Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 25 STJÓRNMÁL Að axla ábyrgð RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR reyndi að bjarga sér. Málið snerist um það að öll börn ættu rétt á dagheimilisplássi án tillits til hjú- skaparstöðu foreldra. „Nú er nóg komið,“ sagði sú alrólegasta í hópnum. „Það gengur ekki lengur að tuða um þetta mannréttinda- mál í eldhúsum og stofum um all- an bæ, það er kominn tími til að gera eitthvað." Hinar samsinntu og afmælisveislan breyttist í und- irbúningsfund íyrir aðgerðir for- eldra í dagvistarmálum. f gær- kvöldi voru þær með fund í Gerðubergi. Ég vona að það hafi verið vel mætt og eitthvað komi út úr aðgerðum þeirra. Böm eiga allt hið besta skilið og góð dagvist er hluti af því. Þótt ég eigi engin böm sjálf finnst mér það koma mér við arnar. Meðan ég var að blanda mér drykk varð ég vitni að áhuga- verðum samræðum karlanna. Einn, sem er á hraðri uppleið í fyr- irtæki sínu enda reiðubúinn að leggja á sig langan vinnudag og til- búinn að axla ábyrgð, var að segja reynslusögur úr vinnunni. „Þegar við vorum að skipuleggja sumarffí starfsfólksins benti einn mér á að við yrðum að taka mið af því að dagheimilin loka í júlí. Ég starði á hann og spurði hvað það kæmi okkur við,“ það var vottur af hneykslun í rödd unga deildar- stjórans. Hinir horfðu spurnar- augum á hann og biðu líklega eftir brandaranum. „Jú, hann benti mér á að dagheimilin em lokuð í júh' og það vinna svo margar ein- Hannfékk litlar undirtektir og er líklega talinn „sissí“ á vinnustað sínum Vinkonur mínar em að skipu- leggja aðgerðir í dagvistarmálum. Kannski get ég síðar sagt að bylt- ingin hafi byrjað í afmælisboði hjá mér. Líklega hef ég sett of mikinn sykur í kökumar því þær urðu sí- fellt æstari eftir því sem h'ða tók á kvöldið. Upphafið var að ein fór að segja raunasögu af gæslu bama sinna. Hún er giff og verður því að leita á náðir dagmæðra. Hún var að flytja í nýtt hverfi og gengur illa að finna konu sem hún getur sætt sig við. Hinar sjö em í sömu spor- um svo ég, bamlausa konan, hélt að ég yrði að sitja undir kunnug- legum reynslusögum allt kvöldið. Vinkonur mínar þekkjast fæstar innbyrðis en eiga það sameigin- legt að þekkja mig og vera mæður á fertugsaldri. Ein þeirra lýsti því hvernig móðir hennar Ieysir allt sænska velferðarkerfið af hólmi. Þau hjónin bjuggu í Svíþjóð árum saman og voru vön því að hafa börnin á dagheimili allan daginn og gátu því sinnt vinnu sinni áhyggjulaus. Þegar þau fluttu heim urðu þau íslenska kerfinu að bráð, leikskóli hálfan daginn, nota hádegið til að skutla til dag- mömmu, sundurslitinn skóladag- ur o.s.frv. Hún segir að dæmið gengi aldrei upp ef móðir hennar væri ekki heimavinnandi og gæti passað börnin þegar þau þurfa á því að halda. Mæður hinna vinna úti og þvf er ekki hægt að reiða sig áþær. f miðri raunalegri frásögn af barni kunningjakonu systur vin- konu minnar, sem var rekið af barnaheimilinu þegar móðirin fór í sambúð, sagði ein að það væri með öllu óþolandi hvernig fólk misnotaði kerfið. Þættist ekki vera í sambúð bara til að geta haldið dagheimilisplássinu á meðan gift fólk ætti í stökustu vandræðum og þyrfti að borga fullt gjald fyrir börnin sín á einkadagheimilum eða hjá dagmæðrum. Hún upp- skar fjörugar umræður og niður- staðan varð sú að kerfið sjálft væri rotið og ekki furða þótt fólk hvernig búið er að foreldrum og börnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig búið er að fólki. Uppeldi er ekki einkamál foreldra og ég furða mig á því að fleiri, einkum feður, skuli ekki hugsa eins og ég. Það er svo dýrt að fá barnapíu á kvöldin og foreldrar kynslóðar- innar sem ég þekki nenna ekki að eyða kvöldunum í öðrum stofiim að glápa á annarra manna sjón- varp. Samkvæmislífið er því ffem- ur fábreytt, en einstaka boð rekur þó á fjörurnar. Eitt þeirra fór að kynskiptast þegar líða tók á kvöld- ið, karlamir hópuðust við barinn en konurnar við grænmetisskál- staðar mæður hjá okkur sem verða að fá frí á þeim tíma. Ég sagði honum að ég hefði aldrei heyrt neitt jafn fáránlegt og það að fýrirtæki yrðu að taka mið af því við reksturinn hvernig barna- gæslu starfsfólks væri háttað. Það er einkamál hvers og eins.