Pressan - 24.09.1992, Síða 9

Pressan - 24.09.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 9 Viðskipti ísnó við Landsbankann STÆRSIA AF URMUMmP bankansB Eitt síðasta stóra gjaldþrotið í Er ljóst að Landsbankinn er að setja n) „Ég get ekki einu sinni étið lax lengur," sagði stjórn- andi stórrar lánastofnunar. Skiptum á brotabúi fiskeldis- fyrirtækisins fsnó er nú að ljúka og ljóst að lítið sem ekkert fæst upp í kröfur. Þá liggur fyrir að Landsbanki fslands tapar veruleg- um upphæðum vegna afurðalána til fyrirtækisins. Samkvæmt heim- ildum PRESSUNNAR er þetta stærsta afurðalánatap bankans vegna fískeldisins. Bankinn lýsti 280 milljóna króna kröfu í þrotabúið en fær nánast ekkert upp í þá kröfu sína. Áður hafði bankinn leyst til sín af- urðir sem fundust og reynt að koma þeim í verð. Það liggur fyrir að sala þeirra gaf ekki nema brot af þeim lánum sem stóðu á bak við afurðir fyrirtækisins. Sverrir Hermannsson banka- stjóri baðst undan því að tjá sig um þetta mál þegar eftir því var leitað. FENGU 8 TIL10 PRÓSENT UPP í AFURÐALÁN Eftir gjaldþrotið í apríl f vor rak bankinn fyrirtækið um skeið til að koma afurðum í verð. Á því tíma- bili var slátrað um 100 tonnum af fiski en miðað við verð sem bauðst þá hefur bankinn líklega ekki fengið nema 20 til 25 milljón- ir fyrir þann fisk. Aðrar afurðir sem bankinn seldi voru seiði og klakfiskur sem seld voru til Rifóss hf. í Kelduhverfi. Rifós, sem er fyr- irtæki fyrrum starfsmanna fsnó, borgaði 6 milljónir fyrir fiskinn og 16 milljónir fyiir aðrar eigur fsnó. Eyjólfur Konráð Jónsson taldi bókfært verð upp á 400 milljón- iríaprílalltof lága tölu. Samkvæmt þessu má leiða lík- ur að því að bankinn hafi fengið 8 til 10 prósent af afurðalánum sín- um til baka. Miðað við að bankinn hafði það að reglu að lána ekki nema 50 prósent af afurðaverði má telja ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis við fyrirgreiðsluna til fsnó. Menn kunnugir í bankakerfinu segja þetta enn eitt dæmið um skipbrot afurðalánakerfisins gagnvart fiskeldinu. Eftirlitsþátt- urinn hafi hreinlega mistekist og þó að margoft hafi komið upp ágreiningur milli banka og fyrir- tækja um afurðastöðu hafi bank- inn ekki haft nein tök á að verja stöðu sína nema með því að hætta afurðalánum, en það þýddi ein- faldlega gjaldþrot. Forráðamaður fyrirtækis, sem starfar í fiskeldi í dag við ögn skárri aðstæður, sagði líka að bankarnir væru svo brenndir að þeir virtu fiskeldismenn í dag ekki viðlits þótt þeir færu fram á af- urðalánaviðskipti. „Ég ræddi við alla þrjá aðalbankana og tveir þeirra höfnuðu mér algerlega en sá sem tók mér best krafðist trygg- ingar fyrir hverri krónu,“ sagði forráðamaður fyrirtækisins. Þetta gerist þó að afurðaverðlð hafi hækkað um 50 prósent frá því Landsbankinn slátraði sínum ísnólaxi í vor. Þessi viðbrögð eru reyndar ekkert einsdæmi því ljóst er að lánastofnanir vilja sem minnst af fiskeldinu vita. Reyndar fannst flestum lánardrottnum fsnó ákaf- lega tilgangslítið að fjalla um fyrir- tækið nú þegar skiptum væri að ljúka. „Ég get ekki einu sinni étið lax lengur,“ sagði forstjóri stórrar lánastofnunar. 