Pressan - 27.08.1992, Side 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992
37
LÍFIÐ EFTIR VINNU
„Flosi og Pops eiga klístraðan sprett í „Ó Ijúfa líf"; eru mátulega halló fyrir hlutverkið. Pops eru meira að
segja farnir að æfa aftur og spila örugglega Wild Thing við geggjaða hrifningu á næstunni," segir
Gunnar Hjálmarsson í gagnrýni sinni um tónlistina úr kvikmyndinni Veggfóðri.
Ein með nœst-
um því öllu
ÝMSIR FLYTJENDUR
VEGGFÓÐUR
KVIKMYNDAFÉLAG ÍSLANDS
★★★
Tónlist úr kvik-
myndum hefur ekki
verið vinsælt útgáfuefni
hér í fámenninu. Nýj-
ustu bíómyndirnar eru þó flestar
hlaðnar poppi svo á næstunni má
búast við tónlist úr myndunum
Sódómu-Reykjavík, Stuttum
frakka og kannski fleiri myndum.
Tónlistin úr Veggfóðri var komin
á markaðinn nokkrum mánuðum
áður en myndin kom í bíó og sýn-
ir það markaðslega kænsku að-
standenda.
Máni Svavarsson er skrifaður
fyrir tónlistinni og kemur vinna
hans mjög vel út; hún sýnir tíðar-
andann, býr til stemmur og er al-
gjörlega laus við allt byrjandafum
þótt þetta sé fyrsta myndin sem
hann semur við. Máni hefur verið
að í bílskúrum borgarinnar síðan í
byrjun síðasta áratugar og náð
pottþéttu valdi á þeim raftólum,
hljómborðum og dóti sem hann
notar. Síðustu árin hefur hann
gert út dansbandið Pís of keik
ásamt Júlla Kemp og Ingibjörgu
Stefáns. Máni og Pís of keik eiga
tíu af átján lögum plötunnar og
koma mjög skemmtilega út þegar
best lætur; í lögum eins og „Arás“,
„Dulbúin orð“ og „Fiðrildi og
ljón“. Önnur verk standa þó á
hálfgerðum brauðfótum svona
ein og sér og ná ekki að valda
miklum usla. Máni er dálítið
mjúkur í sköpun sinni en getur þó
kreppt hnefann þegar með þarf,
eins og í t.d. í pervertastefi
Sveppa. Það stef er ekki á plöt-
unni, sem er synd, því þar tekst
Mána einna best upp; undirstrik-
ar ótuktarskap persónunnar full-
komlega.
Af öðrum lögum er gáfu-
mannapopp Orange Empire
einna eftirminnilegast. Þeir félag-
ar eru að vísu hættulega „enskir“ í
stíl, en það verður spennandi að
heyra meira með þeim. Tónleika-
upptökur af poppi Sálarinnar,
Sólarinnar og Todmobile eru
ágætar og einnig „Kinky“ með
Tönnunum hans afa. Þar er á ferð
fínt hörkurapp og textinn er snið-
inn fyrir óspjallaða gelgju landsins
og lagið þegar orðið vinsælt í
barnatímunum. Geiri Sæm. syng-
ur „Jörð“ á ensku og gerir vel;
hvernig er þetta með piltinn, fer
hann ekki að verða heimsffægur?
Flosi og Pops eiga klístraðan
sprett í „Ó, ljúfa líf‘; eru mátulega
halló fyrir hlutverkið. Pops eru
meira að segja farnir að æfa aftur
og spila örugglega Wild Thing við
geggjaða hrifningu á næstunni.
Hinir látnu Bootlegs bæta svo
engu við hinn ofnotaða Pink
Floyd-slagara „Another Brick in
the Wall“, nema mæðulegum
flutningi í handónýtum hljóm.
f heild má segja að Veggfóðurs-
platan sé ágætur skyndibiti eins
og bíómyndin. Hún kynnir til sög-
unnar Mána Svavarsson, sem
vonandi fær önnur verkefni bráð-
lega, því hann er upprennandi
bíótónskáld með stíl og metnað
atvinnumannsins.
