Pressan - 26.08.1993, Síða 16
SKOÐAN I R
16 PRESSAN
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993
PRESSAN
Utgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Markaðsstióri Sieurður I. Ómarsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86. taeknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er meö VISA/EURO
en 855 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu
Borgin féflettir
aldraða
Undanfarin nokkur ár hefur farið fram það sem aðeins er
hægt að kalla skipulagða íjárplógsstarfsemi fyrir milligöngu
Reykjavíkurborgar. Þeir sem græða eru tvö verktakafyrirtæki
í góðum tengslum við borgina. Þeir sem tapa eru aldraðir
sem kaupa sér þjónustuíbúðir. Þetta gerist að skipan borgar-
stjóra.
Svikamyllan er þannig gerð að þegar samtök aldraðra fá
úthlutað byggingarrétti fyrir þjónustuíbúðir í Reykjavík fylgir
með leyfinu tilskipun frá borgaryfirvöldum um að tiltekið
verktakafyrirtæki skuli sjá um framkvæmdir. Með öðrum
orðum: ekkert útboð, engin samkeppni. Þeir, sem vilja
byggja íbúðir fyrir aldraða, skulu skipta við fyrirtæki sem
borgaryfirvöld velja.
Það eru tvö verktakafyrirtæki sem hafa skipt með sér fé
aldraðra borgara á þennan hátt með aðstoð borgarinnar: Ár-
mannsfell hf. og Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf. Saman
hafa þau velt ófáum milljörðum á nokkrum árum í viðskipt-
urn sem borgin skipar öldruðum að eiga við þau.
Reykjavíkurborg bregst við gagnrýni á þetta fyrirkomulag
með undarlegum hætti: hún neitar að það sé til. Það þrátt
fyrir skjalfestar fyrirskipanir borgarstjóra, þar sem til dæmis
er svo tekið til orða að „hönnun mannvirkja á svæðinu skal
unnin á vegum Ármannsfells hf.“ og „Ármannsfell hf. skal
byggja íbúðirnar“.
Auk afneitunar eru rök borgarstjóra þau að nauðsynfegt sé
að láta trausta aðila annast framkvæmdir. í þessum orðum
figgur vitanlega að önnur verktakafyrirtæki en þessi tvö séu
of ótraust til að óhætt sé að eiga viðskipti við þau. Það þykir
þeim áreiðanlega harður dómur og illa rökstuddur, fyrir-
tækjunum sem hafa byggt og eru að byggja íbúðir á íbúðir
ofan í Reykjavík án sjáanlegra skakkafalla kaupendanna.
Það er öldruðum mikilvægt að í kringum íbúðir þeirra sé
miðstöð þangað sem þeir geta sótt nauðsynlega þjónustu.
Þetta er einmitt kúgunartæki borgarinnar. Borgin ræður
hvar þjónustumiðstöðvar eru settar niður og þeir, sem vilja
byggja íbúðir í kringum þær, neyðast til að skipta við fyrir-
tækin tvö sem borgin hleður undir.
Það er reginhneyksli að þetta skuli viðgangast á tímum þar
sem varla er gert við minnstu steypuskemmd án þess að leit-
að sé tilboða frá nokkrum fyrirtækjum. Hefur Verktakasam-
bandið gert athugasemd við þetta? Nei, fyrirtækin tvö hafa of
sterka stöðu innan þess til að sambandið geti beitt sér. Hafa
aldraðir kvartað? Jú, einstaka maður vill að teknir séu upp
siðaðra manna hættir, en flestum er mest í mun að komast
sem fyrst í húsaskjól sem fellur að þörfum þeirra á ævikvöld-
inu. Áldraðir eru nefnilega þægileg fómarlömb: seinþreyttir
til vandræða, ósýnt að gruna fólk um græsku að óreyndu og
ógjamt að standa í átökum við þrautreynda bissnissmenn.
