Pressan - 27.08.1992, Síða 32

Pressan - 27.08.1992, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 Guðión Þór Pétursson „Fastakúnnar fá oft afslátt og frían drykk og þannig er það Ifka með vini og kunningja. Maður verður að hafa efni á því að vera rausnarlegur." MER FINNST GAMAN AÐ LJÚGA „Bíóbarinn hefur fallið í kramið hvern- ig sem á því stendur. Það byrjaði með smelli, við slógum í opnunarpartí og dag- inn eftir fylltist búllan og það hefur verið fullt út úr dyrum síðan. Við erum ekki enn búnir að finna ástæðuna fyrir vin- sældum Bíóbarsins en höfum mikið spáð í það.“ Guðjón er annar af eigendum Bíóbars- ins við Klapparstíg og í daglegu tali kall- aður Gausi. Þegar hann er ekki að veiða silung eða skjóta gæs í Landbroti eða borða með fjölskyldunni á Þingvöllum er hægt að ná í hann á Bíóbarnum. Heimili hans er einsog safh og leikhús, ævafornir munir frá Japan, Tíbet, Kína og málverk um alla veggi. Bíóbarinn er líka einsog leikhús, innréttingin skapar sérstakt and- rúmsloff og fullt af allskonar persónum. VILDUM HANGA Á EIGIN BAR „Ég og Barði félagi minn vorum á bör- unum í inniverum og það kom að því að við vildum gera eitthvað nýtt. Það má kannski segja að við höfum viljað hanga á okkar eigin bar. Ég held að við höfum séð það þannig fyrir okkur þegar við vorum úti á sjó að það væri fínt að eiga bar, þar gæti ég setið á kolli fyrir innan, hlustað á kjaftasögur, lesið blöðin og afgreitt einn og einn kúnna. En ég hef ekki komist á sjóinn síðan var opnað. Við Barði vinnum þar báðir svo dæmið gangi upp, skúrum og hvaðeina. Við sáum Iíka um að hanna og innrétta barinn.“ En afhvetju Bíóbar? „Við fundum þessa fínu bíóstóla úr Tónabíói í kjallaranum, þeir eru íslensk smíð úr beyki. Þannig kviknaði hug- myndin og áhrifin eru héðan og þaðan, ákváðum að hafa kantað barborð einsog var á Austurbarnum gamla og vínrauðar gardínur einsog í Gamla bíói. Svo kom einhver kall með búnka af bíóprógrömm- um og gaf okkur, öll eldgömul frá tímum þöglu myndanna. Stundum sýnum við gamlar bíómyndir, meistarastykki einsog Nosferatu og Chaplin. Þær eru ekkert endilega ætlaðar tilað horfa á, meira eins og málverk uppá vegg, nema þessar hreyfast.“ ÞAÐ ER KANNSKIBJÓRINN Og hefurðu ekki grœnan grun um hversvegna Bíóbarinn ersvona vinsœll? „Það er kannski bjórinn. Við erum með betri bjór. Við vorum búnir að drekka bjór á öllum krám bæjarins og fannst hann ekki tilað hrópa húrra fyrir. Hjá Becks tóku þeir vel í að útvega okkur græjur svo við gætum boðið uppá bjór í sama gæðafloldd og erlendis. Þá er hann forkældur á staðnum. Svo erum við með Egils dökkan og Gull af krana. Bjórmenn eru hrifnir af honum. Ég veit að margir kúnnar koma útaf bjórnum en ekki allt þetta fólk sem streymir inn um helgar. Andrúmsloftið er óþvingað og þægilegt og það er mjög blandað lið sem sækir staðinn en listafólk kemur mikið. Svo má sjást vín á fólki, sumstaðar er fólki hent út um leið og sést á því vín. Það er ekki nema fólk sé að angra gesti eða betla að við hendum út. Við bjóðum líka fólki að halda einkapartí frítt. Á einsársaffnælinu var öllum boðið frítt að drekka, ég held það þekkist ekki annarstaðar. Bíóbarinn er heimilislegur og það þýðir ekki að hugsa of mikið um seðilinn. Fólk fær ffían síma, salthnetur og eldspýtur. Þetta verð- ur allt hluti af stemmningunni. Fasta- kúnnar fá oft afslátt og frían drykk og þannig er það líka með vini og kunningja. Maður verður að hafa efni á því að vera rausnarlegur. Það er sennilega gamli hippinn í mér.