Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Fjármálastjóri Kristinn Albertsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Að kunna sér hóf Þegar menn taka að sér að gæta hagsmuna almennings sem pólitískt kjörnir fulltrúar afsala þeir sér ýmsum réttindum. Þeir geta til dæmis ekki leyft sér að blanda saman eigin fyrir- tækjarekstri og opinberu starfi. Þetta kann að reynast súrt í broti fyrir suma en svona verður það að vera. Einfaldlega til þess að almenningur missi ekki traust á fúlltrúum sínum. í PRESSUNNI í dag er frétt um tvo stjórnmálamenn sem ekki hafa skilið þetta. Þeir kusu að taka eigin hagsmuni fram- yfir hagsmuni kjósenda sinna. Þó svo að ekki sé hægt að sýna fram á að kjósendur í Hafnarfirði og Kópavogi tapi á þessum viðskiptum segir það ekki alla söguna. Mennirnir verða að kunnasérhóf. Þótt vissuiega sé hægt að gleðjast yfir athafnasemi kröftugra manna — og stundum megi jafnvel færa fyrir því rök að þeir séu heppilegri stjórnendur en aðrir — þá dugar það ekki til. Þegar kemur að því að greina á milli opinberra starfa og einka- hagsmuna eiga menn að víkja. Þeir eiga að líða fýrir að þeim hefur verið trúað fyrir opinberum störfum í almannaþágu. Þeir eiga að dæma sjálfa sig úr leik á þeim sviðum þar sem einhver hætta er á að hagsmunir geti skarast. Það að þeir Jóhann G. Bergþórsson og Gunnar Birgisson kjósa að stunda athafhamennsku sína í sínum eigin pólitíska kartöflugarði hlýtur að vera umdeilanlegt. Sérstaklega þegar liggur í augum uppi að þeir sitja báðum megin borðsins og hafa fjárhagslegan ávinning af. Þeir eru síður en svo þeir fýrstu sem þetta hafa gert og tæp- ast þeir síðustu. Það hefur nefnilega verið lenska að horfa í gegnum fingur sér við svona menn. Frægt er svar Steingríms Hermannssonar þegar hann var spurður um svipað dæmi þar sem verið var að hygla framsóknarmanni: Hann á ekki að líða fyrir að vera framsóknarmaður, sagði forsætisráðherrann fýrrverandi. Auðvitað átti hann að líða fýrir það. Á sama hátt áttu þeir Jóhann og Gunnar að h'ða fýrir það að þeir voru í pólitík þegar kom að útboðunum í kringum Al- menningsvagna. Þeir gátu hins vegar ekki stillt sig um að vera með. Kannski af því þeir voru í aðstöðu til að sjá um hvað var að tefla. Má vera að áhugi þeirra hafi vaknað þegar þeir sátu í hinum pólit- ísku stólum, á meðan þeir blöðuðu í áætlunum sem þeim var trúað fýrir sem slíkum. Þetta munu þeir aldrei geta borið af sér — þeir kunnu sér einfaldlega ekki hóf. Umræða um slíka hluti kemst því miður aldrei út úr sjálf- heldu hins pólitíska karps þar sem menn vega hver annan í merkingarlausri glímu. Það getur tæpast verið slíkur skormr á ffambærilegum stjórnmálamönnum áð við þurfum að þjappa öllu á sama stað. Menn sem gína yfir öllu eru tæpast þess um- komnir að standa vörð um hagsmuni almennings. Sérstaklega ekki á viðkvæmum tímum þegar stjórnvöld feta stiginn í átt til óhjákvæmilegrar einkavæðingar. Rítstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, slml 643080 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,auglýsingar643076 Eftir lokun skiptiborós: Ritstjóm 64 30 85, drerfing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Askríftargjald 700 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuöl annars. PRESSAN kostar 230 krónur I lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friðriksdóttlr, Dóra Einarsdóttir.Egill Helgason, Friörik Þór Guömundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Öskar Hafsteinsson útlitshönnuöur, Jim Smart