“ Kyn- bræður hans kinkuðu samþykkj- andi kolli. Einn reyndi að malda í móinn og sagði að það væri gang- ur lífsins að fólk eignaðist böm og sjálfsagt væri að atvinnulífið tæki mið af því. Hann fékk litlar undir- tektir og er líklega talinn „sissf' á sínum vinnustað. Brátt var farið að tala um áhugaverðari hluti, fót- bolta, golf, laxveiði og kvennafar annarra. Ég yfirgaf þessa ábyrgð- arfullu menn og lét mig hverfa í eiginkonufansinn. Það kom mér ekki á óvart að þær vom famar að tala um dagvistarmál. Eiginkona deildarstjórans, sem telur sig vera vel gifta enda maður hennar fyrir- myndarfaðir, sagðist vera að hugsa um að verða heimavinn- andi. „Það er bara verst,“ sagði hún döpur á svip, „að mér finnst svo gaman í vinnunni. En það er spurning hvort það tekur því að leggja á sig allt þetta stress þegar launin fara hvort sem er öU í barnagæslu." Sá er eldurinn heit- astur sem á sjálfum brennur, en hví deila foreldrar ekki með sér þeim eldi sem uppeldi barna þeirra er? Af hverju fara laun kvenna í barnapössun? Eru hjón hætt að hafa sameiginlegan fjár- hag? Það er löngu tímabært að konur viðurkenni að þær vinna úti af því að þær vilja það, en ekki eingöngu vegna þess að tvær fyrir- vinnur þarf til að framfleyta fjöl- skyldu. Hvers vegna finnst konum þær aldrei geta krafist neins fyrir sig sjálfar, aðeins fyrir böm, eigin- menn, aldraða foreldra eða fá- tæku börnin í Affíku? Á meðan karlmenn axla ekki ábyrgð á eigin börnum er varla hægt að búast við að þeir sjái „þjóðhagslegt mikilvægi" dag- heimUa. Það er kominn tími tU að karlmenn axli þá ábyrgð sem felst í því að vera faðir, þá gera þeir sér ef tíl vfll betur grein fyrir ábyrgð- inni sem felst í því að búa í samfé- lagi manna. Höfundur er ritstjóri Veru STJÓRNMÁL Klassískur denni ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Það er engu logið þegar stað- hæft er að Framsóknarflokkurinn sé nú kominn í buUandi vandræði vegna afstöðunnar tU EES. í fjar- veru Halldórs Ásgrímssonar ffaman afþinginu töluðu formað- ur flokksins og skutulsveinar hans úr eldri kanti Framsóknar nánast eins og flokkurinn væri heill og óskiptur gegn EES-samningnum, og þeir hefðu fullkomlega gleymt að fyrir skömmu átti Framsókn þátt að ríkisstjórn, sem einróma studdi samninginn. Þessi málflutningur er vita- skuld í algjörri andstöðu við það sem forysta flokksins sagði marg- sinnis meðan hún sat í síðustu rfldsstjórn, og um sinn virtist því sem gagnger stefnubreyting væri orðin á afstöðu Framsóknar. Nú er hins vegar smám saman að koma í ljós, að þeir Denni og PáU Pétursson voru of bráðir á sér; Þungavigtarmenn innan Fram- sóknarflokksins eru annarrar skoðunar en þeir tvímenningamir sem hafa leitt andófið gegn EES af hálfu Framsóknar. Eftir að HaUdór kom heim hef- ur hann veitt viðtöl sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en svo að hann telji vel koma tU greina að styðja EES. Það er ennfremur mjög athyglisvert að hann hefur ekki tekið undir þau rök for- manns flokksins og formanns þingflokksins að samningurinn brjóti stjórnarskrána. Einn hinna yngri manna sem væntanlega verða kaUaðir tU forystu í náinni framtíð, Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, talaði sömuleiðis þannig í lok umræðunnar um EES, að engu líkara var en pilturinn væri ný- kominn úr stjórnmálaskóla hjá ungum jafnaðarmönnum. Annar ffamtíðarmaður, Finnur