Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 Seldu húsgögn fyrir mat Rut og Oddvar voru farin að selja húsgögn sín til að hafa í sig og á. Rut segist neita að selja meira af eigum sínum og telur sig eiga rétt á því á fer- tugsaldri. „Ég á tvö uppkomin börn og það er hræðileg til- finning að þurfa að fela mat sem ég hef keypt þegar þau koma að heimsækja mig,“ seg- ir Rut. „Ég hef hreinlega ekki efhi á að gefa þeim að borða. Þó svo að við hefðum selt meira hefðum við einungis skrimt í fáeinar vikur í viðbót. Óréttlætið felst í því að maður er að reyna að vera heiðarlegur og vill bjarga sér sjálfur og alls ekki einn af þeim sem vilja lifa á opinberum sjóðum. Ég vil vera sjálfstæð en mér er ekki gert það kleift. Mér finnst það hræðileg tilhugsun að þurfa að yfirgefa aldraðan föður minn nú vegna þessarar þvingunar, því ég vil gjaman búa hér. Fólk ætti ekki að láta bjóða sér þetta og ætti að sameinast um að hætta að láta það yfir sig ganga. Við viljum líka að böm- in okkar eigi einhverja fram- tíð.“ aukna fyrirgreiðslu frá hinu opin- bera. „Við viljum ekki fara í kring- um kerfið,“ segir Oddvar. „En hvaða möguleika hef ég til að þéna peninga á löglegan máta án þess að ríkið taki hverja einustu krónu? Ég verð að geta veitt mér og fjöl- skyldu minni mat og húsaskjóí en mér er gert það ókleift og er bund- inn á höndum og fótum. Fyrir vikið er maður þvingaður til að svindla sér í gegnum kerfið, vinna svart og ljúga til um heimilishagi.“ SKIPTIR MÁLIFYRIR ALLA í SVIPAÐRIAÐSTÖÐU Oddvar hefur skrifað til Noregs til að fá stuðning frá þarlendum yfirvöldum. Oddvar og Rut hafa hins vegar ekki tök á að bíða leng- ur, þar sem peningar eru á þrot- um. „Ég hringdi út til að skýra út hvað tekið væri af mér hérna og það var hlegið í vantrúnaði. Ég hef hins vegar ekki efni á að bíða eftir viðbrögðum." í Noregi eru van- skilagjöld einnig tekin beint af launum einstaklinga en það er gert með þeim hætti að ávallt er eftir ákveðið hlutfall sem gerir við- komandi kleift að draga fram lífið. Þegar fólk skiptir um vinnu er því einnig gefinn aðlögunartími. „Fyrir mér skiptir þetta ekki máli í framtíðinni, því við erum að fara héðan, en fyrir þá sem á eftir mér koma og fyrir alla þá sem eru í svipaðri aðstöðu er þetta mjög alvarlegt og ég vil eingöngu sjá það sem réttlátt er. Ég kom ekki til íslands til að verða ríkur. Ég kom hingað til að lifa. Peningar eru hins vegar grundvöllur þess að þú getir notið réttinda og uppfyllt skyldur samfélagsins."_______ Telma L Tómasson Það rata ekki allir jafn- auðveldlega gegnum ranghala kerfisins. Þetta hafa reynt þau Rut Sigurgrímsdóttir og Norðmaðurinn Oddvar Egeli, sem sjá sér nú ekki annað fært en flýja úr landi vegna óheyrilegrar greiðslu- byrði hans af opinber- um vanskilagjöldum. Frádrátturinn var slík- ur að aðeins níu þús- und krónur voru eftir í Fólk verður að geta lifað af segir Margrét Frí- mannsdóttir, Al- þýðubandalagi „Þau komu ekki til mín fyrr en þau voru búin að gefast upp og höfðu talað við alla í kerfinu. Það sem þau eru að tala um er að það þurfi að leita leiða til að gera fólki kleift að hafa einhverjar ráðstöf- unartekjur og það verði ekki heimilt að draga af launum fólks umfram ákveðið mark. Það sem ég ætla að skoða er það hvort launaumslaginu á út- borgunardegi í lok mánaðar. Þau hafa leitað til opinberra stofnana, þingmanna og annarra til að fá leiðréttingu mála sinna en rekist á stein- vegg eftir steinvegg. „Aðstæður höguðu því svo að við andlát móður minnar vildi ég vera nálægt öldruðum föður mín- um. Það var þess vegna sem við komum heim,“ segir Rut