Pressan


Pressan - 24.09.1992, Qupperneq 31

Pressan - 24.09.1992, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992 I Þ R Ó T T I R 31 Árangur íslands í Evrópu- keppni f rá 1964 Nij»i lllilll ARNAR SÁ EFTIR- SÓTTASTI f hvert skipti sem lið falla verður mikil ásókn íbestu leik- menn þeirra. Því hafa Blikar svo sannarlega fengið að kynn- ast undanfarið, en innan her- búða þeirra er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, Arnar Grétarsson. Eftir því sem komist verður næst hafa þegar nokkur lið, með Reykjavíkurrisana KR og Fram í broddi fylkingar, sóst eftir Arnari. Amar sagðist sjálíur lítið um þetta vilja ræða en sagði að það hlýti að auka möguleika sína á að halda sæti í landsliðinu ef hann léki í fyrstu deild. „Menn hafa verið að tala saman, en það er ekkert alvarlegt ennþá,“ sagði Arnar, sem æfir nú með landsliðinu. Þá heftir PRESSAN heimild- ir fyrir því að í gegnmn bróður Arnars, Sigurð Grétarsson hjá Grasshoppers í Sviss, sé nú verið að kanna möguleika á að Arnar leiki þar fram til vors. önnur erlend lið hafa einnig spurst fyrir um Amar. Arnar Grétarsson, tvítugur miðvallarspilari úr UBK: Skiptir líklega um félag fyrir næsta tímabil. íslensku félagsliðin í Evrópukeppninni MEÐ15 PRÓSENT ÁRANGUR í KEPPNINNI Rúnar Sigtryggsson úr Þór, nýjasta stórskyttan, er 191 sm á sokka- leistunum. Rúnar Sigtryggs- son, skytta úr Þór HÖFUM ÆFT EINS OG BRJÁLÆÐ- Það vita flestir að það er við ramman reip að draga þegar ís- iensk lið leika í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Jafntefli er sama og sigur og sannkölluð þjóðhátíð ef raunverulegur sigur næst — en offar en ekki tapa íslensku liðin. Síðan árið 1964 hafa íslensk lið tekið þátt í Evrópukeppni og eru leikirnir nú orðnir 171. Af þeim hafa aðeins 11 unnist en 131 tap- ast. Jafnteflin eru 29. Þetta þýðir að það em 6,4 prósent líkur á að íslenska Iiðið sigri þegar gengið er til leiks en 76,6 prósent líkur á að liðið tapi. 17 prósent líkur eru á jafntefli. Ef Evrópukeppnin er gerð upp Knattspyrnumenn á faraldsfæti sem deildarkeppni þá hafa 342 stig verið í pottinum en íslensku liðin fengið 51 stig. Þá er gert ráð fyrir tveimur stigum fyrir unninn leik og einu fyrir jafntefli. Þetta jafngildir 14,9 prósent árangri ís- lensku liðanna í Evrópukeppn- inni. Og í markaskoruninni hallar líka heldur á landann. Lætur nærri að íslensku félagsliðin fái sex mörk á sig gegn hverju einu sem þau skora. Islensku liðin hafa skorað 89 mörk, sem gerir um það bil 0,52 mörk í leik. Erlendu liðin hafa hins vegar verið iðin við kolann því þau hafa skorað 523 mörk gegn íslensku liðunum, sem jafhgildir ríflega þremur mörkum í leik. VALUR MEÐ BESTAN ÁRANGUR Valsmenn hafa náð bestum árangri íslenskra félagsliða eða um 23 prósent árangri. Þeir hafa unniðþrjá leiki, gert 10 jafntefli og tapað 22 leikjum. Frammarar eru næstir með 18,5 prósent árangur. Þeir hafa unnið fimm leiki og reyndar hafa þeir allir unnist í Evrópukeppni bikarhafa. Framm- arar hafa þrisvar náð jafntefli. Vestmanneyingar hafa leikið 19 leiki í Evrópukeppni og eru með 16 prósent árangur. Akranes með 11 prósent árangur og sömuleiðis Víkingur. Keflavík 10 prósent árangur. Reyndar er KA með 50 prósent árangur en það er tæpast mark- vert þar sem þeir hafa aðeins leik- ið tvo leiki. Sömu sögu má segja um