Pressan - 27.08.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.ÁGÚST 1992
25
STJÓRNMÁL
Fyrirgreiðslulýðrœði
Því stjórnfyrirkomulagi sem við íslendingar bú-
um við mcetti lýsa með hugtakinu „fyrir-
greiðslulýðrœði“. Orðið „fyrirgreiðsla“ erþá
notað til að lýsa tilteknum einkennum lýðrœðis-
legs stjórnfyrirkomulags. íþessari grein mun ég
fara nokkrum orðum um hugtakið, lýsa ein-
kennum þess og afleiðingum og benda á leiðir
til úrbóta í tveimur greinum.
Fyrirgreiðsla og greiðasemi telj-
ast til dyggða þegar einstaklingar
eiga í hlut enda er þá jafnan átt við
háttsemi sem einstaklingar sýna
öðrum einstaklingum í samskipt-
um þeirra. Þegar rætt er um „fyr-
irgreiðslulýðræði“ er á hinn bóg-
inn ekki verið að ræða um hátt-
erni einstaklinga í einkalífinu,
heldur um hátterni einstaklinga
sen kjörnir hafa verið til að sinna
opinberum hlutverkum. öll gegn-
um við mörgum hlutverkum í h'f-
inu og oftast er það svo áreynslu-
laust og auðvelt að skipta á milli
hlutverka að við leiðum ekki einu
sinni hugann að því, að gerðar eru
mismunandi kröfur til ólíkra hlut-
verka, hvað þá að við veltum því
fyrir okkur að það sem telst til
dyggða í einu hlutverki geti talist
löstur í öðru. Hjálpsemi við lítil-
magnann telst dyggð hjá hveiju og
einu okkar en ekki er víst nema
dyggðin breytist í andhverfu sína.
Bankastjóri sem ekki fullvissar sig
um greiðslugetu lántakanda og
lánar á grundvelli góðvildar sinn-
ar eingöngu er ekki starfi sínu
vaxinn.
Hugtakið „fyrirgreiðslulýð-
ræði“ þarf þannig ekki að vera lýs-
ing á stjórnarháttum sem eru til
fyrirmyndar. Vissulega geta góðir
eiginleikar manna sem kosnir eru
á þing fengið að njóta sín þar eins
og annars staðar en þegar þeir
beita áhrifum sínum í þágu eins
fremur en annars, hleypa einum
ffam fyrir annan í biðröðinni, get-
ur orðið skammt á milli dyggða og
lasta. Þetta er einmitt kjarninn í
„fyrirgreiðslupólitík", þ.e. hags-
munir eins þjóðfélagshóps eru
teknir fram fyrir hagsmuni ann-
arra. Baráttan um völdin verður
keppni hagsmunahópa um áhrif.
Þingmaðurinn verður skuldbund-
inn þeim hópi sem kom honum á
þing. Ekki endilega þeim stjórn-
málaflokki sem hann er í heldur
miklu fremur þrengri hópi sér-
hagsmuna, t.d. kjósendum í
ákveðnum landshluta, samtökum
sjómanna eða annárra launþega,
bændum eða útvegsmönnum eða
atvinnurekendum. Hugtakið „fyr-
irgreiðslulýðræði“ lýsir þannig
ástandi þar sem þingmenn hafa
verið kosnir sem „þjónar" en ekki
sem stjórnendur fyrir heildina. í
slíku ástandi reynir hver hópur að
koma sér upp þingmanni til að
sinna hagsmunum hópsins. Sum-
ir stjórnmálamenn hæla sér af því
að vera „þjónar fólksins“ en það
er annað en að vera í „þjónustu
fólksins". Framkvæmdastjóri er í
þjónustu hluthafanna en hann er
ekki þjónn þeirra. Þjónslundin er
ekki endilega sá kostur sem prýðir
ötulan stjórnanda fyrirtækis. Fá-
um ætti að blandast hugur um að
stjórnarhættir hér á landi markast
mjög af þeirri tegund lýðræðis
sem kennd er við „fyrirgreiðslu-
pólitík".