Ijósmyndarl, Jónmundur Guömarsson, Karl Th. Birgisson, Slguröur Már Jónsson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesarl, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjómmál og vlðsklpti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Glssurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Möröur Amason, Ólafur Hannibalsson, Óli BJöm Kárason, Ragnhildur Vlgfúsdóttir, Valgeröur Bjamadóttir, Össur Skarphéðlnsson. Kynllf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttlr. Listíp Gunnar Arnason myndliit, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lánrs Ýmir Óskarsson leiklist Teikningan Andrés Magnússon, Ingólfur Margelrsson, Jón Óskar. Setning og umbrot; PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI V I K A N ÓLÁN LAUMUFARÞEGA Ógæfusamir laumufarþegar ffá Rúmeníu urðu svo sjóveikir að þeir sigruðu hjarta þjóðarinnar, sem af prinsíppástæðum er frekar á móti því að hleypa of mörgum útlendingum til lands- ins. En vesalings mennimir, þeir höfðu velkst djúpt ofan í lest yfir bólgið Atlantshafið, svangir og illa haldnir — gat Utlendingaeftir- litið (sem annars vinnur gott starf) ekki gert svosem eina und- antekningu? Þeir mundu hvort sem er ekki fá neitt betra en fisk- vinnu, þessir gaurar. HAUSTIÐ KOM SNEMMA Venjulega er ágúst talinn til SUmarmánaða á íslandi. En það virðist óðum að breytast. Því í ár kom haustið (ágúst. Að minnsta kosti í fjölmiðlunum. Þar eru mehn famir að tala um síðastlið- ið vor og síðastliðið sumar, líkt og ailt sé löngu liðin tíð sem gerðist (vor og hefur gerst í sum- ar. Og fer þá sumarið að vera býsna stutt á fslandi. En kannski er þetta ekki furða miðað við tíð- arfarið. ÁLÖGUM LÉTT Einar Vilhjálmsson er búinn að hrekjast á milli stórmóta áram saman og alltaf hefur ógæfan elt hann á röndum, að því er virðist miklu fremur en aðra spjótkast- ara. Eða hvað sagði hann ekki að nýsettu fslandsmeti: „Loksins vora aðstæður mér mjög hag- stæðar, vindurinn blés úr réttri átt en það hefur ekki gerst síð- ustu fjögur árin.“ Um síðir náði HVERS VEGNA Er ekki hœgt að bera ESS-samninginn undir þjóðaratkvœði? ÓLAFUR Þ. HARÐARSON, LEKTOR ISTJÓRNMÁLAFRÆÐIVIÐ Hl Það er auðvitað hægt, ef Al- þingi vill, þótt niðurstaðan væri bara ráðgefandi. En sú tegund lýðræðis sem við fslendingar höf- um kosið okkur gefur enga sér- staka ástæðu til þess. íslendingar hafa valið sér óbeint fulltrúalýð- ræði, sem felur í sér, að almenn- ingur kýs þingmenn og þeir eiga síðan að setja lög. Stjómarskráin gerir ekki ráð fyrir þjóðarat- kvæðagreiðslu nema ef Alþingi vill setja forseta af, ef forseti synjar samþykktu lagaframvarpi stað- festingar eða ef Alþingi samþykkir aðskilnað ríkis og kirkju. Breyt- ingar á sjálfri stjómarskránni eru ekki bomar undir þjóðaratkvæði, heldur þarf að samþykkja þær tvisvar með kosningum á milli. fslendingar hafa lítt beitt þjóð- aratkvæði, þótt það hafi farið frarn um sambandslagasamninginn 1918 og lýðveldisstofnunina 1944. Auk þess greiddu þeir atkvæði um þegnskylduvinnu og áfengisbann. Flestar vestrænar lýðræðisþjóðir (nema Svisslendingar) hafa rétt eins og fslendingar beitt þjóðarat- kvæðagreiðslum mjög sparlega, þó að fáeinar noti þær um stjóm- arskrárbreytingar. Stundum er þeim líka beitt ef stjómmálaflokk- ar era klofnir í málum og eiga erf- itt með að komast að niðurstöðu. Hér á landi hefur hins vegar verið lenska að heimta þjóðarat- kvæði þegar menn eru í minni- hluta á Alþingi. Þá er sjálfsagt að spyrja þjóðina! Þannig var þjóðar- atkvæði heimtað þegar íslending- ar