Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 23 N. virðist blasa við að ákaflega fáir nemendur verði í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði, en fyrir skömmu var skólinn í fréttum vegna málaferla við nemendur vegna ógreiddra matarreikn- inga. Fálaeti nemenda mun eitthvað vera tengt því máli. Eftir því sem komist verður næst hafa aðeins 10 nemendur meldað sig í skólann enn sem komið er. Sem kunn- ugt er lokaði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra héraðsskólanum á Reykjanesi í ísaljarðardjúpi. Þar höfðu þó um 30 nemendur skráð sig í fyrra. Það er því spuming hvað Ólafur gerir við skól- ann á Núpi ef ekki rætist úr.. ■ Þar urðu þó fynr skömmu ritstjóraskipti eftir einhver innanhússátök. Halla Guð- rún Eiríksdóttir lét af störfum en við tók Bjaml Ingi Hrafhsson. Hann er af fjöl- miðlaættum því systir hans er engin önn- ur en Margrét Hrafnsdóttir, útvarps- konan ffæga, sem nú dvelur í Bandaríkj- unumvið nám..._____________________ s íðastliðið vor var haldinn ffamhalds- aðalfundur Lögmannafélags fslands, þar sem felldar vom tillögur um ráðstafanir til að efla ábyrgðarsjóð félagsins. Sem kunn- ugt er stóðu mál þannig að sjóðurinn myndi tæmast vegna krafna skjólstæð- inga tveggja lögmanna, þeirra Guðnýjar Höskuldsdóttur og Skúla Sigurðssonar. Frá þeim tíma hafa því málefni skjólstæðing- anna verið í biðstöðu að mestu. Samþykktar kröfur vegna Guðnýjar hljóðuðu upp á 12 milljónir og vegna Skúla 10 milljónir. Þó hefur það gerst að stjóm sjóðsins sam- þykkti að greiða að svo stöddu 40 prósent af kröfunum vegna Guðnýjar eða 5 millj- ónir. Handhafar þess sem eftir stendur verða að bíða þar til fjárhagsstaða sjóðsins hefur verið tryggð með einum eða öðrum hætti... ú eru allir fjölmiðlar uppfuilir af fréttum um meint gullskip fyrir vestan. Það gildir lfka um Alþýðublaðið, þótt þeir séu ekki margir sem verða varir við það. Hitt er staðreynd að það var einmitt Al- þýðublaðið sem „skúbbaði“ þessu merkilega máli, nánar tiltekið „gamla kemp- an“ Jón Birgir Pétursson fréttastjóri. Aðrir fjölmiðlar sigldu f kjölfarið en eng- inn þeirra sá ástæðu til að geta frum- kvæðis Alþýðublaðsins... ú þegar allir eru að tala um gull- skip riijast vitaskuld upp áratugalöng leit Kristins Guðbrandssonar, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og félaga að Het Wapen van Amsterdam, sem reyndist þýskur togari þegar eitthvað fannst að lok- um. Við höfum áður fjallað ítarlega um þá sorgarsögu, en rifja má upp að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð á láni Gullskips hf. vegna þeirrar leitar. Greiðslan lenti hjá ríkissjóði og í nýútkomnum rfkisreikningi fyrir árið 1990 er upphæðin tiltekin: 95,4 milljónir króna. Á núgildandi verðlagi samsvarar það 106 milljónum króna... M álefni Ávöxtunar kóma endrum og sinnum upp á yfirborðið. Ólafur Ax- elsson, lögfræðingur Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf., höfðaði um daginn mál á hendur Gerði Pálma- dóttur verslunar- konu. Gerður gaf í des- ember 1987 út skulda- bréf til Ávöxtunar upp á 1,3 milljónir (2,2 milljónir að núvirði) með véði f fasteign- inni Smiðjustíg 13. Allir vita hvemig fór fyrir Ávöxtunardæminu og svo fór að Gerður stóð ekki í skilum. Ólafur hefur nú höfðað mál til að fá skuldabréfjð ógilt, en það verður að gera til að hægt sé að krefja Gerði um efndir, því svo óheppilega vildi til að frumrit bréfsins glataðist einhvem veginn... ndirbúningur er nú hafinn að vetr- ardagskrá útvarpsstöðvanna. Á Aðalstöð- inni hefur gengið vel að finna kostendur að þáttum sem verða á dagskrá. Til dæm- is hefur fslandsbanki hug á að kosta viku- lega bókmenntaþætti sem notið hafa mik- illa vinsælda undanfarna vetur. Sonur Baldvins Jónssonar, eiganda Aðalstöðv- arinnar, hefurhaft yfirumsjón með rekstri stöðvarinnar í sumar, því Baldvin hefur þurft að vera frá af persónulegum ástæð- um... GÓLFDÚKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKARGOLFDUKAR at Gólf búnaður StoUMÚlA 14 • SÍMI (91) 813022 GÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKARGÓLFDÚKAR 5 D C O o 5 u c X > 70 o o o c rvjtt skrifstofiitækninám Töl vuskóli Rcykjavíkur gcrir þér klcift aó auka vló þckkingu þína og atvfnnumögulcika á skjótan og hagkvæman hátt Á nýja skrifstofutækninámskeiðinu sem er alls 255 klst. langt eru teknirfyrir eftirtaldir áfangar: TÖLVUGREINAR, PCTÖLVUR Almenn tölvufræði PC-stýrikerfi - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Gagnasafnsfræði - Windows TÖLVUGREINAR MACINTOSH TÖLVUR Macintosh-stýrikerfi - Umbrotstækni - Ritvinnsla - Viðskiptagrafík TUNGUMÁL íslenska ÆFINGATÍMAR VIÐSKIPTAGREINAR Almenn skrifstofutækni Bókfærsla Tölvubókhald Verslunarreikningur Toll- og verðúfreikningar, innflutningur £ Innritun fyrir haustönn er lialln cn 3 ro ...á beihu- dögum okkar í vor Erlingur Gíslason, leikari „Jákvætt og uppbyggilegt! Eitthvað sem ætti að vera á árlegri dagskrá allra. Rétt eins og maður fer með bílinn í skoðun ogyfirhalningu, þá þarf líkami og sál þess einnig." Anna María Pétursdóttir, kennari, flugfreyja „...að geta verið í nokkra daga í algjörri slökun og vellíðan, fara í sund og sauna, jóga, spila tennis, fáyndislegt slök- unarnudd og borða hollar kræsingar er fyrir mér hreinasti draumur." Sveinn Geir Guðjónsson, vélstjóri „Eg hélt við fengjum bara gras og gulrætur að borða, en ekki aldeilis. Það va'r veisla á hvecjum degi. Þessir heilsudagar eru ekki síður fyrir karlmenn en konur.” Valgerður Matthíasdóttir, arkitekt og dagskrárgerðarmaður „Ég á hreint ekki til nógu sterk lýsingarorðyfir heilsudagana. Fólk verður bara að reyna þetta sjálft." HeiLuidagarnLr hefja,it á ný 30. ágú.it HOTELORK Paraáút -rétt handan við hœðuia HVERAGERÐI - S.: 98-34700 - FAX: 98-34775

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.