Ég hygg að ein ástæðan fyrir því
hvernig málum er komið geti ver-
ið sú að menn hafi ætlast til of
mikils af lýðræðinu. Lýðræðið er
aðeins eitt stjórnfyrirkomulag af
mörgum mögulegum. Það er líka
aðeins eitt af einkennum góðs
stjórnskipulags. Markmið réttar-
ríkisins, t.d. jafnrétti fyrir lögum
og lagalegar takmarkanir á beit-
ingu ríkisvalds, mannréttindi o.fl.,
eru önnur einkenni mikilvægra
stjórnarhátta. Við vissar aðstæður
getur líka verið varasamt að skjóta
ákvörðun undir dóm kjósenda
eins og að láta þá skera úr um
hvort tiltekinn einstaklingur skuli
skorinn upp við einhverri mein-
semd. Slíkar ákvarðanir geta að-
eins þeir tekið sem hafa yfirsýn og
þekkingu. Engin trygging er fyrir
því að niðurstaða sé rétt þótt hún
sé fengin með lýðræðislegum
hætti. Heimspekingurinn Karl
Popper hefur sagt að forsendur
þessa felist í því að menn hafi allt-
af verið að leita svars við spurn-
ingunum hver skuli ráða og
hvernig tryggja megi góða stjórn
og komist að þeirri niðurstöðu að
lýðræðið veiti fullnægjandi svör
við hvorutveggja. Afleiðingin hafi
síðan orðið sú að mörgum finnist
engin takmörk mega setja á vilja
lýðsins, þ.e. meirihluta í kosning-
um. Því geti menn staðið ffammi
fyrir þeirri þversögn að meirihlut-
inn hafl rétt fyrir sér þótt niður-
staðan sé augsýnilega röng.
Popper segir að komast megi
hjá þessum vanda með því að
virða lýðræðið fyrir það sem það
er, þ.e. sem aðferð til að losna við
slæma stjórnendur án blóðsút-
hellinga eða ofbeldis en ekki sem
aðfeð sem tryggi ávallt góða
stjórn. Lýðræðisríki nútímans
leysi þetta verkefhi vel af hendi —
þ.e.a.s. með þeim hætti að meiri-
hluti kjósenda ræður hvenær
stjórnvöld fara ffá. Þessa einföldu
reglu eigi að setja í stjórnarskrá og
tryggja hana með ströngum
ákvæðum og auknum meirihluta.
Þannig megi losna við vandamál
sem fylgi gömlu spurningunni.
Einfaldur meirihluti kjósenda geti
þá t.d. ekki afnumið lýðræðið í
kosningum eins og gerðist í
Þýskalandi á þriðja áratug þessar-
ar aldar.
í okkar stjórnfyrirkomulagi
hefur þingið umfangsmiklu hlut-
verki að gegna. Þingmenn geta
haft áhrif á daglegt líf einstaklinga
með beinum og óbeinum hætti.
Þeir sitja í stjómarnefndum stofn-
ana, banka og sjóða þar sem þeir
geta haft áhrif á fjárhagslega af-
komu fyrirtækja og einstaklinga.
Þeir kjósa fulltrúa í fjölmargar
nefndir og stofnanir sem þeir sitja
ekki í sjálfir og hafa áhrif á hverjir
taka að sér slík verkefni. Mörkin á
milli framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds verða oft ógreinileg
eins og t.d. í Byggðastofnun þar
sem þingmenn sitja í stjórn og
hafa haff tök á að ákveða fjárffam-
lög til einstakra verkefna í ríkari
mæli en á sjálfu þinginu. Tilhneig-
ing þingmanna er að taka undir
sig fleiri framkvæmdastörf af
þessu tagi með þeim afleiðingum
að nauðsynlegt jafnvægi á milli
framkvæmdavalds annars vegar
og eftirlitsvalds þingsins hins veg-
ar hefur raskast.
Seinni hluti greinarinnar birtist inæsta
tölublaði.
STJÓRNMÁL
Dönsk stemmning á íslandi
„Framsóknarflokkurinn hefur reynstsam-
kvœmur sjálfum sér í málinu. Engu að síður eru
innan hans bœði fylgjendur samningsins —
m.a. undirritaður vegna ávinningsins ísjávar-
útvegsmálum, neytenda- og menntamálum —
oghatrammir andstœðingar... “
Það er eðli allra stjórnmála-
manna að leitast við að taka
ákvarðanir sem þeir halda að falli
kjósendum í geð, helst í bráð og ef
ekki þá vonandi í lengd. Versta
áfall sem nokkur stjórnmálamað-
ur verður fyrir er að lesa pólitíkina
vitlaust. Standa að ákvörðunum
sem hann heldur að skapi sér við-
hlæjendur marga en reynist svo
hið versta mál — eins og sagt er.
Maður er óneitanlega farinn að
fá það á tilfinninguna að einmitt
þetta sé að henda þá félaga Davíð
og Jón Baldvin varðandi afgreiðsl-
una á samningnum um evrópska
efnahagssvæðið. Að það sé að
koma upp svipuð staða varðandi
EES-samninginn og gerðist í Dan-
mörku á dögunum við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um Maastricht-
samkomulagið. Stjórnmálamenn-
irnir vilji eitt en þjóðin annað.
