Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRBSSAM 27. AGÚST 1992 21 * I kjölfar formannskosningarinnar í utanríkismálanefhd hafa menn mikið velt því fyrir sér, hveijir það voru sem greiddu Eykon atkvæði sitt. Nokkrir þungavigtar- menn 1 pólitíkinni þykjast nú loks hafa komist að því sanna í málinu. Fyrir utan sitt eigið atkvæði fékk Eykon atkvæði þeirra Matthíasar Bjarnasonar, Inga Björns Albertsson- ar, Egils Jónssonar, Guðmundar Hall- varðssonar, Láru Margrétar Ragnars- dóttur, sem að sögn lét undan þrýstingi frá Eykons um að kjósa sig, og Þorsteins Pálssonar. Fregnir herma að vissulega hafi Þorsteinn ekki verið sérlega ánægður með Eyjólf Konráð sem formann, en þó fremur viljað hann en Björn Bjamason, enda gekk Bjöm hart fiám gegn Þorsteini í formannsslagnum í Sjálfstæðisflokknum umárið... að mun að öllum líkindum draga til tíðinda á sambandsþingi ungra fram- sóknarmanna á Egilsstöðum, sem haldið verður nú um helgina og titringur verða um stjómarsætin. Venjan er sú að stillt er upp til stjómar og hefur svo einnig verið gert nú. Halli Magnússyni, sem setið hefur sem aðalmaður í stjóm, er þar að- eins ætlað þriðja sæti sem varamaður nú og mun hann ekki aldeilis vera sáttur við þá ákvörðun uppstillingamefhdar. Hann hyggst því brjóta nær tveggja áratuga hefo og krefjast kosninga. Mörgum þykir merkilegt að hann skuli fara fram á stjórnarsæti án þess að njóta vfðtæks stuðnings..._________________________ U helgina verður loksins opnuð ný kaffistofa á Kjarvalsstöðum og er það Nýja kökuhúsið sem sér um reksturinn. Þetta eru gleðitíðindi og allir sammála um að endurnýjun hafi verið heldur betur tímabær. Nú ku allt vera orðið hið glæsi- legasta og aðstaðan verið flutt þangað sem áður var sýningarrými. Það er aðeins eitt sem upp á vantar, stólar og borð úti- við, en það stendur þó til að bæta úr því mjög fljótlega... L /án í óláni virðist fylgja Einari K. Guðfinnssyni, alþingismanni Sjálfstæð- isflokksins. Nýlega var hann í yfiiTeið um kjördæmi sitt á Vest- fjörðum ásamt frænda sínum Einari Jónat- anssyni. Segir lítt af ferðum þeirra frænda fyrr en stóreflis grjót- hnullungur losnaði úr svokallaðri Kinn, efst á Breiðdalsheiði, með þeim afieiðingum að hann fór í gegnum þakið á bílnum. Engan sakaði. Svona grjóthrun er svosem hér- umbil eins og rigningin víða á Vestfjörð- um og Einar fer líklega að verða vanur þessu, því þetta mun vera í annað skiptið að steinn lendir óvænt inni í bílnum hjá honum... T JL il stóð að halda keppnina Sterkasti maður heims 1992 hér á landi, en nú er komið babb í bátinn. Fyrirtæki er heitir TKO og hefur marga sterkustu menn heimsins á sínum snærum ætíaði sér að halda mótið og var bú- ið að semja við breska ríkissjónvarpið (BBC) um að taka keppnina hér upp. Fyrirtækið sem hefur haldið keppnina undanfarin ár, TWI, er hins vegar ekki tilbúið að gefa hana frá sér. Nú er allt stál f stál og alls óvíst hvort við fáum að sjá Magnús Ver Magnússon reyna að veija titilinn á heimavelli... Haustlitirnir frá apriori eru áhugaveröir apriori geturpá raðaö satnan aö eigitt vali ■.« bTIIsIkúrs dXgár 7 0 % ALLT AÐ AFSLÁTTUR V|Ð TÓKUM OKKUR TAK EFTIR SUMARFR1 nr TÓKIJM TIL HILLUNUM H)A OKKUR. ?ARTF°UNDUM V Ð ÝMISLEGT SPENNANDl 25jGÚSLiliEPI ’staðgreitt Póstsendum samdægurs QMDRRABRAUT 60, SÍMAR 12045 OG_624145_ BENIDORM - SUMARAUKI 15. október - 2 vikur á frábæru verði. Skemmtileg og ódýr ferð fyrir saumaklúbba í ferðahug. 2 í íbúð frá kr. 45.900,- 4 í íbúð frá kr. 39.600,- 6 í 2ja svefnherb. íbúð frá kr. 38.000,- Staðgreiðsluverð. Ekki innifalið flug- vallarsk. kr. 3.450,- FERÐASKRIFSTOFA /mó REYKJAVÍKUR m Aðeins bestu gististaðir í boði - íslenskur fararstjórí - Takmarkað sætaframboð - Pantaðu tímanlega Aðalstræti 16 - sími 621490

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.