Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992 E R L E N T Eftirsókn Rússa í vestræna verk- og tækniþekkingu eru engin takmörk sett Myndasaga um mafíuna Morðin á tveimur helstu and- vígismönnum mafíunnar, dómur- unum Giovanni Falcone og Paolo Borsellino, fyrr á þessu ári hafa vakið mikla reiði og óhugnað meðal manna á Italíu. f kjölfarið ákváðu útgefendur ítalska viku- ritsins Epoca að gefa út sérblað fyrir börn með teiknimyndasögu um mafíumorðin, í þeim tilgangi að uppfræða unga fólkið um hroðaverk ítölsku glæpasamtak- anna. Myndasagan, sem kom út fyrir stuttu, segir mjög nákvæm- lega ffá morðunum tveimur og öll smáatriði sem kunnugt er um eru dregin fram í dagsljósið. Texti sögunnar þykir mjög sannfær- andi, en tveir sérfræðingar um málefni mafíunnar sáu um að koma honum á blað. Er víða að finna raunveruleg samtöl í myndasögunni, sem birt eru orð- rétt og gera hana því enn sann- sögulegri. Eins og við var að búast vakti teiknimyndasagan um mafí- una feiknaathygli á ltalíu og seld- ist sérblaðið í stærra upplagi en nokkru sinni áður í sögu Epoca. í stað 175 þúsund eintaka, sem öllu jöfnu seljast í viku hverri, runnu 330 þúsund eintök af mafíu- myndablaðinu út eins og heitar lummur og seldist blaðið upp á aðeins tveimur dögum. Lágkúra í Ekki er hægt að segja annað en að þeir hjá stóru frjálsu sjónvarps- stöðvunum séu bærilega hug- myndaríkir. Eins og kunnugt er snýst allt um það að gera afþrey- inguna sem mest aðlaðandi fyrir áhorfendur og þá um leið auglýs- endur, og þarf þá oft að fara óhefðbundnar leiðir. Nýjasta lág- kúran hjá einkastöðinni Radio Télévision Luxembourg, sem á sér reyndar bandaríska fyrirmynd, er skemmtiþáttur þar sem gjörsam- lega hæfileikalaust „listafólk“ kemur fram. Þátttakendur, sem I vor sagði Tatjana Samolis, talsmaður hinnar ‘nýju utanríkis- leyniþjónustu Rússlands, SVR (sem er arftaki KGB), að farið væri að draga saman seglin er- lendis. „Við erum farin að draga úr umsvifum okkar í Þýskalandi og öðrum löndum. Við vonum að kollegar okkar í Þýskalandi geri slíkt hið sama,“ en opinberlega var starfsmönnum SVR um víða veröld fækkað um 30%. f lok júní sagði hins vegar ríkis- saksóknari Þýskalands, Alexander von Stahl, að rússneskar njósna- þjónustur stæðu fyrir „verulega auknum umsvifum á þýskri grundu“. Hann taldi að um 300 fyrrverandi njósnarar Austur- Þýskalands hefðu ráðið sig til SVR. Samolis sagði þessa stað- hæfingu hreinan hræðsluáróður og bætti við að engir „stéttar- bræður" SVR í öðrum löndum hefðu dregið úr starfsemi sinni í Rússlandi. Merkilegt nokk hafa bæði Sam- olis og von Stahl rétt fyrir sér. SVR er vissulega að draga úr starfseminni ytra, en þrátt fyrir það linnir njósnunum ekki. Að hluta til heldur SVR uppteknum hætti, en oftar en ekki er það GRU, leyniþjónusta hersins, sem sjónvarpi verða að vera óþekktir og fást við allt annað en söng og dans, fá að spreyta sig í sjónvarpinu og er út- koman víst ævintýraleg. Tak- markið er að ná í sem allra hæfi- leikasnauðast fólk, og því laglaus- ari sem menn eru þeim mun betra. Ekki skortir áhugann á hin- um nýja þætti og svo virðist sem sjónvarpsstöðin RTL plus hafi enn einu sinni hitt beint í mark. Áhorfendur hafa takmarkalausa unun af því að sjá aðra gera sig að fi'fli og víst er að nóg er um ófeim- ið fólk sem vill koma ffam í sjón- hefur veg og vanda af njósnastarf- seminni ytra. Leyniþjónusta hers- ins er nær einvörðungu ábyrg gagnvart yfirstjórn hersins og enn sem komið er hafa borgaraleg stjórnvöld í Rússlandi afar lítið yf- ir hernum að segja. Á hinn bóginn er það hárrétt hjá Rússum að vestrænar leyni- þjónustur fylgjast grannt með öllu, sem gerist í Rússlandi. Vest- rænar ríkisstjórnir hafa — rétti- lega — áhyggjur af þróun mála þar eystra og þurfa á greinargóð- um upplýsingum að halda. Eftir hið misheppnaða valdarán í Moskvu fýrir ári var KGB tekin til náinnar rannsóknar, fjárfram- lög voru skorin niður, hreinsað var til í hópi yfirmanna og stofii- unin loks lögð niður, þó svo að flestir starfsmenn SVR séú