400 MILLJÓNA KRÓNA BÓKFÆRÐ EIGN HVARF Á FIMM MÁNUÐUM Daginn eftir að ísnó var tekið til gjaldþrotaskipta sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, stjómarformað- ur fýrirtækisins, að raunvirði fyr- irtækisins væri miklu meira en bókfærð eign upp á 400 milljónir segði til um. Nú, ríflega fimm mánuðum seinna þegar skiptum er lokið, kemur hins vegar í ljós að eignir fyrirtækisins voru ákaflega lítils virði. Kröfur námu 625 milljónum króna og fæst ekkert upp í al- mennar kröfur. Bústjóramir telja að ein til þrjár milljónir fáist upp í forgangskröfur en það fer eftir því hvemig tekst að selja lítt veðsettan vömbíl sem eftir var og einhvem skrifstofubúnað. Auk þess voru einhverjar útistandandi kröfur sem ísnó átti en óvíst hvað kemur út úr þeirri „eign“. Forgangskröfur voru upp á 9 milljónir en þar er fyrst og fremst um að ræða launakröfur og kröfur frá lífeyrissjóðum starfsmanna. Þess má reyndar geta að Lands- bankinn tók að sér að greiða launakröfur starfsmanna eins og þær vom við gjaldþrotið til að tryggja áframhaldandi rekstur á meðan fiskur væri í stöðinni. Framkvæmdasjóður fslands leysti til sín flestar eigur fyrirtæk- isins enda með fyrsta veðrétt. Má þar nefna rekstur og kvíar fyrir norðan, í Kelduhverfi. Einnig vom kvíar í Vestmannaeyjum. Allt þetta keyptu þeir í Rifósi á 16 milljónir eins og áður sagði. Þá leysti Framkvæmdasjóður til sín fasteign félagsins á Öxnalæk í Ölfusi og hefur ekki tekist að selja hana ennþá. Kerin sem þar vom em hins vegar í eigu kaupleigufyr- irtækisins Glitnis. FISKVEIÐASJÓÐUR TAPAR 70 MILLJÓNUM Fiskveiðasjóður var með 70 milljóna króna kröfu í búið. Hún er tilkomin vegna ábyrgðar sjóðs- ins á erlendu láni frá 1986 en skömmu síðar kippti Fiskveiða- sjóður að sér höndum í fiskeldinu. f raun náði fsnó áldrei að greiða nema brot af þessu erlenda láni þannig að ábyrgðiroar féllu fljót- lega á sjóðinn. Krafan hefur verið afskrifuð „í praxís" eins og Svavar Ármannsson hjá Fiskveiðasjóði sagði, þ.e.a.s. inn á afskriftarreikn- ing. Hins vegar á eftir að gera grein fyrir afskriftinni í bókhaldi sjóðsins. Má gera ráð fýrir að það verði gert við gerð næsta ársreikn- ing. Þá átti Þróunarfélag íslands 67 milljóna króna kröfu f búið, til- komna vegna fóðurkaupalána frá 1989. Eftir því sem næst verður komist var búið að færa megnið af þessari kröfu inn á afskriftarreikn- ing Þróunarfélagsins. Þó mun vera eftir að afskrifa um 15 millj- ónir. Þróunarfélagið tók reyndar bakábyrgðir hjá fóðurstöðvunum, en hingað til hefur ekki verið hægt að ganga að miklu fé þar. Ein þeirra, þrotabú fstess, átti reyndar 30 milljóna króna kröfu í þrotabú ísnó. ATVTNNUTRY GGINGA- SJÓÐUR TAPAR100 MILLJ- ÓNUM Atvinnutryggingasjóður lánaði að núvirði 100 milljónir til ísnó árið 1990. Þessi upphæð er glötuð, enda stóðu veð sjóðsins það aftar- lega. Hún reyndar samsvarar tjón- inu sem fsnó varð fyrir þegar mik- ið magn af fiski tapaðist úr kvíum við Vestmannaeyjar í janúar 1990. Það varð reyndar nokkuð þekkt mál vegn'a þess að hvarf fisksins uppgvötvaðist ekki fyrr en nokkru síðar og hafði þá fóðri verið dreift í tómar kvíamar um skeið! Þetta óveðurstjón fékkst aldrei greitt hjá norska tryggingafélaginu vegna þess að það taldi að fsnó- menn hefðu ekki borið sig rétt að. Eitt af því sem erlenda trygginga- félagið setti fyrir sig var að ekki voru notaðir utanaðkomandi kaf- arar við eftirlit. Einnig voru ísn- ómenn sakaðir um að nota léleg seiði. Lyktir málsins voru því á einn veg; ekkert fékkst út úr trygg- ingum.________________________ íiguróur Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.