Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 27. ÁGUST 1992 19 Úttekt á launaþróun hjá æðstu embættismönnum ríkisins Hallvarður hækkaði um 200.000 á mánuði Laun ríkissaksóknara hækkuðu tólf sinnum meira en laun almennra ríkisstarfsmanna. Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri og Már Pétursson sýslumaður fengu fimm- til sexfalda hækkun. Davíð Oddsson fór í stól forsætisráðherra og hækkaði mánaðarlaun sín um 154 þúsund krónur að núvirði. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari hækkaði í launum á milli áranna 1990 og 1991 úr 291.300 krónum á mánuði að meðaltali í 484.200 krónur eða um 66,3 prósent. Framreiknað til nú- virðis er hækkunin hins vegar úr 323.100 krónum í 503.000 krónur eða 55,7 prósent. Þetta er tólfföld sú hækkun sem kom í hlut um 16 þúsund ríkisstarfsmanna í BSRB, BHMR, Kf og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hækkun Hallvarðar á milli ára hljóðaði upp á 193 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Um mitt síðasta ár samsvaraði sú hækkun dagvinnulaunum félaga í Lands- sambandi lögreglumanna upp á 2,6 stöðugildi. MÁR HÆKKAÐIUM NÆR 100 ÞÚSUND Á MÁNUÐI f úttekt PRESSUNNAR á launamálum hóps æðstu embætt- ismanna ríkisins, umbjóðenda Kjaradóms, reyndist Hallvarður skera sig talsvert úr hvað hækkun launa varðar. f öðru sæti var Snæ- björn Jónasson, sem lét af störfum sem vegamálastjóri um síðustu áramót. Snæbjörn hafði að meðal- tali 313.000 krónur á mánuði 1990, en á síðasta starfsári hans sem vegamálastjóri árið 1991 höfðu mánaðarlaun hans hækkað í 425.800 krónur eða um 36 pró- sent. Að núvirði samsvarar þetta hækkun úr 347.300 í 442.300 eða um 27,4 prósent. Það er sexföld sú hækkun sem almennir ríkisstarfs- Már Pétursson sýslumaður. Með 296 þúsund á mánuði 1990 en 392 þúsund í fyrra — 407 þús- und að núvirði. Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari. Með 291 þúsund á mánuði 1990 en 484 þúsund I fyrra — 503 þúsund að núvirði. menn fengu. Eins og með Hall- varð lendir umdeildur embættis- maður í þriðja sæti yfir þá sem hækkuðu mest á milli ára. Már Pétursson, sýslumaður í Hafnar- firði, hækkaði í launum á milli ára úr 296.300 krónum í 391.700 eða um 32,2 prósent. Framreiknað samsvarar þetta hækkun úr 328.700 í 406.600 krónur á mán- uði. 80 ÞÚSUNDA LAUNA- HÆKKUN FYRIR NIÐUR- SKURÐINN Sjö aðrir opinberir embættis- menn hækkuðu í kaupmætti frá tvöfalt upp í liðlega þrefalt meira en almennir ríkisstarfsmenn gerðu eða ffá tæplega 10 prósent- um upp í tæplega 15 prósent, á sama tíma og almennir ríkisstarfs- menn hækkuðu um tæplega 5 prósent að raunvirði. í þessum hópi eru fjórir ráðuneytisstjórar, þeir Páll Sigurðsson, Ólafur St. Valdimarsson, Þorsteinn Geirsson og Björn Friðfinnsson. Aðrir í þessum hópi eru þeir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, og Ólaf- ur Skúlason, biskup fslands. At- hygli vekur að Davíð hækkaði í launum á milli ára úr 376.400 krónum í 452.900 á mánuði. Mið- að við ffamreiknaðar tölur nemur kaupmáttarhækkunin 