Pressan - 24.09.1992, Page 16

Pressan - 24.09.1992, Page 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 Fylgisþróun flokka ---■--- II Hafa 5 ÞINGMENN, FENGJU 7 13 >5% Hafa 9 ÞINGMENN, FENGJU 8 Skoðanakönnunin var framkvæmd helgina 19.-20. september. Spurt var „Ef kosið væri ril Alþingis nú, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ 60% '90 '91 '92 Hafa 10 ÞINGMENN, FENGJU 10 HAFA 26 ÞINGMENN, FENGJU 24 PRISSAN/AM 6n% FYLGI I ÞESS- ARI KÖNNUN 6,4% Skoðanakönnun Skáís fvrir PRESSUNA Kratar sveiflast upp þegar allaballar tapa fluginu Ríkisstjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga nú. Kratar mælast nú sterkari en nokkur undan- farin ár. Fylgistap sjálfstæðismanna frá kosningum virðist hins vegar staðfest. Allur vindur er úr fylgissveiflu Alþýðubandalags- ins og Framsókn tapar einnig. Kvennalistinn er eini stjórnarandstöðuflokkurinn í sókn. Að ofan sést hvernig þingsæti skiptust á milli flokkanna miðað við NIÐURSTÖÐU SKOÐANAKÖNNUNARINNAR. INNAN SVIGANS ER RAUNVERULEG TALA ÞINGMANNA HVERS FLOKKS, EN INNST GEFUR AÐ LlTA STUÐNINGINN, SEM AÐ BAKI LIGGUR. PRKSSAN/AM Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís hefur gert fyrir PRESSUNA mundi rík- isstjórnin halda þingmeirihluta sínum ef gengið yrðí til kosninga nú. Alþýðuflokkurinn héldi öllum sínum 10 þingmönnum en Sjálf- stæðisflokkurinn mundi missa 2 af sínum 26. Eftir stæði þingmeiri- hluti 34 þingmanna á móti 29 þingmönnum stjórnarandstöð- unnar. Alþýðubandalagið mundi tapa einum þingmanni; einn stjórnarandstöðuflokka. Fram- sókn mundi hins vegar vinna einn og Kvennalistinn tvo. ALÞÝÐUFLOKKURINN VINNURÁ í könnuninni mældist fylgi Al- þýðuflokksins 16,4 prósent hjá þeim sem tóku afstöðu. Flokkur- inn hefúr ekki fengið jafngóða út- komu í skoðanakönnunum Skáís síðan fyrir kosningarnar 1987 eða fyrir meira en einu kjörtímabili. f nóvember á síðasta ári fóru kratar meira að segja undir 10 prósentin íkönnunSkáís. í síðustu kosningum fengu kratar 15,5 prósent atkvæða og dugði það þeim til 10 þingsæta. Samkvæmt könnuninni nú héldi flokkurinn þeim þingsætum en bætti ekki við sig þrátt fýrir fylgis- aukningu um 0,9 prósentustig. Kratar munu hins vegar ugg- laust túlka þessar niðurstöður sem meiri fylgisaukningu en svo að hún dygði ekki til að fjölga þingmönnum þeirra. Alþýðu- floldcurinn á það sammerkt með öllum flokkum utan Sjálfstæðis- flokks að fá yfirleitt meira upp úr kjörkössunum en niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir kosningar bera með sér. Ef gerður er samanburður á síðustu könnun Skáfs fyrir kosningarnar 1991 og úrslitum kosninganna þá gæti fylgið nú borið með sér væntingar um 18,8 prósenta fylgi og 12 þing- menn. En það er sama hversu sterkir menn eru í trúnni eða reikningn- um. Enginn er þess umkominn að spá um hvert óákveðna fylgið fer stuttu fyrir kosningar þótt finna megi vissa meginstrauma út úr síðustu kosningum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FASTUR Það hefur verið merkilega lítil breyting á fýlgi Sjálfstæðisflokks- ins frá því í nóvember í fýrra. Hann hefur sveiflast þetta hálft prósent upp eða niður fyrir 37 prósentin. Nú er hann fýrir neðan; með 36,4 prósenta fýlgi. Það gæfi honum 24 þingmenn eða tveimur færri en hann hefúr nú. Sjálfstæðisflokkurinn má því muna fífil sinn fegurri í skoðana- könnunum. Á blómatíma hans, á stjórnarandstöðumánuðunum á síðasta kjörtfmabili, mældist hann löngum yfir 50 prósentum í könn- unum Skáís; eða allt ffá miðju ári 1989 ffam til mars á síðasta ári. f kosningunum í aprfl