Önnur samtök aldraðra hafa byggt íbúðir með hagkvæm-
ari hætti að viðhöfðu útboði, eins og eðlilegir viðskiptahættir
krefjast, og nægir að nefna Sunnuhlíðarsamtökin því til
sönnunar. Þau þjóna sem sagt hagsmunum umbjóðenda
sinna vel, enda hefur ekkert sveitarfélag reynt að kúga út úr
þeim fé sem renna skuli í vasa útvalinna verlctaka. Reykjavík-
urborg ætti að fara að dæmi þeirra, biðja öldmð fómarlömb
afsökunar og sjá til þess að sparifé gamalmenna nýtist þeim
sjálfum til hagsbóta en ekki einkavinum Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjóm.
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árna-
son myndvinnslumaöur, Margrét Elísabet Ólafsdóttir,
Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir,
Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson,
Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéðinsson.
Listir: Einar Örn Benediktsson, mannltf, Guðmundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristinsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI
í felum fyrir Peresi
„Hér stóð ég, nýkominn útúr vélinni og
cetlaði að njóta sjóvarloftsins ogfjallanna.
Hver kemurþá ekki askvaðandi annar en
Jim Beam Hannibalsson, þreytulegur og
þvceldur að sjá, garmurinn. “
Ég er farinn að reskjast, les-
endur góðir. Fyrirgefið mér ef
tilskrifið er tætingslegt þessa vik-
una, en það hefúr reynt óvenju-
mikið á mig síðustu daga og
mér gefst sjaldan orðið tækiferi
til þokkalegrar hvíldar. Það þarf
nefúilega að vera vakt hér í
þinghúsinu annað veifið um
helgar og eldd veitir mér af aur-
unum sem gefast með auka-
vinnunni. En það vildi svo
heppilega til á föstudaginn að
þinghúsið tæmdist seinni part-
inn þegar þingheimur skundaði
útá Lækjartorg að mótmæla
þessum gyðingi sem kom að
heimsækja Vigdísi og Davíð.
Friðrik var auðvitað löngu far-
inn af skrifstofúnni, svo ég ha-
skaði mér útá flugvöU og uppí
næstu vél til ísafjarðar. Ég æfiaði
semsagt að heilsa upp föður-
fólkið mitt og sækja mér heilsu-
bót í landsbyggðarloftið.
En fátt fer eins og ædað er.
Hér stóð ég, nýkominn útúr
vélinni og ætlaði að njóta sjávar-
loftsins og fjallanna þegar ég sé
að það er einsog vinnan yfirgefi
mann aldrei. Hver kemur þá
ekki askvaðandi annar en Jim
Beam Hanníbalsson, þreytuleg-
ur og þvældur að sjá, garmur-
inn.
„Heill og sæll, Oddur minn,“
galaði hann yfir það sem þeir
kalla fiugstöðina sína á Isafirði.
Ég verð að játa, lesendur góð-
ir, að það fór um mig. Ég hélt að
hann ætlaði að tukta mig vegna
vandræðanna sem við lentum í
þama í fnhöfhinni um daginn.
En það var ástæðulaus ótti.
Hann er réttsýnn maður og vissi
að þetta var ekki okkur Bryndísi
að kenna, heldur helvítis — af-
sakið orðbragðið þúsundfalt,
lesendur góðir — helvítis hæl-
bítunum hans Halldórs Blön-
daL
„Það var rétt heppilegt að ég
skyidi rekast á þig héma,“ sagði
utanríldsráðherra. „Ég er nefni-
lega í dáldlum vandræðum.“
„Jaeja?“ sagði ég og reyndi að
sýnasamúð.
„Já,“ hélt hann áfram. „Það er
tvennt í fyrsta lagi var ég á leið á
kratafúnd á Grænlandi, en flug-
vélin kemst eklá í gegnum lægð-
arfláka sem liggur á leiðinni. í
annan stað þarf ég að vera hér á
æskuslóðunum yfir helgina áð-
ur en ég fer að semja fiskinn
undan Norðmönnum. Og þú
þarft að aðstoða mig á meðan.“
Ég skildi þetta ekki alveg.
