Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 39 Framhald afsíðu 37 D.H.LAWRENCE „En þegar frásögnin tekur hvað eftir annað að rísa ífullkomnu samræmi til- finninga, fegurðar og næmis þá fær enginn smekkvís lesandi neitað því að hann er að lesa afburðaskáldskap," segir Kolbrún Bergþórsdóttir í gagnrýni sinni um bókina „Elskhuga lafði Chatterley". miklar þátt kynlífsins og vitnar eins og hafi hann fundið guðlega lausn á tilvistar- vandanum. I D.H. Lawrence býr lítill Rousseau sem telur að manninum beri að hverfa aftur til náttúrunnar. Óvinurinn mikli er iðnaðar- samfélagið sem Lawrence fyrirlítur. Það deyðir hinar náttúrulegu hvatir, eyðir öllu sem ekki vill samlagast því. Og það er lítil von til þess að mannkynið fái nokkru sinni velt því tilbúna oki af herðunum vegna þess að manneskjan hugsar smátt: „Og það er eina leiðin til að leysa vanda iðnvæðingarinnar; kennið fólkinu að vera lifandi, kennið því að lifa í fegurð, án þess að þurfa að eyða peningum. En það er ekki hægt. Hugsun allra beinist í eina átt nú á dögum. Tilfellið er að þorri manna ætti ekki einu sinni að reyna að hugsa, vegna þess að hann getur það ekki.“ Ég er ekki viss um að Lawrence hafi verið sérlega heilsteyptur hugmyndafræð- ingur eða áberandi rökvís. Eg efa það reyndar stórlega. En hann er tilfinninga- maður sem kann að stýra penna. Verk hans um lafði Chatterley og elskhuga hennar heppnast vegna þess að í því býr blossandi tilfinning og ástríða höfundar. Bókin líður ekki áfram í jafrivægi góðrar frásagnar. Hún á sínar hæðir og lægðir. í lægðunum hvarflar að lesandanum að þetta kunni að vera oflofuð bók, helst merk vegna þess ofboðs sem greip vikt- oríanska siðameistara við útkomu henn- ar. En þegar frásögnin tekur hvað eftir annað að rísa í fullkomnu samræmi til- finninga, fegurðar og næmis þá fær enginn smekkvís lesandi neitað því að hann er að lesa afburðaskáldskap. Elskhugi lafði Chatterleys er ekki mesta verk D.H. Lawrence en það er eitt þeirra verka bókmenntasögunnar sem bókunn- endur eiga að lesa og taka afstöðu til. Þetta er djarff verk og á köflum æði ósvíf- ið en samt fallegt og ævinlega athyglisvert. Jón Thoroddsen þýðir verkið og ekkert er út á þýðinguna að setja nema það eitt að á einstaka stað hefði hún mátt vera ag- aðri. Kolbrún Bergþórsdóttir Algjört œði! TOHNZORN NAKEDCITY ELEKTRA NONESUCH ★★★★ Leið bandaríska saxófónleik- ^^^Marans Johns Zorn að rokkinu ^ríjMhefur verið hlykkjótt og stór- ^^^furðuleg. Hann byrjaði sem sett- legur djassblásari og var orðinn mjög við- urkenndur sem slíkur. Fyrir nokkrum ár- um hefur hann líklega fengið góðkynja heilaæxli því tónlist hans síðustu árin hef- ur verið allt annað en settleg. Sú plata sem hér er til umsagnar er nokkurs konar safn afþeim frábæru tilraunum sem Zom hef- ur stundað. Hann hefur vélað nokkra af færustu djassleikurum samtíðarinnar út í galsann með sér; menn eins og gítarleik- arann Bill Frisell og trommarann Joey Baron. Þeir víla ekki fyrir sér að hlýða Zorn í einu og öllu og útkoman er slík að velflestir hljóðfæraleikarar ættu að fölna og íhuga alvarlega að leggja hljóðfærið á hfiluna. Á þessari geislaplötu eru 26 lög, sum örfáar sekúndur, sem virka eins og sleggj- ur á eyrun. I þeim er Zorn undir áhrifum frá japönsku geðveilu-þungarokld og hef- ur meira að segja fengið brjálaðan Japana, Yamatsuka Eye úr hljómsveitinni Bore- doms, til að æpa fyrir sig. Auk þess em á plötunni hefðbundnari lög eftir Zorn, gamlir djass-slagarar og bíómyndastef (þ.