Pressan - 24.09.1992, Side 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992
PRESSAN
gj^BAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar Egill Helgason
SigurðurMár Jónsson
Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir
Dreifingarstjóri HaukurMagnússon
Eðlilegt að virðis-
auki leggist á fjöl-
miðla sem önnur
fyrirtæki
Því miður virðist ekki vera til svo aumur hagsmunahópur í
samfélaginu að hann geti ekki svínbeygt núverandi ríkisstjóm.
Allan feril hennar hefur hún þrásinnis verið rekin til baka með
tillögur sínar vegna andstöðu ýmissa samtaka hagsmunaaðila.
Sökum þessa hefur ríkisstjómin gert starfstíma sinn að farsa þar
sem hún leggur fram hugmyndir sínar en étur þær síðan ofan í
sig við minnsta mótlæti. Áhorfendur Undrast hins vegar hvers
vegna ráðhemmum er lífsins ómögulegt að sjá fyrir sér andmæli
hagsmunahópanna. Þau virðast alltaf koma þeim í opna skjöldu.
Ef þeir sæju andstöðuna fyrir gætu þeir sjálfir séð um að jarða
hugmyndir sínar úr því þeir hafa ekki meira þor en raun ber vitni
til að mæta andstöðunni.
Síðasta dæmið um þetta er tillögur fjármálaráðherrans um
virðisaukaskatt á fjölmiðla, hitaveitur og önnur fýrirtæki sem
hingað til hafa verið undanþegin skattinum. Það þarf ekki bráð-
greindan mann til að sjá fyrir harmakvein þeirra sem hafa hag af
skattleysi þessara fyrirtækja. Meðal þeirra eru fjölmargir einstak-
lingar sem hafa nánast haft atvinnu af harmakveini. En ráðherr-
amir sáu þetta ekki fyrir. Þegar kvörtunum rigndi yfir þingheim
drógu þeir hugmyndir sínar til baka.
PRESSAN er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að afriema allar
undanþágur í virðisaukakerfinu. Það er ekkert eðlilegra en virðis-
aukaskattur sé settur á PRESSUNA og aðra fjölmiðla, svo fr amar-
lega sem ríkisvaldið lækkar skatthlutfallið í virðisaukanum á
móti en notar ekki breikkaðan skattstofri til að auka enn á óhóf-
seyðslu ríkisbáknsins.
Fjölmiðlar, bókaútgáfur og hitaveitur eru á engan hátt merki-
legri atvinnustarfsemi en skóviðgerðir, matvöruverslun eða hvað
annað — nema ef til vill fyrir þá sem vinna við hana. Það er í
raun ekkert sem réttlætir að ríkisvaldið pikki út einstakar greinar
og búi þeim önnur skilyrði en öðrum atvinnugreinum.
Ef þau sjónarmið ríkja að styrkja eigi þessar atvinnugreinar
umfram aðrar er rétt að gera það beint með ffamlögum úr ríkis-
sjóði. Þá þurfa menn með opin augu að leggja 100 milljónir í
þetta og 500 milljónir í hitt. Með því að hafa styrkina í formi
skattafsláttar veit enginn þingmaður f raun hversu mikið af al-
mannafé hann leggur í viðkomandi atvinnugreinar og hann er
því algjörlega ófær um að meta hvort almenningur fær sannvirði
styrks síns til baka.
Einhvem tímann mun hér sjálfsagt koma ffarn ríkisstjóm sem
hefur afl til að afnema undanþágur ffá virðisaukanum og þor til
að standa við þá ákvörðun. Þegar það gerist ber ríkisstjóminni
hins vegar að veita viðkomandi fyrirtækjum eðlilegan aðlögunar-
tíma til að sveigja sig að breyttum forsendum í rekstri. Hingað til
hefur ríkisvaldið sjaldnast litið á það sem eðlilega sanngirni.
Starfsmenn fjármálaráðuneytisins hafa verið uppteknari við að
reikna út heildarskattinn sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en
hvaða áhrif einstakar skattbreytingar hefðu á fólk og fyrirtæki.
