Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 BÆTIFLÁKAR DÓNAPAKKI „Samstarfskona Víkverja fór sl. laugardag með börn sín tvö í Kolaportið. Mikið var um að vera á þessum helsta markaði borgarinnar eins og venjulega og meðal annars var á einum stað boðið upp á svokallaða lukku- pakka. Börnin vildu óð og upp- væg freista gæfunnar, svo að móðirin varð að láta undan þeim og kaupa pakka handa þeim hvoru um sig. Móðurinni brá hins vegar í brún þegar annað barnið opnaði pakkann sinn og í ljós komu staflar af ldámblöðum, enda átti hún fullt í fangi með að sann- færa barnið um að innihaldið ætti ekkert erindi við börn. Kann hún forsvarsmönnum lukkupakkatombólunnar litlar þakkir fyrir og þeir Kolaports- menn hljóta að sjá sóma sinn í að aðgæta hvað á boðstólum er á markaðinum því Kolaportið er að stærstum hluta markaður sem sóttur er af fjölskyldufólki, einatt til að stytta ungviðinu stundir.“ Víkverji í Morgunblaðinu Jens Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Kolaportsins: „Frá upphafi Kolaportsins hefur það verið regla að viðhafa skipu- lagt stjórnleysi við reksturinn, þ.e. að leyfa hverjum sem er að selja hvað sem er, en þó „innan ramma laga og velsæmis". Þetta hefur gengið mjög vel þessi þrjú ár og við höfum ekki orðið vör við misnotkun á þessu frelsi, fyrr en í umræddu tilviki. Sá er seldi téða lukkupakka gerði það reyndar í góðri trú, enda leit hann ekki beinlínis á tímaritin Eros og Sannar sögur sem klám- blöð. Hann féllst þó á að slíkt væri ekki heppilegt til sölu í Kolaportinu og er málið nú úr sögunni. Framvegis munum við gæta þess betur að allt fari fram með sóma innan veggja Kola- portsins." STRÍÐSM I NJ AR „Það er skrýtið með okkur ís- lendinga eins og við þykjumst vera miklir verndarar þjóðlegrar menningar og minja að við skul- um ekki hafa varðveitt eitthvað af minjum frá stríðinu og her- námi landsins á sínum tíma. Það verður að flokka þær undir þjóðlegar minjar þótt þær til- heyri stríði. Við teljum minjar eftir Papa hér vera þjóðlegar minjar þótt þær megi rekja til manna frá Irlandi. Einhverjar minjar, svo sem loftvarnarbyrgi í húsum eða úti við, hefði átt að varðveita og sýna seinna börn- um okkar. Stríðið tilheyrir sög- unni, hér sem annars staðar.“ Magnús Guðjónsson IDV Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður: „Ég er alveg sammála manninum, þótt ég viti reyndar ekki nákvæmlega hvað hann á við með minjum frá stríði og hernámi landsins. Að sjálfsögðu er full ástæða til að varðveita allar minjar um sögu landsins, ekkert síður þær sem tengjast einhverju ójaægilegu eins og til dæmis stríði. Á Þjóð- minjasafni íslands eru enda varðveittir mjög margir hlutir sem tengjast styrjöld. Þar er til dæmis að finna tækniminjadeild þar sem varðveittir eru ýmsir merkir tæknigripir, meðal ann- ars ffá því um stríð. Þessir gripir eru reyndar ekki sýningarhæfir enn sem komið er, þar sem þeir þarfnast ýmiss konar lagfæringa og ekki hefur verið nægur húsa- kostur til að stilla þeim upp. Von er þó til þess að hægt verði að ráða bót á því máli og sýna hinar merku tækniminjar, þegar lausn hefur fundist á húsnæðisvanda Þjóðminjasafnsins.