Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 38
33. tbl 3. árgangur GULA PRESSAN Fimmtudagur 27. ágúst Rannsóknirá hálendi íslands Gæti orðið iyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn, - segir Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs. Samkvæmt jarðabókum eru jólasveinarnir í mínu landi og því sé ég ekki hvað þetta á að koma Ferða- málaráði við, - segir Benedikt Tryggvason, bóndi á Keldu í Skagafirði. - Ekki nema ráðið ætli að greiða tjaldstæðið fyrir þá. Jón Baldvin Hannibalsson SKIPAR EIGINKONU MENNTAMÁLARÁDHERRA SENDIHERRA í MONTE CARLO Þetta eralls enginn klíkuskapurog enn síður er ég að borga fyrir skipun Bryn- dísar til Kvikmyndasjóðs, - segirJón Baldvin. Mér er sagt að eiginkona Ólafs sé mjög lið- tæk við spilaborðið og auk þess fróð um málefni furstafjölskyldunnar, - segir Jón Baldvin Hannibalsson. Guðmundur Magnús- son þjóðminjavörður LEGGUR FRAM TIL- LÖGU UM AD FLYTJA ÞJÓDMINJASAFNIÐ UM BORD í HERJÓLF Geri þetta fyrst og fremst til að vekja athygli á húsnæðis- þörfsafnsins og sjálfum mér í leiðinni, - segir Guðmundur. Mér vitanlega tókst Þór Magnússyni af- skaplega sjald- an að komast í sjónvarpið og næstum aldrei í fréttatímana, - segirGuð- mundur Magn- ússon. Ríkisstjórnin SAMÞYKKIR AÐ HALDA ÞJQÐARATKUÆÐA GREIÐSLU UM EES Atkvæðagreiðslan verður samtvinnuð vali á fra'm- lagi íslands til Eurovision Ég hef trú á aðsamtvinn- ' 1 un EES og Eurovision kveiki sam- kennd með Evrópubúum í hjörtum ís- lendinga, - segir Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra, sem segist sjálfur ætla að senda lag inn i keppnina. Breskur sérfræðingur SEGIR US1AVERKAEIGN USTASAFNS ÍSLANDS EKKITÓKALLS VIRDI Islendingar verða einfaldlega að horf- ast í augu við að þeir eru ekki sérstak- lega góðir málarar, - segir'Henry Kill- eroylistfræðingur. Það erlraun fárán- legt að vita til þess að þeir hafi á síð- ustu áratugum verið að sanka þessu dóti að sér og greitt fyrir það dágóðar upþhæðir. Auðvitað er þetta sjokkerandi, - segir Bera Nordal, forstöðumaður Listasafnsins, um niðurstöður Killeroys. Persónulega er ég hrifnari af spilakvöldum og opnum hús- um en þessum endalausu part- íum, - segir Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, en seg- ist samt ætla að láta tilleiðast og mæta. Hér má sjá ríkisstjórnina í fullum herklæðum í fundarhléi frá ríkisstjórnarfundi. Vinna og ekkert nema vinna getur gert út af við hvern sem er. Þess vegna viljum við fá smáútrás annað slagið, - segir Sighvat- ur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra og kontrabassaleikari. Eigendur húsnæðis við Bankastræti KVARTA YFIR HÁVABA Á RÍKISSTJÓRNARFUIUDUM Það róar hugann að taka ígítarinn, - segir Davíð Oddsson koma öll athyglisverð. Þarna var forsætisráðherra, en hann hefur staðið fyrir hljómsveitaræf- auðsjáanlega á ferð fólk sem hafði ingum á ríkisstjórnarfundum. gaman afþví sem það var að gera. Nýþingsköp tekin upp HELSTA NYJ- UNGIN VIKU- LEGIR STARFS- MANNAFUNDIR Á fyrsta fundinum báðu þingmenn Steingrím J. Sig- fússon að fara sjaldnar í pontu og óskuðu eftir að reyntyrði að hífa upp móral- inn með fleiri starfsmanna- partíum. Reykjavík, 27. ágúst. „Þetta er bara nöldur,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um kvartanir eigenda húsnæðis við Bankastræti vegna hávaða ffá Stjórnarráðshúsinu á meðan á ríkisstjórnarfundum stendur. „Þótt það sé kraftur í okkur er þetta ekki hávaði. Þetta er músík.“ Davíð sagðist hafa tekið upp þá nýlundu að mæta með söngkerfi, rafmagnaða gítara, kontrabassa og trommur á ríkisstjórnarfundi og leyft ráðherrunum að taka í. „Fljótlega kom í ljós að það er mikið hæfileikafólk í stjórninni. Við erum búin að æfa upp nokkur lög og teljum okkur bara helvíti góð,“ segir Davíð. Hann sagði að flestir ráðherr- arnir væru með á æfmgunum en Þorsteinn Pálsson hefði hins vegar ekki enn fengist til að taka í gítar eða annað hljóðfæri. „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er,“ sagði Þorsteinn þegar GP innti hann eftir þessu. „Það er nóg að þurfa að hlusta á Davíð á fúnd- unum sjálfum þótt maður sitji ekki undir söngnum í honum í hléum.“ „Hann er bara fúll,“ segir Davíð um þessa afstöðu Þorsteins. „Og það er orðin spurning hvort við eigum að drattast með hann í sveitinni bara til þess að draga niður móralinn. Það væri kannski meira vit í að fá Árna Johnsen eða einhvern vanan inn í stjórnina.“ Blaðamaður GP fékk góðfús- lega leyfi til að hlýða á stjórnina flytja eitt lag seint t' gærkvöldi. Þótt blaðamaður telji sig ekki sérfræð- ing í popptónlist getur hann þó vitnað um að flutningur stjórnar- innar var líflegur og sviðsfram- Steingrímur J. Sigfússon LEGGUR FRAM ÞINGSÁLYKTUN- ARTILLÖGU UM HÁMARKSÖLDU- HÆÐ FYRIR SUÐURLANDI Stjórnvöld geta ekki setið aðgerðaiaus þegar öldurnar koma í veg fyrirsiglingu Her- jólfs, - segir Steingrímur J. Auðvitað er Herjólfsmálið pól- itískt mál og það væri barna- skapur að ætla annað. Þess vegna berstjórnvöldum að leysa það á pólitískan hátt, - segir Steingrímur J. Sigfússon. 68 55 mmu é> {£í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.