„Kemst ekki Flugmálastjóm-
arvélin til Grænlands þótt það
blási einhveija göm?“ spurði ég.
„Það er nú vandinn," sagði
hann. „Hann Gvendur Kjæme-
sted sagði mér að fara með
Mugmálastjóm, en ég aftók það.
Það er víst nógur andskotans
rógurinn í blöðunum um krata-
spillingu þótt ég gefi þeim ekki
fleiri tilefnL Ég tók þessvegna á
leigu þessa rellu þama Það var
ódýrara,“ sagði hann og benti á
litla farþegaflugvél á vellinum.
„Ég skil,“ sagði ég, þótt ég
skildi enn ekki neitt „Afhverju
ferðu þá ekki aftur til Reykjavík-
ur?
„Já, það er aftur ennþá erfið-
ara,“ sagði ráðherrann. Hann
leit í kringum sig, hallaði sér svo
að mér og hvíslaði: „Ég fór til að
losna við gyðingsskrattann sem
hann Davíð vildi endilega hitta.
Ég verð að vera héma fyrir vest-
an þangaðtil hann er farinn. En
það er fint. Það er gott að
drekka með ísfirðingum, næst-
um betra en að drekka með
Grænlendingum.“
Hann hækkaði róminn og
setti upp ráðherrasvipinn: „Þú
verður rótarinn minn.“
Okkur lærist í þingvarðar-
starfinu að malda ekki í móinn
þegar yfirvaldið kallar og þannig
æxlaðist það að ég sá Mtið af
sjónum og fjöllunum, en því
meira af innanstokksmunum á
Hótel IsafirðL
Þið skiljið, lesendur góðir, að
ég verð að gæta fyllsta trúnaðar í
starfi og get því ekki sagt ykkur
allt um ferðir okkar ráðherrans.
En svo mikið er víst að ráð-
stefhugestimir á hótelinu
gleyma seint dvölinni á Isafirði
þessa helgi og ástæðan var ekki
nýjustu uppgötvanir í lyflækn-
ingum. Undir borðhaldi sýndist
mér útlendu gestimir halda að
þeim væri óvænt boðið uppá
skemmtikraft sér til ánægju, ef
marka mátti hlátrasköllin þegar
hann kynnti sig sem utanríkis-
ráðherra lýðveldisins. Islending-
amir í hópnum hlógu minna og
þegar ráðherrann hóf upp raust
sína í einsöng rann líka upp fyrir
útlendingunum að þessi maður
væri áreiðanlega ekki á launum
sem söngvari.
En ráðherrann skemmti sér
vel og það kom sér vel fyrir mig
að þéna þessa aura aukalega og
það er fyrir mestu. En það kom
mér frómt frá sagt ekki á óvart
að ekki skyldi ganga betur í við-
ræðunum við Norðmennina.
Við ráðherrann em nefúilega
ögnþreyttirþessadagana.
Oddur þingvörður er hugarfós-
tur dálkahöfunda, en efnisatriði
og persónur byggjast á raun-
veruleikanum.
STIÓRNMÁL
Óhlutdrœgni, traust og trúnaður
Eiga pólitískir aðstoðar-
menn ráðherra að hverfa úr
starfi jafnskjótt ráðherra sín-
um eða er ráðherranum
heimilt að skjóta þeim inn í
embættiskerfi ríkisins með
fastráðningu þeirra í háar
stöður, þar sem þeir geta síð-
an mögulega setið til æviloka?
