Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 29 ÍÞRÓTTIR „Góð auglýsing“ segir Valdimar Grímsson, sem á dögunum var valinn íheimsliðið íhandbolta Eins 'og flest- um er unnugt var rv a 1 d i m a r Grímsson val- inn í heimsliðið í handbolta í tengsl- um við góða frammistöðu sína á Ólympíuleikunum Barcelóna. Enn sem komið er er fremur óljóst hvaða ieikmenn koma til með að leika með Valdimari í hinni nýju Jo- achim Decarm-íþróttahöll í Saarbriicken í Þýskalandi, því fresturinn til að stað- festa komu rennur út 10. september næstkomandi. Sérstök dómaranefnd á vegum Alþjóða- handknattleikssambandsins (IHF) sér um að velja þá leikmenn er taldir eru hafa skarað fram úr á síðustu misserum. Eðlilega er frammistaða leikmanna á Ólymp- íuleikunum þung á metunum og því má ætla að Svíar og Samveldi sjálfstæðra ríkja muni eiga nokkra leikmenn af þeim tólf sem komast í liðið. Að auki kemur líklega ein- hver úr franska landsliðinu til með að leika við hlið Valdimars 16. desember, þegar leikurinn fer fram. Sænski landsliðsþjálfarinn, Bo Johanson, stjómar liðinu, en í leiknum mætir heimsliðið lands- liði sameinaðs Þýskalands. Þorgils Óttar Mathiesen, sem einnig heíur leikið með heimslið- inu, segir að leikurinn njóti tölu- verðrar athygli erlendis og oft séu nokkur hátíðahöld í kringum hann. En er nauðsynlegt að leika leik- inn? Er ekki nóg að velja liðið? „Nei, það finnst mér ekld. Liðið er ekki síst valið fyrir leikmennina sjálfa og það felst ákveðin skemmtun og heiður í því, að fá að spila með þekktum handbolta- stjörnum sem yfirleitt eru and- stæðingar manns í landsleikjum. I leiknum sem ég spilaði sýndu þessir snillingar á sér aðra hlið, tóku meiri áhættu og léku fýrir áhorfendur, enda úrslitin ekki að- alatriðið." I samtali við PRESSUNA sagði Valdimar Grímsson að sér litist mjög vel á leikinn og það væri stórkostlegur áfangi íyrir sig sem handboltamann að vera valinn í liðið. „Þetta er eiginlega stærsti bónus sem maður getur fengið fyrir að stunda handbolta, þar sem verið er að verðlauna menn er hafa skarað fram úr að áliti nefndarinnar sem velur liðið.“ En er þetta ekki bara hálfgerður grínleikur þar sem allir verða með skotræpu? „Nei, það held ég ekki. Þeir sem valdir eru í liðið skynja eflaust þann heiður sem þessu fylgir og reyna þar af leiðandi að standa sig sem best. Því er aftur á móti ekki að neita, að þarna verða menn fremur afslappaðir og leikurinn miðast einnig við að skemmta áhorfendum. Ég á því von á fjör- ugum og skemmtilegum leik.“ Sterahandbók fyrir íþróttamenn íþróttamenn geta nú keypt handbók um steranotkun sem inniheldur ráðleggingar um lyf, notkun þeirra og leiðir til að komast ígegnum hefðbundið lyfjaeftirlit. Arnfinnur Bragason með brot af þeim boltum, er lent hafa í netinu hjá honum. Átta mörk í leik Markvörður sá sem hefur feng- ið flest mörk á sig á þessu knatt- spyrnutímabili heitir Arnfmnur Bragason og leikur með íþróttafé- laginu Hugin, Fellum, í Qórðu deiidinni. Fyrir þá sem ekki ■MÍI'HEUtiM Gervihnattasport ■■liMW'I’lMMÍi 18.30 Rallýkross Screensport. Eitt- hvað fyrir bíladellufólk. Sýnt fré keppni í Belgíu. 20.00 Fótbolti Eurosport. 20.30 Frjálsar iþróttir Screen- sport. Sýnt verður frá al- þjóðlegu móti í Kaup- mannahöfn. 9.00 Iþróttasyrpa Eurosport. Syrpa samansett af því sem áhorfendur hafa óskað eftir að fá að sjá. 13.00 Eróbikk Screensport. Er- óbikkkennsla heima í stofu. Hvað segja fþróttakennar- ar við því? 15.30 Golf Eurosport. Bein út- sending frá opna breska mótinu á Belfry-vellinum. 21.00 Fótbolti Sky Sports. Fót- boltaspekúlantar líta á leiki helgarinnar é Englandi og spá i spilin. WM'MsWMi RL U 15.30 Golf Eurosport. Bein út- sending frá degi tvö á Belfry. 18.00 Run the Gauntlet Sky Sports. 21.30 Hnefaleikar Sky Sports. Tveggja tíma prógramm, hörkubox og sérfraeðingar útskýra höggin. SUNNUDAGUR 10.00 Snóker Screensport. 