Pressan - 24.09.1992, Page 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992
PRESSAN/JIM SMART
Engilbert Jensen
Aldrei
haft
frægðar
drauma
Það voru Hljómar sem fyrir
aldarfjórðungi fengu ungmeyjar
landsins til að vökna um augun,
kikna í hnjáliðunum og fá sting í
hjartað. Bítlaæðið sem tröllreið
allri heimsbyggð líkamnaðist í
hljómsveitinni hérlendis og þeir
Rúni Júl, Gunni Þórðar, Elli Gunn
og Engilbert Jensen urðu að popp-
stjörnum á einni nóttu. Ekki urðu
vinsældirnar minni þegar Shady
Owens bættist í hópinn og margir
eiga minningar úr þéttskipuðum
tónleikasölum þrungnum svita,
gráti og gleði trylltra ungmenna.
Frægðarsólin skein glatt og lifað
varhátt.
Mikið vatn er runnið til sjávar
síðan, en söngur Engilberts
gleymist seint þrátt fyrir að hann
hafi að mestu sagt skilið við tón-
listina. Hann ætlaði sér aldrei að
verða frægur og segir meira segja
að það hafi verið óþægilegt þegar
stúlkurnar voru að leita hann uppi
jafnt að nóttu sem degi. Það varð
þó ekki hjá því komist og nú er
hann kominn í sviðsljósið á ný.
Hvernig hófst tónlistarferill-
inn?
„Ég byrjaði að syngja í barna-
kór norður á Akureyri. Við fórum
í ferðalag til Noregs, sem var ansi
gaman fyrir gutta á þessum tíma.
Þar fékk ég bakteríuna. Síðar flutti
ég suður til Keflavíkur, lenti utan í
músíkinni og var fljótlega kominn
í skólaband. Þá var ég fímmtán
ára og söng eingöngu, en nokkru
síðar fékk ég áhuga fyrir tromm-
um og fór að gutla í að æfa mig.“
Hvenœrfóru Hljómar af stað?
„Árið 1963. Þá fóru þeir sinn
fyrsta rúnt um landið en ég kom
inn í bandið sem trommuleikari
og söngvari ári síðar. Ég hafði
starfað með ýmsum hljómsveit-
um og spilaði til að mynda með
hljómsveit Þóris Baldurs og ann-
arri með Guðmundi Ingólfssyni.
Með þeirri síðarnefndu var oft
farið til Sigluíjarðar á síldarárun-
um, en á vertíðartímum kom þar
mikið af fólki og einkum margar
stúlkur sem söltuðu. Þarna var
mikið vakað og mikið unnið en
svo í landlegum var mikið stuð.
Ríkinu var meira að segja lokað,
því menn voru hræddir um að
það yrði allt vitlaust af fylliríi.“
Menn komust nú samt yfir
brennivín?
„Jú, jú, sjóarar drukku allan
fjandann og stemmningin var al-
þeirra en ég fór í hljómsveit sem
hét Tilvera. Það var nú aðeins eitt
ár sem ég gutlaði í henni og en
seinna spilaði ég með Ólafi Gauki.
Eftir það fór ég í Hauka, sem var
sæmilegasta hljómsveit.
Við spiluðum mikið í gamla
Sigtúni og þar var mikið fjör.
Einnig fórum við út um allt land
og á Röðli vorum við mikið -
vorum orðnir hálfgert húsgagn
þar. Haukarnir voru reyndar
sukkband og laust í reipunum, en
það var mikið §ör í kringum það.“
Maður hefur nú heyrt trölla-
sögurafþví.
„Já, eitthvert vín var haft um
hönd, en meðan hljómsveit er í
gangi snýst allt um hana. Ég fór til
að mynda ekki að sjá landið mitt
fýrr en ég hætti að spila og skynj-
aði að það var eitthvað meira
þarna en bara tónlist. Hópurinn
sem rnaður umgekkst var tiltölu-
lega fámennur, en einhvern veg-
inn var alltaf einhver sem þekkti
mann ef maður fór eitthvað ann-
að. Oft var þá að heilsa upp á
mann fólk sem maður þekkti ekk-
ert og það gátu skapast vandræða-
leg augnablik."
Kom aldrei upp íþér sú hugs-
un að slá í gegn erlendis?