reynd- ar gamlir KGB-menn. En GRU lenti aldrei í slíkum ógöngum og hefur ekki látið deigan síga. Þetta er ekki síst athyglisvert fyrir fs- lendinga þegar haft er í huga að rússneskir njósnarar, sem gengið hafa Vesturlöndum á hönd, hafa allir gert lítið úr starfsemi KGB á varpinu, og lætur það ekkert á sig fá þótt það geti hvorki sungið né dansað. Um tvö þúsund manns sóttu um að fá að spreyta sig í fyrsta þættinum en margir voru sendir strax aftur heim, þar sem þeir voru alls ekki nógu ömurleg- ir, að mati stjómenda! íslandi og sagt GRU hafa verið nær einrátt á þeim vettvangi hér á landi. f vor hafði Rauða stjaman, málgagn hersins, það eftir Leoníd Tímokín, yfirmanni GRU, að „er- lendir fjölmiðlar og erlendir ráða- menn [hefðu] hvatt til þess að dregið yrði úr upplýsingaöflun hersins erlendis. Slíkir úrslitakost- ir eru út í hött“. Þegar hann var spurður hvernig GRU hagaði störfum sínum svaraði hann: „Við höfum starfsmenn erlendis. Út- lendingar veita okkur líka upplýs- ingar. Við græðum mikið á því að sækja vörusýningar, flugsýningar og því að gaumgæfa innihald blaða og tímarita. I stuttu máli er starfið margt.“ Hann var þá spurður hvort GRU réði til sín njósnara. „Það líka.“ f júní síðastliðnum réðst Rauða stjarnan harkalega á njósnastarf- semi annarra ríkja í Rússlandi og nágrenni, sem ógnaði öryggi Rússlands. Út af fyrir sig var árás- in frernur tilgangslaus og virtist til þess eins fallin að réttlæta tilvist GRU. Starf GRU beinist hins vegar engan veginn að hernaðarnjósn- um einvörðungu. Iðnnjósnir hvers konar hafa aukist gífurlega og segja kunnugir að gott samstarf sé með GRU og SVR á því sviði. Sumir sérfræðingar í málefnum Rússlands segja enda að Rússland geti ekki á nokkurn hátt vænst þess að ná árangri á efhahagssvið- inu án þess að afla sér þekkingar ytra — þekkingar, sem vandfund- in er á annan hátt. Þegar Jevgeníj Prímakov, yfir- maður SVR, kom í heimsókn til Svíþjóðar í apríl síðastliðnum sagði hann gestgjöfum sínum að SVR hefði engin ráð eða völd til að hefta starfsemi GRU í Svíþjóð. Ónafngreindir heimildamenn í sænska stjórnkerfmu segja jafn- frarnt að hann hafi gert þeim það ljóst að GRU stæði fyrr ýmissi starfsemi í Svíþjóð, sem ekki væri „undir nokknim kringumstæðum hægt að fallast á“. Hvort átt er við njósnahring, skemmdarstarfsemi eða hvort tveggja er ekki vitað. f sama mánuði gaf Vladímír Konoplev, fyrrverandi yfirmaður í KGB, sig fram við stjórnvöld í Belgíu og greindi nákvæmlega frá starfsemi SVR í Belgíu. í fram- haldi af því var belgískur rafeinda- verkfræðingur ákærður fyrir njósnir og fimm aðrir — þar á meðal blaðamaður og nokkrir at- hafnamenn — handteknir. Skömmu síðar skipuðu hollensk stjórnvöld fjórum Rússum þar í landi að taka næstu flugvél heim og Belgar ráku tvo stjórnarerind- reka og tvo verslunarfulltrúa úr landi. I kjölfarið lét franska leyni- þjónustan til skarar skríða gegn rússneskum njósnahring þar í landi. Einn Rússanna, sem voru látnir fara frá Hollandi, var „fréttaritari" dagblaðsins Komsomolskaja Pravda, Leoníd Tsjernoshkúr að nafni. Vikuritið Moskvufréttir upplýsti að í fyrra hefði blað hans kallað hann heim á þeirri for- sendu að það hefði ekki lengur efni á að halda skrifstofu í Haag. Tsjemoshkúr bað menn blessaða ekki hafa áhyggjur af þvf, hann mundi finna peninga til þess að halda áfram að senda fréttir heim, blaðinu að kostnaðarlausu. „Það er nú ljóst hvar hann fann þá,“ sagði blaðið og gagnrýndi víðtæka misnotkun leyniþjónustna Rúss- lands á réttindum blaðamanna. „Heimsbyggðin hefur ekki titrað af bræðiyfir því að þjóðarmorð skuli eiga sérstað í hjarta Evrópu. Þvert á móti tók það Serba skemmri tíma að eyða hinu forna samfélagi múslima íBosníu en það tók Sameinuðu þjóðirnar að koma einni ályktunfrá sér... “ Leiðtogar Serba í Bosníu telja sig hafa sigrað. Hinni viðurstyggi- legu „kynþáttahreinsun" þeirra er nærri því lokið. Heimili, fjöl- skyldur, samfélög og líf músl- imanna í Bosníu hafa verið lögð í rúst í miskunnarlausri herför Serba, sem miðast við það eitt að tryggja takmarkalaus völd og yfir- ráð Serba í landinu. Engu þorpi múslima hefur verið eirt og þeim hefur verið smalað út á vegina og út yfir landamæri Bosníu. Flótta- mennirnir eru þegar orðnir meira en 2,5 milljónir talsins og þeim fækkar ekki. „Við höfum starfhæfa ríkis- stjórn og allt sem til þarf,“ segir leiðtogi Serba í Bosníu. „Hið eina sem okkur vantar eru samningar, sem staðfesta orðinn hlut.