Þau fyrirtæki sem nú var rætt um að setja undir virðisauka-
skattskerfið geta gert kröfu um slíkan aðlögunartíma, en þau hafa
engin haldbær rök í höndunum fyrir því að fá sig laus undan
skattinum.
Rltstjóm, skrifstofur og auglýsingar
Nýbýlavegi 14-16, slmi 64 30 80
Faxnúmer
Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjóm 64 30 85,
drelfing 64 30 86, tæknideild 64 30 87.
Áskríftargjald
700 kr. á mánuöi ef greitt er með VISÁ/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur I lausasölu
BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Bergljót Friöriksdóttir,
Friðrik Þór Guðmundsson, GuÖrún Kristjánsdóttir,
Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari,
Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesarl, Telma L Tómasson.
PENNAR: Stjómmál og viöskipti; Birgir Arnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn
Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, ValgerÖur Bjamadóttir, össur Skarphéðinsson.
Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórs-
dóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist.
Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Öskar, Kristján Þór Ámason.
Setning og umbrot PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
V I K A N
SUNDRAÐIR VERKTAKAR
Sameinaðir verktakar hættu í
vikunni að standa undir nafni. Frá
stofnun hefur nafn fyrirtækisins
verið réttnefni. Allir eigendur þess
hafa verið sameinaðir sem einn í
að láta sem minnstar upplýsingar
um ofsagróða fyrirtækisins leka
út. Þeir hafa líka verið sameinaðir
um að láta bankainnstæður hrúg-
ast upp til að halda tökum sínum
á bönkunum og þeir hafa verið
sameinaðir um að eignast hluti í
öðrum hlutafélögum til að marg-
falda áhrif sín. Seinna orðið í
nafninu, „verktakar", hefur hins
vegar alltaf verið rangnefhi. Fyrir-
tækið hefur verið eignarhaldsfyr-
irtæki og ekki sinnt neinum al-
mennilegum verkum. En eftír síð-
asta aðalfund eru Sameinaðir
verktakar sundraðir, Upp er kom-
in misklíð, sem kannski er ekki að
undra miðað við alla þá Ijármuni
sem fyrir eru í fyrirtækinu. Það er
því eðlilegt að nafni fyrirtækisins
verði breytt í Sundraða verktaka.
SUNDRAÐIR ÞINGFLOKKAR
Eftir tilraunir ríkisstjómarinnar
til að búa til fjárlög og koma sam-
an efnahagsaðgerðum er komið í
Ijós að þingflokkar stjórnarinnar
eru sundraðir en ekki sameinaðir
að baki ríkisstjóminni. Matthías
Bjamason hefur lýst því að and-
rúmsloftið í þingflokki sjálfstæðis-
manna sé ekki skemmtilegt (og
kemur kannski engum mikið á
óvart). Hann segir að ráðherramir
haldi ekki nógu góðu sambandi
við almenna þingmenn og þing-
mennirnir séu fúlir vegna þess.
Hér er því um samskiptamál að
ræða. Ef til vill ætti Sjálfstæðis-
flokkurinn að fara að dæmi for-
stöðumanna Biffeiðaskoðunar fs-
HVERS VEGNA
Skiptir andstaða EB-þjóðanna
við Maastricht okkur máli?
