Pressan - 24.09.1992, Side 4

Pressan - 24.09.1992, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24.. SEPTEMBER 1992 Ekki kollekt „ Víkverji var nýlega staddur erlendis og þurfti þá að hringja heimfrá EFTA-rtkinu Austur- ríki. Talsamband við útlönd þar kvaðst þá ekki geta afgreitt kollekt-samtal við fsland, þ.e.a.s. samtal sem greitt er af viðtökunúmeri, og var skýring- in sú að ekki vceri samkomulag í gildi milli símans hér heima og símans (Austuríki. Þetta þótti íslendingnum, sem hafði nýtt slíka þjónustu mjög víða, með óltkindum. Get- ur það verið að ekki sé í gildi samningur tnilli fyrirtœkjanna um kollekt-simtöl og hvað veld- ur?“ Víkverji Morgunblaðsins Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma: „Austurríkismenn sögðu upp samningi við íslendinga um kollekt- símtöl fyrir tíu árum og því er ekki hægt að gjaldfæra símtöl þaðan á númer hér heima. Þótt slíkir samningar séu í gildi milli Islands og flestra Evrópulanda hafa Þjóðverjar ekki heldur viljað semja um kollekt-símtöl við okkur eða önnur Evrópuríki. Á milli fs- lands og Þýskalands býðst hins vegar ný þjónusta sem kölluð hefur verið „ísland beint“ og „Þýskaland beint“ og vonast er til að hægt verði að semja við Austurríkismenn um sams kon- ar þjónustu í náinni framtíð." mælirinn FULLUR „Við munum nota þennan tnœli mikið. Hvort sem fólk er grunað um ölvunarakstur eða ekki látum við það blása, og þannig œfum við notkun mœl- isins sem er miklu öruggara tœki en blöðrurnar. “ Önundur Jónasson, aðstoðarvarð- stjóri lögreglunnar á (safirði. Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn: „Ég vil nú ekki svara fýrir það sem þeir eru að gera þarna fyrir vestan. Það er hins vegar reglan hjá okkur að við látum ekki aðra blása en þá sem við grunum um að vera búnir að neyta áfengis. Þessir nýju áfengismælar eru mjög góðir. Við höfum þá á stöðinni og í einstökum bflum. Það er mælt á staðnum þegar koma upp tilvik þar sem grunur leikur á að um ölvunarakstur sé að ræða.“ ÞREYTA í SKEMMTANA- LÍFINU Skúli Mogensett, athafna- maður og einn aðstandenda Tunglsins, segir ákveðna þreytu komna í íslettskan veitinga- húsarekstur, mentt séu að opna nýja staði á gömlutn grunni og það eina sem þeir geri sé „að tnála eittn vegg og breyta utn naftt". Skúli Mogensen í DV. Eiríkur Jónsson útvarps/sjónvarps- maður B E S T Eiríkur er stórskemmti- legur og ágætur húm- oristi. Það er gaman að vera með honum þegar þannig viðrar. Hann er fast efni, ef við skiptum persónuleikum niður í fast efni, lofttegundir og lög. Hann er engin gufa og rennur ekki í venjulegan farveg. Hann er barngóður, það segir sína sögu um menn. Það er reglulega gaman að sjá hann um- gangast börn vegna þess að það er einnig barn í honum. Hann hefur auk þess það sem fáir menn hafa og er hluti af fornum galdri — útgeislun. V E R S T Eiríkur er dálítið stjórn- samur og getur verið frekur þegar sá gállinn er á honum. Brennivín fer illa í hann, svo illa að hann er hættur að drekka. Brennivínið kallaði á demóninn í honum, þann sem við druslumst flest með. Flestum tekst þó vel að sitja á strák sínum en ekki Eiríki þegar illa viðrar. Björn Leifsson, fram- kvæmdastjóri Ingólfscafé: „Skemmtanamenningin er ein- faldlega að breytast og litlir stað- ir og pöbbar að verða vinsælli. Ég held nú að aðsóknartölur segi rnest um það hvaða staðir eru vinsælastir. Það hefur verið kjaftfullt á Ingólfscafé og röð niður eftir allri götu frá því í sumar. Það kalla ég ekki þreytu, — að minnsta kosti ekki hjá okkur.“ F Y R S T R E M S T HJÖRDÍS BALDURSDÓTTIR PRESSAN/JIM SMART er varaformaður Sam- bands starfsfólks í veit- ingahúsum. Sambandið segir að víða sé pottur brotinn í samskiptum veit- ingamanna og starfsfólks þeirra. Veitingamenn skili ekki inn þeim greiðslum sem þeim ber, svo sem fé- lagsgjöldum og lífeyris- sjóðsgjöldum, starfsfólki sé boðið að taka laun sín út í víni og mat og eigi oft ekki um annað að velja vilji það fá eitthvað fyrir vinnu sína. Svokölluð svört vinna er mjög algeng á veitingahús- um, en með því að þiggja slíka vinnu afsalar starfs- fólkið sér um leið öllum réttindum. Sambandið vill koma hlutunum