Undirtektir áðurnefndra félaga
við kröfum um þjóðaratkvæða-
greiðslu um samninginn bera því
einhvern veginn vitni að þeir óttist
einmitt það að falla á lestrarpróf-
inu — kunni ekki að lesa pólitík-
ina rétt. Það er líkt og sé komin
hálfgerð móðursýki í gang og
samninginn verði að samþykkja
fljótt og undanbragðalaust, tím-
inn sé að hlaupa frá okkur og
langar umræður og vangaveltur
um málið séu til óþurffar.
Nú virðast allir sammála um að
samningurinn um evrópska efna-
hagssvæðið sé mikilvægasti milli-
ríkjasamningur um viðskipti sem
Islendingar hafa staðið að. Með þá
staðreynd í huga er það næsta ein-
kennilegt að menn skuli bera fyrir
sig tímaskort við umfjöllun og
umræður um hann. Hver er það
sem setur okkur tímaskorður í
þeim efnum? Eru það skilning-
svana embættismenn í löndum
viðsemjenda okkar eða ber utan-
ríkisráðherra fyrir sig tímaskort
vegna þess að hann óttast umræð-
ur um samninginn?
Það má í einhverjum stjórn-
málafræðikenningum finna þá
skoðun að hegðun kjósanda skuli
ávallt skoða sem óskynsama,
hann nenni ekki að setja sig inn í
málin og beri ávallt fyrir sig
skammtímahagsmuni þegar hann
gerir upp hug sinn. Að dómgreind
kjósandans sé ekki óhætt að
treysta. Upplýsingar um að al-
menningur í Evrópu haldi að Ma-
astricht sé belgískur ostur og
DeLours fanskt rauðvín renna
stoðum undir kenningar af þessu
tagi. Utanríkisráðherrann íslenski
á þó ekki að bera þessar kenning-
ar upp á íslenska kjósendur. Skoð-
anakannanir benda til þess að fs-
lendingar hafi ekki yfirgripsmikla
þekkingu á innihaldi EES-samn-
ingsins en það er ekki vegna þess
að þeir nenni ekki að setja sig inn í
málin. Upplýsingar um innihald
samningsins hafa ekki legið á
lausu í aðgengilegu formi -— þótt
aðeins hafi ræst úr upp á síðkast-
ið. f fáum löndum ástunda jafn-
margir umræður um stjómmál og
viðgang samfélagsins og hér á
landi. fslenskir kjósendur eru
fyllilega í stakk búnir til að gera
upp hug sinn til EES-samningsins
að undanfarinni víðtækri umræðu
málið; tekjur og gjöld, skyldur og
réttindi.
Það er einmitt aðeins við að-
draganda þjóðaratkvæðagreiðslu
sem sú umræða sem nauðsynleg
er um þennan samning, mikil-
vægis hans vegna, fer ffam. Þegar
fylgjendur og andstæðingar
samningsins þurfa sannarlega að
koma skoðunum sínum á fram-
færi við kjósendur, þá fyrst kemur
meginefni hans upp á borðið.
Annað mikilvægt atriði varð-
andi þennan samning er að um
hann verður að ríkja mikil eining
meðal þjóðarinnar. Sú eining næst
ekki nema með þjóðaratkvæða-
greiðslu. Eftir hana geta kjósendur
fyrst sagt við sjálfa sig: Ja, ég gerði
þó allt sem ég gat til að fella samn-
inginn (eða samþykkja). Ég get
ekki annað en sætt mig við niður-
stöðuna. — Það er fyrirsláttur að
telja að síðustu kosningar til AI-
þingis hafi á einhvern hátt snúist
um þann samning sem nú er til
afgreiðslu og þingmenn hafí því
umboð þjóðarinnar til að afgreiða
málið. En hvernig hafa stjórn-
málaflokkarnir staðið að málinu
fram að þessu? Nýkjörinn for-
maður utanríkismálanefhdar Al-
þingis ásakar stjórnarandstöðuna
fyrir að draga málið í flokka en
það er misskilningur. Tveir flokk-
ar hafa skipt um skoðun frá því
málið komst á skrið en þrír hafa
reynst samkvæmir sjálfum sér.
Sjálfstæðisflokkurinn var upp-
haflega á móti samningnum og
vildi gera tvíhliða samning við
Evrópubandalagið. Flutti meira að
segja vantrauststillögu á síðustu
ríkisstjórn vegna þessa. Síðan hef-
ur hann skipt um skoðun.
Alþýðubandalagið var upphaf-
lega með en er nú á móti.
Framsóknarflokkurinn hefur
allan tímann verið með, en með
ákveðnum fyrirvörum.
Alþýðuflokkurinn hefur ávallt
verið með.
Kvennalistinn hefur allan tím-
ann verið á móti.