Ingólfs- son, hefur sömuleiðis kosið að tjá sig ekki um samninginn, og er þó eldd orða vant að öllum jafnaði. Margir túlka það svo að hann sé ósammála þeirri afstöðu flokksins sem Steingrímur og PáU hafa túlk- að gegn EES í umræðum í þing- inu. Flest bendir því tíl þess í bili að Framsókn kunni að þríklofna í at- kvæðagreiðslu, nokkrir verði með samningnum, einhverjir sitji hjá, en afgangurinn greiði atkvæði gegn. Lending Framsóknar er þó enn óráðin en Steingrímur Her- mannsson mun reyna aUt hvað af tekur að jafna ágreining innan flokksins og láta þingmennina ná sameiginlegri lendingu. Hugsan- Iega mun hún felast í hjásetu, á þeim grundveUi að samnmgurinn sé í raun hagstæður fyrir lands- menn, en vafi leiki á þeim þætti sem snýr að stjómarskránni. f Ijósi þess hversu þungt Stein- grímur Hermannsson heftir talað gegn EES á þinginu er forvitnUegt að bera saman það sem hann segir núna í stjórnarandstöðu og það sem hann sagði áður í ríkisstjóm. Þá kemur í ljós að það er engu lík- ara en stjómarskiptin hafi komið af stað mjög öm pólitísku breyt- ingaskeiði hjá formanni Fram- sóknarflokksins sem enn er ekki séð fyrir endann á. Á sælum samvistardögum með félaga Jóni Baldvini í ríkisstjórn lék Steingrímur Hermannsson á als oddi þegar EES bar á góma. Hann leit réttUega á sig sem einn af feðrum þessa mikilvægasta samnings lýðveldisins og vorið 1990 urðu fleyg þau ummæli for- sætisráðherrans fyrrverandi að sér væri ekki kunnugt um neinn ágreining mUli sín og Jóns Bald- vins. f langri og merkri ræðu sem formaður Framsóknarflokksins hélt við upphaf umræðna á þingi um EES í ágúst var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Nú hafði Steingrímur flest á horn- um sér varðandi samninginn, sem hann feðraði þó sjálfur sem for- sætisráðherra. Fram að ríkisstjórnarskiptum taldi formaður Framsóknar- flokksins afdráttarlaust að fyrir- vörum íslendinga væri haldið vel tU haga. Framsóknarflokknum var sérstaklega umhugað um að útlendingar ættu ekki of greiða leið inn á íslenska vinnumarkað- inn og flokkurinn vUdi að þeir fyr- irvarar, sem settir yrðu í samning- inn, dygðu til að hægt væri að „grípa í taumana“ ef fólksflutn- ingar myndu raska vinnumark- aði. í umræðum árið 1989 talaði Steingrímur Hermannsson þann- ig, að erfitt var að skilja hann öðruvísi en svo, að almennt ör- yggisákvæði — svipað og í samn- ingi okkar um sameiginlega nor- ræna vinnumarkaðinn — væri nægjanlegt. Niðurstaðan varð svo í þá veru, enda aldrei mótmælt á gervallri tíð Framsóknar í ríkis- stjórninni. En ekki voru tveir mánuðir liðnir ffá því Framsókn var komin úr stjóm, þegar formaður flokks- ins sagði án þess að blikna í viðtali við Morgunblaðið að sér þætti „.. .alveg óffágengið með fyrirvar- ana á fólksflutningunum og vinnuleyfunum...“ (!) Af stóli forsætisráðherra varð formanni Framsóknar tíðrætt um nytsemd samninganna fyrir ís- lenskan sjávarútveg. Þegar hann flutti sinn mikla ópus um EES á þinginu í ágúst var hann hins veg- ar alveg búinn að „gleyma“ ávinn- ingi þessarar hart leiknu atvinnu- greinar af samningnum. f öllum orðaflaumnum var tæpast minnst á sjávarútveg. Forsætisráðherrann fyrrver- andi hafði sömuleiðis þráfaldlega sagt, að líkast til myndi EES leiða í senn til lækkunar vaxta og lægra verðlags til hagsbóta fyrir neyt- endur og fyrirtæki í landinu. Þetta „gleymdist“ líka í ræðunni miklu í ágúst. Eitt gleggsta dæmið um sinna- skiptin er þó að finna í afstöðu Steingríms Hermannssonar til gagnkvæmra skipta á veiðiheim- ildum. Sem forsætisráðherra var enginn efi á stuðningi Steingríms við þá leið. Þannig ávarpaði hann fulltrúa EB gegnum Morgunblað- ið þann 4. mars 1989 með svo- felldum hætti: „Við skulum tala um veiðiheimildir fyrir veiðiheim- ildir. Komið þið með eitthvað sem við höfum áhuga á.