Pressan - 27.08.1992, Page 20
20
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 27. ÁGÚST 1992
E R L E N T
8o§ 'Jíngcícð £imes
Aðalvandi Bush
George Bush á erfitt verk fyrir höndum. Hann þarf að lýsa framtíðar-
sýn sinni um hvernig bæta má bandarískan efnahag. Ekki svo að skilja
að það sé eini vandi þjóðarinnar, en hann er brýnastur. f samanburði
skipta flest önnur málefni, sem reifuð hafa verið í gúrkutíðinni, litlu sem
engu.
Til dæmis verða eiginkonur frambjóðendanna, sem hafa ákveðnar
skoðanir á málunum, að búast við því að þurfa að verja þær. En að
stunda fræðilegar málrannsóknir á lögfræðiáliti, sem Hillary Clinton reit
árið 1977, mun ekki hjálpa þjóðinni á fætur í efnahagslegum skilningi.
Vangaveltur um nýleg viðtöl og ræður Barböru Bush eru ekki heldur lík-
legar til þess að varpa ljósi á vanda ríkisins.
Það verður seint ofhamrað á því hve mikið veltur á því að koma hjól-
um efnahagslífsins af stað á nýjan leik. Atvinnuástandið, tekjur hins op-
inbera: alrfldsins, einstakra rflcja og sveitarfélaga, aðstoð við fátæklinga
og fatlaða, samkeppnishæfni Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, allt
hangir þetta á sömu spýtunni. Lagist efnahagsástandið ekki er lítil von til
þess að annað lagist. Það er kannski til of mikils mælst að kosningabar-
átta snúist um hinn raunverulega vanda fremur en pólitískan orð-
hengilshátt og töfrabrögð. En hafi einhverntímann verið tilefni til slíks,
þá er þetta tíminn.
]S/laður
vikunnar
Woody
Allen
Allt bendir til þess að eitthvert
furðulegasta kyntákn síðustu
áratuga sé fallið af stalli,
Woody Allen; þessi Iitli, per-
visni, sítuðandi New York-búi,
sem hefur búið til fleiri bíó-
myndir en nokkur maður hef-
ur tölu á — sumar stórfeng-
lega góðar, aðrar í fullkomnu
meðallagi. En alltaf hefur um-
fjöllunarefnið verið hið sama,
maður og kona og samband
þeirra, en þó ekki síst konan;
Állen þykir hafa fjallað um til-
finningalíf kvenkynsins af ein-
stökum næmleika. Enda voru
það konur sem að vissu leyti
settu hann á stall: Þær hafa ver-
ið dyggustu áhorfendur mynda
hans, hann hinn skilningsríki
kvennamaður, kyntákn sem
femínistar felldu sig mjög vel
við. Alveg burtséð frá því hvort
hann hefur leitað á ung fóstur-
böm sín eða látið nægja að sofa
hjá gjafvaxta fósturdóttur sinni
— Woody Allen verður síðust-
um manna fyrirgefin slík yfir-
sjón. Menningarvitarnir í Evr-
ópu eiga samt ábyggilega ekki
eftir að bregðast Woody Allen,
þótt flestir aðrir formæli hon-
um. f háborgum Evrópu búa
hvort eð er næstum einu áhorf-
endurnir (að undanskildum
næstu nágrönnum hans í New
York) sem ennþá nenna að
fylgja þessum fræga kvik-
myndaleikstjóra eftir. Amerík-
anar vita hver hann er, en þeir
fara ekki að sjá myndirnar
hans. f Evrópu mun Allen geta
fundið sér athvarf, rétt eins og
kollegi hans Roman Polanski
sem settist að í París eftir að
Ameríkanar ærðust yfir sam-
bandi hans og barnungrar
stúlku. í Evrópu eru lista-
mönnum gjarnan fyrirgefin
slík afglöp — og hvers vegna
þá ekki líka Woody?
Myndirnar se
gerðu allt
vitlaust
Flestir héldu að breska kon-
ungsfjölskyldan hefði gengið í
gegnum nógu mikla erfiðleika að
undanförnu, en annað kom á
daginn. Windsorkonurnar kátu
létu ekki að sér hæða frekar en
vanalega, eins og glögglega mátti
sjá á myndum franska ljósmynd-
arans Daniels Angeli, sem birtust í
Daily Mirror á dögunum og ótal
blöðum öðrum í ffamhaldi af því.