Gunnar Hjálmarsson
Skápar sem
geyma sjálfa sig
DONALDJUDD
ÖNNURHÆÐ
Donald Judd er einn
virtasti myndlistarmað-
ur Bandaríkjanna í dag
og heimsþekktur, en
hvort hann er að sama skapi ást-
sæll er önnur spurning. Verkin
hans eru ekki eftirmyndir neins,
tjá ekkert, kalla ekki á tilfinninga-
ríka innlifun eða höfða til ímynd-
unaraflsins. En vegna þess að
þetta er einmitt það sem flestir
ætlast til af myndlist verða menn
oft fyrir vonbrigðum með verk
hans. Judd og aðrir „mínimalist-
ar“ hafa því oft vakið hörð við-
brögð eða a.m.k. verið litnir hom-
auga. Þær raddir hafa heyrst að
þeir eigi ekki skilið fr ægðina og at-
hyglina, auk þess sem frægð
þeirra sé dæmi um hversu firrtur
og vitlaus myndlistarheimurinn sé
orðinn.
Þrívíðir smíðisgripir Judds eru
„bókstaflega“ það sem þeir virðast
vera og hannaðir með það í huga
að útiloka alla óeiginlega og tákn-
ræna merkingu. Verkin vísa ekki
út fyrir sig í heiminn, nema þá í
önnur verk listamannsins og í
verk þeirra listamanna sem hafa
fengist við sama viðfangsefni í
myndlist - þ.e. að skapa verk, þar
sem form og inntak renna saman í
eitt. Frægð Judds byggist m.a. á
því, að hann var í fararbroddi
þeirrar kynslóðar myndlistar-
manna á sjöunda áratugnum, sem
gerðu hugmyndina um „bókstaf-
leg“ verk áþreifanlega og varan-
lega.
En hvers vegna ætti slík mynd-
list að þykja eftirsóknarverð? Af
tveimur ástæðum. Önnur ástæð-
an er listasögulegs eðlis: Með því
að forðast ytri skírskotanir er ver-
ið að skerpa vitundina um hin
raunsönnu viðfangsefrii myndlist-
ar, þ.e.a.s. það sem myndlistin ein
fær áorkað. Verkin reiða sig ekki á
nein hjálparmeðul, sem eru
myndlistinni sjálfri ekki eiginleg.
Hin ástæðan varðar mikilvægi
einingar í myndlist. „Allir eru
sammála um að eining sé nauð-
synleg í myndlist. En um allt ann-
að eru menn ósammála," hefur
Judd skrifað. Judd er Itklega þeirr-
ar skoðunar að eftirlíking og tákn-
ræn merking veiki einingu verks-
ins. Enda má yfirleitt segja að
hann forðist að flækja verkin að
óþörfu. Hann forðast allt sem á
ekki heima í verkinu og bætir
engu við nema að vel yfirlögðu
ráði. Þau eru frekar einföld að allri
gerð, samanþjappaðar einingar,
skýrt afmarkaðar og reglulegar.
Nú gefst tækifæri á að skoða
verk eftir Judd í sýningarsalnum
Annarri hæð. Aðeins þrjú verk
eru til sýnis, en hér fara gæði ekki
eftir magni. Verkin eru í minni
kantinum, tvö eru gerð úr kross-
viði og eitt úr máluðu áli. Þeim
sem vel þekkja til Judds ætti ekki
að koma neitt á óvart í þessum
verkum, en enginn ætti að vera
svikinn af þessari sýningu og það
er aðdáunarvert ffamtak af einka-
aðila að standa að sýningu sem
hlýtur að teljast á alþjóðlegum
mælikvarða.
Gunnar Arnason
Elskhugi lafði
Chatterley
D.H. LAWRENCE:
ELSKHUGI LAFÐICHATTERLEY
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ HF. 1992
★★★★
„Ég held að líf líkam-
ans sé meiri veruleiki en
líf hugsunarinnar,“ segir
lafði Chatterley við eigin-
mann sinn eftir að hafa haft vel
heppnaðar samfarir við veiðivörð-
inn ástmann sinn. Frá getulausum
eiginmanni sínum fær hún svarið:
„Líf líkamans er bara líf dýranna."