Sigur- grímsdóttir, sem nú er að flytja af landi brott eftir eins árs viðdvöl á íslandi. Vegna óraunhæfs frá- dráttar af launum sambýlismanns hennar, Norðmannsins Oddvars Egeli, er þeim gert ókleift að kom- ast af með þau laun sem þau hafa fengið í hendurnar síðustu mán- uði. Hann skuldar ógreidd bama- meðlög til þriggja ára og áætlaða skatta síðasta árs. „Við komuna fengum við bæði vinnu og vorum saman með þokkalegar tekjur en vegna opinberra vanskila manns- ins míns var fýrir nokkrum mán- uðum farið að draga af honum níutíu prósent launa hans, þannig að mánaðarleg útborgun var um níu þúsund krónur. Við getum ekki lifað af slíkum launum og sjáum okkur tilneydd að flýja hægt er að gera þetta hjá þeim sem vinna hjá öðrúm, en það er mjög hæpið meðal þeirra sem stunda sjálfstæðan' atvinnurekst- ur. Mjög erfitt er að eiga við van- skilamál af þessu tagi, en það er ljóst að í þessu tilfelli er útilokað fyrir þau að lifa af þeim tekjum sem eftir eru. Þau eru hins vegar ekkert ein um þetta og margir aðrir eru í svipaðri aðstöðu, en margar ástæður geta verið fyrir því að fólk lendir í skuldum." Margrét segir lítið hægt að gera í málum sem þessu. „Skuldirnar eru til staðar og heimildirnar eru til staðar til að taka þessi gjöld. f tilvikum sem þessu, þar sem fólk viðurkennir skuldir sínar, er til- búið að greiða þær og vill fara að standa sig, finnst mér eðlilegt og sjálfsagt að komið sé til móts við það.“ PRESSAN fékk þær upplýsing- ar hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga að leyfilegt væri að taka 75 prósent af launum einstaklings sem stofnað hefur til meðlags- skulda. Það er sania hlutfall og embætti skattstjóra getur gert kröfu um að taka í tilfellum skattaskulda. Hægt er að semja um meðlagsskuldir en eftir tvo mánuði bera þær dráttarvexti. I tilfelli Oddvars Egeli nemur skuldin rúmri milljón íslenskra króna og var hann dæmdur til meðlagsgreiðslna á sínum tíma á grundvelli launa. Hægt er að sækja um lækkun til stjórnvalda í Noregi ef til að mynda hefur komið til mikil launalækkun á ákveðnu tímabili. Oddvari hefur hér verið gert að greiða sem sam- svarar fjórum meðlagsgreiðslum á niánuði, en ein var felld niður þannig að greiðslubyrði er 22.275 á mánuði. Samkvæmt launaseðli í júlí greiddi hann hins vegar 14 þúsund fýrir hálfan mánuð. Að auki var honum gert að greiða 15 þúsund í skattaskuldir, en eftir frádrátt annarra gjalda er útborg- un rúmar 4 þúsund krónur. Kröfuhafi í þessu tilfelli er norska ríkið, en því íslenska er gert að innheimta gjöldin eftir íslenskum lögum. Samninga um lækkun niður fýrir það sem eðlilegt þykir þarf því að gera við norsk stjórn- völd. Oddvar Egeli og Rut Sigurgrímsdóttir verða að flytja úr landi, en að þeirra sögn er þeim gert ókleift að borga skuldir sínar hérlendis á heið- arlegan máta. land.“ FÓLKIFINNST ÞETTA AUM- INGJASKAPUR Rut sagði upp vinnu sinni eftir sjö mánuði, en níu ára dóttir hennar hafði ekki leyfi til að hringja í hana á vinnutíma og þurfti því að fara til dagmömmu. Þau sáu sér ekki fært að greiða fýr- ir slíka þjónustu. „Ég keypti mér prjónavél til að geta unnið heima og það gekk ágætlega hjá okkur að lifa af því. Fyrir fjórum mánuðum var svo byrjað að draga af mann- inum mínum, svo sem við áttum auðvitað von á. Okkur grunaði ekki að við kæmumst í þessa að- stöðu. Af þessu var okkur ætlað að lifa; borga húsaleigu og kaupa mat. Ég veit að við erum ekki þau einu sem svona er ástatt fyrir, en fólk á íslandi skammast sín fyrir að segja frá því og heldur að það flokkist undir aumingjaskap að lenda í tímabundnum erfiðleik- um. Við erum