FH-inga sem eru með 25 pró- sent árangur eftir tvo leiki. KR TAPAÐ ÖLLUM 76 LEIKJ- UMSÍNUM Vesturbæjarstórveldið KR get- ur því miður ekki státað af affek- um í Evrópukeppni. KR-ingar hafa leikið 16 leiki og tapað þeim öllum! Þeir hafa fengið 4,64 mörk að meðaltali á sig í leik en skorað 0,68 mörk að meðaltali. KR-ingar eru líka með stærstu skellina á bakinu en þeir töpuðu 2-12 fyrir Feyenoord árið 1969 og 0-10 fyrir Aberdeen árið 1967. íslensk lið hafa sex sinnum komist áfram í annarri umferð. Valur komst í aðra umferð í Evr- ópukeppni meistaraliða árið 1967 eftir að hafa slegið lið frá Lúxem- borg út. ÍA komst áfram í sömu keppni 1975 eftir sigur á Omonía frá Kýpur. Árið 1985 komst Fram áfram í Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Glentoran frá Norður- frlandi. Árið 1990 komst Fram einnig áffarn eftir sigur á Djurgar- den frá Svíþjóð en 3-0-sigur þeirra var stærsti sigur íslensks liðs í Evrópukeppninni. Vestmanneyingar komust áfram í Evrópukeppni félagsliða árið 1978 effir að hafa slegið Glen- torán út. Árið eftir komust Kefl- víkingar í aðra umferð eftir að hafa slegið Kalmar ffá Svíþjóð út. INGAR „Við erum búnir að æfa eins og brjálæðingar síðan í apríl,“ sagði Rúnar Sigtryggsson stór- skytta úr Þór, en þeir Þórsarar hafa komið liða mest á óvart iað sem af er tímabilinu. Þar er Rúnar áberandi með 11 mörk í tveimur fyrstu leikjunum, en hann leikur sem hægrihandar- skytta. „Við byrjuðum á að lyfta í einn og hálfan mánuð en höf- um æft með bolta síðan í júlí. Þá fórum við í tólf daga keppn- isferð til Danmerkur sem hristi okkur vel saman.“ Rúnar lauk stúdentsprófi síðasta vor og vinnur sem kennari í vetur en sagðist gera ráð fyrir að fara í framhaldsnám effir það. Að sögn hans hafa Þórsarar sett sér það markmið að kom- ast í átta liða úrslit og æfa fimm til sex sinnum í viku til að ná 3VÍ markmiði. Rasismi í fótboltanum Það færist nú mjög í vöxt að ís- lenskir knattspyrnumenn fari ut- an og dvelji hjá útlendum félögum um lengri eða skemmri tíma að loknu keppnistímabilinu hér á landi, án þess að gera samning við útlend Iið í langan tíma. Leik- menn lengja með þessu keppnis- tímabilið, eflast sem knattspyrnu- menn og auka möguleika sína á atvinnumennsku. Tvíburabræðumir af Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, fara til hollenska liðsins Feyeno- ord og síðan til Þýskalandsmeist- ara Stuttgart að kynna sér aðstæð- ur og kanna möguleika sína. Rún- ar Kristinsson frá KR fer til Brann í skoðunarferð með atvinnu- mannssamning í huga. Þá er Vík- ingurinn ungi Helgi Sigurðsson á leið til Danmerkur í dvöl hjá B. 1903, Frammararnir Valdimar Kristófersson og Steinar Guð- geirsson eru á leið til Belgíu en þar ætía þeir að dvelja í vetur og leika með belgísku þriðjudeildarliði. Tveir leikmenn Fylkis, þeir Finn- ur Kolbeinsson og Itidriði Einars- son, em sömuleiðis á leið utan til vetrardvalar. Fara til Möltu og leika með einu frægasta félaginu þar; Hibernians eða Hibs. Þessar utanfarir ættu að skila strákunum til baka sem betri knattspyrnumönnum og þaraf- leiðandi einnig í betri knatt- spyrnu. Og svo er alltaf möguleiki á að þessar ferðir skili sér í at- vinnumannssamningum hjá er- lendum liðum. Knattspyrnumenn frá Afríku hafa vakið athygli í evrópsku knattspyrnunni og augu forráða- manna félaga