Pressan - 27.08.1992, Side 6
6
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992
Setti brandarann
á ritaskrá
Eyjólfur Konráð Jónsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar
Gullgrafarinn semflokkurinn
hafnaði
Eyjólfur Konráð Jónsson er á
útleið úr íslenskri pólitík. Það
kemur engum á óvart, en útgang-
an var kannski aðeins öðru vísi en
menn áttu von á. Eftir að hafa ver-
ið á þingi í 18 ár fékk hann loksins
eitthvað til að fást við í fyrra þegar
formennska í utanríkismálanefnd
féll honum í skaut. En áður en Ey-
kon hafði svo mikið sem sagt
„Hatton-Rockair kom EES og ör-
lög hans voru ráðin. Davíð gaf og
Davíð tók og eina sem Eykon get-
„Þráttfyrir að
Sjálfstœðisflokk-
urinn hafi verið
að hafna Eykoni
síðustu tuttugu
árin hefur höfn-
unin aldrei verið
eins afdráttarlaus
og nú. “
ur sagt er að Jón Baldvin hafi stað-
ið á bak við allt saman.
Eykon er þekktur fyrir að hafa
sínar eigin skoðanir. Það var allt í
lagi þangað til þær fóru að skipta
máli. Það er nefnilega ekki pláss
fyrir marga kletta í hafinu þegar
sjálfstæði þjóðarinnar er annars
vegar. Þeir Davíð og Jón Baldvin
ætla greinilega ekld að láta næstu
mánuði snúast um prívatskoðanir
Eykons í EES-málinu.
Aftökuna tók skjótt af eins og
þegar Eykon skaut hrútinn forð-
um. Aðeins sex í aftökusveitinni
strækuðu — það er ljóst að vinum
Eyjólfs hefur fækkað. Og þegar
vinimir eru horfnir er lítið eftir í
pólitíkinni.
Það er eiginlega sorglegt hvað
pólitík er grimmur leikur því flest-
ir eru sammála um hrekkleysi Ey-
kons. Hann er frumherji með gull-
hjarta eins og sönnum gullgrafara
sæmir. En hann gaf sig í leikinn og
þá þýðir ekld að gráta leikreglurn-
ar eftir á.
Og nú spyrja menn: Hvað verð-
ur um Eykon? Hann er ekki þann-
ig maður að hann gangi í grátkór
hinna tapsáru þótt vissulega svíði
undan fyrst um sinn.
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi verið að hafna Eykoni
síðustu 20 árin hefur höfnunin
aldrei verið eins afdráttarlaus og
nú. Eykon er eldhugi með ffjáls-
hyggjuívafi sem hefúr hlotið lítinn
hljómgrunn innan flokksins.
Hann hefur verið þekktari fyrir
prinsippskoðanir en hentistefn-
una sem ríkir á Alþingi frá degi til
dags. Það er því grátlegt að sá sem
helst hefur vitnað í skoðanir Ey-
kons er hentistefnupólitíkus núm-
er eitt á Islandi, ðlafur Ragnar
Grímsson. En Eykon hefur líka
komist að málamiðlun við
prinsipp sín, eins og sést hefur í
gulllaxævintýrum hans. Að lokum
mun hann sættast við örlög sín.
As
Björn Þ. Guðmundsson, laga-
prófessor við Háskóla íslands,
hefur á undanförum misserum
vakið nokkra athygli fyrir orð sín í
garð ríkisstjórnarinnar. Bæði hef-
ur Björn ritað heldur spaugsamar
greinar um þá er nú sitja í stjórn-
arráðinu og í viðtali í fréttatíma
Stöðvar 2 nú fyrir skömmu hjó
hann enn í sama knérunn. Eink-
um hafa þó skeyti hans beinst að
ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. í
tengslum við fýrirhugaðan niður-
skurð á fjárveitingum til Háskóla
Islands brá prófessorinn fyrir sig
fjöðurstafnum og skrifaði stutta
grein í Fréttabréf Háskóla fslands
er hann nefnir „Nýja námsskrá
fyrir lagadeild". Greinin, sem birt
er hér að neðan, er sett ffam sem
ffemur vargefin tilskipun ffá ráð-
herrum sjálfstæðismanna, þar
sem þeir mæla fyrir um ýmsar
breytingar á námsskrá laganema.
