Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 ÞETTA BLAÐ TEKUR ÁHÆTTU ... eins og dópistarnir sen endalaust reyna að smygla eitri inn í land- ið, eins og segir frá á blaðsíðu 14og 15. ... einsog Gunnarog Jóhann á blaðsíðu 11 sem vilja græða á strætó og hafa kosið sig í fyrsta sæti. ... eins og Arnfinnur á blaðsíðu 29, en hann er markvörður Hugins í Fellabæ. Hann þarf að hafa kjark til að fara í markið og sækja sína föstu átta bolta í leik. ... eins og fólkið á biað- síðu 16 sem þorði að koma heim til að glíma við kerfið. — Og þorði að fara aftur þegar það tókst ekki. ... eins og Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari á blaðsíðu 19 sem lagði í að hækka kaupið sitt um 200.000-kall þrátt fyrir kreppuna. ... eins og Hilmar örn Hilmarsson galdra- meistari á blaðsíðu 30, en hann læknarfólk með kristöllum eins og engir læknarséu til. Eykon, undan hvaða rifiumerþettaþá runmð? „Ég hef engu við að bæta. Athuga- semd mín segir allt sem segja ______________þarf"_________________ Eyjólfur Konráð Jónsson dró til baka þau ummæli sín að aðförin gegn sér sem formanni utanríkismálanefndar væri runnin undan rifjum Jóns Baldvins Hannibalssonar. Eftir að Eykon lét þau ummæli falla varð hann margs vísari og bað Jón Baldvin opinberlega afsökunar. F Y R S T F R E M S T THOR VILHJÁLMSSON. Segir frá kynnum af frægum frændum sín- um. ÁRNI GUNNARSSON. Úr Slysavarnafélaginu á Heilsuhælið. THOR SKRIFAR UM THORSARA Við höfum sagt ffá því áður hér í PRESSUNNI að Thor Vil- hjálmsson sendir ffá sér bók fyrir jólin. Reyndar varð okkur smá- fótaskortur þegar við fullyrtum að það væri skáldsaga. Staðreyndin mun nefnilega vera sú að bókin, sem Mál og menning gefur út, byggist á æviminningum Thors — kannski er ofmælt að þetta sé sjálfsævisaga, en í öllu falli ein- hvers konar minningabók. Samkvæmt heimildum blaðs- ins segir Thor þarna meðal annars frá kynnum sínum við ýmsa frændur síná og fræga lauka Thorsættarinnar, eins og til dæm- is Ólaf Thors, Thor Thors og ættföðurinn Thor Jensen. ÁRNI Á FARALDSFÆTI Það er ekki ýkja langt síðan Árni Gunnarsson krati og fyrr- um alþingismaður settist í stói framkvæmdastjóra Slysavarnafé- lags fslands, enda ekki nema rúmt ár síðan hann datt út af þingi. En Árni gerir stuttan stans hjá Slysa-' varnafélaginu, enda mun sam- starfið þar hafa gengið upp og of- an. En Árni er búinn að finna sér nýja vinnu, að þessu sinni í heil- brigðisgeiranum hjá flokksbróður sínum Sighvati Björgvinssyni. Hann hefur verið valinn úr hópi tuttugu og fjögurra umsækjenda til að gegna starfi forstöðumanns svokallaðrar Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags fslands í Hveragerði, þar sem lengstum hét Heilsuhælið. í stjórn Heilsustofnunarinnar sem réð Árna sitja nú Ólafur B. Thors, Pétur Maack og Regína Stefnisdóttir fyrir Náttúrulækn- ingafélagið, Hjörtur Benedikts- son fyrir starfsmenn og Pétur Jónsson, fulltrúi heilbrigðisráð- herra. HARALDUR BÖ VINNUR FYRIR NÍGERÍUMENN Eins og komið hefur ffam