gengu í NATO 1949 og um Keflavíkursamninginn 1951 — og þá var því raunar líka haldið fram að þessir samningar brytu í bága við stjómarskrána. Reynslan sýnir hins vegar að þegar minnihluta- menn komast í meirihluta minnk- ar áhugi þeirra á þjóðaratkvæða- greiðslum mjög snarlega. Það er því ekki trúðverðugt, þegar stjórnarandstaða heimtar þjóðaratkvæði um einstök mál. Ef menn vilja breyta leikreglum lýð- ræðisins — t.d. nota þjóðarat- kvæði meira — á auðvitað að byrja á því að breyta stjórnar- skránni. FJÖLMIÐLAR Hvers vegna á löggan að segja löggufréttir? Það hefur alltaf verið mér undr- unarefni hve mikið sjálfdæmi lög- reglan hefur þegar mál er snerta hana eru annars vegar. Undan- tekriingarlaust era allar lögreglu- fréttir unnar með þeim hætti að á vissum tímum sólarhrings er hringt „tékk“ til lögreglunnar sem síðan lætur blaðamönnum fréttir í té. Þetta verður eins og þegar hringt er í loðnusjómenn og þeir spurðir hvemig veiðist. Enginn annar geiri þjóðfélags- ins fær slíka meðferð — ekki einu sinni fulltrúar hagsmunagæslunn- ar sem þó hafa furðumikið sjálf- dæmi í fréttum er þá varða. Hvemig þætti mönnum til dæmis ef hringt væri í Davíð Oddsson og spurt hvort eitthvað hefði gerst í ríkisstjóminni sem honum þætti markvert? Og fréttin síðan skrifuð eftir svari Davíðs! Þessi afgreiðsla mála frá degi til dags gerir einnig að verkum að engin nálægð verður við atburð- inn. Innbrotið, áreksturinn eða líkamsárásin gætu eins hafa átt sér stað í erlendri borg og hér heima. Nú á ég ekki við að blaðamenn eigi að liggja yfir slösuðum eða þeim sem lenda í hremmingum í tíma og ótíma. í því sambandi verður að taka tillit til eðlilegra umgengnisreglna. Það hlýtur þó að vera nauðsynlegt að taka upp símtólið öðra hverju og hringja í þá sem eiga í hlut eða einhveija þá sem hafa aðra sýn á málið en lög- reglan. Eða það sem betra er; kíkja á staðinn. Það era nefnilega ótrú- lega fáar lögreglufréttir skrifaðar af sæmilegri staðarþekkingu. Vegna þess hve háðir blaða- menn verða upplýsingum frá lög- Einar semsagt að losna undan álögunum; hinir nöpra vindar, sem meðal annars hafa blásið á móti spjótinu hans á tvennum Ólympíuleikum, heimsmeistara- mótum og ótal stórmótum, reyndust eldci blása á unglinga- mótinu á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið. Enda vora þar engir áhorfendur. ALLIR í EINUM KÓR Stjómarandstaðan leggur ffam framvarp sem gæti valdið straumhvörfum á Alþingi, en fá- ir taka almennilega eftir. Sam- kvæmt því þyrftu þrír-fjórðu- hlutar þingmanna að vera sam- þykkir stórvægilegum málum sem varða fullveldi landsins, líkt og til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið. Og ekki þyrfti nema þriðjung þing- manna til að knýja fram þjóðarat- kvæðagreiðslu? Hvers vegna ekki að stefna bara að því að allt sé samþykkt einum rómi? Hér á landi hefur hins vegar verið lenska að heimta þjóðaratkvœði þegar menn eru í minnihluta á Alþingi. Þá er sjálfsagt að spyrja þjóðina! reglunni verður oft skekkja í hlut- leysi fréttamannsins. Hann hefur tilhneigingu til að draga taum lög- reglunnar og túlka sjónarmið hennar. Fer að taka hlutina sem gefna bara af því þeir standa í lög- regluskýrslum eða koma úr munni lögregluþjóns. Það hefur þær afleiðingar að þessi mál fjar- lægjast það sem kalla mætti al- mannahagsmuni og verða meira og minna sérviskulegir pistlar, unnir í vinarsamvinnu frásagnar- glaðrar löggu og ritglaðs blaða- manns.___________ Slgurður Mr Jonuon

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.