Nú er það ef til vill ekki í ffásög-
ur færandi þótt annars virðulegur
lagaprófessor finni kímni sinni
samastað í tímaritum á borð við
Fréttabréf Háskóla íslands, en þar
birtist greinin fyrr á þessu ári.
Hins vegar áttu fáir sem lásu verk-
ið á sínum tíma von á að Björn
teldi hana til ritverka sinna eins og
raun varð á.
f skýrslu Lagastofnunar Hf fyrir
tímabilið 15. febrúar 1991 til 15.
febrúar 1992 er að finna yfirlit yfir
rannsóknir starfsmanna hennar.
Þegar kemur að því að tíunda rit-
störf Björns, sem er einn þessara
starfsmanna, er ritverkið „Ný
námsskrá fyrir lagadeild" á rita-
skrá hans fýrir umrætt tímabil. Þó
að ritaskráin sé fremur rýr að
vöxtum •— þar eru aðeins nefnd
tvö önnur verk, smágrein í Frétta-
bréfi Hf og erindi um geimrétt
sem flutt var á fúndi Rotaryklúbbs
Hafnarfjarðar — hlýtur það að
vekja furðu að Björn skuli flokka
greinina undir hið virðulega heiti
ritstörf. Nú má vel vera að þetta sé
enn einn brandarinn frá Birni, en
ef svo er ekki er töluverð ástæða til
að óttast um ffamtíð fræðaiðkun-
ar á íslandi.
Hér á eftir fer umrædd grein
Bjöms.
Ný námsskrá
fyrir lagadeild
Á þeim gífurlegu samdráttar-
og raunar svartnættistímum, sem
hófúst með valdatöku ríkisstjóm-
ar okkar og standa munu svo
lengi sem okkur sýnist, verðið þið
að gjöra svo vel og spara, helvítin
ykkar.
Á grundvelli neyðaráætlunar
ríkisstjórnarinnar er yður því
send hér með ný námsskrá fyrir
lagadeild Háskóla fslands sem yð-
ur ber að fara eftir í hvívetna, ella
verðið þér einfaldlega reknir, eða
a.m.k. sviptir launum (enda raun-
ar nóg af þessum lögff æðingum í
þjóðfélaginu).
Námsskrá
Sifjaréttur: Einungis skal lesa
um skilnað að borði og sæng en
sleppa lögskilnaði. Erfðaréttur:
Lesa skal um óskipt bú, en sleppa
öllu um búskipti. Persónuréttur:
Sleppa í heild sinni. Stjómskipun-
arréttur: Sleppa skal kaflanum um
ráðherra og ráðherraábyrgð. Ekki
skal lesa um mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar fyrst um sinn.
Stjórnsýsluréttur: Sleppa, enda
engin almenn stjórnsýslulög til.
Réttarfar: Nemendur skulu halda
sig við eldra lesefúi, engir pening-
ar eru til að kosta útlistun á nýju
dómstólaskipuninni, enda settum
við ekki þau lög. Fjármunaréttur:
Kaflann um samninga, einkum
slit þeirra, skal lesa lauslega, enda
ekki praktískt. Refsiréttur: Lesa
skal um tilraun til nauðgunar, en
sleppa fullframningu brots. Rétt-
arsaga:. Lesa skal efnið fram til
1500, en sleppa því sem á eftir
kemur. Kandídatsritgerðir: Þang-
að til öðruvísi verður ákveðið
skulu þær ekki vera lengri en 31/2
blaðsíða. Próf: Minnka skal ein-
kunnaskalann um helming, þann-
ig að aðeins verði gefið frá 0-5.
Þetta tilkynnist yður hér með til
eftirbreytni.
F.h. rikisstjómarinnar
Davíð Oddsson, cand.jur.
Þorsteinn Pdlsson, cand.jur.
FriðrikSophusson, cand.jur.
ÚlafurG. Einarsson, cand.jur.
HcdldórBlöndal stud.jur.
Er ofbeldi að aukast í íslensku samfélagí?