“ Nýmóðins ýsa „I höfuðborginni eru rekin BJÖRN BJARNASON formaður utanríkismálanefndar B E S T Hann hefur algjöra yfirburða- þekkingu á islenskum utan- ríkis- og öryggismálum. Mjög flinkur og frambærilegur maður, pottþéttur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, góður blaðamaður og fram- úrskarandi vel skipulagður. Mjögfærá sviði alþjóða- stjórnmála og ekkert í heim- inum getur komið í veg fyrir að hann verði utanríkisráð- herra. Hann erafartrygg manneskja og má ekki vamm sitt vita. V E R S T Hann er mjög sérkennilegur maður og hans veika hlið er umgengni við annað fólk, en þar á hann oft f erfiðleikum. Hann getur verið afskaplega þurr á manninn og dónalegur og talar oft niður til fólks. Hann er oft mjög þungur á brún og getur verið erfiður. Hann á sér þó mannlegri hlið- ar og býr yfir góðri kímnigáfu sem hann mætti láta koma beturíljós. allmörg veitingahús, sem leggja mikinn metnað í matargerð sína og leitast við að koma með nýja matseðla og gamla rétti í nýrri mynd. Það er hins vegar um- hugsunarefni fyrir þessi veit- ingahús og matreiðslumeistara þeirra, á hvaða leið þau eru. í of mörgum tilvikum er matur, sem er beztur, þegar hann er mat- reiddur með hefðbundnum, ein- földum aðferðum, borinn fram með alls kyns útfærslu, sem gerir hann ekki betri heldur verri. Þetta á t.d. við um ýmiss konar meðferð á laxi og humri, í sum- um tilvikum á rjúpum og lambakjöti og jafnvel algengum fisktegundum.“ Víkverji í Morgunblaðinu Níels S. Olgeirsson, for- maður Félags matreiðslu- manna: „Ég er hjartanlega sam- mála þessu enda vissulega sann- leikskorn í ábendingu Morgun- blaðsins. Mörgum okkar í Félagi matreiðslumanna hefur fundist það vanta algjörlega að boðið sé upp á hefðbundinn þjóðlegan mat á veitingahúsum í Reykja- vík. Aftur á móti hefur það sýnt sig að ekki er áhugi fýrir slíkum „gamaldags mat“ meðal matar- gesta. Þegar öllu er á botninn hvolft er það neytandinn sem stjórnar því hvað í boði er og við matreiðslumenn verðum auðvit- að að færa þjóðlega rétti í nú- tímalegan búning. Það er því tómt mál að tala um að ætla til dæmis að bjóða fólki upp á þver- skorna, soðna ýsu.“ F Y R S T ^ ÞORBJÖRG F R E M S T DANÍELSDÓTTIR Vona að öldurnar fari nú að lægja Er það rétt að margir hyggist segja sig úr Digranessöfnuði vegna óánœgju með þessi mála- lok? „Ég hef ekkert heyrt af því og satt best að segja hef ég enga trú á að safnaðarmeðlimir fari að segja sig úr sókninni. Að sjálfsögðu veit ég að sumir eru ósáttir við stað- setningu kirkjunnar og hafa þeir verið háværir. Víghólasamtökin eru þó ekki nema örlítið brot af Digranessöfnuði sem telur um 7.500 manns og því er engin ástæða til að ætla að það eigi eftir að fækka stórlega í söfnuðinum. Ég álít að mikill meirihluti Digra- nessóknar vilji kirkju við Víghól.“ Hvað með hörð mótmœli tiœr allra íbúa viðgrœna svæðið við Víghól? „Ég vil nú reyndar benda á að hér hefur varla verið hægt að reisa eina einustu byggingu án þess að því hafi verið mótmælt kröftug- lega áður af íbúum eða félagasam- tökum. Því kom það engum á óvart að ekki væru allir á eitt sáttir í þessu máli. Það er rangt sem haldið hefur verið fram að kirkjan muni rísa á grænu svæði. Byggt verður fyrir utan græna svæðið, að vísu ekki langt fyrir utan, en þó nokkra metra í burtu. Samkvæmt aðal- skipulagi er hluti af þessu svæði ætlaður undir opinbera byggingu og því aðeins takmarkaður hluti þess sem ekki má hrófla við.