“ Svo er sagt að barþjónarnir hafi svimandi laun? „Nú er það? Ég lít þannig á að því hærri laun sem þú borgar því betri vinnu færðu. Það skilar sér alltaf. Ég veit ekkert um taxta. Ég fann bara út mannsæmandi laun og borga fólki eftir því sem ég gæti sætt mig við sjálfur. Þetta er nýtt djobb fýrir mig að vera hinumegin við borðið en mér finnst að góður barþjónn verði að vera snöggur, vakandi og kurteis." ENGINN SÁLUSORGARI Hvað með mýtuna um barþjóninn sem sálusorgara? „Ég hef nú ekkert kynnst því, það er sennilega ekki tími til þess. Það væri ekki nema fólk kæmi milli sex og níu ef það vildi trúa mér fyrir leyndarmálum eða þylja sorgir sínar. En það er nánast ekkert um að fólk sitji eitt að drykkju. Það vill oft sitja á sínum stað og situr þar allt kvöldið en íhrókasamræðum." En hvað um dóp og dílingar? „Eftirlitið kemur hérna reglulega og þeir hafa sagt okkur að sumir reyni að rakka okkur niður með svoleiðis sögum, þeir segjast hinsvegar getað borið vitni um að við séum í góðum málum. Fíknó kíkir inn öðru hverju og segir það sama, þeir kannast kannski við eitt eða tvö andlit en það er rétt einsog á öðrum stöðum. Það mundi engum líðast að vera með afhendingar hér. Þessar sögur snerta okkur voða lítið. Ég reyni að líta á þennan rekstur sem skemmtun, þótt heilmikið sé að gera, þá er þetta fjör. Ég á stóran kunningjahóp sem hefur gaman af því að skemmta sér og peningar hafa alltaf streymt á milli eftir því hver hefur átt pening. Svona flæði. Ég hef alltaf litið svo á að peningar séu til að eyða. Ég hef eytt þeim mest í ferðalög, vín og mál- verk. Ég á mikið af málverkum. Og þegar ég hef verið að skemmta mér gegnum ár- in kann ég betur við að vera í aksjón, vera á ferðinni, en sitja í partíum kvöld eftir kvöld.“ ÉG RAÐAÐIPENINGUNUM OFANÍ KOMMÓÐUSKÚFFU Hvað er svonafínt við að vera á sjón- um? „Besta við það er að maður sleit upp fullt af seðlum á stuttum tíma, maður gat engu eytt um borð, var í einangrun og ró- legheitum einsog kjölturakki; vakinn, gef- ið að borða, sendur útá dekk að vinna, meiri matur og góður svefn. Engar áhyggjur. Árið 79 kom ég með fulla íþróttatösku af seðlum eftir vertíð. Ég rað- aði þeim snyrtilega ofaní kommóðu- skúffu og eyddi effir þörfum íbúðar- verði.“ Hafið. Hefur það ekki sérstök áhrif á mann útá sjó? „Mér finnst sárast hvernig er verið að fara með fiskstofnana. Hrygningarstöðv- ar eru girtar af með netum og allar gönguleiðir fisksins á þær einsog Sel- vogsbanka og Breiðafjörð eru lokuð leið. Þetta er svipað og ef bóndi mundi slátra þriðjungi kindanna að vori með lambi. f staðinn fyrir að friða hrygningarstofna er verið að skera niður afla og setja sjávar- þorp á heljarþröm. T.a.m. árið 1981 áð- uren hrun verður á þorskstofninum, þá er hrygningarstofn 390.000 tonn sam- kvæmt heimildum Hafrannsóknastofn- unar og af honum voru tekin 157.000 tonn f net. Hver maður sér að þetta eyði- leggur stofninn. Það þorir enginn að minnast á þetta því útgerðarmenn eiga hagsmuna að gæta. Það eru annaðhvort hömlur á þessum pólitíkusum og út- gerðarmönnum eða blinda. Mest af neta- fiski hefur farið fyrir lítið, þetta er þriðja flokks hráefni sem gefur lítið fyrir þjóð- arbúið. Það er ekki togarafiskiríið sem er að fara með fiskstofriana, þótt smáfiska- drápið sé líka slæmt. Lausnin á vandan- um er að ná upp stofninum, sem næst ekki nema hrygninarstofninn sé látinn í friði, og þá verður að breyta veiðunum. Við