Varla leikur vafi á því að
þegar lögin um aðstoðarmenn
ráðherra voru sett árið 1969
vakti hið fyrra fyrir flutnings-
mönnum málsins. I lögum
segir beinlínis: „Ráðherra er
heimilt að kveðja sér til að-
stoðar, meðan hann gegnir
embætti, mann utan ráðu-
neytis sem starfi þar sem
deildarstjóri, enda hverfi hann
úr starfi jafnskjótt sem ráð-
herra..
Tilgangur laganna er aug-
ljóslega sá að skilja milli pólit-
ískra starfa, sem ævinlega
koma upp í ráðuneytum, og
almennra stjórnsýslustarfa
sem eru auðvitað meginvið-
fangsefni þeirra. Þau eru með
öðrum orðum sett annars
vegar til að tryggja hlutlægni
embættiskerfisins, sem ráð-
herra geti ævinlega sett traust
sitt á, og hins vegar til að ráð-
herra geti sett pólitískt mark
sitt á störf ráðuneytisins. Fram
að þeim tíma hafði verið allur
gangur á því hvemig ráðherr-
ar skipuðu ráðuneytisstjóra,
þegar þau störf losnuðu, off
með umdeOdum pólitískum
stöðuveitingum. Þegar þannig
er staðið að málum er vart
hægt að ætlast til þess að
traust geti myndast milli nýs
ráðherra og ráðuneytisstjóra
sem er yfirlýstur pólitískur
andstæðingur. Eftirtektarvert
er að lögin em sett undir lok
viðreisnar, eftir 10 ára setu
þeirrar stjórnar, en þá stóð
enn svo á að sumir ráðuneyt-
isstjóranna vom yfirlýstir pól-
itískir andstæðingar þess ráð-
herra sem þeim var ætlað að
starfa með. Á hinn bóginn er
fjölmargt í starfi ráðuneyt-
anna pólitísks eðlis og varðar
ráðherra miklu að úr málum
sé leyst á þann veg að falli í
kramið í kjördæmi hans og
stjórnmálaflokki eða tryggi
ffamgang þeirra hjá meiri-
hluta alþingis. Til þess er ekki
ætlandi af hlutlægum emb-
ættismanni, hvað þá embætt-
ismanni sem er yfirlýstur
flokkspólitískur andstæðingur
ráðherra, að hann annist þessa
pólitísku hlið starfseminnar.
Þetta er í hnotskurn vandi
allrar stjórnsýslu, hér sem
annars staðar: Að annars veg-
ar sé til staðar stjómkerfi sem
vinnur á sama hátt gegnum
allar veltur stjómmálanna en
hins vegar séu tök nýrra ráða-
manna tryggð á því að stjóm-
sýslukerfið framkvæmi þá
stefúu sem þeir em kosnir til
að framfylgja og hafa lofað
kjósendum sínum að tryggja.
Þetta er leyst með ýmsu móti.
I ameríska kerfinu eru allar
stöður æðstu yfirmanna sjálf-
sagt herfang þess stjórnmála-
flokks sem forsetaembættinu
nær hverju sinni. Þeir fylgja
forsetanum inn og út. I Evr-
ópu er víðast gengið út frá
framgangi embættismanna
upp í toppstöður, en ráðherr-
ann getur svo skipað kringum
sig misstórum hópum aðstoð-
armanna, sérfræðingum,
blaðafulltrúum, riturum og
ræðuhöfundum til að sinna
hinni pólitísku hlið mála í
ráðuneytunum. Islenska að-
stoðarmannakerfið virðist
hafa verið hugsað á þessum
nótum.
Nýr ráðherra á einfaldlega
heimtingu á því að taka við
starfsliði sem hann getur
treyst í hvívetna til að vinna
heils hugar að ffamgangi
stefúu sinnar.
Starfsliðið á kröfu til þess að
vinna effir skýrum reglum um
verksvið sitt og ffamgangs-
möguleika í kerfinu. Það verk-
ar lamandi á starfsanda að
hafa unnið af dyggð og trú-
mennsku um lengri eða
skemmri tíma en síðan er
bundinn endi á ffamann með
ráðningu pólitísks aðskota-
dýrs.
