Pressan - 26.08.1993, Síða 7

Pressan - 26.08.1993, Síða 7
M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 Steingrímur I. Sigfússon Jarðsöguleg tímaskekkja Lyfjaframleiðandi lögsóttur í Bandaríkjunum: 2.600 dauösföll rakln 01 notkinan geðlyfshs Fontex Starfsemi lyíjafyrirtækisins Eli Lilly, sem framleiðir geð- lyfið Fontex í Bandaríkjunum, hefur verið í rannsókn hjá kviðdómi í Baltimore fyrir meint brot á reglum um lyfja- framleiðslu. Opinber rann- sókn á starfsemi fyrirtækisins kemur í kjölfar rannsóknar Matvæla- og lyfjaeftirlits ríkis- ins (Food and Drug Admin- istration — FDA) í verksmiðj- um fyrirtækisins í Indianapol- is. Við þá rannsókn kom í ljós að kröfum um hreinlæti var langt ffá því að vera fullnægt auk þess sem Eli Lilly varð uppvíst af því að láta FDA í hendur bæði rangar og ófull- nægjandi skýrslur um starf- semi sína. FDA hélt þessum upplýs- ingum um vanrækslu lyfja- framleiðandans leyndum fyrir almenningi. Einnig lét eftirlit- ið hjá líða að opinbera skýrslu sem Eli Lilly lét því té aðeins mánuði áður en Fontex, sem er tekið inn við þunglyndi, var fyrst sett á markað. 1 þeirri skýrslu kom ffam að 27 þeirra sem höfðu reynt lyfið áður en það var markaðssett höfuð látist, þar af höfðu 15 framið sjálfsmorð, en hluti hinna dauðsfallanna var af völdum hjartaáfalla. Á tímabilinu janúar til júní 1990 höfðu 4.399 kvartanir borist Eli Lilly frá notendum ■lyfsins en eins og áður var upplýsingunum haldið leynd- um. Hverjar aukaverkanir lyfsins voru kom ekki í ljós fyrr en fýrrum notendur Fon- tex komu fram opinberlega og skýrðu ffá áhrifúm þess. Not- endurnir segja að þeir hafi fúndið fyrir óstjómlegri löng- un til að fremja sjálfsmorð, líkamsmeiðingar eða morð. Margir fyrrum notendur Fon- tex, sem og aðstandendur þeirra sem framið hafa sjálfs- morð, hafa lögsótt lyfjafýrir- tækið og kreíja það um millj- ón dollara skaðabætur. Samtökin Citizens Comm- isson of Humans Rights (CCHR) hafa undir höndun- um frekari upplýsingar um lyfið þar sem greint er ffá því að hægt sé að rekja 2.600 dauðsföll til Fontex, þar af 1.631 sjálfsmorð, 87 morð og 427 aðrar dánarorsakir. Eins og ffam kom í Morg- unblaðinu (22.8) og DV (21.8) þá verður skýrt ffá því í fféttabréfi lækna, sem kemur út í næsta mánuði, að einn sjúklingur á Norðurlöndun- um hafi látist og 40 fengið talsverðar aukaverkanir af lyf- inu. í báðum blöðunum er haff effir Matthíasi Halldórs- syni aðstoðarlandlækni að engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þessum nið- urstöðum því „ekkert benti til að lyfið hefði þessi alvarlegu áhrif.“ Matthías endurtók sömu svör í samtali við PRESSUNNA. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefúr þess verið kraf- ist af FDA að það sjái til þess að lyfið verði tekið af markaði í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem farið hafa fram á slíkt eru Rannsóknarstofa Yale háskóla, Harvard læknahá- skólinn, Colombia háskólinn og New York fýlkisháskólinn. Fontex yrði ekki fyrsta lyfið ffá Lilly sem fjarlægt er af al- mennum markaði. f janúar á þessu ári varð fyrirtækið að Mitchell E. Damels jr. forstjóri Eli Lilly í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tapaði 10 milljónum dollara á síðasta ári. stöðva dreifingu á lyfinu Centoxin vegna dauðsfalla tengdri notkun þess í Evrópu. Þá varð Lilly að taka Oraflex af markaði í Bandaríkjunum, aðeins tíu vikum eftir að það var markaðssett 1982 vegna dauðsfalla sem upp komu í Bretlandi. Árið 1971 var hormónalyfið DES, sem átti að koma í veg fýrir fósturlát, bannað. Að