En maðurinn er eitt af dýrun-
um, kynhvötin ein af frumhvöt-
unum og henni ber ekki að afneita
því sá sem afneitar eðli sínu svíkur
það sem mestu skiptir segir Lawr-
ence í þessari ögrandi predikunar-
bók. Ög ég nefni hana predikun-
arbók því mér virðist að þetta al-
ræmda verk Lawrence sé einmitt
eins konar trúarrit og stefnuyfir-
lýsing manns sem upphefur og
Framhald og meira afgagnrýni á
siðu 39.
„Frægð Judds byggist m.a. á því, að hann var í fararbroddi þeirrar
kynslóðar myndlistarmanna á sjöunda áratugnum, sem gerðu hug-
myndina um „bókstafleg" verk áþreifanlega og varanlega," segir
Gunnar Árnason í umfjöllun sinni um sýningu Judds.
18.00 Fjörkálfar.
18.30 Kobbi og klíkan.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Auðlegð og ástríður 1:168. Púff.
19.30 ★ Sókn í stöðutákn. Breskt grín.
20.00 Fréttir.
20.35 Blóm dagsins. Klóelfting. Gott í te.
20.40 ★★★ Til bjargar jörðinni. Fjallað um eyðingu og
urðun sorps.
21.35 ★★ Upp, upp mín sál. Hvítt fólk, blökkumenn, ástir
og fullt af vandamálum í Suðurríkjunum.
22.25 ★★ Úrfrændgarði. Norðurrúnturinn.
23.00 Fréttir.
18.00 Sómi kafteinn.
18.30 Ævintýri í óbyggðum.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Magni mús. Teiknimyndaflokkur.
19.25 ★ Sækjast sér um líkir.
20.00 Fréttir.
20.35 Blóm dagsins. Hrafnafífa.
20.40 ★★ Leiðin til Avonlea. Konur fíla þetta vel. Minnir
þær á þegar þær voru stelpur.
21.30 ★★ Matlock. Leysir vandann.
22.20 ★★ Fórnarlamb. Fyrri hluti Small Sacrifices. Amerísk.
Hjónakornin Farrah Fawcett og Ryan O'Neal hafa
vonandi bætt hjónalífið með þessari mynd. Óhugn-
aður. Myndin er ekki við hæfi Bjarna
LAUGARDAGUR
14.00 íslenska knattspyrnan. Lokabarátta Samskipadeildar-
innar.
16.00 Iþróttaþátturinn. Logi Bergmann Eiðsson einn á ferð.
18.00 Múmínálfarnir. Hugljúft.
18.25 Bangsi besta skinn.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Draumasteinninn. Lokaþáttur.
19.20 H Kóngur í ríki sínu. Lokaþáttur. Vhei.
19.52 Happó.
20.00 Fréttir.
20.35 Lottó.
20.40 Blóm dagsins. Gullkollur. Nú ekki Glókollur!
20.45 í syngjandi sveiflu. Gestur Einar ræðir við Geirmund
Valtýsson from Sheep-river-hook. Tveir góðir saman.
21.10 ★ Hveráaðráða?
21.35 ★★ Við njósnararnir. Spies like us. Amerísk, 1985.
Chevy Chase getur verið óborganlegur, Dan
Aykroyd einnig. Þeir eru seinheppnir sem fyrri dag-
inn og nú sem njósnarar. Þokkalegt grín, sérstaklega
gott við þynnku.
23.15 Fórnarlömb. Seinni hluti. Nú ræðst hver drap hvern.
17.50 Sunnudagshugvekja.
18.00 Ævintýri úr konungsgarði.
18.30 Fyrsta ástin. Sænskur myndaflokkur um tvo smá-
drengi, — annar þeirra verður skotinn í heyrnarlausri
stúlku. Svíar kunna svonalagað.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 BernskubrekTomma og Jenna.
19.30 H Vistaskipti. Þreytt.
20.00 Fréttir.
20.35 Sjö borgir. Sigmar B. skreppur til Helsingfors. Sigmar
er víðförull og lífgar borgirnar við.
21.10 ★ Gangur lífsins. Væmið.