Til þess að aðstoðarmenn
ráðherra njóti fulls trúnaðar
þeirra emhættismanna sem
fyrir eru og nái samstarfi við
þá af fullum heilindum mega
ekki vera um það minnstu
efasemdir að þeir séu settir
embættismönnunum til höf-
uðs sem mögulegir keppi-
nautar um æðstu embættin í
kerfinu.
Það er því þýðingarmikið
fyrir alla aðila að ekki sé graut-
að saman þessum kerfum.
Þetta er ekki spurning um
hæfileika, menntun, mann-
kosti og þekkingu, heldur fyrst
og ffemst spurning um traust
og trúnað milli manna sem
verða að starfa saman óháð
því hvernig pólitískir vindar
blása hveiju sinni. Enn fráleit-
ara er að halda því ffam að
þetta sé spuming um „frelsi“.
Það geti ekki varðað sviptingu
embættisgengis að hafa verið
pólitískur aðstoðarmaður
ráðherra. Fjölmargir embætt-
ismenn í kerfinu missa kjör-
gengi til kjörinna trúnaðar-
starfa vegna þess að það þykir
ekki samrýmast stöðu þeirra
sem óhlutdrægra embættis-
manna. Bjóði þeir sig fram til
slíkra starfa er til þess ætlast að
þeir segi af sér embættinu. Á
sama hátt geta pólitískt
flokkskjörnir trúnaðarmenn,
sem skyndilega snúa við blað-
inu og gerast embættismenn
ekki ætíast til þess að yfir-
menn þeirra úr öðrum flokk-
um og óvilhallir samstarfs-
menn telji unnt að vinna með
þeim af fúllum heilindum. Að
minnsta kosti verður þá að
ætlast til þess að þeir rjúfi öll
tengsl við flokka sína og forð-
ist að blandast í pólitískar ill-
deilur. Því eru afskipti af
stjórnmálum ekki æskilegur
bakgrunnur fyrir æðstu
stjórnunarstöður í embættis-
kerfinu, eins og nú er oft hald-
ið ffam af stjórnmálamönn-
um. Af því að málið snýst ekki
fyrst og ffemst um hæfileika,
þekkingu og reynslu, heldur
trúverðugleika, traust og trún-
að.
Það verður að fara áratugi
affur í tímann til að finna um-
ræðu á jafnlágkúrulegu plani
og þá sem farið hefur ffam í
blöðum upp á síðkastið milli
forystumanna stjórnar og
stjórnarandstöðu um þetta
efiii. Allir flokkar hafa átt hlut
að því að eyðileggja þann
grunn að heilbrigðri stjórn-
sýslu sem Bjami Benediktsson
lagði með lögunum um að-
stoðarmenn ráðherra fyrir
aldarfjórðungi. Enda mun
enginn trúa þeim sem nú
hneykslast, nema fylgi tillögur
um skýra affnörkun pólitískra
starfa og embættiskerfisins, og
þeim sé fylgt eftir þegar þeir
komast til valda. Þangað til
munu þeir grunaðir um þá
græsku að ætía að nota sér
fordæmin strax og færin gef-
ast.
Reynslan sýnir að enginn ís-
lenskur stjómmálafloklcur er á
móti spilingunni í sjálffi sér,
heldur einungis þeirri spill-
ingu sem hann fær enga hlut-
deild í, í bráð eða lengd. Það
mun fljótt koma í ljós hvort
þetta er ekki bara enn eitt af
þeim tilfellum.
Höfundur er blaðamaður
„Allir flokkar hafa átt hlut að því að eyðileggja þann grunn að
heilbrigðri stjórnsýslu sem Bjarni Benediktsson lagði með lög-
unum um aðstoðarmenn ráðherra fyrir aldarfjórðungi. “