Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. ÁGÚST 1992 11 Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis: Jóhann sat í stjórn Almennings- vagna og tók þátt í gerð útboðs á strætisvagna- rekstri í ná- grenni borgar- innar. Hann vék ekki úr stjórn fyrr en hann hafði sjálfur sent inn tilboð. Það var síðan ekki fyrr en stjórn Almennings- vagna tók á sig skuldbinding- ar að Hagvirki tókst að fjár- magna vagna- kaup — hjá fyrirtæki Gunnars Birgissonar, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Jóhann G. Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis, sat sem kjörinn fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Al- menningsvagna bs. (AV) og tók sem slíkur þátt í öllum undirbún- ingi og gerð útboðsgagna vegna verktöku á almenningsvagna- rekstri fyrir sveitarfélögin í ná- grenni Reykjavíkur. Hann vék ekki sæti úr stjóminni fyrr en til- boð höfðu verið opnuð og kynnt, þar með talið tilboð Hagvirkis. f kjölfarið barst bréf frá Hagvirki með leiðréttingu á tilboði fyrir- tækisins, sem fól í sér 12 prósenta eða 30 milljóna króna lækkun til- boðsins. Tilboðinu var tekið, en Hagvirki gat ekki staðið við skuld- bindingar sínar vegna þess að tryggingar voru ekki fyrir hendi við vagnakaup. Það var ekki fyrr en stjórn AV samþykkti „viljayfir- lýsingu“ um yfirtöku skuldbind- inga að Lýsing samþykkti fjár- mögnun vegna kaupleigu á vögn- um Hagvirkis og kaupsamningur náðist við Bílaumboðið hf. Einn eigenda þess fyrirtækis er Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs. STÓÐ UPP OG SETTIST HIN- UM MEGIN BORÐSINS Dótturfyrirtæki Hagvirkis, Hagvagnar, hóf loks áætlunar- ferðir strætisvagna í sveitarfélög- unum í nágrenni borgarinnar 15. ágúst sl„ fimm og hálftim mánuði á effir áætlun verkútbjóðandans, Almenningsvagna. Aðaleigandi Hagvagna er sem fyrr segir Jó- hann G. Bergþórsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar — og fyrrum stjórnarmaður í AV. Jóhann sat með öðrum orðum fundi stjórnar AV allt frá upphafi í júlí 1990 og tók þátt í ákvörðunum um að efna til útboðs og í samningu útboðs- reglna. Síðasta fund sinn sat hann 20. september 1991, þegar tilboð voru kynnt, meðal annars tilboð Hagvirkis. Hann vék af fundi und- ir þeim lið, en sama dag ritaði ffamkvæmdastjóri Hagvirkis bréf til AV þar sem mikilvægar kosm- aðartölur í tilboði Hagvirkis voru leiðréttar. Það var ekki fyrr en eftir að tilboð lágu fyrir og höfðu verið kynnt að Jóhann hætti að mæta á fundi stjórnar AV og varamaður hans tók að mæta. Hann mætti þó á fund stjórnarinnar mánuði síð- ar. Þá sat hann hinum megin borðs sem fulltrúi Hagvirkis. Hann var þó áfram kjörinn full- trúi Hafnarfjarðar í stjórninni allt til 25. júní síðastliðins. STJÓRN A VTRYGGÐI VAGNAKAUPIN MEÐ YFIR- LÝSINGU Drátturinn á því að starfsemin hæfist stafaði ekki síst af því að Hagvagnar áttu í miklum erfið- leikum með að afla sér fjármagns og trygginga til kaupa á stræti- svögnum upp á rúmlega 200 milljónir króna. Bæði Brimborg (Voívo) og Scania höfðu fallið frá sölu á vögnum frá sér, vegna ónógra trygginga frá Hagvögnum, og vantaði þá ekkert nema undir- skriftina. Hins vegar náðist loks samkomulag við Bílaumboðið hf., þar sem meðal eigenda er Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Hagvagnar gerðu kaupleigusamning við fjármögn- unarfyrirtækið Lýsingu, sem aftur fékk í hendur „viljayfirlýsingu" frá stjórn AV um að ef illa færi og Hagvagnar hættu akstrinum yrðu AV milligönguaðili um að Lýsing mundi ekki sitja uppi með vagn- ana. í þessu felst með öðrum orð- um að ef Hagvagnar fara á haus- inn eða geta ekki staðið við greiðslur af öðrum ástæðum mun AV yfirtaka skuldbindingar Hag- vagna. Þetta tryggir um leið hags- muni Bílaumboðsins, svo langt sem slík „viljayfirlýsing" nær. LÝSING TÓK PAPPÍRINN SEM GILDA ÁBYRGÐ AV er sameignarfélag Kópa- vogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kjalarneshrepps og Bessastaðahrepps og á engar eignir eða eigið fé almennt. Fari illa fyrir Hagvögnum og reyni á „viljayfirlýsinguna“ munu við- komandi skuldbindingar lenda á sveitarfélögunum Yfirlýsingin hefur þó aðeins verið samþykkt af stjórnarmönnum Almennings- vagna, en