beinast nú í aukn- um mæli að Afríku, en þar virðist vera ótæmandi sjóður hæfileika- ríkra knattspyrnumanna sem pluma sig vel í þeim bolta sem spilaður er í Evrópu. Nú eru þó að renna tvær grím- ur á afrísku atvinnumennina og áhugi þeirra á að komast til Evr- ópu að minnka þótt iaun og allur aðbúnaður sé annar og betri en í heimalöndum þeirra. Ástæða þessa er aukið kynþáttahatur í Evrópu, en Afríkumennirnir fá að finna fyrir því frá hendi áhang- enda — sinna liða sem annarra. Sérstaklega hafa afrískir knatt- spymumenn í Frakklandi, Þýska- landi, Belgíu og Sviss orðið fyrir barðinu á kynþáttahatri, en fót- boltabullur í þessum löndum gera að þeim aðsúg innan vallar og ut- an. Anthony Yeboah hjá Eintracht Frankfurt er talinn besti Afríku- maðurinn í þýsku úrvalsdeildinni og er reyndar einn af betri leik- mönnum Frankfurt. Yeboah er frá Ghana en hefur leikið í Þýskalandi um skeið og talar þýsku reiprenn- andi, en ofsóknir þær sem hann hefur orðið að þola vegna litar- Anthony Yeboah frá Ghana leikur með Eintracht Frankfurt. Hann hefur fengið að finna fyrir vaxandi kynþáttahatri í Evrópu eins og aðrir svartir leikmenn. háttar síns hafa haft sín áhrif á hann og eins er því farið með marga aðra afríska spilara. Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Afríku og gæði knattspyrnunnar sem þar er leikin eru sífellt að auk- ast — skemmst er að minnast liðs Kamerún sem alla heillaði í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu fyrir tveimur árum en óvíst er hvernig viðtökur það lið fengi í dag. En það er peningaskorturinn sem stendur afrískri knattspyrnu fyrir þrifum, fátækt er gífurleg í þessum heimshluta og eflcert útlit fyrir að meiri peningar fáist í knattspyrnu í náinni framtíð - nóg þörf er fyrir þá litlu peninga sem til eru í annað. En frábærir fótboltamenn halda áfram að líta dagsins ljós í Afríku og löngunin til að spila fótbolta og lifa af því mannsæmandi lífi rekur þá til að taka tilboðum ffá evrópskum fé- lögum. Þeir láta sig hafa niðurlæg- inguna sem því fylgir er aðdáend- ur liðs þeirra púa á þá og segja þeim að skammast heim í stað þess að klappa þeim lof í lófa fyrir ffammistöðuna. Markahrókurinn Helgi Sigurðsson er einn margra íslenskra knatt- spyrnumanna sem þreifa fyrir sér erlendis nú að loknu keppnistímabili hér heima. Um helgina HANDBOLTI - Evrópukeppni kvenna Stjarnan - Skobakken kl. 16.00. Stjörnustúlkurnar mæta danska liðinu Skobakken í Evrópu- keppni félagsliöa. Stelpurnar úr Garðabænum hafa verið með eitt öflugasta liðið undanfarin ár og geta ugglaust velgt þeim dönsku undir uggum. GOLF Golfklúbburinn Keilir með op- ið mót á sinum glæsilega velli í Hafnarfirði. Átján holur með og án forgjafar. FRJALSAR ÍÞRÓTTIR Stjörnuhlaup FH. I Hafnarfirði nátturlega, vonandi verður ekki slagveður. Frjálsíþróttamót Landsbank- ans og Húsasmiöjunnar Það er líka i Hafnarfirði. Á Kaplakrika nánar tiltekið. Þeir.eru farnir að kalla völlinn Gjótuna. Vel við hæfi. MHlölö.Máilöl HANDBOLTI — Evrópukeppni kvenna Stjarnan - Skobakken kl. 15.00. Þær spila báða leikina sína á heimavelli Stjörnustelpurnar. Kannski Danirnir haldi að þær séu syona lélegar! Við treystum Garð- bæingum til að stinga upp í þær dönsku og fá þær til að hætta svoleiðis mannalétum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.