Pressan - 24.09.1992, Síða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. SEPTEMBER 1992
35
ntanlegt á næstu
höfunda. Einhic
Snæbjörn Arng
Silfurtónar spila á útgáfutónleikum í kvöld. Tóm skemmtileg-
heit.
SILFRAPIR
TÓNARÁ
PÚLSINUM
Silfurtónar hafa nú starfað í
rúm tuttugu ár og gefið út smá-
skífur sem allar eru uppseldar
og þeir hafa brasað margt á
þeim tíma. Sveitin spilaðist í
upphafi vel saman í ótal brúð-
kaupum, einkasamkvæmum og
álíka samkundum en upp úr
1976 fóru meðlimir í lægð sem
þeir risu ekki upp úr fyrr en
fimm árum síðar. Frá þeim tíma
hafa þeir djammað og spilað
fyrir fólk, og ekki fólk, og nú er
enn að koma út hljómplata með
lögum þeirra. Hefur hún að
geyma bæði ný lög og eldri í
bland og flokkast sem svokölluð
safnplata og ber hið sjálfsagða
nafn, Silfurtónar. Sveitin er
þekkt fyrir hressilega sviðsfram-
komu og sjaldan lýgur almanna-
rómur í þeim efnum. „Megin-
stefnan er að skemmta okkur og
öðrum,“ segir Hlynur Hös-
kuldsson bassaleikari. „Tónleik-
arnir okkar eru yfirleitt ein alls-
heijaruppákoma og við reynum
alltaf að koma fólki á óvart.“
Það er ætlun hljómsveitar-
innar að spila af krafti í vetur
eins víða og hægt er, eins oft og
hægt er og eins skemmtilega og
hægt er. Utgáfutónleikar verða
haldnir á Púlsinum í kvöld og
verða sendir út í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni, einnig spila
þeir annað kvöld á sama stað.
Sigurður Steingrímsson er 38 ára nýút-
skrifaður barítónsöngvari. Hann er um
þessar mundir í fríi frá löggæslustörfum
til að syngja í óperunni Luciu di Lamm-
ermoor.
Óperan Lucia di Lammermoor
verður frumsýnd í íslensku óper-
unni næstkomandi föstudag með
þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og
Bergþóri Pálssyni í aðalhlutverk-
um, undir leikstjórn Michaels
Beauchamp. Athygli vekur að alls
óþekktur söngvari er í einu af
stóru hlutverkunum. Sigurður
Steingrímsson heitir hann og fer
með hlutverk guðsmannsins Rai-
mondos sem flytur veislugestun-
um í brúðkaupi þeirra Luciu og
Arturos váleg tíðindi. „Þetta verð-
ur prófsteinn á það hvort mér lík-
ar að taka þátt í svona sýningum,"
sagði Sigurður í samtali við
PRESSUNA.
Það sem helsta athygli vekur
með Sigurð er að hann er fullra 38
ára og nýútskrifaður barítón-
söngvari úr Söngskólanum. Hann
er í leyfi ffá lögreglustörfum til að
taka þátt í þessari fyrstu upp-
færslu sinni hjá óperunni. „Olöf
Kolbrún fór þess á leit við mig
snemma í sumar að ég yrði með í
vetur.“
Nú ertu heldur seint á ferð mið-
að við flesta kollega þína.
„Já, ég er seinþroska listamað-
ur, en bassinn hefur lengri líftíma
BERJUM5T A MOTI ÞYNCDARLÖCMALINU
Tímaritið Bjartur og ffú Emih'a hefur komið út í rúmlega eitt og hálft ár, en aðstandend-
ur þess eru leikhúsið Frú Emilía og bókaútgáfan Bjartur. Eitt af meginmarkmiðum félags-
ins er að berjast á móti þyngdarlögmálinu, sem sést til dæmis á því að áskrift að tímaritinu
kostar núna 1992 krónur og mun hækka um krónu á ári til ársins 2000. Eins og sjá má fvle-
ir verðið því ártalinu. „Þetta er gjörsamlega óháð því að hér sé slæm ríkisstjóm. Við
virðisauka og annað lítið á okkur fá,“ sagði Snæbjörn Arngrímsson hjá
Bjarti.
Stendur tímaritsútgáfan þá undir sér?