fékk hann hins vegar ekki nema 38,6 pró- senta fýlgi. Fylgið nú er 2,2 pró- sentustigum lakara en kosninga- árangurinn. Ef sömu aðferð er beitt á fýlgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt þessari könnun og Alþýðuflokks- ins þá bætir það ekki stöðuna. Fylgið nú gefur aðeins loforð um 31,2 prósenta fýlgi í kosningum og aðeins 20 þingmenn. Það er aðeins skárra en eftir strandhögg Borgaraflokksins 1987 en engu að síður hörmuleg útkoma fýrir Sjálf- stæðisflokkinn. KVENNAUSTINN EINI STJÓRNARANDSTÖÐU- FLOKKURINN Á UPPLEIÐ Samkvæmt þessari könnun er Kvennalistinn eini stjórnarand- stöðuflokkurinn sem hefur bætt fýlgi sitt ffá síðustu könnun í júlí. Hann fær nú 11,3 prósenta fylgi en var með 9,0 prósent í júlí. Og 11,3 prósentin nú gæfu listanum sjö þingkonur eða tveimur fleiri en hann hefur nú. f síðustu kosningum fékk Kvennalistinn 8,3 prósenta fýlgi. Árangurinn nú er því 2 prósent- ustigum betri en þá. Samanburðurinn sem var beitt hér að ofan á fýlgi krata og sjálf- stæðismanna í síðustu kosning- um, og síðustu könnun fýrir þær, mundi litlu sem engu breyta fýrir konurnar þar sem fýlgi þeirra í síðustu könnun Skáís var merki- lega nálægt kjörfýlginu. Fylgið mundi þó hækka í 11,7 prósent án þess að það skilaði Kvennalistan- um fleiri þingsætum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ f LÆGÐ Allur vindur virðist úr Alþýðu- bandalaginu þótt flokkurinn sé í stjórnarandstöðu. Flokkurinn bæði minnkar ffá síðustu könnun og er auk þess eini stjórnarand- stöðuflokkurinn sem mælist með minna fýlgi en í síðustu kosning- um. Samkvæmt könnuninni fengju allaballar 13,5 prósenta fylgi og átta þingmenn. Það er 0,9 pró- sentustigum lakari árangur en í síðustu kosningum og flokkurinn mundi missa einn þingmanna sinna. Eftir nokkurn fjörkipp í könn- uninni í nóvember á síðasta ári hefur fýlgi Alþýðubandalagsins mælst minna og minna. Forystu- mönnum flokksins virðist því ekki hafa tekist að nýta sér stjórn- arandstöðuna til vinsælda. En eins og kratar geta allaballar snúið niðurstöðum þessarar könnunar sér í vil með því að benda á niðurstöður síðustu könnunar fýrir kosningamar 1991 og úrslit sjálffa kosninganna. Sú aðferð mundi hækka fylgi Al- þýðubandalagsins upp í 16,9 pró- sent og færa þeim tíu þingmenn, einum fleiri en þeir hafa nú. Eftir sem áður yrðu allaballar að sætta sig við að vera minni en kratamir, en það þykir þeim mikil skömm í eilífu stríði A-flokkanna. FRAMSÓKN TAPAR EN ER ENNSTÓR Framsókn tapar nokkm ffá síð- ustu könnun eða 2,4 prósentustig- um. Hann mælist nú með 22 pró- senta fýlgi og fengi samkvæmt því fjórtán þingmenn eða einum fleiri en hann hefúr í dag. Þrátt fýrir tap ffá síðustu könn- un er fýlgi Framsóknar enn vel yf- ir kjörfýlgi flokksins frá síðustu kosningum. Þá fékk hann 18,9 prósenta fýlgi eða 3,1 prósentu- stigi minna en hann mælist nú með. Stjórnarandstaðan hefur nýst Framsókn betur en Alþýðubanda- laginu. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá stjórnarmyndun mælst með yfir 20 prósent og allt upp í 25 prósent. En frá síðast- liðnu vori hefúr heldur dregið úr vindinum í segl Framsóknar. Eins og Kvennalistakonur getur Framsókn lítið beitt talnaleik til að oftúlka niðurstöður þessarar könnunar. Síðasta könnun Skáfs fyrir kosningarnar 1991 sagði nokkuð rétt fyrir um fýlgi flokks- ins. Hann gæti í mesta lagi búist við 23,1 prósents fýlgi en engum þingmanni til viðbótar við þá fjór- tán sem hann fengi samkvæmt þessari könnun. _____________ GunnarSmári Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.