“ Vita- skuld vonar maður að þeim verði ekki að ósk sinni — að þeir fái gefins samning til staðfestingar hernámi þeirra. En það er engan veginn útilokað. Heimsbyggðin hefur ekki titr- að af bræði yfir því að þjóðar- morð skuli eiga sér stað í hjarta Evrópu. Þvert á móti tók það Serba skemmri tíma að eyða hinu forna samfélagi múslima í Bosníu en það tók Sameinuðu þjóðirnar að koma einni ályktun frá sér um að beita mætti hervaldi til að koma matvælum og lyfjum til fórnarlambanna. Viðræður leiðtoga Vesturlanda um málið snerust að mestu leyti um að friða hver annars sam- visku og hjala um hversu lítið þeir gætu aðhafst. Þessi tvístígandi minnir helst á það þegar forverar þeirra þurftu að fást við Adolf Hitler. Fréttaritari New York Times orðaði það sem svo að leiðtogar Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands hefðu spilað „lygapóker, þar sem hver um sig neitaði að leiða hugann að því að meira þyrfti að leggja í púkkið“. Að þessu sinni hafa Margaret Thatcher, Hans-Dietrich Gen- scher, Jacques Delors og meira að segja Bill Clinton notað fjölmiðla til að leggja í púkkið og hafa nefnt möguleika, sem George Bush, Franáois Mitterrand og John Major vilja síður hugleiða. Margaret Thatcher hefur hamrað á að nú sé tíminn til þess að taka af skarið. Það er hárrétt. Viðbrögð heimsins við þjóðar- morði Serba munu sýna hvert mark er takandi á heitstrenging- um um nýja heimsmynd og sam- eiginlegar varnir siðmenntaðra gegn árásargirni. Þau sýna líka hvers virði hinar dýru og flóknu alþjóðastofnanir eru þegar á reynir. Fram til þessa hafa ríkisstjórnir heims virst þess óumkomnar að taka á málunum og alþjóðastofh- anirnar einskis virði. Vestur-Evrópusambandið (WEU), sem er varnarbandalag Evrópubandalagsríkja, hefur fall- ið á fyrstu prófraun sinni. Atl- antshafsbandalagið (NATO) hef- ur verið gelt af Frökkum. Sam- einuðu þjóðirnar hafa ekki getað tekið afstöðu, meðal annars vegna þeirrar afstöðu fram- kvæmdastjóra þeirra, að þetta sé stríð ríku þjóðanna. Og meira að segja Rauði krossinn hefur lítið sem ekkert getað gert, fyrst vegna þess að Serbar meinuðu samtök- unum um aðgang að fangabúð- um sínum og síðar vegna þess að það virðist fara framhjá þeim hversu brýnt málið er. Verst af öllu er þó það upp- gerðarhlutleysi, sem heimsbyggð- in hefur sýnt. Menn hafa látið sem þarna sé á ferðinni afar venjuleg borgarastyrjöld og þeir hafa látið sem vopnasölubann muni fýrr eða síðar draga úr átök- ununum, þegar eina afleiðingin hefur verið sú að múslimir Bosn- íu hafa ekki getað varið sig gegn hemaðarvél Serba. Bosnía-Herzegóvína er svo gott sem fallin. Hvað getur heim- urinn gert? Margaret Thatcher hefur svar- ið. Stjóm Slobodans Milosevics í Serbíu verður að setja úrslita- kosti. Serbía verður að hætta öll- um hernaði sínum í Bosníu og vopnaflutningum þangað. Herir þeirra þar verða að afhenda ein- hverjum alþjóðasamtökum þungavopn sín. Múslimum Bosn- íu verður að leyfa að snúa affur til eyðilagðra heimkynna sinna und- ir alþjóðlegri vernd. Eða Serbar hafa verra af. Hafni Serbar þessum úrslita- kostum verða linnulausar loft- árásir gerðar á heri Serba og hernaðarmannvirki á sama tíma og stjórnarandstaðan í Serbíu verður studd með öllum ráðum. Serbía er ekki stórveldi og það má ekki leyfa stjórn Milosevics að hagnast á ofbeldi sínu. Þetta eru villimannslegar aðgerðir, sem stjórnast af kynþáttahatri, og það er einfaldlega ekki rúm fýrir slíkt í „nýrri heimsmynd" ef hún á að vera þess virði að verja. Hötundur er fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu pjóðunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.