„Sú andstaða við Maastricht,
sem fram hefur komið í Evrópu
undanfarið, mun að sumu leyti
gera Evrópubandalagið aðgengi-
legra til samvinnu fyrir íslenska
hagsmunaaðila en um leið gera
hugsanlega inngöngu fslands í
bandalagið erfiðari. Ef við lítum
fyrst á það sem gerir samstarfið
aðgengilegra fyrir fslendinga þá er
það fyrst og ffemst vegna þess að
hægja mun á sammna og þróun
innan bandalagsins, sem þýðir að
dýpkun á pólitískri og efnahags-
legri samvinnu meðal helstu rflcja
bandalagsins mun ekki fara jafn-
hratt og stefndi í. Um leið getur
þessi sýnilega andstaða leitt til
þess að þau öfl innan bandalags-
ins sem berjast fýrst og ffemst fyr-
ir stækkun þess, ffekar en dýpkun
á samvinnu, verði ofan á. Það er til
að mynda ljóst að Bretar, sem
núna fara með forystu í bandalag-
inu, njóta stuðnings ýmissa fleiri
ríkja í þessu sambandi og má þar
á meðal nefna Hollendinga ásamt
fleiri aðilum. Hins vegar er það
meginniðurstaða sumarsins að
upp ér komin í Evrópu öflug krafa
um beint lýðræði innan banda-
lagsins. Að þessari niðurstöðu
fenginni verður reynt til þrautar
að gera bandalagið lýðræðislegra
en það hefur verið til þessa og
þeim öflum innan Evrópubanda-
JÖN ORMUR HALLDÓRSSON, DOKTORISTJORNMÁLAFRÆÐUM SVARAR
lagsins, sem vilja styrkja lýðræðis-
stofnanir innan þess, mun vaxa
ásmegin. Þetta gerir hugsanlega
inngöngu eða náið samstarf ís-
lendinga við bandalagið mun erf-
iðara. Astæðan er sú að með þessu
mun vald færast til Evrópuþings-
ins og þar munu einstök ríki ekki
hafa neitunarvald og einnig munu
einstök rflci síður geta samið um
sérhagsmuni og verða frekar að
beygja sig undir lýðræðislegt
meirihlutavald í bandalaginu öllu.
Styrkur smáríkja innan banda-
lagsins felst fyrst og fremst í
möguleikum til milliríkjasamn-
inga en við aukið lýðræði minnka
þessir möguleikar.
Valið hefur staðið á milli þess
hvort lífga eigi samvinnuna eða
stækka bandalagið. Ekki er hægt
að gera hvort tveggja í senn. Nú
virðist lúdegra að bandalagið verði
stækkað en að um hraðan sam-
runa verði að ræða, þó að sú þró-
un verði heldur ekki stöðvuð með
öllu. Margt gerir að verkum að
bandalagið virðist erfitt í sam-
FJÖLMIÐLAR
Eiður vill banna upplýsingar
t tíð ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar voru uppi hug-
myndir um að setja lög um upp-
lýsingaskyldu stjórnvalda. Sem
betur fer varð ekkert af þessum
hugmyndum og þær fengu bless-
unarlega að sofna. Eins og frum-
varpsdrögin litu út hefðu lögin
fyrst og fremst verið notuð til að
hefta aðgang almennings (og
hinna heilögu fulltrúa þeirra;
blaðamannanna) að upplýsing-
um.
En Eiður Guðnason umhverfis-
ráðherra hefur ekki gefist upp.
Hann hefur lagt fyrir Alþingi
frumvarp til laga um aðgang að
upplýsingum um umhverfismál
og upplýsingamiðlun. Það frum-
varp sýnir rækilega tilgang stjóm-
valda með lagasetningu um upp-
lýsingastreymi frá hinu opinbera
til umbjóðenda sinna; það er að
veita embættismönnum vopn til
að neita að gefa umbeðnar upp-
lýsingar ef þeim býður svo við að
horfa.