„Já, samkvæmt reynslu okkar
sem störfum hjá Stígamótum
virðist ofbeldi í öllum sínum
myndum vera að aukast. Þar á ég
meðal annars við ofsóknir, kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart börn-
um, konum og ofbeldisverk inni á
heimilum. Það vekur athygli að
þó að tilkynningum til okkar um
ný mál hafi fjölgað jafnt og þétt
samfara meiri fræðslu og opnari
umræðu um ofbeldi erum við
með fjölmörg gömul mál til með-
ferðar. Ofbeldi hefur einnig orðið
grófara og grimmdarlegra á síð-
ustu árum og það færist sífellt í
vöxt að líkamleg valdbeiting sé
notuð á skipulagðan og fyrirfram
ákveðinn hátt.“
„Já, svo virðist sem tíðni of-
beldisverknaða og grófleiki þeirra
hafi aukist hin síðari ár. Ég vil þó
leggja áherslu á orðið „virðist“,
því ekki er unnt að svara spurn-
ingunni af neinni skynsemi nema
styðjast við heildstæða rannsókn
á þróun ofbeldisafbrota hér á
landi. Slík rannsókn liggur ekki
fyrir. I nýlegri skýrslu fangelsis-
málanefndar kemur þó fram, að
að minnsta kosti er ekki lát á
óskilorðsbundnum refsivistar-
dómum vegna ofbeldisbrota, um
aukningu sýnist heldur vera að
ræða. Rétt er þó að geta þess að
skýrslan, og þar með haldbærar
upplýsingar um ofbeldi, nær að-
eins til þeirra ofbeldisverknaða
sem leiða til afplánunar dóma.
Þess utan eru fjölmörg ofbeldis-
verk sem aldrei eru kærð eða lok-
ið er á lögreglustigi með dómsátt
eða skilorðsbundnum dómum.
Þar sýnist mér allt benda til aukn-
ingar. Mín tilfinning er sú, að
minni „tolerans" sé í þjóðfélaginu
nú en áður og margir eru þeirrar
skoðunar, að samskipti fólks séu
átakameiri og meiri harka ríki.
Hins vegar má velta því fyrir sér
hver ástæða þess sé. f því sam-
bandi má nefna aukna fíknefna-
neyslu, kröfuhörku, vonleysi og
meira bil á milli þeirra sem meira
mega sín og þeirra er minna hafa
handa á milli, og svo framvegis."
Guðmundur
Guðjónsson
yfirlögreglu-
þjónn
„Það er ljóst að til dæmis á síð-
ustu árum hefur áfengisneysla
aukist og nýir, hættulegir og of-
beldisskapandi vímugjafar komið
til sögunnar og skal þar helst
nefna kókaín og amfetamín. Þetta
út af fyrir sig segir að ofbeldi
hljóti að hafa aukist, enda hafa
margar vísindarannsóknir sýnt
fram á mjög sterk tengsl þarna á
milli, ekki síst varðandi alvarlegri
ofbeldisverldn. Á allra síðustu ár-
um hefur dregið úr ofbeldisverk-
um á almannafæri, og þá helst í
miðborg Reykjavíkur þar sem
gjörbreyting hefur orðið til batn-
aðar. Þetta segir hins vegar ekki
að fólk hafi minni tilhneigingu til
ofbeldis, heldur hitt að aukin og
skilvirkari löggæsla á mestu
hættutímum, þ.e. að kvöld- og
næturlagi um helgar, hefúr haldið
þessu niðri. Ofbeldisverk í heima-
húsum eru aðaláhyggjuefnið,
bæði vegna þess að þar eru lang-
flest alvarlegustu ofbeldisverkin
framin og eins, að þarna hefur
lögreglan oft minnsta möguleika
til fyrirbyggjandi aðgerða. Hér
hefúr orðið aukning á.“
„Það veit ég ekki með vissu,
því að spurningin krefst í raun
viðamMlar þekkingar á tíðni og
eðli ofbeldis og ofbeldisglæpa hér
á landi. Hins vegar virðist mér
sem afbrotum þar sem ofbeldi,
oft tilhæfúlausu, er beitt fari fjölg-
andi. Án ítarlegrar rannsóknar er
erfitt að segja til um hvort ofbeldi
sé að aukast, þ.e. sé algengara nú
en áður. Hins vegar sýnist mér að
ofbeldisverknaðir séu að verða
grófari í eðli sínu en oft áður.“
Að gefnu tilefni er bent á, að þumlarnir
eru ekki einkunn blaðamanns fyrir svör
viðmælenda, heldurdraga saman inni-
hald svaranna.