tilbúin að semja um allar skuldir, en við verðum líka að fá að lifa. Ég er búin að leita til allra mögulegra stofnana til að fá leiðréttingu og ég hef leitað til þingmanna og ráðherra en allt kemur fýrir ekki. Ég hef rekist á steinvegg eftir steinvegg." ÚTLENDIR FÁ EKKIEND- URGREITT ÚR LÍFEYRIS- SJÓÐI Rut hefur eitt barn á framfæri og því fá þau hvort um sig 1.111 krónur í barnabætur á þriggja mánaða fresti. „Mínar bætur fara í að borga skattinn hans og það er vegna þess að við erum í sambúð. Mér fannst þetta óréttlæti gagn- vart barni mínu og hringdi í við- eigandi yfirvöld. Þar var mér sagt að þeir stæðu í fullum rétti vegna sambúðar okkar. Þá datt mér í hug að fara niður á skattstofu til að fá skattkortið mitt svo Oddvar gæti nýtt sér persónuafslátt minn, en þar var mér tjáð að það væri ekki hægt nema sækja sérstaklega um það afþví að við værum bara í sambúð en ekki gift. Það virðist vera opinber hentistefna í gildi." Reglur um samnýtingu skattkorta segja að fólk þurfi að hafa verið í skráðri sambúð í minnst tvö ár eða eiga saman barn. Rut reyndi einnig að leita til Innheimtustofnunar sveitarfélaga til að semja um greiðslur meðlags- skuldanna. „Okkur gekk illa að semja um greiðslur en atvinnu- veitendur Oddvars hjá Heklu gerðu allt til að ná einhverju sam- komulagi. Við fengum lækkun um eina meðlagsgreiðslu, en Odd- vari var gert að greiða sem sam- svaraði fjórum meðlagsgreiðslum á mánuði." Því hefur ítrekað verið stungið að henni að hún ætti að taka bankalán og borga skuldimar upp í eitt skipti fýrir öll. „Ég á eng- ar eignir og hef enga ábyrgðar- menn,“ segir Rut. „Hvernig á ég að geta tekið lán?“ Þegar ákvörðun hafði verið tek- in um að flytja úr landi ákvað Rut að reyna að hringja í lífeyrissjóð- ina til að fá upplýsingar um rétt- indi sín. Henni var sagt hjá VR að þar sem hún væri íslenskur ríkis- borgari væri það ekki réttur henn- ar að fá endurgreitt úr sjóðnum það sem hún hafði greitt í hann á þessu ári. Væri hún hins vegar er- lendur ríkisborgari hefði réttur hennar til endurgreiðslu verið tryggður. „Þetta fannst okkur afar sjálfsagðar reglur og það birti nokkuð yfir okkur, því Oddvar er að sjálfsögðu erlendur ríkisborg- ari og við sáum fyrir okkur að hann fengi þann pening til baka sem hann hafði greitt til lífeyris- sjóðs Dagsbrúnar. Þar eru regl- urnar hins vegar aðrar og hann fékk ekki endurgreitt. Þetta flokk- ast undir hreinan og kláran þjófn- að.“ PRESSAN fékk þær upplýs- ingar hjá Karli Benediktssyni hjá lífeyrissjóði Dagsbrúnar og Fram- sóknar að réttindi færðust á milli Norðurlanda en fólki væri ekki heimilt að taka greiðslur sínar út úr sjóðnum. Margir erlendir launamenn sjá þessar fjárhæðir því sem glatað fé. „Það eru ein- ungis punktar sem færast á milli,“ sagði Rut. „Það er hins vegar eng- in skylda í Noregi að borga í lífeyr- issjóð." VILJA EKKISVINDLA SÉR f GEGNUM KERFIÐ „Það sem er mikilvægt í þessu máli er ef til vill ekki þau gjöld sem ég skulda, þau eru fýrir hendi, það vitum við og við viljum greiða þau,“ segir Oddvar. „Það sem málið snýst um er að ríkið og landsins lög hafa rétt til að taka af mér svo mikið af laununum mín- um að ég hef ekki lengur nægilegt fjármagn eftir til að lifa af. Það geta verið þúsund ástæður fyrir því að fólk skuldar gjöld af ein- hverju tagi. Það geta verið tíma- bundnir erfiðleikar sem valda því eða ófyrirséðar, utanaðkomandi orsakir aðrar.“ Oddvar segist fráhverfur því að fara í kringum kerfið en margoft hafi þeim verið boðið að flytja heimilisfang hans svo Rut fái FLYJA LAND VEGNA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.