Pressan


Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 38

Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 38
I ÞROTTI R 38 PRESSAN Fimmtudagurínn 26. ágúst 1993 Keppnistímabilið hefst um næstu helgi í ítölsku deildinni Skandalakreppan veldur verðhjöðnun í boltanum Um næstu helgi hefst knatt- spyrnutímabilið á Ítalíu sem án efa er eftirtektarverðasta deildarkeppni í heimi. Þrátt fyrir að oft áður hafi verið meiri ljómi yfir deildinni (sem beðið hefur nokkur afhroð vegna almennrar kreppu á Ítalíu) þá verður margt for- vitnilegt þar á boðstólum. Síðasta sumar voru öll pen- ingamet slegin þegar 1. deildar liðin eyddu sem svarar 26 milljörðum króna í að kaupa 35 erlenda leikmenn í þessari lúxusdeild allra lúxusdeilda. I ár hefur markaðurinn verið mun rólegri. Þegar verslunar- tímanum lauk höfðu aðeins 9 nýir útlendingar verið keyptir til Ítalíu. Um leið hafa öll liðin lagt sig fram um að lækka kostnað og fá samninga við leikmenn færða niður. Það hefur auðvitað kostað þján- ingar fyrir stjörnurnar en því •íttiður virðist metnaður ftala hafa farið fram úr kaupgetu þeirra í fyrra. Talið er að inn- kaupalistinn í ár sé um tífallt ódýrari en í fýrra, eða aðeins 2,2 milljarðar króna. Skandalakreppa ftala hefur líklega farið fram hjá fáum en til hennar má rekja vandann í knatt- spyrnunni. Rausnarlegir styrktaraðilar eru flestir í vondum málum og hafa til dæmis fornfræg lið eins og Roma og Tórínó orðið að fara yfir fjárhagsstöðu sína með forráðamönnum deildarinnar til að fá botn t það hvort þau hafi yftr höfuð efni á atvinnumönnum. Roma I^eypti Argentínumanninn Abel Balb frá Udinese á meðan Tórínó keypti Úrúgvæmanninn Enzo Francescoli frá Cagliari. Áhöld voru um hvort liðin ættu fýrir þessum leikmönnum. Risar eins og AC Mílan, sem rekið er af fjölmiðlakónginum Silvio Berlusconi, og Juventus, sem rekið er af Fíat, hafa í ár eytt í leikmenn aðeins broti þeirrar upp- hæðar sem þau notuðu í fýrra. Á móti má benda á að sömu leikmennirnir verða aðeins keyptir einu sinni og þessi markaður er dæmdur til að vera breyti- legur frá ári til árs. „Eyðslutíminn er lið- inn“ Margir telja að samdrátturinn núna sé varanlegur. „Mörg liðanna eyddu gífúr- legum fjárhæðum í leikmenn sem stóðu ekki undir vænting- um,“ sagði forseti Písa, Romeo Anconetani, sem telur að kaup- æðistíminn komi ekki aftur. Á hinn bóginn voru auðvitað reiddar fram stórar upphæðir. Inter Mílan borgaði 1,3 miljarð króna fyrir Denis Bergkamp sem kom frá Ajax. Wim Jonk fýlgdi með í þeim kaupum sem ábót. Af kaupum má nefna: Cagliari keypti Panamamanninn Dely Valdes, Svíinn Jonny Ekström fór til nýliðanna í Reggiana og Brasilíumennirnir Gerson og Caucho fóru til Lecce. Juventus keypti króatíska framherjann Zoran Ban og hollenski fram- herjinn Marciano Vink fór til Genova. Eins og áður verða 58 útlend- ingar skráðir til leiks í ítölsku I. deildinni en aðeins mega vera þn'r inná í einu. AC Mílan verður hins vegar með 6 leikmenn á launaskrá og Inter með 5. AC Mílan hefur