Pressan - 24.09.1992, Side 17

Pressan - 24.09.1992, Side 17
FIMMTUDAGUR PltESSAN 24. SEPTEMBER 1992 17 13 J-Vithöfundar voru fljótir að fmna nafh á tekjuöflun Friðriks Sophussonar og stofnsettu Hreyfingu gegn lestrarskatti. Fyrir utan nafngiftina er það einkum tvennt sem hefur vakið athygli við þetta framtak. Það er að í „hreyfmgunni" eru tíu manns og flestir, ef ekki allir, voru meðal þeirra sem börðust gegn því að Þráinn Bertelsson yrði for- maður Rithöfundasambands íslands. Þeirra á meðal eru fráfarandi formaður, Einar Kárason, og mótframbjóðandi Þráins, Sigurður Pálsson, ljóðskáld og kvikmyndaffamleiðandi... XT að kom að því að tímaritið Samúel rakst á dónaskap sem því var ekki að skapi. Undanfamar vikur hefur kvenfólk orðið fyrir ónæði af völdum símadóna sem segist vera að vinna að kynlífskönn- un fyrir Gallup, Skáís eða viðlíka fyrir- tæki. Spumingamar em af svæsnari gerð- inni, en vitaskuld stendur ekkert blað eða tímarit fyrir þessum mddaskap. Samúel hefur þó orðið fyrir svo miklum óþægind- um vegna þessa að blaðið býður nú fimmtíu þúsund krónur hverjum þeim sem lætur rekja símtal af þessu tagi og af- hjúpar þannig dónann... s em kunnugt er seldu forráðamenn fyrstudeildarliðanna í handknattleik Stöð 2 deildamafhið. Þetta hefur vakið misjöfn viðbrögð, enda finnst flestum sem þama sé of langt gengjð; að tengja nafh íslands- mótsins með þessum hætti við eitt fjöl- miðlafyrirtæki. Þetta hefur líka vakið mikla óánægju hjá forráðamönnum ann- arra sérsambanda sem hafa notað þessa sömu fjáröflun. Þykir ljóst að þama hafi handknattleiksmenn nánast eyðilagt þessa tekjuöflunarleið endanlega... TT' -LVristín Jóhannesdóttir kvik- myndagerðarmaður er nú stödd í Mar- seille í Frakklandi, en þar verður hún við- stödd sýningu á mynd sinni Svo á jörðu sem á himni ásamt aðalleikar- anum, Pierre Vaneck. Innan tíðar heldur svo Kristín til Kanada, en myndin hefur verið val- in sem opnunarmynd á kvikmyndahátíðina í St. Thérese, í frönskumælandi hluta landsins. Annars mun aðsókn á myndina hafa verið góð og hafa nú meira en 10 þúsund áhorfendur séð hana... EFTIRFARANDI MYNDMENNTA- NÁMSKEIÐ ERU í BOÐI HAUSTIÐ 1992 Hlutateikning, 3 kest. á viku í 11 vikur. Verð kr. 6.600. Teiknun og málun, 1. fl. og framhaldsflokkur, 4 kest. á viku. Verð kr. 8.800. Módelteikning, 1. fl. og framhaldsflokkur, 4 kest. á viku. Verð kr. 13.300. Stutt umhverfis- og haustlitanámskeið. Verð kr. 5.000. Teiknun og litameðferð f. unglinga. Verð kr. 4.500. Upplýsingar í síma 12992 og 14106. NÁMSKEIÐ I LISTÞJALFUN ALLIR GETA TEIKNAÐ, MÁLAÐ OG SKAPAÐ Barnahópar, unglingahópar, fullorðinshópar LEIÐBEjNANDI: Unnur Óttarsdóttir, listþjólfi, útskrifuð fró Pratt Institute með Mastersgróðu í listþjólfun (art therapy). SKAPANDI LISTÞJÁLFUN Aukin sköpunargleði. Listræn tjáning á tilfinningum og hugsunum. LISTÞJALFUN Framhaldsnántskeið, Hápmeðferð Vinna með íilfinningar. Betri líðan. Upplýsingar i sima: 642064 JT ingkonur Kvennalistans hafa allar verið á ferð um Norðurland vestra að undanförnu. Það er óvenjulegt framtak svona í miðjum EES-önnunum að vísitera kjördæmi þar sem þær eiga ekki einu sinni þingkonu. Með þingliðinu í för er Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem ný- orðin er starfskona Kvennalistans eftir hálfs árs dvöl í höfuðstöðvum EFTA I Genf... X vikunni birtist skemmtileg neytenda- könnun í DV þar sem gerð er úttekt á sjússamælum höfuðborgarinnar. f upp- hafi er kynnt að í könnunina sé ráðist vegna þráláts orðróms um að svindlað sé á viðskiptavinum veitingastaðanna með röngum sjússamælum. Niðurstaða könn- unarinnar er hins vegar á annan veg, því í ljós kemur að allir átta staðimir sem lentu í úrtakinu eru vel yfir mörkunum. Vekur reyndar eftirtekt hve ríflega hefur verið hellt í glas blaðamannsins á vettvangi rannsóknarinnar. Skýringin á því er sam- kvæmt heimildum frá barþjónunum að það hafi þótt mjög augljóst hvað um var að vera þegar blaðamaðurinn k.om inn til að framkvæma rannsókn sína. Var hann með sérstakt mæliglas sem hann helti í úr glasinu sem hann fékk á bamum. Flestir barþjónamir gripu tækifærið og helltu mjög ríflega í glasið við barinn og fá síðan glimrandi auglýsingu fyrir herlegheitin... Á, . sínum tíma varð töluvert fjaðrafok út af horfnum fiski í laxeldisstöð Smára við Þorlákshöfn. Brugðust forráðamenn Landsbankans ókvæða við með Sverri Her- mannsson banka- stjóra í broddi fylkingar þegar kom I ljós að lítið sem ekkert var af fiski í kerjunum og órafjarri því að nálgast það sem afurðalán hafði fengist út á. Málið var kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem ffamkvæmdi einhverja ffumrannsókn og tilkynnti svo að málið væri ekki hægt að rannsaka. Síðan hefur það legið óhreyft... HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 Opið virka daga kl. 9-18. Opið iaugardaga ki. 10-14. NOTAÐIR BILAR - BILAÞING - NOTAÐIR BILAR - BILAÞING MMC Lancer GLX, árg. ’89,1500 vél, sjálfsk., 4 d., Ijósblár, ek. 36 þús. km. V. kr. 700.000 stgr. Nissan Primera SLX, árg. ’92, 2000 vél, sjálfsk., 4 dyra, gylllur, ek. 13 þús. km. V. 1.380.000 stgr. MMC Colt GLXi, árg. ’92, 1600 vél, sjálfsk., 3 d., steingrár, ek. 2 þús., km. V. 1.050.000 stgr. N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING N0TAÐIR BILAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI \«maam Pi MMC Pajero, langur, árg. ’90, furbo dísil int- Toyota LandCruiser GX, árg. ’88, 4000 turbo vél, sjálfsk., 5 dyra, Ijósblár, ek. 15 þus. km, ercooler vél, sjálfsk., 5 d., grænn, ek. 50 dísil vél, 5 g., 5 d., Ijósbrúnn, ek. 103 þús. álfelgur, sóllúga,„limited“. V. 1.430.000 stgr. þús. km, 31" dekk, kantar, álf. o.fi. V. kr. km, 100% driflæsingar. V. kr. 2.300.000 stgr.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.