Á myndunum mátti sjá Söru
Ferguson, hertogaynju af jórvflc, í
nettu keleríi með John Bryan, fjár-
málaráðgjafa sínum, þar sem þau
voru bæði topplaus við sundlaug-
arbarm í St. Tropez á Rívíerunni.
Það vakti ekki síst hneykslan að
ekki verður annað af myndunum
ráðið en ástafundurinn hafi átt sér
stað fyrir augunum á dætrum
Söru og Andrésar.
Heimsbyggðin hafði fylgst með
stirðleika hjónabands Díönu
prinsessu af Wales og eiginmanns
hennar, Karls rfldsarfa, af miklum
áhuga um nokkurt skeið, þegar
hjónaband Andrésar hertoga
af Jórvík og Söru fór skyndilega í
vaskinn. Má nærri geta að bresk-
um almenningi kom ekki dúr á
auga af áhyggjum yfir því hvort
konungdæmið þyldi skilnað á
æðstu stöðum (allir virðast hafa
gleymt því að Hinrik VIII. skildi
tvisvar og fór létt með) og ekki
síður hvað yrði um börnin.
En það sem fór mest í taugarn-
ar á fólki var þrálátur orðrómur
um meint ffamhjáhald Söru. Fyrst
var rætt um Bandaríkjamanninn
Steve Wyatt, en seinna beindist
athyglin að landa hans, John Bry-
an, ekki síst eftir að hann sást tíð-
um í samfylgd Söru eftir að hún
yfirgaf eiginmann sinn. Bryan
þvertók þó ávallt fyrir slíkt og
kvaðst vera vinur bæði Söru og
Andrésar, hann hefði upphaflega
verið til kvaddur til að reyna að
koma á sáttum, en væri nú fjár-
málaráðgjafi Söru. Menn tóku
þetta mistrúanlegt en létu þó gott
heita.
Myndbirtingin kom því eins og
þruma úr
heiðskíru
iofti og gat í
raun og veru
ekki komið á
verri tíma, því
Sara var þá einmitt
stödd í Balmoral,
sveitasetri drottningar
á Skotlandi, þar sem
freista átti þess að sætta
hjónakornin enn eina ferð-
ina. Að minnsta kosti vildi
drottningin ganga tryggilega frá
framtíðinni, þannig að dætur
þeirra Andrésar og Söru yrðu ekki
heimshornaflakkarar í pilsfaldi
móður sinnar, sem er afskaplega
gefin fyrir ferðalög og hið ljúfa líf.
Því má heldur ekki gleyma að
dæturnar, Beatrice og Eugenie,
eru fimmtu og sjöttu í röðinni tii
ríkiserfða, svo þarna blönduðust
fagleg sjónarmið drottningar við
tilfinningaleg rök.
Úr því sem komið er telja menn
afar ósennilegt annað en Andrés
hertogi fái um
s a m -
bandi
sínu við
Andrés
hertoga
eða nokk-
urn annan
mann. Gangi þetta eftir er svo
ekkert annað fyrir konungsfjöl-
skylduna
að gera en reyna að
gleyma Söru og endurvekja
þá reglu að sækja sér ekki maka af
almúgaættum, því flestir telja
uppruna Söru einmitt rót vand-
ans: hún hafi einfaldlega ekki
kunnað sig.
ráðarétt yfir
dætrum sínum.
Spurningin er
hins vegar sú
hvað Sara hefur
upp úr krafs-
inu. Talið er að
drottningin
muni bjóða
henni afar ríf-
legan lífeyri,
gegn því að
hún komi sér
frá Bretlandi,
sækist ekki eftir
umráðarétti yf-
ir börnunum
og heiti því að
greina aldrei
opinberlega frá
Madurinn, sem kveikti vonarneista i hjörtum
ipwBv milljóna sköllóttra manna um allan heim aö
* leik með Söru Ferguson og dætrum hennar.
jm*. JP
✓ T s.
*