fengið Brian Laudrup til liðs við sig sam- kvæmt lánssamningi frá Fioren- tína sem féll í 2. deild í fyrsta skipti. Einnig fékk AC Mílan Rúmenann Florin Raduciou. Þeir Fiorin og Brian koma í stað Ruud Gullit og Frank Rijkaard sem hafa verið vörumerki liðsins ásamt Marco Van Basten undanfarin ár. Ástæðan fýrir brottför Gullits mun ein- faldlega vera sú að þetta ríkasta félag heims var að lækka launakostnað sinn, en hann fékk um 160 milljónir frá félag- inu á ári auk ýmissa hlunninda! Gullit fer ekki langt en hann mun leika með Sampdoria. Auk þess má nefna að heyrst hefúr af atvinnuleysi meðal knatspymu- manna á Italíu og gengur nú rnargur kappinn með betlistaf á milli liða. Sigurður Már Jónsson Hln hliðin á HHI í Stuttgart „Hve mörg dóppróf hafið þið farið í á þessu ári?“ var það fýrsta sem vestrænum blaða- mönnum datt í hug að spyrja kínversku stúlkumar þrjár sem urðu í þrem fýrstu sætunum í 3000 metra hlaupi á heims- meistaramótinu í Stuttgart sem lauk um síðustu helgi. Flestum viðstöddum fannst spumingin lítt við hæfi en kín- Kínverskar stúlkur sópuðu til sín verðlaununum í hlaupagreinum á HM í Stuttgart. versku stúlkumar létu sig hafa það að svara — sögðust hafa farið í þrjú dóppróf á árinu; eitt á vegum Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins, eitt á vegum Al- þjóða Ólympíunefndarinnar og eitt á vegum kinverskra yfir- valda. Það er kannski ekki nema von að fréttamenn hafi verið tortryggnir: orðrómur er um að í Kína sé mikið af þjálf- urum frá fýrrum Austur-Þýska- landi og aílir vita hvemig þjálf- unaraðferðimar vom þar. Kín- verskar hlaupakonur sópuðu síðan til sín verðlaunum, hirtu fjögur gull í hlaupagreinum og sýndu fádæma yfirburði. Það vafðist hins vegar fýrir mönn- urn að líta á þær sem sjálfstæða einstaklinga enda kom svona tilkynning ffá þeim efúr hlaup- ið: „Allir þrír verðlaunahafamir frá Kína segja að þetta sé sam- eigjnleg yfirlýsing efúr hlaupið“! Og síðan upphófust miklar vangaveltur um hvort kín- versku stúlkurnar réðu við að taka með sér sigurlaunin sem eru nýr Mercedes Benz en flutningskostnaður bílsins til Kína nemur um fjórföldu verði bílsins. I fréttaúlkynningu Kín- verja stóð: „Yunxia Qu (sem vann 3000 metra hlaupið) hef- ur ekki bílpróf og ætlar því að gefa föður sínum bílinn“. Þeim sem fylgjast með í frjálsum íþróttum kemur ár- angur Kínverja ekki svo mjög á óvart. Á heimsmeistaramóti unglinga í fýrra hirtu Kínveijar 8 af 19 verðlaunum. Þá þegar fóm menn að sjá fýrir árangur þeirra í Stuttgart Engar aukagreiðslur en Lewis í lúxus Það vakú mikla athygli þegar Nourredine Morcelli, sem tal- inn var sigurstranglegastur í 1500 metra hlaupi, sagðist ekki ætla að keppa nema fá veruleg- ar aukagreiðslur fýrir. Fannst mönnum þetta fádæma dóna- legt hjá Marokkómanninum sem vanalega fer um 3,3 millj- ónir króna fýrir hvert hlaup. Morcelli fannst greinilega ekki duga að fá nýjan Mercedes Benz úr verksmiðjunum í Stuttgart sem verðlagður var á 2,2 milljónir króna. Hann hélt því þar að auki