getum haft það svo fínt í þessu gós- enlandi en pólitíkin sem er rekin hér er landráðastefna og fólk flækt í orðum og hártogunum." ÉG SEF EINSOG BARN í VÖGGU En binst sjómaður ekki hafinu til- finningaböndum? „Ég hef nú bara verið á sjónum til að þurfa ekki að vinna allt árið niðrá Eyri. Mér finnst fínt að taka skorpur. Þetta er þægilegt andlega útaf rólegheitunum. Það breyttist að vísu mikið eftir þessi helvítis farsími kom. Og vídeóið fór með briddsið og bækurnar. Það jarðaði rómantíkina endanlega. En ég kem alltafþægilegur og afslappaður í land. Ég sef vel og mikið á sjónum, svaf einu sinni samfleytt í 36 tíma þegar við fórum frá Reykjavflc suður fyrir íand að Langanesi. Maður þarf ekki að bylta sér, er alltaf á hreyfingu. Maður er einsog bam í vöggu. Ég hef kynnst ótrúlegum fjölda manns á sjónum mjög náið, við erum saman dögum og vikum saman. Ég hef orðið mannþekkjari gegnum árin og lært að dæma ekki við fýrstu kynni. Það gerist svo mikið þegar maður fer að kynnast fólki, það á alltaf til góða punkta sem maður kemur ekki auga á fyrst.“ Hvað finnst þér fólk eiga sameigin- legt? „Ja, ég held það sé ákveðið frumeðli.“ Frumeðli? „Já... aðviljalifa.“ Þögn. RUGBRAUÐIÐ ER VITLAUSU MEGIN „Svo er eitt sem birtist skýrt á sjónum og það er ákveðin íhaldssemi sem verður til hjá mönnum. Þeir vilja hafa sinn stól, sína könnu, eins og menn reyni alltaf að búa sér til öryggi, skapa sér sess. Ég hef viljað brjóta þetta upp, ég er flakkari í borðsal, hef gaman af því að setjast í stól manna af einskærri stríðni, þá verða þeir foxillir. Sumir kokkar eru með sama mat á sömu dögum. Ég man eftir kokki sem geymdi rúgbrauðið alltaf vinstra megin í skápnum. Við færðum það til og sögðum svo: Rúgbrauðið er vitlausu megin. Ég hélt hann mundi ekki ná sér, hann trompaðist. En menn virðast hafa þörf fýrir að búa sér til reglur. Sumir eru alltaf á sama hleranum, í sama hjakkinu, í stað þess að breyta til. Mér finnst nóg afþessu mynstri í landi þótt maður taki það ekki með sér útá sjó.“ Hvaða mynstur er það? „Keyra ekki á móti einstefnu og fara ekki yfir á rauðu ljósi.“ HEIMSPEKIN BIRTIST í HÚMORN- UM Mér skilst að þú safnir í kringum þig óvenjulegufólki? „Hver hefur gaman af venjulegu fólki? Ég þekki fáa úr O-flokknum. Ég hef aldrei valið mér það sem samferðafólk. Við kunningjarnir höfum alltaf verið léttir á bárunni, erum hálfgerðir anarkistar hvað okkur sjálfa varðar. Við gerum það sem okkur sýnist, svo framarlega sem það skaðar engan. Ég hef kynnst mörgum brilljant karakterum á sjónum, mönnum með geggjaðan húmor og miklum heim- spekingum, heimspekin birtist í húmom- um. Ég kann líka að meta góða frásagnar- gáfu. Við lítum á okkur sem bókmennta- þjóð en það sem gefið er út er flest reyfar- ar og ævimontsögur. Maður mótast af því sem hann les og við búum ekki til neina snillinga með þessari útgáfustarfsemi. Ég hef mest gaman af því að lesa góðar skáldsögur. En það er annað sem sjó- menn eiga sameiginlegt og það er svona létt lygi. Það er oft svo lítið að gerast útá sjó að maður verður að gera eitthvað í því. Búa eitthvað til. Krydda sögurnar. Skáld- skapargáfan þroskast útá sjó. Ég og vinur minn eigum ekkert símtal ánþess við ljúg- um einhverju hvor að öðrum. Suma menn er skemmtilegt að ljúga í. Þetta er viss mórall á milli manna og ég hef óskap- lega gaman af því. Vita hvað maður kemst langt. Þetta er leikur.“ Ellsabet Jökulsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.