13.00 Fótbolti Sky Sports. Bein útsending frá leik Ipswich og Tottenham f úrvals- deildinni ensku. 14.00 Golf Eurosport. Bein út- sending frá þriðja og síð- asta degi á Belfry. 14.30 Reykjavíkurmaraþonið Screensport. þekkja til er Fellabær staðsettur rétt utan við Egilsstaði og erki- fjendurnir því Höttur á Egilsstöð- um. Arnfmnur hefur fengið á sig 129 mörk í sextán leikjum eða um átta mörk í leik. PRESSAN hafði samband við markvörðinn fima og spurði hann hvernig tilfinning það væri að þurfa sífellt að hirða boltann úr netinu. Arnfmnur kvaðst alls ekki taka það nærri sér þótt boltinn væri offar fyrir aftan hann í netinu en fyrir framan hann á vellinum. „Ég er mjög æfð- ur og löngu hættur að flækja mig í netinu þegar ég sæki boltann," sagði Arnfmnur. Huginn er nú í neðsta sæti D-riðils í fjórðu deild- inni, með eitt stig, en efsta liðið í riðlinum er sem oft áður Hött- ur, með 42 stig, og ljóst að þeir munu leika til úrslita í deildinni. Stærsta tap Hugins í sumar var gegn Hetti 12:0. Þrátt fyrir það voru þeir Huginsmenn ánægðir með frammistöðuna og þótti það helst til baga í leiknum, að dóm- arinn hafði dæmt tvö mörk af Hetti vegna rangstöðu. Þrátt fyrir heldur dapurlega stöðu er Árnfinnur hvergi bang- inn og segir þá félaga stefria beint á toppinn. „Við höfum fimm ára áætlun sem miðar að því að verða á undan Hetti upp í aðra deild. Þeir hafa verið að baksa við þetta í mörg ár, nær alltaf verið í úrslit- um en aldrei komist upp.“ Handbókin er prentuð með fjólubláu bleki á rauðan pappír, tíl að ómögulegt sé að ljósrita hana. Ef menn hafa hins vegar áhuga á að lesa bókina er hún fáanleg í póstkröfu fyrir um 1.100 krónur og því freistandi kostur fyrir ungt þróttafólk sem þráir að ná langt. Á ensku ber bókin heitið The Underground Steroid Hand- book II og er sambærileg við bækur sem innihalda ýmis heilræði fyrir kaupsýslu- menn sem langar að auðgast fljótt og finnst tilgangurinn helga meðalið. Lyfjahand- bókin inni- heldur upplýsingar um ýmsar teg- undir anabólískra stera og notkun þeirra. Sjöundi kaflinn veitir ná- kvæmt yífirlit yfir hvaða sterar eru á markaðnum en segir einnig frá því, hvernig nálgast megi astma- lyfið Clenbuterol, sem á margan hátt hefur sömu verkun og stera- lyf. Nokkrir þekktir íþróttamenn hafa orðið uppvísir að notkun Clenbuterols, þar á meðal þýska hlaupadrottningin Katarine Krabbe og breski lyftingamaður- inn Andrew Saxton. Þau Saxton og Krabbe hefðu kannski betur keypt sér sterahandbókina, því að einn kafli hennar íjallar nákvæm- lega um hvenær ber að hætta lyfjatöku, til að ólöglegir sterar greinist ekki við hefðbundið lyfja- eftirlit. Bókina skrifaði Banda- ríkjamaðurinn Daniel Duchaine er sjálfur var dæmdur til fangels- isvistar af þarlendun yfirvöldum fyrir ólöglega steraeign og nú von- ar hann að bókin muni hjálpa öðrum „steraskrokkum" til að forðast réttvísina. Ben Johnson: Steramisnotkunin holdi klædd. Markvarðamartröð Þróttara Þróttarar (þessir í Sæviðar- sundinu, ekki þessir í Neskaup- stað) gældu fýrir þetta tímabil við þann möguleika að komast upp í fyrstu deild eftir nokkuð langa fjarveru, en sá möguleiki virðist nú úr sögunni. Ein skýringanna á því að fyrstudeildarsætið er nú langt ut- an seilingar er markmannshallæri það er Þróttarar hafa átt í nú í sumar. Hvorki meira né minna en sex markmenn hafa leikið með liðinu það sem af er keppnistíma- bilinu og það hlýtur bara að vera einsdæmi — að minnsta kosti í tveimur efstu deildunum. Markmaður Þróttar um margra ára skeið, Guðmundur Er- lingsson, var meiddur í upphafi tímabilsins. Fyrst í sumar stóð Halldór Steingrímsson því í mark- inu og spilaði einn deildarleik og einn bikarleik. Þá tók Halldór Halldórsson, sem áður varði mark FH-inga, við. Halldór gekk ekki alveg heill til skógar og haltraði í Þróttarmarkinu nokkra leiki. Þeg- ar hér var komið sögu var Guð- mundur orðinn heill heilsu og fór í markið. En sælan