22.00 M-hátíð á Suðurlandi. Svolítið þreytt fyrirbæri.
23.30 Timburfólk Pueblo de madera. Spænsk/mexíkósk. Um
timburfólk sem fær timburmenni á fullorðinsárunum
þegar basl og fátækt tekur við.
i^TTFll :■ 'Hl'J—
17.00 Samskipadeildin. íslandsmótið í fótbolta.
18.00 Smásögur. Kynningarkvöld á undirfatnaði hjá hópi
kvenna. Karlar horfiði, svo þið vitið hvað á að gefa
konunum íjólagjöf.
■RKnXEnXTOBM
17.00 Konur í íþróttum. Konur sem komast til metorða inn-
an íþróttahreyfingarinnareins og Ellertína Schram?
17.30 Háðfuglar. ComicStrip, breskt. Hví eru öngvir háðfisk-
artil?
18.00 List 20. aldarinnar. Forstjóri Metropolitian Museum
kynnir meðal annars Pablo Picasso, Matisse og
O'Keeffe. Aldrei er góð vísa of oft kveðin.
VIÐ MÆLUM MEÐ
... Að hver íslenskur leikari leiki að
minnsta kosti þrjú aðalhlutverk í
hverri mynd, eins og Richard Pryor.
Þá er möguleiki á því að kvikmynda-
iðnaðurinn standi undirsér.
... Að Warren Beatty og Dustin Hoffman
fari í leikbann.
... Að Woody Allen skipti um aðalleik-
konu í myndunum sínum en haldi
áfram að leika sjálfan sig.
... Að Gestur Einar og Geirmundur Valtýs-
son fari í eina kveðjusöngferð hring-
inn í kringum landið.
16.45 Nágrannar.
17.30 í draumalandi.
17.50 Æskudraumar.
18.40 Feldur.
19.19 19.19.
20.15 Fótboltaliðsstýran. Gamlir þættir byrja upp á nýtt. Og
hvað með það?
21.10 Hesturinn, skaparans meistaramynd. Snjallir knapar á
glæstum hestum í Fáksheimilinu.
22.00 ★★ Virðingarvottur. Vestige of Honour. Amerísk, 1990.
Stríðshetjan Don Scott fær bakþanka 17 árum eftir
Víetnamstríðið og bjargar 213 Víetnömum.
23.30 ★★ Ódæði. Unspeakable Acts. Amerísk. Afar sorglegt
um hjón sem komast að því að börn þeirra hafa ver-
ið misnotuð á barnaheimili einu, þó ekki af Woody
Allen. Jill Clayburgh og Brad Davis leika sorgmæddu
hjónin.
16.45 Nágrannar.
17.30 Krakkavísa. E
17.50 Á ferð með New Kids on the Block.
18.15 Trýni og Gosi.
18.30 Erie Indiana.
19.19 19.19.
20.15 HKæri Jón.
20.45 ★★ Lovejoy. Fornmunasalar eru sjarmerandi stétt.
21.40 Samskipadeildin. Sextánda umferð, Valur og Þór og
KA og UBK.
21.50 ★ Dýrðardagar. Glory days. Amerísk, 1988. Miðaldra
auðjöfur með æskudrauma: ameríska æskudrauma.
Hann skráir sig í háskóla og langar að verða ruðn-
ingsstjarna, sennilega kominn á þverslaufuna.
23.25 0 Glímugengið. American Angels. Léleg mynd um
ægifagrar konur sem hafa atvinnu af fjölbragða-
glímu. Konur í fjölbragðaglímu er í sjálfu sér er
áhugavert efni.
01.00 ★★ Um aldur og ævi. Always. Amerísk, 1985. Væmin
vella með alls óþekktum leikurum og fjallar um
hjónabandið sem er að verða útdautt.E
L A U G A R D A GUR
09.00 Morgunstund
10.00 Hrossabrestur.
10.30 Krakkavísa.
10.50 Brakúla greifi.
11.15 Ein afstrákunum.
11.35 Mánaskífan.
12.00 Landkönnun National Geographic.
12.55 Bílasport. E
13.25 Visasport. E
13.55 ★ Keppt um kornskurð. Race Against Harvest. Amer-
isk, 1986. Bændur og gjaldþrot ná út fyrir ísland.
