Pressan - 24.09.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24.SEPTEMBER 1992
29
LESENDUR
Um banka-
reikninginn í
tslandsbanka
J PRESSUNNI þann 17. september er
haft eftir Birni Eysteinssyni að ég fari
„frjálslega og liðugt með staðreyndir“.
Vegna þessa vil ég segja eftirfarandi:
I svari bankaeftirlitsins „varðandi
starfshætti fslandsbanka hf.“ kemur fram
að „viðskiptabanka eða sparisjóði er al-
mennt óheimilt að bakfæra af reikningi
án samþykkis reikningseiganda."
Birni væri hollt að líta sér nær, því
bankaútibú hans hefur farið frjálslega
með inneign á reikningi viðskiptamanns.
Yfirstjóm fslandsbanka ætti einnig að
skammast sín fyrir að leggja blessun sína
yfir verknaðinn með þögninni og þeirri
hrokafullu ákvörðun að endurgreiða við-
skiptamanninum ekki þann pening sem
tekinn var af reikningi hans.
Til að bíta höfuðið af skömminni var
bankinn þó óformlega reiðubúinn til að
útvega peningana eftir öðrum leiðum, ef
þetta tiltekna dæmi yrði ekki gert að
blaðamáli. Þessu tilboði um greiðslu fyrir
þögn var að sjálfsögðu hafnað, en eftir sit-
ur spumingin um siðferði þess sem til-
boðið gerir.“
Vilhjálmur Ingi Amason,
formaður Neytendafélags
Akureyrar og nágrennis.
Bjarni ekki
formaður
í viðtali við Bjarna Ákason í síðustu
PRESSU var sagt að hann væri formaður
handknattleiksdeildar Vals. Það er ekki
rétt, Bjami er fyrrverandi formaður en
núverandi formaður heitir Lúðvík Sveins-
son. Bjami og Lúðvík em beðnir velvirð-
ingar á mistökunum.
Þá brenglaðist setning höfð eftir Bjama
f vinnslu viðtalsins. Rétt er setningin:
„Það var alltaf sex mánaða sperra en síð-
an kemur upp sú staða að félög vilja að
fara að kaupa leikmenn og láta þá bara
vera í sperru í sex mánuði, en þá hefðu
þeir verið lausir í úrslitakeppnina og get-
að leikið í henni með nýju félagi."
Jóna Ingibjörg
hœtt
Frá og með þessu blaði leggjast af pist-
lar Jónu Inibjargar Jónsdóttur kynlífs-
fræðings af í PRESSUNNI. Jóna Ingibjörg
hefur ritað pistla sína fyrir blaðið frá stof-
nun þess eða rétt rúm fjögur ár. PRES-
SAN þakkar Jónu samstarfið.
Ritstj.
Kanaríeyjaferðir
viðbótarsæti á
tilboðsverði
Air Europa
Frábær þjónusta í beinu
leiguflugi til Kanarí. Eftir
Ijúffenga máltíð verður boðinn
tollfrjáls varningur til sölu og
sýnd kvikmynd til að stytta
farþegum stundir
Brottfor:
Bjóðum nú 100
viðbótarsæti
á tilboðsverði Air Europa
til Kanaríeyja
Með tímamótasamstarfi stærsta leiguflugfélags Spánar — Air Europa og
Heimsferða, býðst ný íslendingum hagstæðari Kanaríeyjaferðir en nokkru
sinni fyrr. Air Europa flýgur nú í fyrsta sinn til íslands og býður því farþegum
Heimsferða sæti á sérstöku kynningarverði.
Bókaðu strax og tryggðu þér þessi einstöku kjör!
17. desember — aðeins 42 sæti laus.
7. janúar — fá sæti laus
28. janúar— laus sæti.
18. febrúar.
11. mars.
7. janúar — 3 vikur
Jólaferð 17. des. — 3 vikur
Verð frá aðeins
39.700
m. v. hjón með tvö börn, 2-11 ára.
Verð kr59.900
pr. mann miðað við tvo í smáhýsi
Þökkum frábærar viðtökur.
Verð frá kr.
Hjón með tvö börn.
Verð kr.
74.900
pr. mann
pr. mann m. v. tvo í íbúð
Yfir 200 sæti seldust upp
á þremur dögum.
Glæsilegir nýir gististaðir:
Vista Dorada / Sonnenland - Smáhýsi í Maspalomas
Duna Beach / Duna Golf - Glaesileg smáhýsi hjá golfvellinum í Maspalomas
Liberty Sol - í miðbæ Playa del Inglés
Corona Roja - Við ströndina á Playa del Inglés
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
TURAUIA
Það er sama hvert farartækið er
- aðgæslu þarf ávallt að sýna!
Ú
UMFERÐAR
RÁÐ