lokum má nefna að það var Eli Lilly sem hóf ffamleiðslu á eiturlyfinu LSD á sjötta áratugnum. Matthías Halldórsson telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Fontex. Það er án efa fýrir gráglettni örlaganna að Steingrímur J. Sigfússon er staddur í hring- iðu stjórnmálabaráttunnar á fslandi á 20. öld. Með réttu hefði hann átt að vera fastur einhvers staðar á milli tertier og krítartímabilsins, eins og hann hefur menntun til. En eins og risaeðlurnar, sem öllu tröllríða þessa dagana, þá hef- ur Steingrími tekist að rífa sig upp úr jarðlögunum til að glefsa framan í heiminn. Steingrímur er enn ein sönnunin fyrir því að máttur sjónvarpsins er mikill. Sjálf- sagt hefursveitungum hans þótt sem svo að úr því að Steingrími væri treystandi til að segja íþróttafréttir í sjón- varpi þá gæti hann allt eins tekið að sér reddingar fyrir sunnan. Enda kom á daginn að hann var hinn nýtasti mað- ur. Fyrr en varði var hann orðinn samgönguráðherra sem er besta embætti í heimi fýrir menn sem vilja styðja við sveitina sína. Stórvirkar vinnuvélar streymdu norður og allir í sveitinni fengu vinnu við að byggja brýr og leggja vegi. Þeir sem ekki voru að leggja vegi sinntu hafnarffam- kvæmdum eða flugvallagerð. Ef Steingrími hefði auðnast lengri tími í embætti væri án efa komin hraðbraut heim að Gunnarsstöðum. En Steingrímur er líka land- varnarmaður. Skammsýnir menn hefðu auðvitað getað sagt að það hefði verið allt í lagi að fá þessa 20 milljarða eða svo til flugvallargerðar en þeir vita bara ekkert hvað þeir eru að tala um. Þökk sé Stein- grími þá erum við einum ALIT Þórunn Sveinbjörnsdóttir Magnús Gunnarsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Grétar Þorsteinsson Gunnar Helgi Kristinsson Morgra úra starfsleyfi ríkisstarfsmanna „Sjúlfsagt hefur þeim þótt sem svo að úrþví að Stein- grími vœri treyst- andi til að segja íþróttafréttir í sjón- varpi þá gœti hann allt eins tekið að sér reddingar fyrir sunnan. “ varaflugvelli sjálfstæðari, — kannski aðeins fátækari en ör- ugglega sjálfstæðari. En nú þarf Steingrímur að hugsa næsta leik í pólitík og þar sem pólitík snýst mikið um það að varaformaður taki við af formanni þá virðist brautin vera greið. Það eina sem skyggir á er að Ólafur Ragnar virðist ekki þekkja sinn vitjunartíma. Hann er meira að segja búinn að segja upp lærimeistaraembættinu í Háskólanum til þess eins að skaprauna Steingrími.Það hjálpar Steingrími í barátt- unni að hann hefur aldrei ver- ið hallur undir einhvers konar hugmyndaffæði. Honum hef- ur gefist vel að vera svona mitt á milli sauðkindarinnar og framsóknarmanna og litlar líkur á því að breyting verði þará. Nú Steingrímur að glíma við stjórnmálaffæðiprófessor- inn fýrrverandi sem hefur sýnt að hann hefúr lesið bækurnar sínar. Þá er spurning hversu langt jarðffæðin dugar, AS Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar: „Mér finnst ekki eðlilegt að stöðu sé haldið til margra ára en vissulega getur kom- ið upp námsleyfi eða annað af svipuðum toga sem gæti stutt slíka ákvörðun. Hún yrði að vera samkvæmt mati hverju sinni og sterk rök þyrftu að liggja að baki leyfisveitingu. í mörgum til- fellum held ég að veitt leyfi frá sförfum hafi verið of langt en mér þykir óeðlilegt að halda stöðu með þeim hætti." Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands: „Ég tel eðlilegt að fólk fái leyfi í ákveðinn tíma, en sá tími sem teldist eðlilegur þyrfti að fara eftir aðstæð- um. Menn geta ekki haldið stöðu sinni til lengdar ef þeir eru uppteknir í öðru starfi. Ég tel æskilegt að rík- isstarfsmenn fái frí frá sín- um störfum til að taka þátt í atvinnulífmu eða starfi inn- an stjórnkerfisins, jafnvel sem stjórnmálamenn. Slík tækifæri gefa mönnum aukna reynslu og væntan- lega meiri víðsýni þegar þeir snúa aftur til sinna fyrri starfa.11 Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, þingmaður Kvenna- listans: „Svar við spurningunni hlýtur að ráðast af eðli málsins annars vegar og starfsins hins vegar, en eðli- legt væri að hún næði einn- ig til starfsmanna í einka- geiranum. Það getur verið mjög mikilvægt fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og stjórnkerfi að þessi mögu- leiki sé til staðar. I fýrsta lagi er mikilvægt að fólk með ung börn geti tekið sér tímabundið leyfi frá störf- um meðan það annast fjöl- skyldu sína og komið aftur í sitt gamla starf síðar. I öðru lagi býður þetta upp á mik- inn hreyfanleika í kerfinu sem ef til vill fengist ekki öðruvísi og nýrrar þekking- ar og reynslu er aflað sem nýst getur hjá fyrri atvinnu- rekanda. Vissulega ættu að vera á þessu tímamörk, ef til vill 4-8 ár, og benda má á að stundum á þetta alls ekki við, einkanlega þegar um hagsmunaárekstra er að ræða. Nýlegt dæmi er ráðn- ing Björns Friðfmnssonar, ráðuneytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu, til eftirlits- stofnunar EFTA. Þar er um greinilega hagsmuna- árekstra að ræða því vegna stöðu sinnar í ráðuneytinu er hann ekki óháður viðkomandi stjórnvöldum, eins og starfsmenn eftirl- itsstofnunarinnar þurfa að vera. I þessu tilviki þykir mér ekki hæfa að geyma stöðuna hér heima. Að lok- um má nefna að alltaf eru til einhverjir sem misnota stöðu sína og koma óorði á annars ágæta hluti. Það þýðir hins vegar ekki að þar með eigi að afskrifa mögu- leikann.“ Grétar Þorsteinsson, for- maður Trésmiðafélags Reykjavíkur: „Ég tel óeðlilegt að bæði op- inberir starfsmenn og aðrir haldi starfi sínu árum sam- an en hins vegar kunna að vera rök fyrir því að við- komandi haldi því í nokk- urn tíma. Ég er ekki tilbú- inn að leggja mat á hvar tímamörkin eiga að liggja Deilt hefur veriö um réttmæti þess að stööum sé haldiö lausum í mörg ár fyrir ríkisstarfsmenn á meöan þeir fara til annarra starfa. en leyfi frá störfum í nokk- ur misseri eða örfá ár getur haft sína kosti. 5-10 ár í slíku leyfi mundi ég þó telja óeðlilegan tíma.“ Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræð- um: „Launalaus leyfi geta verið gagnleg en þau þarf að meta í hvert skipti. Áð mínu viti er óæskilegt að menn fari í slík leyfi í langan tíma nema ljóst sé með hvaða hætti væntanleg starfsreynsla gagnist viðkomandi stofnun þegar starfsmaðurinn kem- ur aftur. Einnig þarf að liggja fyrir hvenær hann kemur aftur. I raun ætti að meta hvert tilfelli út frá hagsmunum viðkomandi stofnunar en mjög gagnlegt getur verið að starfsfólk hafi víðtæka reynslu úr atvinnu- lífinu.“ F R E TT I R Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 PRESSAN 7 Nýjui]g í fjúröflgn menntastofnana HASK0UNN SEIUR UPP SPILAVm Þekktur skemmtistaða- og spilavítiseigandi tekur að sér að reka spilavíti fyrir HHÍ. Þegar fer að líða á haustið tekur Happdrætti Háskóla Is- lands í notkun nýja spilakassa. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR er hér um að ræða spilakassa áþekka þeim sem sjá má í spilavítum og spilasölum erlendis. Vinning- slíkur þeirra sem spila í þessum kössum eru mun meiri en menn þekkja úr þeim kössum sem fýrir eru hér á landi. Fram- kvæmdastjóri HHÍ, Ragnar Ingimarsson, vildi þó ekki nefúa neinar hugsanlegar tölur í því sambandi, en sagði að búast mætti við að fyrsti vinningur gæti orðið umtalsverður og að stærri vinningar kæmu ekki Vegas style — eða eins og í venjulegu spilavíti“, þegar hann var inntur eftir nánari lýsingu. Margeir ætti að þekkja fýrirbær- ið því hann hefur kynnst fjár- hættuspilasölum í Bandaríkjun- um og er meðlimur í spila- klúbbum í London. Margeir sagði að HHÍ kassarnir væru miklu meira batterí en Rauða kross kassamir sem allir kannast við, „því þeir verða með sam- tengdum vinningspotti“. Ragnar Ingimarsson sagði að vissulega væri hægt að hafa kassana samtengda, sem þýddi einn vinningspott fýrir þá alla. Hann vildi ekki staðfesta að þannig fýrirkomulag yfði haft á RAGNAR INGIMARSSON framkvæmdastjóri HHÍ: Það verða alltaf einhverjir til að ofnota spilakassana rétt eins og áfengið. beint úr kössunum heldur yrðu þeir greiddir út gegn framvísun ávísana úr kössunum. Háskólahappdrættið segist vilja koma í veg fýrir að börn komist í kassana vegna þeirra verulegu vinningsupphæða sem verða í boði. Því verða þeir stað- settir á veitingahúsum, en Ragnar vildi ekki nefna aðra hugsanlega staði fýrir þá. Meðal þeirra veitingastaða sem koma til greina er pöbb sem stendur til að opna bráðlega á Laugavegi 78. Eigandinn, Margeir Marg- eirsson, er umboðsmaður Benetton á íslandi, eigandi Keisarans Laugavegi 116 og spilaklúbbsins Gullmolans í Skipholti. Margeir er yfirlýstur áhugamaður um fjárhættuspil og vill eindregið að skýlaust leyfi verði veitt fýrir því hér á landi, en nú eru „íögleg fjárhættuspil“ aðeins Lottóið, happdrætti og spilakassar í umsjá Rauða kross- ins, SÁÁ og Landsbjargar. Margeir var annar af tveimur spilaklúbbseigendum í Reykja- vík sem slapp við rassíu lögregl- unnar sl. haust, þegar Klakan- um og Fríklúbbnum var lokað. Margeir sagðist í samtali við PRESSUNA ætla að „opna pöbb með spilaívafi“ í gömlu Kjöt- búðinni sem er beint á móti Landsbankanum Laugavegi 77. Aðspurður um spilakassa HHÍ sagði hann að þeir væru í „Las kössum Happdrættis Háskól- ans; „Það fer allt eftir því hvern- ig kerfið er forritað hvernig kassamir eru notaðir". Þið hafið ekki óhyggjur af því að þið séuð að ýta undir spiíafikn landsmanna? „Mér er nú ekkert vel við að fullyrða neitt um það. En eflaust verða alltaf ein- hverjir til þess að ofnota þetta, rétt eins og áfengið. Að banna það alveg hafði ekki góð áhrif á sínum tíma og ég býst við að þessu sé svipað farið með spila- fíknina, menn myndu alltaf finna leið til að svala henni. Annars held ég að flestir spili sér til gamans eða til að styrkja viðkomandi málefni, rétt eins og í happdrættinu." Þú minntist á áfengisbannið. Ætti að aflétta alveg banninu við fiárhœttuspilum hér á landi og leyfa opnun spilavíta? „Ég hef ekki neina sérstaka skoðun á því. Erlendis er þetta oft fjölskyldugaman og fólk er ekkert að spila frá sér aleiguna. Það er munur á því hvort menn eyða í þetta jafnvirði bíómiða eða stómm fjárhæðum. I köss- unum hjá okkur verður hægt að spila með frá 50 upp í 200 krón- Margrét Elísabet Olafsdóttir Heimilistæki hafa hætt rekstri verslunar í Kringlunni og er nú allt komið á einn stað í heimilislegri stórverslun í Sætúni. Af þessu tilelhi bjóðum við viðskiptavinum okkar nokkrar vörur á sérstöku kynningarverði út vikuna. FERÐATÆKI MEÐ GEISLASPILARA Aður 1-8.ÍÍ80 kr. Nú 14.980 kr. y ÞURRKARI Áður 4+.ÍÍOO kr. Nú 34.900 kr. „SPOOUES“ HÁRRÚLLUR Áður 4rB96 kr. Nú 2.990 kr. Komdu fyrst til okkar - það sparar tíma, fyrirhöfn og fjármuni ÖÍ Heimilistæki SÆTÚNI8 • SÍMI: 69 15 15

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.