á m. James Bond-stefið og Bleiki pardusinn). Útsetningar Zorns em æðis- legar; hann slengir þessu öllu í hakkavél og fær út ferskt músíkhakk sem smakkast mun betur en flest annað á kjarapöllum rokksins í dag. Þegar maður fær vini sína í heimsókn og vill ko skjöldu er ekkert betra en að setja þessa frábæru John Zorn-plötu undir geislann og sitja glott- andi úti í horni meðan andlitin detta af vinunum af undmn og skelfingu. Gunnar Hjálmarsson Rapprokk- tjallar THETWENTY FIFTH OF MAY LENIN & McCARTHY ARISTA ★ ★ Hljómsveitin Tuttugasti og fimmti maí hefur vakið nokkra athygli í heimalandinu, Eng- landi, upp á síðkastið með þessari fýrstu plötu sinni. Þeir spila eins konar rapp- rokk; hraða tónlist með sömplum og plötuspilaraskratsi að hætti bandarískra rappffumkvöðla, blandaða gítar-rokkriff- um og taktföstum dansrokktrommutakti. Svo sem ekki frumleg samsuða, en vel gerð og verður aldrei jafn hræðilega leið- inleg og tónlist Carter USM og svipaðra sveita. The 25/05 svipar stundum til The Clash, en vantar allan sjarmann sem gerði þá sveit spennandi. Sem atvinnulausir tjallar hafa þeir auð- vitað rétt á að vera pólítískir í textum, en voðalega er nú þreytt að vera að væla undan kerlingarálkunni henni Thatcher, sérstaklega þegar það er gert á algjörlega húmorslausan hátt. Annars rappa þeir svo hratt að erfitt er að átta sig á innihaldi textanna á köflum; það hefði verið fi'nt að hafa textana með, en líklega hefur hljóm- sveitinni fundist mikilvægara að hafa snúðinn á sjálfum sér í öllum hornum; bólur, skeggbroddar og allt. Það eru þrjú góð lög á þessari plötu; Answer back, Crackdown og What’s go- ing on? Þar gengur dæmið upp. önnur lög ganga bara alls ekkert upp heldur velt- ast um í ógreiðanlegri flækju sem hefur ekki aðra summu en þá að láta áheyrand- anum hundleiðast, eða í besta falli vera al- veg skítsama hvort tónlistin er í gangi eða ekki. Gunnar Hjálmarsson SIRKUS BABALÚ 11 manna stórhljómsveit föstudagskvöld. LOKSINS! s j á 1 f u r m c i s t n r i n n M E G A S laugardags- og sunnudagskvöld Opið föstudags- og laugardagskvöld kl. 11-03 FRÍAR HEiUSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 11 — þjónar þár allan sólarhringlnn FJORÐURINN NILLABAR HLJÓMSVEITIN VÖLUSPÁ LEIKUR FYRIR DANSl LAUGARDAGSKVÖLD BJÖGGI GÍSLA, HALLI, JÓN ÓLAFS OG SVENNI. HÖRKU BALL KLANG OG KOMPANY Skemmta um helgina.- Síðasta skemmtun hljómsveitarinnar Meiriháttar uppákoma.- OPIÐ: 18.0003.00 Ath. snyrtilegur klæönaöur OPIÐ: 23.00-03.00 A.T.H. snyrtilegur Klæðnaöur. aldur, 20 ár STRANDGÖTU30 SHV1I650123 JZcfaCréttir Skötusefsteiíýtncðfersku cjnvnmeii i cstragon rjómasósu. ‘J\r. 990.- Cjtjáð„tíiai “ kjulýfingalmihja med eggjanúðtum ofj fvíttauíýssósu %r. 1590.- jriftaður íamfaírtjggur borinn jram með rósiti piparsoði qg sefjurótar- œtifnstfamaulýi. %r. 1.490.- Móeiður Júníusdóttir syngurf matargesti föstudagskvöld Opið föstudags- og laugardagskvöld sími 689686 jriffuð nautafrtjggsneið tneð sfaffottufaukq svepputtij ferskutti fautium og madeirasósu. %;. 1.890.- "

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.