12,6 pró- sentum. Það var einmitt höfuð- verkefni Davíðs á síðasta ári að skera niður hjá Rfkisspítulunum, ekki síst launakostnað. SETTIST f HÆSTARÉTT OG TÓK 42 PRÓSENTA LAUNA- LÆKKUN Þrettán manns í „embættis- mannakörfu“ PRESSUNNAR hækkuðu tiltölulega í takt við al- menna ríkisstarfsmenn eða rétt svo héldu kaupmætti sínum á milli ára. Einna lengst í þessum hópi náðu Bogi NUsson rann- sóknarlögreglustjóri og Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi. Fjórir máttu hins vegar búa við nær óbreyttan kaupmátt; Þór Vil- Davíð Oddsson var 1990 borg- arstjóri og með 377 þúsund á mánuði. Vorið 1991 gerðist hann forsætisráðherra og það árið voru mánaðarlaun hans komin (551 þúsund krónur að meðaltali eða 572 þúsund að núvirði. Áttföld hækkun al- mennra ríkisstarfsmanna. hjálmsson og Haraldur Henrys- son hæstaréttardómarar, Georg Ólafsson verðlagsstjóri og Pétur Einarsson, fyrrverandi flugmála- stjóri. Sjö embættismenn máttu á hinn bóginn sætta sig við að lækka verulega í kaupmætti. Þar ber fyrstan að nefha Hjört Torfa- son hæstaréttardómara. Fram- reiknuð mánaðarlaun hans lækk- uðu um 235.400 eða um 42,4 pró- sent. Hins er að gæta að Hjörtur tók ekki sæti í Hæstarétti fyrr en þrír mánuðir voru liðnir af árinu 1990. Þá hafa umsvif Brynjólfs Sandholt greinilega minnkað nokkuð í starfi yfirdýralæknis og dróst kaupmáttur launa hans saman um 28,2 prósent. FORSÆTISRÁÐHERRA JAFNOKIFIMM RÍKIS- STARFSMANNA Allir ofantaldir embættismenn voru á meðal þeirra sem Kjara- dómur úrskurðaði um svo frægt varð. Hinum fimm meðlimum dómsins gekk misvel að auka láun sín á milli ára. Best gekk formann- inum, Jóni Finnssyni. Framreikn- uð laun hans hækkuðu úr 384.000 í 418.200 eða um 8,9 prósent. Brynjólfi I. Sigurðssyni tókst einn- ig bærilega upp og Ólafur Nilsson hélt sínu. Tekjuhæsti dómarinn, Jónas Aðalsteinsson, lækkaði hins vegar úr tæplega 1,2 milljónum á mánuði í rúmlega 1,1 milljón á mánuði að núvirði. Og Jón Þor- steinsson, fulltrúi félagsmálaráð- herra og sá sem skipaði minni- hluta í hinum umdeilda dómi, lækkaði um 45 þúsund að núvirði. PRESSAN skoðaði ekki launa- þróun ráðherra sérstaklega. Þó kom í ljós að Davíð Oddsson fór ekki halloka í launum við að fara úr stól borgarstjóra í stól forsætis- ráðherra vorið 1991. Mánaðar- laun hans hækkuðu á milli ára úr 376.900 í 550.800 eða um 46,1 prósent. Framreiknað til núvirðis samsvarar þetta hækkun úr 418 þúsundum í 572 þúsundir króna. Á sama tíma hækkuðu heildar- laun 16 þúsund ríkisstarfsmanna úr 114.000 krónum að meðaltali í 119.300. Áður var Davíð því á við 3.7 rlkisstarfsmenn, en eftir á við 4.8 ríkisstarfsmenn. Friðrik Þór Cuðmundsson ásamt Jónmundi Guðmarssyni Brynjólfur Sandholt yfirdýra- læknir. Framreiknuð mánaðar- laun hans lækkuðu á milli ára úr 650 þúsund krónum í 466 þús- und eða um 28 prósent. Þeir hækkuðu mest Kaupmáttur launa eftirtalinna yfirmanna hins opinbera jókst um eða yfir 10 prósent, tvöfalt upp í tólffalt, á við al- menna opinbera starfsmenn. Allar eftirfarandi mánaðar- launatölur hafa verið framreiknaðar til núvirðis. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun Hallvarður Einvarðsson 323.100 503.000 + 55,7% Snæbjörn Jónasson 347.300 442.300 + 27,4% Már Pétursson 328.700 406.600 + 23,7% Páll Sigurðsson 319.600 366.700 + 14,7% Ólafur St. Valdimarsson 292.300 329.900 + 12,9% Þorsteinn Geirsson 411.600 464.200 + 12,8% Davíð Á. Gunnarsson 417.500 470.200 + 12,6% Björn Friðfinnsson 353.100 391.600 + 10,9% Böðvar Bragason 371.100 408.100 + 10,0% Ólafur Skúlason 259.800 285.000 + 9,7% Þeir hækkuðu líka umfram launahrælana Eftirtaldir yfirmenn hins opinbera juku kaupmátt launa sinna umfram það sem almennum opinberum starfsmönn- um tókst að gera. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun Bogi Nilsson 294.300 317.300 + 7,8% Halldór V. Sigurðsson 421.900 451.600 + 7,0% Þorsteinn Ingólfsson 361.800 386.800 + 6,9% Ólafur Ólafsson 408.100 428.900 + 5,1% Árni Kolbeinsson 382.100 400.400 + 4,8% Þeir hækkuðu minna en pöpullinn Þessir menn náðu að halda við eða auka kaupmátt launa sinna lítillega, en þó ekki meira en svo að almennir opinber- ir starfsmenn gerðu betur. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun Gunnar Bergsteinsson 232.600 243.400 + 4,6% Jakob Jakobsson 270.900 283.000 + 4,5% Sveinbjörn Dagfinnsson 312.700 321.300 + 2,8% Gunnlaugur Claessen 431.700 443.300 + 2,7% Haraldur Henrysson 257.000 259.900 + 1,1% Georg Ólafsson 331.600 333.900 + 0,7% Pétur Einarsson 294.700 294.800 + 0,1% Þór Vilhjálmsson 263.300 263.600 + 0,1% Þeir misstu spón úr aski sínum Þessir opinberu yfirmenn eiga það sameiginlegt að kaup- máttur þeirra dróst saman á milli ára, sumra allverulega. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun Hrafn Bragason 313.100 298.300 -4,7% Jón Skaftason 1.682.900 1.591.800 - 5,4% Björn Hermannsson 510.100 478.100 - 6,3% Guðlaugur Þorvaldsson 462.300 429.100 - 7,2% Magnús Pétursson 470.700 402.500 -14,5% Brynjólfur Sandholt 649.900 466.400 - 28,2% HjörturTorfason 554.800 319.400 - 42,4% Þannig famaðist almennum ríkisstarfsmönnum Um 16 þúsund ríkisstarfsmenn í BSRB, BHMR, Kennara- sambandi fslands og innan vébanda Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar náðu að auka kaupmátt sinn lítillega á milli ára. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun BSRB/ríki 109.100 113.400 + 3,9% BHMR 136.700 145.900 + 6,7% Kennarasambandið 111.100 111.800 + 0,6% Starfsmf. Reykjav. 98.800 104.400 + 5,7% VEGIÐ MEÐALTAL 114.000 119.300 + 4,6% Kjaradómsmönnum tókst misvel upp Meðlimir Kjaradóms komust nýlega upp á kant við þjóð- félagið þegar þeir hugðust umturna launatöxtum æðstu embættismanna ríkisins. Þeim gekk misjafnlega að bæta eigin auraráð. Mánaðarlaun 1990 1991 hækkun Jón Finnsson 384.000 418.200 + 8,9% Brynjólfur 1. Sigurðs. 356.300 380.700 + 6,8% Ólafur Nilsson 568.300 570.200 + 0,3% Jónas Aðalsteinsson 1.177.500 1.117.400 -5,1% Jón Þorsteinsson 302.100 257100 -14 9%

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.