„Já, hún gerir það, eða við ætlum að láta hana gera það þrátt fyrir að við tökum
virðisaukann.“
Tímritið hefur komið út alls sjö sinnum og er áttunda tölublaðið væntanlegt
dögum. Tímaritið fjallar um bókmenntir og leiklist, bæði yngri og eldri
eru í blaðinu viðtöl við leikara og leikhúsfólk og ýmislegt annað efni sem
bókmenntum.
sort og félagar, sem
gefa úttímaritið
Bjacfog frú Emilíu,
ætlá að standa við
gefin loforð þrátt fyr-
ir að ríkisstjórnin
áformi að leggja á
virðisaukaskatt.
en tenórinn. Ég hef verið í kórum
og sungið einsöng og telst því ekki
algerbyijandi.“
Hinn nýi Raimondo er fjöl-
skyldumaður búsettur í Hafnar-
firði. Ertu af söngættum, Sigurð-
ur?
„Nei, það er ekki mikið um
söng í minni ætt en ég er ættaður
úr Skagafirði. — Eru Skagfirðing-
ar ekki meira og minna allir söng-
fólk?“
Rúnar Júlíusson tón-
listarmaður
„Þetta er Geimsteinn, Rúnar
Júlíusson. Við erum ekki við í
augnablikinu, vinsamlegast
lesið inn skilaboð.“
Fyrri myndin var tekin árið 1986 þegar Bjarni Breiðfjörð var
engilfríður verzlunarskólanemi. Hin síðari er tekin aðeins
sex árum síðar og hvílík stakkaskipti! í stað prúða drengsins
með Simon Le Bon-klippinguna er kominn trylltur konungur
reykvísks næturlífs í fullum skrúða.
í þessum dálki hefur stundum verið lýst furðu á þeim breyt-
ingum, sem menn taka á þremur, fjórum áratugum. En fyrst
Bjarni breytist svona á einungis sex árum má guð vita
hvernig hann verður á aldamótaballi Ingólfskaffis eftir átta
ár og víst má telja að hann verði orðinn geimvera áður en
að fimmtugsafmælinu kemur.
Söngdúettinn úr Eyjum
Þorsteinn Lýðsson og Guðlaug Dröfn Ólafs-
dóttir heitir parið í söngdúettnum sem
syngur hástöfum „Ég má ekki, ég má ekki“,
svo hátt að það glymur alla leið frá Vest-
mannaeyjum til útvarpsstöðvanna í Reykja-
vík, þar sem lagið er spilað í tíma og ótíma.
Þorsteinn og Guðlaug eru bæði Vestmann-
eyingar og hafa tónlistarblóð í æðum. Þor-
steinn er sonur Lýðs Ægissonar, sem er ein-
mitt höfundur lagsins; Lífið í lit. Og
Lýður er bróðir Gylfa Ægissonar.
I Guðlaugu rennur hins vegar
Mánablóð því hún er dóttir
Labba í Mánum.
Þau eru bæði rétt skriðin yfir
tvítugt og nýbyrjuð að búa,
þó ekki saman. Þorsteinn
vinnur í frystihúsinu í Eyj-
um en Guðlaug er hár-
greiðslunemi sem í fyrra
varð í öðru sæti í söngva-
keppni ffamhaldsskólanna.
Um helgar hittist svo dúettinn og
syngur á „Okkur félögunum" í Vest-
mannaeyjum.
Alien3 ★ ★★★ Óhugnanlega
spennandi — þótt óhugnaðurinn
sé meiri en spennan. Jafnvel jarð-
bundnasta fólk sekkur djúpt niður (
þann heim sem höfundarnir hafa
búið til og nötra af ótta við að Ijóta
skrímslið nái að éta fólkið (fanga-
nýlendunni.
Batman snýr aftur Batman Re-
turns ★★★ Augnakonfekt og
pottþétt skemmtun, þrátt fyrir
þunnan söguþráð. Þó er erfitt að
horfa á leikmynd ítvo tíma.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg þrátt fýrir augijósa
hnökra.
Tveir á toppnum 3 Lethal Wea-
pon 3 ★★ Minni hasar og minna
grín en í fyrri myndum en meira af
dramatískum tilburðum.
■ Hiimii
Alien3 ★ ★★★ Meistaralegur
lokaþáttur þessarar trílógíu. Heim-
urinn sem höfundar myndarinnar
hafa búið til gerir Batman-veröld-
ina að hálfgerðu Lególandi.
Hvítir geta ekki troðið White
Men Can't Jump ★★★ Glúrin
mynd og oft stórsniðug um hvítan
mann og svertingja sem iðka
körfubolta á götum Los Angeles.
Veggfóður ★★★ Fjörug og
skemmtileg unglingamynd en ef
til vill ekki stórkostlegt kvikmynda-
verk.