Þessi mynd sem þama er dreg-
in upp er þó fulleinföld. Málið
liggur ekki svona skýrt eftir flokk-
um. Bæði Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur eiga í nokkr-
um vandræðum með málið, þó
sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn
vegna stöðu sinnar sem forystu-
flokkur í ríkisstjórn. Eykon talar
vafalítið fyrir munn margra sjálf-
stæðismanna þegar hann óskar
hægari, dýpri og víðtækari um-
fjöliunar um samninginn. Þegar
umræðan er farin að snúast um
brot á stjórnarskránni er ekki
nema eðlilegt að grandvarir sjálf-
stæðismenn fari að stinga við fæti.
Eykon er látinn gjalda þessa.
Framsóknarflokkurinn hefur
reynst samkvæmur sjálfum sér í
málinu. Engu að síður em innan
hans bæði fylgjendur samningsins
(m.a. undirritaður vegna ávinn-
ingsins í sjávarútvegsmálum,
neytenda- og menntamálum) og
hatrammir andstæðingar. Þetta á
einnig við um Alþýðubandalagið.
Alþýðuflokkurinn virðist standa
óskiptur að málinu enda em hon-
um engar hugsjónir heilagar,
hann þarf ekki að taka tillit til eins
eða neins; fortíðar, nútíðar eða
framtíðar, og svífur um í hug-
myndafræðilegu tómarúmi sem
frjálshyggjuflokkur í dulargervi.
Það er auðvelt að stjórna slíkum
flokki.
í Kvennalista er vafalítið að
finna bæði með- og mótmælend-
ur samningsins þó svo að forystu-
menn hans tali einum rómi gegn
honum. Kvennalistinn viðheldur
þeirri stefnu sinni í þessu máli
sem í svo mörgum öðrum að vera
á móti, því það er áhættuminna
en að vera með: Þú veist hvað þú
hefur, en þú veist ekki hvað þú
færð.
Hin flokkslega lína er því ekki
jafnskýr og „langelsti" þingmaður
Alþingis, hinn nýi formaður utan-
rúdsmálanefndar, vill vera láta.
En málið líður áfram enn um
sinn og það er ekki fjarri lagi að
manni flnnist vera að skapast dá-
lítið dönsk stemmning hér á fs-
landi.
Höfundur er verkefnisstjóri Starfsfræðslu-
nefndar fiskvinnslunnar.
U N D I R
Ö X I N N I
Hafiö þið
verið að
féfletta
fólk,
Ingiman?
„Nei, alls ekki. Þegar bílar eru
teknir upp í þá er i raun um
tvær sölur að ræða. Bílasalinn
útbýr pappíra fyrir þær báðar,
bæði afsöl og annað, og
þóknun tekin fyrir hvort
tveggja. Það er bersýnilega
ósanngjarnt að taka aðeins
þóknun af öðrum aðilanum
þegar tveir selja."
Hversu há er þóknunin?
„Hún er lágmark 14.000 krón-
ur auk virðisaukaskatts, eða
2,5 prósentafheildarsölu-
verðinu.”
Ætla bílasalar að afnema
þessa þóknun?
„Persónulega fæ ég ekki séð
með hvaða hætti unnt er að
reka bílasölu ef um 65 pró-
sent af veltunni eru tekin af.
Samkvæmt lögum erum við
ekki að gera neitt ólöglegt og
því mun ég, og líklega aðrir
bílasalar, halda áfram að taka
þessa þóknun þartil annað
verður boðað af yfin/öldum.
Ég vil benda á að Félag fast-
eignasala beitir sömu reglum
í sínum viðskiptum."
Hvað finnst þér um bókun
Verðlagsráðs
„Hún gerir það eitt að flækja
bílaviðskipti enn meira og eru
þau nógu flókin fyrir." '
Hvað hyggjast bílasalargera í
málinu?
„Við munum kalla saman fund
til að ræða málin. Ég hef per-
sónulega þegar haft sam-
band við lögfræðing og mun
standa á rétti mínum."
Er hugsanlegt að lækka þókn-
unina?
„Þóknun bílasala er ekki mjög
há og þess ber að gæta að á
siðustu flmm til sex árum höf-
um við aukið öryggi þessara
viðskipta til muna, bæði með
beintengingu við Skýrsluvélar
ríkisins og með því að taka
fölsuð og úrelt skuldabréf af
markaðnum og eyða þeim. Á
sama tima hafa sölulaun ekki
hækkað í samræmi við þessa
bættu þjónustu,"
Verslunarráð hefur ályktaðað bila-
sölum sé óheimilt að krefjast þókn-
unar fyrir .uppitökubiia'.
Ingimar Sigurðsson er eigandi Nýju
Bílahallarinnar og einn þeirra er hafa
reynt að endurvekja Félag bilasaia.