Myndin fjallar um alvöru storm sem eyðileggur upp-
skeru og gerir bóndann gjaldþrota, ekki síst vegna
offjárfestingar hans í vélabúnaði. Hafiði heyrt þenn-
an áður?
15.25 ★ Jólaleyfið. Some girls. Amerísk, 1989. Þeir hefðu get-
að beðið með þessa svona fram í nóvember. Um
mann sem fer til Kanada og kynnist kyndugri fjöl-
skyldu. Ætli það sé ekki vegna þess að hún heldur jól
í ágúst,
16.50 Létt og Ijúffengt. Matreiðsluþáttur.
17.00 Glys.
17.50 Samskipadeildin. ÍBV-Fram, Víkingur-ÍA og FH-KR.
18.00 Nýmeti.
18.40 ★★ Addams-fjölskyldan.
19.19.19.19.
20.00 ★ Falin myndavél.
20.30 O Ishtar. Amerísk, 1987. Einhver misheppnaðasta stór-
mynd allra tíma með þeim Warren Beatty, Dustin
Hoffman og Isabellu Adjani. Vonandi fer hún betur á
sjónvarpsskjánum en hvíta tjaldinu.
22.15 Bandarísku tónlistarverðlaunin 1992. American Music
Awards 1992. INXS, M.C. Hammer, GUNS N'ROSES og
fleiri góðar grúppur koma fram. Mikið um væmnar
þakkarræður.
00.50 ★ Sjafnaryndi Two Moon Junction. Amerísk, 1988.
Losti og líkamsvessar með kynþokkafullu leikkon-
unni Sherilyn Fenn, sem lék í Tvídröngum. Fín fyrir
svefninn. E
S U N N U D A G U R
09.00 Kærleiksbirnir.
09.20 össi og Ylfa.
09.45 Dvergurinn Davíð.
10.10 Prins Valíant.
10.35 Maríanna fyrsta.
11.00 Lögregluhundurinn Kellý.
11.25 Kalli kanína.
11.30 í dýraleit.
12.00 Eðaltónar.
12.30 Hvað snýr upp? Wich Way is Up? Amerisk 1977. Ri-
chard Pryor leikur þrjú aðalhlutverk í þessari mynd.
Geri aðrir betur. E
14.05 'Anthony Quinn. Heimildamynd um manninn sem
lék meðal annars Grikkjann Zorba. Myndskeið og
viðtöl við Quinn.
15.20 ★★★★Vinstri fóturinn. My Left Foot. Bresk, 1989. E
Einstök mynd um einstakan mann. Hinn kynþokka-
fulli Daniel Day-Lewis fer á kostum í túlkun sinni á
fatlaða rithöfundinum Christy Brown, enda fékk
hann Óskarinn að launum. Hann er þó alls ekki kyn-
þokkafullur í þessari mynd. 17.00 Listamannaskálinn.
Meðal annars um Evelyn Glennie, sem náð hefur
ótrúlegum árangri sem slagverksleikari.
18.00 ★★★ Petrov-málið. Fjórði þáttur. Petrov þessi var
sovéskur diplómati sem leitaði hælis í Ástrallu. Það
varð kveikjan að njósnamáli sem kom illa við kaunin
á þekktum stjórnmálamönnum. Gaman, gaman.
18.50 Gerð myndarinnar Alien 3.
19.19 19.19.
20.00 ★ Klassapíur. Leiðinlegar amerískar kerlingar.
20.25 ★★ Root fer á flakk. Breskur gamanmyndaflokkur
um furðufugl sem er sjálfskipaður útvörður breskrar
menningar, sendiherra án sendiráðs.
21.20 ★★ Arsenio Hall. Meðal gesta MC Hammer og Ther-
esa Russel, eða svarta ekkjan.
22.05 Minnismerkið. To heal a Nation. Amerisk. Hermaður
frá Víetnam er níðingur í augum samborgara sinna.
Það furða sig fáir á því.
23.40 Bágt á Buder. Biues forBuder. Burt Reynolds, sem á að
heita kyntröll, fer með léttspennandi hlutverk í þess-
um blús. E
★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt © Ömurlegt E Endursýnt efni