Tveir á toppnum Lethal Weapon
★★ Minni hasar og minna grín en
í fyrri myndum, en nríeira af dram-
atískum tilburðum.
Batman snýr aftur Batman Re-
turns ★★★ Augnakonfekt og
pottþétt skemmtun, þrátt fyrir
þunnan söguþráð.
Mjallhvít og dvergarnir sjö
★★★ Sígild teiknimynd úr smiðju
Disneys. Yfirleitt hugljúf, en nornin
er býsna hræðileg og hefur valdið
mörgum börnum andvökunótt-
um.
HASKOLABIO
Hefndarþorsti Renegades ★
Spennumynd, full af klisjum og
skytteríi. Hvorki Kiefer Sutherland
né Lou Diamond Phillips ná að
gera daufa mynd betri.
Svo á jörðu sem á himni ★★★
í heildina séð glæsileg kvikmynd
og átakanleg. Varla hefur sést betri
leikur í íslenskri bíómynd en hjá
Álfrúnu litlu örnólfsdóttur.
Gott kvöld, herra Wallenberg
★★★ Með skárri sænskum mynd-
um í háa herrans tíð. Átakanleg og
mikil sága, en dálítið þunglamaleg.
Stellan Skarsgárd er afburðaleikari.
Ár byssunnar Year of the Qun
★★ John Frankenheimer var eitt
sinn með efnilegri leikstjórum, síð-
an hefur hann gert myndir í með-
allagi og þar fýrir neðan. Þessi er í
meðallagi.
Veröld Waynes Wayne's World
★★ í flokki mynda sem gera út á
geðveikan húmor. Gallinn er að
húmorinn er ekki nógu geðveikur
og of sjaldan fyndinn.
Steiktir grænir tómatar Fried
green tomatoes ★★★ Konumynd;
um konur og fyrir konur. Góðir eig-
inmenn láta undan og fara með.
LAUGARASBIOl
Kristófer Kólumbus Christopher
Columbus: The Discovery ★ Allt
verður að steini sem þeir snerta
Salkind- feðgar. Ekki einu sinni
Brando rís upp úr meðalmennsk-
unni. Eina spennan sem boðið er
upp á er hvort Kólumbusi tekst að
finna Ameríku — myndin er ekki
fyrir þá sem vita hvernig sú saga
fór.
Ferðin til Vesturheims Far and
Away ★★★ Rómantísk stórmynd,
ákaflega gamaldags en oft stór-
skemmtileg. Nicole Kidman stelur
senunni frá bónda sínum, Tom
Cruise, sem á í erfiðleikum með
írskan framburð. Það er ekki oft að
Hollywood gerir svona myndir nú-
orðið.
Beethoven ★★
REGNBOGINN
Prinsessan og durtarnir
★★★Myndin er tal- og hljóðsett
af mikilli kostgæfni og ekkert til
sparað. Það er lofsvert.
Grunaður um græsku Under
Suspicion ★★★ Spennumynd
sem gengur upp þótt smáhikst
verði í lokin. Laura San Giacomo er
sæt og klár og það er gaman að
sjá niðurnítt England í amerískri
glæpamynd.
Varnarlaus Defenseless ★★★
Ágætur þriller, þótt áhorfandinn sé
stundum á undan söguþræðinum.
Ógnareðli Basic Instinct ★★
Lostæti Delicatessen ★★★★
Hugguleg mynd um mannát.
Queen's Logic ★★ Þetta er lík-
lega þúsundasta myndin sem fjall-
ar um endurfundi vinahóps. Eins
og aðrar slíkar býður hún upp á
nokkrar vel dregnar persónur en
einnig nokkrar miður lukkaðar.
Ofursveitin Universal Soldier ★★
Mynd um karlmenni, fyrir stráka
sem kannski pína kærusturnar
með. Schwarzenegger gerir þetta
allt miklu betur.
Börn náttúrunnar ★★★ Róm-
aðasta íslenska bíómyndin.
Á hálum ís The Cutting Edge ★★
Ástir og afrek íshokkímanns og
skautalistdanskonu. Dálítið sérhæft
og ekki vantar klisjurnar.
Ferðin til Vesturheims Far and
Away ★★★ Rómantísk stórmynd,
ákaflega gamaldags en oft stór-
skemmtileg. Nicole Kidman stelur
senunni frá bónda sínum, Tom
Cruise, sem á í erfiðleikum með
írskan framburð. Það er ekki oft að
Hollywood gerir svona myndir nú-
orðið.
Beethoven ★★