sú stóð ekki lengi því meiðslin tóku sig upp á æfingu. Næst er nefndur til sög- unnar ungur markmaður, Gylfi J. Gylfason. Hann leikur einn leik og heldur hreinu en í næsta leik er Axel Gomes kominn í markið. Axel lék einu sinni með Siglfirð- ingum. f leiknum á móti ÍBK um daginn handleggsbrotnaði Axel. Þá var staðan núll núll. Axel reyndi að halda áfram en í stöð- unni eitt núll fyrir ÍBK fór hann útaf. Og í marldð fór útispilarinn knái, Kári Ragnarsson. Hann stóð fyrir sínu en fékk engu að síður á sig fjögur mörk. f síðasta leik var Gylfi aftur kominn í markið og vonandi gengur þetta áfallalaust það sem eftir er. Það sem er kannski sorglegast í þessu öllu er sú staðreynd að í mörg mörg ár — reyndar lengur en elstu menn muna — hefur Sig- urður nokkur Pétursson verið varamarkvörður Þróttar. Sigurður þykir mjög frambærilegur mark- maður þótt ekki eigi hann marga leiki með Þrótturum, hefur vermt bekkinn. í sumar hefði hann hins vegar örugglega fengið tækifæri og marga Ieiki. En sumarið í sum- ar er akkúrat sumarið sem Sig- urður ákvað að taka sér ffí. Býstu við einhverjum tilboðum í kjölfar þessara atburða? „Nei, ekkert frekar. Þetta er þó góð auglýsing fyrir framtíðina og ef eitthvert lið gerir mér tilboð í framtíðinni mun þetta án efa styrkja samningsstöðu rnína eins og annarra sem leikið hafa með heimsliðinu.“ En bárust þér einhver tilboð eftir frammistöðuna á Ólympíu- leikunum? „Reyndar ekki, en hafa verður í huga að skammt er í að keppnis- tímabil heljist, söluvertíðin er af- staðin og því verða þjálfarar að vinna úr því sem þeir hafa.“ Hefðirðu hug á að gerast at- vinnumaður ef þú fengir tilboð frá erlendu félagi? „Það er aldrei að vita. Ef tilboð- ið væri gott mundi maður eflaust hugsa sig tvisvar um.“ Svo við víkjum að öðru. Hvern- ig leggst komandi keppnistímabil íykkurValsmenn? „Það leggst bara mjög vel í okk- ur. Við höfum að vísu misst þrjá menn, báða línumennina okkar, þá Finn og Ármann, og svo Brynj- ar Harðarson, sem er hættur í handbolta. Hins vegar fáum við gríðarlegan liðsstyrk þar sem þeir Geir Sveinsson og Jón Kristjáns- son eru og að auki verður Axel, markmaður úr KA, með okkur í vetur. Þetta eykur breiddina mjög og stefnan hjá okkur er að taka titlana." Svo við fáum nýja íslands- meistara í handbolta í vor? „Já, það ætla ég að vona. Að minnsta kosti munum við Vals- menn gera okkar besta til að ná ís- landsbikarnum að Hlíðarenda.“ Um helgina I ■'■'■»■«11» 1. DEI LD KVENNA (A-Þór kl. 18:30. Nýbakaðlr bikarmeistarar ÍA munu örugglega velgja Þórsstúlkum undir uggum. 1. DEILD KARLA VALUR - ÞÓR A kl. 18:30. Bikarmeistaramir fá verðugan andstæðing i heimsókn. KA-UBKkl. 18:30. Það er alltaf gaman að sjá Blikana storka örlögunum. 2. DEILD KARLA FYLKIR-fBKkl. 18:30 Toppslagur með öllu tilheyrandi VlÐIR-ÍRkl. 18:30. Með sigri geta Víðismenn forðað sér úr mestu fallhættunni. SELFOSS - ÞRÓTTUR kl 18:30. Þróttarar eiga enn stjarnfræðileg- an möguleika á að komast upp og pvi mikið í húfi. GOLFKLÚ BBU R REYKJAVÍKUR ÖLDUNGAMÓT LEK kl 9:00. Þroskuðustu golfmenn klúbbsins reyna með sér. 1. DEILD KARLA IBV-FRAM kl. 14.00. Teysta Frammarar á Herjólf til að komast til Eyja? VÍKINGUR - lA kl. 14.00 Vikingar fá tækifæri til að stöðva sigurgöngu Skagamanna. FH-KR kl. 14.00. Með sigri ná KR-ingar (A ef Víking- ar eru á skotskónum. 2. DEILD KARLA B(-GRINDAV(K kl. 14.00 Landsbyggðarslagur með litla skirskotun fyrir meírihluta þjóðar- innar. STJARNAN - LEIFTUR kl. 14.00. Með sigri bjarga Ólafsfirðingar sér úr bráðri fallhættu. HLAUP REYKJALUNDARHLAUPIÐ '92 kl. 11.00. Tilvalin hreyfíng fyrir alla aldurs- hópa. GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR OPNA HEWLETT-PACKARD- MÓTIÐ kl. 9.00. Átján holu höggleikur með for- gjöf. RALLÍ KROSS BIFREIÐAKL. REYKJAVfKUR kl. 14.00. Keppnin gefur stig til (slands- meistaratítils.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.