“ Var ekki hœgt aðfmna frið- samlega lausn á þessari deilu, í anda kirkjunnar? „Það var svo sannarlega reynt. Við í sóknarnefnd gengum til dæmis í öll hús við Vóghólasvæð- ið í fyrra, lögðum teiluiingar að kirkjunni fyrir íbúa og leituðum álits þeirra á málinu. í langflestum tilvikum var okkur tekið afskap- lega kurteislega og margir virtust vera fullkomlega sáttir við bygg- inguna. Aftur á móti vita allir hvaða áhrif sterkur áróður getur haft á fólk og einhvern veginn Formaður sóknarnefndar Digranessóknar getur nú andað léttar eftir að meiri- hluti bæjarstjórnar Kópa- vogs samþykkti endurnýj- un byggingarleyfis vegna fyrirhugaðrar kirkjubygg- ingar við Víghól í Kópa- vogi. Mikill styr hefur stað- ið um þetta mál og telja Víghólasamtökin svoköll- uðu, sem mótfallin eru kirkjubyggingunni, að sóknarnefnd beri tafarlaust að segja af sér, enda sé hún aðeins hávær minnihluta- hópur sem hafi mótmæli safnaðarmeðlima og ann- arra bæjarbúa að engu. Hvað sem öllum ásökun- um líður hefur leyfi fengist fyrir byggingu kirkjunnar og verður fyrsta skóflu- stungan tekin í dag, fimmtudag, af biskupi ís- lands, séra Ólafi Skúlasyni. tókst helstu andvígismönnum kirkjubyggingarinnar síðar að fá marga íbúana til að skrifa undir mótmæli." Hefur ríkt einhugur um þetta mál í sóknarnefnd? „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að þetta sé kappsmál „meirihluta" nefndar- manna. Við í sóknarnefnd Digra- nessaíhaðar höfum alla tíð verið á einu máli um að kirkja skuli rísa við Víghól. Þetta mái hefur verið stöðugt á dagskrá innan sóknar- innar í langan tíma og því verið mikið baráttumál séra Þorbergs Kristjánssonar, sem forystu- manns safnaðarins." Telurðu aðfriður eigi eftir að komastá innan Digranessókn- ar? „Ég vona að nú fari öldurnar að lægja og ég veit að friður á eftir að komast á innan safnaðarins. Allt varðandi kirkjubygginguna hefur ffá upphafi farið frarn samkvæmt lögum og reglum. Það sem fyrir sóknarnefnd vakir er að skapa Digranessöfnuði loksins viðun- andi aðstæður til sóknarstarfs og ég trúi ekki öðru en allir séu hlynntir því. Menn eiga eftir að verða sáttir við staðsetninguna þegar kirkjan er risin, en reiknað er með að hún verði fullbúin að tveimur árum liðnum.“ Á RÖNGUNNI Skýringarmynd dr. Jónmundar Brekkan úr skýrslu hans þar sem hann greindi frá umdeildri uppgötvun sinni á fjórða beini eyrans. T V I F A R A R Það fer engum sögum af því hvort F.W. de Klerk, forseti Suður- Afríku, er vondur bílstjóri, en hins vegar fer mörgum sögum af því að svo sé um dr. Gunnlaug Þórðarson. Að öðru leyti eru þeir de Klerk og dr. Gunnlaugur næstum því eins. Sami þungi augn- svipurinn, íhugult ennið og hjá báðum virðist stutt í kímnina. Báðir hafa gegnt örlagahlutverki í sögu þjóða sinna: de Klerk af- létti aðskilnaðarstefnunni og dr. Gunnlaugur var einn helsti frumkvöðull útfærslu landhelginnar. Báðir hlutu gagnrýni fyrir á sínum tíma og báðir hafa orðið fyrir því að aðrir reyndu að eigna sér heiðurinn þegar upp var staðið. Sumir halda því ff am að þrátt fyrir að aðskilnaðarstefnan sé fyrir bí hafi de Klerk ímugust á „óæðri“ kynþáttum. Dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur hins vegar ekkert slíkt orð á sér. Þó eru menn ekki frá því að honum sé uppsigað við óæðri menn, öldungis burtséð frá litarafti, trú, kynferði eða ætterni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.