hefur skreiðarkaupandi í Nígeríu, hr. Nanakalu, krafið Eimskipafélag- ið um stórfé í skaðabætur vegna skemmda sem urðu á skreið í gámum sem skipafélagið hefur tekið að sér að flytja milli fslands og Nígeríu. Við þetta er svo sem ekki miklu að bæta nema því að lögmaður Nígeríumannsins er enginn annar en Haraldur B. Böðvarsson lög- fræðingur, en hann hefur komið við sögu hér í PRESSUNNI vegna viðskipta sem hljóta að teljast í meira lagi vafasöm. Haraldur er sonur Böðvars Bragasonar lög- reglustjóra. SIGURÐUR VARAFOR- MAÐUR LISTAHÁTÍÐAR Það fór eins og við töldum lík- legt hér í PRESSUNNI á dögunum að Sigurður Björnsson óperu- söngvari yrði skipaður í fram- kvæmdastjórn Listahátíðar. Þang- að er hann tilnefndur af vini sín- um og vopnabróður úr stjórn- málabaráttunni í Garðabæ, Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð- herra. Sigurður verður varaformaður stjórnarinnar, en formaðurinn er Valgarður Egilsson, fulltrúi borgarstjóra. í KAFFITIL SÓLONS ÍSLANDUS Eins og vegfarendur um horn Bankastrætis og Ingólfsstrætis hafa veitt athygli er loksins lífs- mark í húsinu þar sem Málarinn var lengst af til húsa, en húsnæðið hefur staðið autt og til sölu um langa hríð. Þar ætla Ríkharður Hördal í Morkinskinnu og fleiri að opna kaffihús, þar sem jafn- framt verður hægt að fá léttar máltíðir, kaffilíkjöra og annað þess kyns. Staðurinn á að vera í rólegri kantinum og tekur 90 manns í sæti. Það segir ef til vill sitt um þann bóhemastfl, sem að- standendurnir vonast eftir að muni svífa þar yfir kaffibollum, að staðurinn á að heita í höfuðið á ekki minni lífskúnstner en Sólon íslandus. Á annarri hæð stendur hins vegar til að opna sal fýrir mynd- listarsýningar og/eða litla tónleika, HJALTI EIGNAST MÁLGAGN Loksins hefur einn sterkasti og um- deildasti maður landsins eignast málgagn. Hjalti Úrsus Árnason er orðinn ritstjóri á eigin málgagni. Blaðið heitir Afrekslínan og að sögn Hjalta er ætlunin að það komi út einu sinni í mánuði. Hann sagði að þetta væri nokkurs konar tilraunastarfsemi. Blaðið verður sérhæft og á helst að höfða til kraftafólks að erlendri fyrirmynd. Auk þess ætlar Hjalti að hafa ýmsar léttar sögur í blaðinu. Hann byrjaði reyndar með einni léttri um frægan „athafnamann", Pálma Gunnarsson, sem hefur vakið nokkurt umtal. Hjalti segir frásögn- ina af Pálma komna frá honum sjálfum, en í samtali við PRESSUNA sagðist Pálmi vera lítt hrifinn af þess- um skrifum og íhugaði jafnvel meiðyrða- mál. Frásögnin af Pálma er reyndar mjög skemmtileg en þarsegir Hjalti frá því er Pálmi stýrði stórum flokki Puerto Rico-manna sem sérhæfðu sig í morðum og eiturlyfja- sölu. Það er hins vegar enginn leiðari í blaðinu. þar sem klassík og djass verða í hávegum höfð, svo ekki er ósenni- Iegt að til standi að gera út á list- elska bæjarbúa öðrum fremur. Lfldegt má telja að hvergi í veröld- inni séu jafnmörg kaffihús á fer- metra, því á horninu gegnt nýja staðnum er Prikið og Mokka í mínútufæri uppi á Skólavörðustíg. Harðnandi samkeppni