í að neita að nota dömu- bindi, tíðatappa eða nokkuð annað til að taka við tíðablóðinu næst þegar hún færi á túr. Dag- inn sem hún byrjaði fór ekki á milli mála hvað var á seyði; bux- urnar voru útataðar í blóði og hvar sem hún settist skildi hún eftir sig rautt stól-listaverk. Stelp- an fylgdi þessu eftir; dreif sig með kröfúspjald niður í verslun- armiðstöðina þar sem hún mót- mælti háu verði dömubinda. — Látum vera hvað þau kosta, en hversu oft hafa konur ekki lent í vandræðum þegar þær byrja upp úr þurru á túr? Oft er það ansi öþægilegt að vera staddur í strætó, í sundi, á balli eða uppi á miðju fjalli og blóðið fer að fossa niður; nærbuxurnar verða fljótt gegnsósa, síðan síðbuxurnar og guð hjálpi þeim sem er í ljósum fatnaði! Hver einasta kona hefúr sína sögu að segja í þeim efnum. Ein var á hestaferðalagi uppi á hálendinu þegar „Rósa frænka“ ákvað að kíkja í heimsókn. Nú voru góð ráð dýr því það hafði gleymst að taka dömubindin með í ferðina. Hvað gat hún gert? Það sem bjargaði henni að lok- um var að hún mundi eftir því að mosinn var það sem kom ís- lenskum formæðrum okkar til bjargar í þessum málum! Mín kona notaði gamla ráðið og lifði ferðina af. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14,200 Kópavogur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.