„Ég hef aldrei verið haldinn
neinum frægðardraumum og
aldrei unnið með því hugarfari. Ég
tók þátt í þessu sem hljómsveitar-
meðlimur og lagði fram það sem
ég hafði fram að færa. Það var al-
veg nóg fýrir mig að spila tónlist-
ina. Ein plata var þó gefin út fyrir
erlendan markað og gekk hljóm-
sveitin þá undir nafninu Þórs-
hamar. Við fórum út til Svíþjóðar
og vorum kosin besta hljómsveit-
in á Norðurlöndunum. Við fórum
líka upp í sjötta sæti á vinsælda-
lista í Bandaríkjunum. Það var
svosem alltaf verið að brasa eitt-
hvað og umboðsmenn reyndu hitt
og þetta. Yfirleitt kom þó í Ijós að
þetta voru einhverjir fuglar sem
vildu vera í kringum bransann
þótt einhverjir hafi ef til vill stjórn-
ast af hugsjón. Maður hélt að
heimurinn væri bara blíður og við
tónlistarmennirnir áttum okkur
einskis ills von. Það lýsti þó bara
einfeldni manns, því það var ákaf-
lega mikið af púkum þarna með
hornin úti að reyna að næla sér í
ýmsa hluti.
Ef ég væri að byrja í þessu í dag
yrði farin allt önnur leið. Þá
myndi ég tvímælalaust fara í
klassíkina og verða óperusöngv-
ari.“
Syng varla í baði núorðið
Hefur þú alltafhafl þessa sér-
kennilegu rödd?
„Ætli ég sé ekki fæddur með
hana, því móðir mín var einnig
með góða rödd. Ég tók reyndar
nokkra söngtíma hjá Björgvini
Jörgensen og Maríu Markan, en
það var smátt í sniðum. Ég hef þá
trú að söngvarar fæðist með rödd-
ina sína.“
Hvað stendur upp úr þegar þú
horfir til bakayfirferilinn?
„Fyrsta upplifun mín stendur
upp úr, þegar ég fór út með
barnakórnum til Noregs. Þar var
farið ægilega vel með mann og ég
fór á mikið flug og var hátt
stemmdur. Hljómleikarnir í Há-
skólabíói eru líka minnisstæðir og
margir stemmningartónleikar
aðrir. Glaumbær var mjög
skemmtilegur og stundum söng
ég fýrsta settið í rólegheitum. Þeg-
ar fór að líða á kvöldið æstist hins
vegar leikurinn og endaði oft á
tryllingi."
Þú leggur tónlistina svo alger-
lega á hilluna.
„Ég var í Geimsteini með Rún-
ari í nokkur ár en fékk leið á tón-
listarbransanum í kringum 1984
og hætti alveg. Síðan hef égækki
verið í neinu nema hvað ég hef
sungið í einni skírn og svo tekið
þátt í nokkrum sýningum. Það er
komið ungt fólk í þennan bransa
núna og ég var búinn að fá nóg.
Núorðið syng ég varla í baði.“
Ertu perfeksjónisti?
„Já, sennilega er ég það. Að
minnsta kosti reyni ég að gera
eins vel og ég get. Það verður að
segjast að því meira sem maður
leggur í eitthvað, því meira fær
maður til baka. Það leiðir til þess
að manni líður betur og verður
ánægðari fyrir vikið. Þegar vissa er
fyrir því að ég hafi staðið mig vel
fyllist ég ánægju.“
... OG PÁ KEMUR SÆLU-
STR A U MURINN
Hljómar eftir 25 ár. Hvernig
leggstþetta íþig?
„Ég er nokkuð spenntur, en ég
fer nú ekki í neinar hæðir af þessu
ennþá. Það getur hins vegar gerst
ef maður stendur sig vel og það
skilar sér þegar viðbrögð fólksins
eru góð. Þá, og aðeins þá, finnur
maður hvort maður hefur staðið
sig vel eða ekki... og þá kemur
sælustraumurinn yfir mann.
Við förum af stað á laugardag-
inn og verðum fjórir ásamt Shady.
Að auki verður þarna eitthvað af
aðstoðarfólki til að gera okkur
kleift að spila lögin sem við tókum
upp á sínum tíma þegar allt var
margsungið hvað ofan í annað.
Lögin eiga að hljóma eitthvað
svipað og á plötunum svo fólk
verði ekki svildð. Tónleikahaldið á
sínum tíma var mun hrárra en nú
og þróun hefur orðið mjög mikil,
bæði í hljóðfærum, hljómflutn-
ingsgræjum og þó sérstakleg í
söngkerfum. Nú getur maður tek-
ið rödd og tvöfaldað hana þannig
að hún virðist helmingi stærri.
Þetta höfðum við ekki áður fyrr og
vorum frekar að tína þetta af
trjánum. Ég hef þróast með græj-
unum og alltaf fylgst með þótt ég
hafi ekki verið að spila og hef
aldrei tapað röddinni þótt ég hætti
að syngja. Trommuleikurinn er
hins vegar ekki jafnlipur og áður.