ekki samþykkt af bæjar- ráðum sveitarfélaganna. Umdeil- anlegt er hversu mikil „ábyrgð" felst í yfirlýsingunni og draga við- Gunnar I. Birgisson. Þegarfor- stjóri Hagvirkis var búinn að fá nei frá Brimborg og Scania vegna ónógra trygginga kom fyrirtæki Gunnars honum til bjargar. Jóhann G. Bergþórsson. Aðra stundina var hann kjörinn fulltrúi í stjórn Almenningsvagna og samþykkti útboð. Þá næstu var hann mættur hinum megin borðs með tilboð frá Hagvirki. mælendur PRESSUNNAR laga- legt gildi hennar mjög í efa. Fjár- mögnunarleigan Lýsing virðist þó hafa tekið pappírinn góðan og gildan. í þessu sambandi verður að líta til þess að tveir áhrifamiklir lykil- menn eru í dæminu beggja vegna borðs. Jóhann Bergþórsson er að- aleigandi Hagvagna og bæjar- stjórnarmaður í Hafnarfirði. Hann sat sem fyrr segir fundi stjórnar AV allt þar til tilboð höfðu verið opnuð og kynnt. Gunnar Birgisson er hluthafi í Bílaumboðinu og oddviti bæjar- ráðs Kópavogs. Hagsmunir þeirra sem einstaklinga og sem kjörinná opinberra starfsmanna skarast þvf verulega. Hafnarfjörður og Kópa- vogur eiga til samans að standa skil á um 65 prósentum af kostn- aði AV af rekstrinum. ■ -: m j j: / 7 / / wlÆ : / / j , j / l j j ; l /i lj\ \ 1 ^ HÉ—Li í ílJÉ 30 MILLJÓNA KRÓNA REIKNINGSSKEKKJA Á stjórnarfundi AV þann 24. október á síðasta ári var ákveðið að ganga að tilboði Hagvirkis, þ.e. um almenningsvagnaakstur um Hafnarfjörð, Kópavog, Garða- bæ/Bessastaðahrepp og hraðleið milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur. Þetta gerðist í kjölfar útboðs, þar sem ffestur til að skila inn til- boðum rann út snemma í septem- bermánuði. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR var tilboð Hagvirkis í fjórar verkeiningar af fimm alls ekki lægra en tilboð annarra í einstakar verkeiningar. Þann 20. september, sama dag og tilboð voru opnuð, ritaði Hagvirki hins vegar AV bréfþar sem greint var ffá tilteknum villum í útreikn- ingum fyrirtækisins. Lækkaði leiðréttingin tilboð Hagvirkis úr rúmlega 245 milljónum króna í 216 milljónir og þar með var Hag- virki ótvírætt orðinn lægstbjóð- andi. Samkvæmt bréfmu voru vill- urnar annars vegar að olíukostn- aður var tvítekinn án virðisauka- skatts, í stað þess að vera einfaldur með virðisaukaskatti, og hins veg- ar var reiknað með „vitlausum vagntímaljölda“ og fól sú vitleysa í sér skekkju upp á um 30 milljónir króna. Svo stór reikningsskekkja hlýtur að teljast með ólíkindum. Samkvæmt ofantöldu reyndist stjórn AV Hagvirki einstaklega hjálpleg; heimilaði fyrirtækinu að leiðrétta tilboð sitt — lækka það um nærri 12 prósent — og skrif- aði upp á eins konar ábyrgð svo fyrirtækið gæti keypt þá vagna sem ætlað var að nota í rekstur- inn. Ef til vill má réttlæta þessa síðari gjörð stjórnar AV út ffá því að ella hefði öll undirbúnings- vinnan verið fyrir bí. „BAGGI" KÓPAVOGS ÞYNGIST UM10 MILLJÓNIR Þrátt fyrir þetta þykir rekstur Hagvagna hafa farið dável af stað. Ekki síst virðist ríkja ánægja með hina nýju þjónustu í Hafnarfirði og Garðabæ. öðru máli gegnir um íbúa Kópavogs, þar sem einstök far- gjöld hafa hækkað úr 70 krónum í 100. Þeir sem nota strætó á hverj- um degi geta að vísu komið sléttir út með því að kaupa svokölluð græn kort, en fyrir aðra er um beina hækkun að ræða. Þá stefnir að óbreyttu í að aldraðir njóti ekki ókeypis ferða eins og áður tíðkað- ist. Þá verður ekki betur séð en bæjarsjóður Kópavogs muni bera þyngri byrðar en áður, að minnsta kosti fýrst um sinn. Árið 1991, á síðasta ári SVK, nam greiðsla bæj- arsjóðs til SVK 37,8 milljónum króna. Áædaður heildarkostnaður vegna hins nýja kerfis er um 280 milljónir króna og gert ráð fyrir að farþegar greiði um 140 milljónir en sveitarfélögin taki á sig hallann, 140 milljónir. Hlutur Kópavogs í þeim halla er 33 til 34 prósent eða 46 til 48 milljónir. „Baggi" Kópa- vogs eykst þá fyrsta kastið um 22 til 27 prósent. Þess ber þó að geta að ofangreindar tölur eru miðaðar við 2 milljónir farþega yfir árið. Ekki er talið ólíklegt að viðbrögð fólks verði betri en á horfðist og þá eykst hlutur farþega og hlutur sveitarfélaganna minnkar.____ Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.