“ Halldór Ás- grímsson átti jafnffamt viðræður við fulltrúa ÉB um gagnkvæm skipti, og á grunni þessarar stefnu ffamsóknarmanna voru samning- arnir ræddir, — og að lokum gerðir. En samstundis og Steingrímur Hermannsson hafði tapað stóli forsætisráðherra kom annað hljóð í strokkinn. Eftir einn mánuð í stjórnarandstöðu var nú afstaðan svo gerbreytt, að í viðtali lét hann þess getið að sér litist illa á fyrir- huguð gagnkvæm skipti á veiði- heimildum. Á meðan á samstarfí þeirra fé- laganna stóð lét Steingrímur Her- mannsson aldrei uppi þá skoðun, að samningurinn bryti í bága við stjórnarskrána. Afstaða hans núna er gerbreytt. Nú er hann nefnilega búinn að skoða málið og kominn á þá skoðun að sennilega hafi hann bara haft rangt fyrir sér. Sennilega sé þetta — eftir á að hyggja — bara alls ekki nógu gott „Égvilsegjaþað." Þessi dásamlegi snúningur er klassískur denni. Skipta um skoð- un eins og ekkert sé, og láta næst- um því eins og maður hafi verið hálf-plataður af einhverjum, sem er eiginlega ekki hægt að nefna. Klassískur denni er stjórnmála- ffæðilegt undur sem ekki er hægt að skilja, bara skoða og njóta. Hötundur er þingtlokkstormaður Alþýöu- flokks. Þá kemur í Ijós aðþað er engu líkara en stjórnarskiptin hafi komið afstað mjög öru pólitísku breytingaskeiði hjáfor- manni Framsóknarflokksins sem enn er ekki séðfyrir endann á. U N D I R Ö X I N N I »Með þessu er stjórnin að framfylgja samþykkt sem gerð vará bandalagsþingi BSRB í fyrra. Tilgangurinn með þess- ari kröfu BSRB um þjóðarat- kvæðagreiðslu er fyrst og fremst að fá umræðu um mál- ið. Upplýsa fólk betur um kosti þess og galla að fara í EES og hver staðan yrði ef við sætum hjá. Alla þessa þætti viljum við fá umræðu um.Vitræna um- ræðu, ekki pólitíska." Teljið þið þá að umræðan myndi opnast ef þjóðarat- kvæðagreiðsla kæmi til? „Við teljum að ef þjóðarat- kvæðagreiðsla kæmi til myndi þessi umræða — sem við telj- um að vanti í þjóðfélagið — opnast og við fá meiri vitn- eskju um þessa hluti. Islend- ingar hafa ekki haft nein tæki- færi til að fá að vita það sem snertir þá sjálfa. Við vitum ým- islegt um markaðinn en fólk veit minna um það sem snertir Islendinga í heild, til dæmis venjulegan launamann. Hvaða áhrif þetta getur haft á launa- fólk í landinu, hver réttindi launafólks verða, hvort þau verða skert eða aukin. Við vilj- um fá umræðu um þessi mál. Meiri umræðu en verið hefur." Finnst ykkur stjórnmálamenn- irnir hafa brugðist þeirri skyldu sinna að upplýsa fólk um þessi mál öll? „Ég held að stjórnmálamenn þurfi að átta sig á því að þeir þurfa að nálgast hinn almenna kjósanda. Þeireru komnirdállt- ið langt í burtu frá honum og sú er alltaf hættan hjá stjórn- málamönnum; að þeir fjarlæg- ist kjósendur." Hafið þið eitthvað heyrt frá al- mennum félagsmönnum um hvernig þessi gjörð ykkar likar? „Eftir því sem ég hef heyrt eru undirtektirnar jákvæðar. BSRB hefur ekki tekið afstöðu til inn- göngu í EES, við teljum að fólk þurfi að fá að vita meira um málið áður en til framkvæmda kemur." Inni á Alþingi hefur krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu aðal- lega komiðfrá stjórnarand- stöðunni en stjórnarsinnar eru henni mótfallnir. Eruð þið ekk- ert hrædd um að þessi ákvörö- un ykkar verði túlkuð pólitískt, að þið séuð að ganga til liðs við stjómarandstöðuna á móti rfk- isstjórninni? „Við erum ekki að ganga í lið með neinum öðrum en þeim sem vilja fá að vita meira, óháð pólitískum skoðunum." Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) hefurfyrir hönd félagsmanna sinna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði (EES). Gagnrýnisraddir hafa heyrst um þessa gjörð stjómarinnar. Ragnhildur Guð- mundsdóttir er varaformaður BSRB.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.