Nú er þetta allt stærra í sniðum,
en það fer allt stress úr manni
með aldrinum og því er ég ósköp
rólegur yfir þessu. Ef ég kann
minn part vel þá er þetta allt í lagi,
en það er auðvitað frumskilyrði að
heildarsvipurinn sé góður og ég
hef þá trú að okkur muni takast
þetta vel.“
Áttu von á að hitta einhverja
kunningja frá þessum tíma,
jafnvel gamlar kœrustur?
„Það er alveg viðbúið. Maður er
alltaf að hitta fólk. Það kemur ef-
laust eitthvað af þessu fólki sem
var í Glaumbæ á sínum tíma, en
meðal þeirra sem sást bregða fyrir
voru Davíð Oddsson og Ólafur
Ragnar Grímsson. Hann var kom-
inn í gráu jakkafötin strax á þess-
um tíma og fjármálaráðherra man
églíkaeffir.“
„Bláu augun þín“ verða
þarna, erþað ekki?
„Öll þessi lög koma fram í
dagsljósið.“____________________
Telma L. Tómasson
veg ótrúleg.“
Kann ekki skýringu
Á FRÆGÐINNl
Þetta er fyrir tíð Hljóma.
Hvað varð til þess að þúfórst að
spila meðþeim?
„Ég var búinn að æfa svolítið
með þeim áður, en það var ekki
búið að ákveða endanlega hverjir
yrðu í bandinu. Ég hafði fylgst
með Gunnari og þeim strákunum,
komst í samband við þá og við
urðum strax góðir félagar. Ég var
þá með þeim í eitt ár en þá kom
Pétur östlund, sem fékk starf
söngvarans. Þá stofnaði ég hljóm-
sveit ásamt Jóhanni G., Oðmenn,
en það verður að segjast að
Hljómar féllu niður við að fá Öst-
lund og má segja að söngurinn
hafi dottið niður með mér. Það
gekk ágætlega í Óðmönnum en
þeir vildu fá mig aftur yfir í
Hljóma og ég lét mig hafa það, og
Pétur fór yfir í Óðmenn. Eftir
þetta spiluðu Hljómar til ársins
1969 og Shady Owens bættist í
hópinn.“
Urðu Hljómar strax vinsœlir?
„Þetta gerðist um leið og bítlið
fór í gang og varð strax hálfgert
æði. Eg kann enga skýringu á því
hvað olli frægðinni en það getur
verið að söngurinn hafi haft sitt að
segja. Ég minnist þess að hafa
upplifað algera múgsefjun þegar
við spiluðum á tónleikum í Há-
skólabíói."
Leiðyfir skvísurnar... ?
„Já, já, það varð allt vitlaust og
þær grenjuðu meira að segja.
Upplifunin var svolítið skrítin til
að byrja með og ég man eftir því
þegar ég lauk við lag, sem mig
minnir að hafi verið House of the
Rising Sun, að það kom svo rosa-
leg fagnaðarbylgja á móti okkur
að ég hélt ég myndi hreinlega
detta aftur fyrir mig.“
það rann á fólk æði
Hvernig leið ykkur undir
frœgðarsólinni, var hún ekkert of
heit?
„Þetta var hálfskrítið og við
vorum mjög eftirsóttir.
Stelpur voru að hringja á
öllum tímum sólarhrings
og grófu upp staðina sem
við æfðum á. Við reyndum
hins vegar að fara huldu
höfði — vorum stundum
hreinlega í felum — því
það var stórt stökk að fara
inn í frægðina og enginn
átti von á þessu. Ég hafði
verið í mörgum hljóm-
sveitum ff am að þeim tíma
og allt verið mjög venju-
legt. Manni var jú vel fagn-
að ef maður stóð sig vel en
okkur datt ekki í hug að
það rynni á fólk þetta æði.“
Hvaða lög voru það
sem trylltu liðið?
„Allt sem var í gangi. Við spil-
uðum og hlustuðum mikið á Kan-
ann — Keflavík var jú bítlabær-
inn. Við vorum því oft í sambandi
við Kanann og fórum í útvarpið
uppi á velli til að fá lánaða músík.
Kanaútvarpið var það eina sem
var til fyrir utan gömlu gufuna og
stundum hringdum við og báðum
þá að spila eitthvert lag sem við
höfðum heyrt. Þá vorum við til-
búnir með upptökutækið og gát-
um á þann hátt fylgst með, þannig
að við vorum yfirleitt skrefi á und-
an öðrum.“
Það var nú ekki um margar
poppstjörnur að velja.
„Nei, við vorum heitasta band-
ið þá og allt snerist um okkur. Þó
svo að aðrir væru að reyna eitt-
hvað annað virtist það ekkert
ganga."
alltaf eitthvað verið
AÐ BRASA
Hvað varð um Hljóma?
„Þeir voru leystir upp í kring-
um 1969. Gunnar og Rúnar fóru í
Trúbrot og Elli var umboðsmaður