á kaffi- markaðnum er þó ekki bundin við þetta eingöngu, þvf innan skamms verður opnað kaffihús á horni Pósthússtrætis og Vallar- strætis hvar áður fyrr fékkst „allt frá hatti oní skó, hjá Herradeild P&Ó,“ en það eru þau Ketill Ax- elsson, húseigandi með meiru, og Hulda Goethe, sem að því standa. HVENÆRER STEINN ÁRMANN STEINN ÁRMANN? Steinn Ármann Stefánsson komst í fréttir sem „kókaínmað- urinn“, sem ók á lögreglubflinn á Vesturlandsvegi á dögunum. Annar Steinn Ármann — öllu þekktari — er Steinn Ármann Magnússon leikari, sem vakið hef- ur .verulega athygli í hlutverki „Sveppa“ í myndinni Veggfóðri. Nokkuð mun hafa verið um að menn hafi ruglað nöfhunum og hlutverkunum saman, jafnvel svo að leikarinn hafi haft ónæði af. En það er sumsé alveg á tæru að Steinn Ármann Magnússon leikari er hvergi viðriðinn kókaínmálið. HARALDUR B. BÖÐVARSSON. Sýslar fyrí'' óánægða skreiðarkaupmenn. STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON. Ekki sá Steinn Ármann. RlKHARÐUR HÖRDAL. Opnar kaffihús á þétt setnum bletti. SIGURÐUR BJÖRNS- SON. Ólafur G. setti hann í stjórn Listahátíðar. UMMÆLI VIKUNNAR „Það sem er hœttulegast er að grípa til skammtímaaðgerða ogdreifafjármunum til atvinnufyrirtœkja og atvinnuvega sem eru í varanlegum vandrœðum og lenda þannig í gildru. “ ■■■^■^■■■■■■■■^^^^■^ Friðrik Sophusson peningaplokkari. Hann sqqii. ekki EÍHmÍtt bað pmn cmm /p r JON AÐ BÁKI \W 00 emu smru cei „Ég er ánægður með hvernig Eyjólfur Konráð tekur þessu og er þakklátur fyrir það.“ Davíð Oddsson sparkari. Alheimsskyttan „Mér hefur þótt mikill heiður að leika fyrir hönd Islands og aldrei hugsað út í hvernig það er að leika fýrir hönd heimsins.“ Valdimar Grlmsson vinstrihandarmaður. HvðrvorverdmiOinn? „Ég var hreinlega keypt með demöntum og meiri demöntum." Anna Erla Hoss bóndadóttir. DAVHE) „Éghyggað þessi aðför gegn mér sé runnin undan rifjum Jóns Baldvins og að Davíð hafi þó axlað þá byrði fulIkomIega.“ Eyjólfur Konráð Jónsson gullleitarmaður. HEFUR HUIXI EKKI HORFT AMYND- IRIMAR HAIMS? „Allen er sjúkur maður. Hann erhættu- legur.“ Maureen O'Sulli- van amma. semmann vantaði! „Þetta er í íýrsta sinn sem stjörnuspá er gefin í síma á fslandi." Páli Þorsteinsson miðlari. Síðasta sunnudag var Reykjavíkurborg umkringd maraþon- hlaupurum af öllum stærðum oq gerðum. Nú hef éq ekkert r móti ípróttaiðkun, en hafa menn huqleitt hverju við töpuðum á i pessu? I maraponinu kepptu 120 manns og pað er ekkert út i hött að astla að hver peirra hafí misst um 4 kqí hlaupinu. 419 voru í hálfmaraponi og við skulum slumpa á að hver peirra hafí tapað 2 kg. I skemmtiskokkinu hlupu 2.132 og pað er ekkert of- áætíað að par hafí hver að meðaitali misst 1 kg. Samtals töp- uðust pví prjú og háift tonn af fólki í hiaupinu. Segi og skrifa 3300 kíló. Meðalmaður er um 75 kiló á pyngd, svo að við höf- um týnrt ríflega 46 keppendum i hlaupinu! Hefur pjóðin efni á siíku á ipessum öriagatimum? Gáum að pvi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.