í rétt horf. í því skyni hefúr það meðal annars gefið út svokallaðan hvítan lista, en á honum eru nöfn þeirra veitinga- húsa í Reykjavík sem hafa staðið sína plikt gagnvart sambandinu. Á listanum eru 70 veitingahús, en það eru 150 veitingahús á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Skiljanlegt að fólk skuli vilja vinna svart Hvað er það sem Samband starfsfólks í veitingahúsum hefur gagnrýnt? „Það er fyrst og fremst það að veitingamenn skila ekki inn þeim gjöldum sem þeim ber; félags- gjöldum, lífeyrissjóðsgjöldum, sjúkra- og orlofsheimilisgjöldum. Það eru um 150 hús á Stór- Reykjavíkursvæðinu og við birt- um um helgina svokallaðan hvít- an lista og á honum eru 70 hús —■ þau sem staðið hafa í skilum — þannig að þú sérð hvemig ástand- ið er.“ Það er greinilega víða pottur brotinn t þessum málum. Hverju er um að kenna? „Ætli þar sé ekki bæði um að kenna atvinnurekendum og starfsfólki. Starfsfólk hugsar í upphafi ekki um rétt sinn og at- vinnurekendur níðast á fólki, það er víða brotið á starfsfólki. Ég get nefnt sem dæmi stúlku sem var á atvinnuleysisbótum en fékk um síðir vinnu á veitingahúsi, eftir einn og hálfan mánuð gafst hún upp á að bíða eftir laununum sín- um. Hún var náttúrlega verr sett en áður og hefði verið betur kom- in á atvinnuleysisbótum, en fólk getur auðvitað ekki neitað vinnu þegar það er á bótum. Og þá hafa veitingamenn verið að greiða mikið af þessari vinnu með mat- ar- ogvínúttekt.“ Mikið af þessari vinnu er vœntanlega unnið svart? „Já, mjög mikið.“ Og þið eruð ekki ánœgð tneð það? „Nei, ætli stéttarfélög séu nokk- urn tíma ánægð með slíkt. Og náttúrlega ekki starfsfólkið heldur þegar það þarf á okkur að halda, þá sér það eftir að hafa unnið svart og segist jafnvel ekki hafa vitað af því að það væri að vinna á svörtu.“ Fólk hlýtur að vita afþví. „Manni finnst að minnsta kosti trúlegt að það viti það. En það kom hingað stúlka sem ætlaði að fá uppáskrifað frá okkur en at- vinnurekandinn vildi ekki skrifa upp á fyrir hana vegna fæðingar- orlofs. Hann sagði „rétt skal vera rétt og svart skal vera svart“ og að hann myndi ekki skrifa upp á fyrir hana. Hún hefði verið í svartri vinnu og viljað vera það. Á endan- um náðum við því í gegn að hann skrifaði upp á, en þetta er ekkert sniðugt þegar fólk þarf að fá eitt- hvað út á vinnuna sína; sjúkra- dagpeninga, atvinnuleysisbætur eða eitthvað því um líkt. Þá kemst það að því að það er réttlaust.“ Nú er mikið af ykkar fólki í hlutastörfum á kvöldin og um helgar og ekki um aðalvinnu þess að rœða. Er þetta fólk ekki bara að taka sénsinn, vinna svart ogfá allan peninginn í stað þess að horfa á eftir stórum hluta hans í skatta og til félags sem það þarf — efþað er heppið — aldrei á að halda? Er nema eðlilegt að hver reyni að bjarga sér? „Það reyna auðvitað allir að bjarga sér, en við getum ekki við- urkennt að þetta sé eðlilegt því fólk á að vera félagsbundið á því svæði þar sem það vinnur.“ Ett þetta er skiljanlegt. „Já.“ Nú eruð þið búin að opna um- rœðu um ykkar mál með þessari gagnrýni. Hvert verður næsta skref? „Það verður hert eftirlit og meiri yfirferð á staðina. Kynning á rétti starfsfólksins verður aukin og reynt að gera fólk meðvitað um þær skyldur sem það hefur við fé- Iagið og félagið við það.“ Á RÖNGUNNI Kvarrrgg!!! Þarna detta önnur þrjú egg Jóhann! Næst kaupum við almennilegt hreiður... TVÍFARAR Listamennirnirfutidu sér hvor sinn farveginn fyrir sköp- unarþrána, því Bjarni Þórarinsson sjónháttafrœðingur hefurjyrst ogfremst helgað sig myndlistinni, en Nick Cave hitis vegar tónlistinni. Hinu má ekki gleyma að báðir eru mennirnir dílettantar og mega með sönnu kallastJjöllista- menn. Að aldrinum frátöldum ogþeirri staðreynd aðfor- ittgjarnir eru andfætlingar má eiginlega segja að þeir séu eitts. Lífsafstaðan ersvipuð, sömuþykku augabrúnirnar lyftastaf utidrunyfir firrtri veröld, framúrskarandi nefið ber eðlislœgri forvitni ogþekkingarþorsta fagurt vitni og úraugutn beggja skín tryllingslegurglampi listamannsins, setn hefur höndlað sannleikann og vill svo gjarnan segja frá honum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.