ffam að menn eins og Carl Lewis fengju greitt og því fannst honum ekki nema eðlilegt að hann fengi einhveija umbun fýrir að verða heimsmeistari. Alþjóða fijáls- íþróttasambandið neitaði því að Lewis fengi nokkrar auka- greiðslur en síðar kom í ljós að umbun hans var öðruvísi. Á meðan venjulegir keppendur máttu hírast í spartískum þjálf- unarbúðum lifði Lewis, ásamt Carl Lewis dvaldi á besta hótelinu á meðan aðrir voru í íþróttabúðum. fáeinum útvöldum úr banda- ríska liðinu, í vellystingum praktuglega á Hótel Graf Zep- pelin. Reyndar er önnur ástæða fyrir því að hægt er að hafa samúð með Morcelli. Alþjóða ffjálsíþróttasambandið (IÁAF) fær nefnilega sem svarar 4,2 milljörðum króna fyrir sjón- varpsrétúnn ffá HM og á með- an sjónvarpsstöðvar eru úlbún- ar að borga þessa upphæð á tveggja ára fresti eru þeir á grænni grein. Það er ekki nema von að fijálsíþróttamennirnir vilji hlut í gróðanum. Otrúlegur sprettur Johnsons Einhver ótrúlegasú árangur á HM er hlaup Michaels John- sons á lokaspretú 4X400 metra hlaupsins. Þar var tíminn Michael Johnson hljóp 400 metrana í boðhlaupinu á besta tíma sem náðst hefur, eða 42,94 sek. Það jafngildir að hver 100 metra sprettur var á 10,74 sek. sem dugað hefði honum til sigurs í flestum hlaupum hér heima. mældur hjá honum og reyndist vera 42,94 sek. Aldrei í sögunni hefúr náðst svo góður tími í 400 metra hlaupi. Auðvitað nýtur Johnson þess að fá fljúgandi start en þetta jafngildir því að hann hlaupi hvem 100 metra sprett á sem svarar 10,74 sek. Hann vinnur nánast öll 100 • metra hlaup á Islandi út á þennan árangur! Sem minnir okkur á dapran árangur íslend- inga sem aldrei virðast ná að bæta sín persónulegu met þegar kemur að stómiótum en það er önnur saga. HVERAGERÐI Til sölu eða leigu. Laust nú þegar. 3 svefnherbergi. Stærö 118 fm + bílag. 45fm. Upplýsingar í sima: H. 98 -34191 V. 98 - 34151 (símsvari). IiUDDSKÓLI RAFriS QEIRDALS NUDDNÁM ★ V/2 árs nám, alls 1.500 stundir. Skiptist í þrjá þætti: 1. Nuddkennsla, 500 stundir, ein önn. 2. Starfsþjálfun, 500 stundir, má taka 3 mánuði til 2 ár að Ijúka því. 3. Bókleg fög, 500 stundir, má taka fyrir meðfram eða eftir nuddkennslu, en sé endanlega lokið 2 árum eftir að nám hefst. ★ Sækja má um að læra nuddkennslu á eftirfarandi tímum: A. Dagskóli, 1. sept. - 31. nóv., kl. 9-16 alla virka daga. B. Kvöld- og helgarskóli, 1. sept. - 14. des., mánudaga til fimmtudaga kl. 17.30-21.15 og aðra hvora helgi kl. 9-18, báða daga. C. Dagskóli, 10. jan. - páska, kl. 9-16 alla virka daga. D. Kvöld- og helgarskóli, 10. jan. - maí, mánudaga til fimmtudaga kl. 17.30-21.15 og aðra hvora helgi kl. 9- 18, báða daga. Inntökuskilyrði: Gagnfræða-/grunnskólapróf. Útskriftarheiti: Nuddfræðingur. Réttur: Sjálfstætt starf, réttur til að opna eigin stofu og auglýsa. Viðurkenning: Viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræð- inga. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 686612 alla virka daga. Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.