Eftir að hafa tilgreint að al-
menningur hafi rétt á upplýsing-
um hefur Eiður sett saman langan
lista af undantekningum. Þannig
má ekki veita upplýsingar sem
hafa áhrif á öryggi ríkisins og
vamarmál (óheimilt er að veita
upplýsingar um mengun ffá hem-
um). Einnig er óheimilt að veita
upplýsingar sem kunna að hafa
áhrif á mál sem eru í rannsókn
eða á fmmstigi rannsóknar hjá
stjórnvöldum (starfsmenn um-
hverfisráðuneytisins geta því með
góðri samvisku neitað að veita
upplýsingar um öll mál sem em til
meðferðar hjá þeim). Eiður vill
líka banna allar upplýsingar sem
kunna að hafa áhrif á viðskipta-
hagsmuni einstaklinga eða fyrir-
tækja (þar með má ekki orð leka
út um mengun frá fyrirtækjum
þar sem fréttir af henni munu án
efa hafa áhrif á viðskiptahagsmuni
þeirra). Eiður er líka á móti því að
veita upplýsingar ef það hefur
áhrif á úrslit mála sem enn em á
undirbúningsstigi (lfldega til að
hann geti sjálfur komist að niður-
stöðu án þess að þjóðin sé eitt-
hvað að blanda sér í málið). f
fmmvarpinu em fjórar aðrar und-
antekningar sem of langt mál yrði
að þylja upp hér.
Ef sá sem sækist eftir upplýs-
lands, sem á sínum tíma fengu
sálfræðinga til að lappa upp á
samskipti undir- og yfirmanna.
Þar var það samkomulag gert að
sálfræðingurinn skyldi vera við-
staddur öU samtöl; annars yrði lit-
ið svo á að þau hefðu aldrei farið
ffam.
SUNDRAÐ SAMBAND
Þriðja sundraða fyrirbrigði vik-
unnar er Sambandið. Landsbank-
inn hefur ákveðið að taka það yfir
og selja í pörtum. Það eina sem
mun standa eftir af Sambandinu
verður kontór forstjórans og
fundarherbergi stjómarinnar. Það
má því segja að þótt Sambandið
hafi þurft að gefa ýmislegt frá sér
hafi forsvarsmönnum þess tekist
að halda því mikilvægasta.
vinnu og það sem mönnum
stendur mest ógn af á íslandi er
mjög náin samvinna en þetta ætti
að verða til þess að bandalagið
verði aðgengilegra, enda þá meira
í ætt við opið viðskiptasvæði en
pólitíska einingu. Pólitískir at-
burðir í Evrópu í sumar hafa skipt
meira máli fyrir íslendinga en
nokkurt það mál sem komið hefur
upp í íslenskum innanlands-
stjómmálum um langa hríð. Þetta
er vegna þess að efnahagslíf okkar
er með beinum og óbeinum hætti
nátengt Evrópu og mjög háð því
sem þar gerist og þessi tenging
verður enn nánari í framtíðinni.
Við ráðum nú þegar miklu minna
um stefnu í efnahagsmálum,
vaxtamálum, viðskiptamálum og
jafhvel í ríkisfjármálum en menn
lfldega gera sér almennt grein fyr-
ir, hvað sem líður formlegu valdi
sem hér er til staðar. Vald okkar í
efnahagsmálum felst sífellt meira í
réttinum til að gera mistök, sem
við þurfum síðan að borga fyrir.
Fram til þessa hafa menn hins
vegar sífellt talað um Evrópu eins
og utanrflcismál sem séu fremur
forvitnileg en að þau hafi beina
þýðingu. Það er vafalítið vegna
ótrúlega fátæklegs fréttaflutnings
af þessum efnum allt fram undir
þennan tíma.“
ingum er ósáttur við synjunina
getur hann skotið máli sínu til
ráðherra, samkvæmt lögunum,
það er ef ráðherra hefur ekki sjálf-
ur synjað honum.
Þetta frumvarp Eiðs er náttúr-
lega út í hött. Viflausast af öllu er
að Eiður skuli ekki geta beðið eftir
því að einhver rflcisstjórnin taki
sig til og setji lög um upplýsingar
heldur búi til sitt eigið frumvarp
til að vemda þær litlu upplýsingar
sem honum hefur verið treyst fyr-
ir. Næst má sjálfsagt búast við
sambærilegu frumvarpi frá Hall-
dóri Blöndal um bann við öllum
upplýsingum um landbúnaðar-
mál ef þær snerta viðskiptahags-
muni bænda eða samtaka þeirra.
G unnar Smári tgihson