Pressan - 02.09.1993, Page 12

Pressan - 02.09.1993, Page 12
12 PRESSAN F R E TT I R Fimmtudagurinn 2. september 1993 Bréf.fimm hæstaréttarlögmanna til dómsmálaróðherra: ARNLJÖTUR REIKNADIALLT VITLAUST Fimm lögmenn hafa sent Þorsteini Pálssyni dómsmála- ráðherra bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við þátt Arnljóts Björnssonar lagapró- fessors við mótun frumvarps til nýrra skaðabótalaga sem gildi tóku 1. júlí síðastliðinn. Beinist gagnrýni lögmann- anna fimm einkum að því að Arnljótur hafi gefið allsherjar- nefnd Alþingis villandi og beinlínis rangar upplýsingar um útreikning örorkubóta eftir gildistöku laganna. Einn- ig benda þeir á í bréfi sínu að hagsmunatengsla hafi mögu- lega gætt milli Arnljóts og ís- lenskrar endurtryggingar, þar sem hann gegnir hlutastarfi, og telja þeir af þeim sökum að um óviðunandi vinnubrögð hafi verið að ræða við gerð ffumvarpsins. Samkvæmt hefðbundnum aðferðum við útreikning ör- orkubóta fram að gildistöku laganna benda hæstaréttarlög- mennirnir fimm, Jón Steinar Gunnlaugsson, Viðar Már Matthíasson, Atli Gíslason, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Sigurður G. Guðjónsson, á að reiknað hafi verið út af tryggingastærðfræðingi það fjártjón sem tjónþoli varð fýrir við að hljóta varanlega örorku og hafi sú aðferð verið við- leitni til að reikna út raun- verulegt fjárhagstjón þolenda. Þeir segja að frá þessu fyrir- komulagi hafi verið horfið við setningu nýrra skaðabótalaga og í stað þess hafi verið búin til stöðluð reikniregla sem notuð er til að reikna út tjón sem meðal annars miðast við tekjur tjónþola. Telja þeir að- ferðina ekki í samræmi við SlGURÐUR G. GUÐJÓNSSON, JÓN SíEINAR GUNNLAUGSSON OG flTLI GÍSLASON. Þrír lögmannanna sem segja Amljót Bjömsson hafa reiknað þrjú dæmi fyrir þingnefnd og öll vitlaust. Þeir telja að um hagsmunaárekstra kunni að vera að ræða. það markmið skaðabótalag- anna að mæla eiginlegt fjár- hagslegt tjón þolenda. Lögmannafélagið hafði sent ffá sér umsögn um ffumvarp- ið áður en það kom til af- greiðslu á Alþingi og komist að þeirri niðurstöðu að um- rædd reikniregla gæfi mun lægri niðurstöðu um bætur fýrir tjónþola en gildandi regl- ur gerðu. Því var beint til þingsins að kanna þyrffi sam- anburð, en þingnefndin brást við á þann hátt að fela Arnljóti Björnssyni lagaprófessor að kanna málið ffekar þrátt fýrir að hann hefði sjálfur staðið að samningu frumvarpsins að mestu leyti. Þótti mörgum einkennilegt að þingið skyldi ekki leita álits annars lög- manns. I bréfi sínu til ráðherra benda lögmennirnir fimm á að þeir telji Arnljót hafa gefið þinginu rangar og beinlínis villandi upplýsingar og að bætur lækki til muna verði framkvæmd á frumvarpinu óbreytt. Benda þeir einkum á þrjú atriði sem betur hefðu mátt fara í útreikningum Arn- ljóts, máli sínu til stuðnings, en hann hafði lagt fram þrjú dæmi um örorkubætur til samanburðar, annars vegar fyrir gildistöku laganna og hins vegar eftir gildistöku þeirra. í fýrsta lagi dregur Arnljót- ur 35 prósent ffá bótafjárhæð tjónþola vegna skattffelsisbóta þegar hann reiknar dæmið út frá fyrri réttarreglum, án þess að geta þess að fjölmargir for- dæmisgefandi hæstaréttar- dómar sýna, svo ekki verður um villst, að skattafrádráttur er mishár og miðast við tekjur tjónþola. Amljótur tekur ekki tillit til þess við útreikning sinn og miðar við 35 prósent- in í öll skiptin. Lögmennirnir benda á að réttara hefði verið að nota í mesta lagi 20-30 prósenta skattafrádrátt. f öðru lagi segja þeir að Arnljótur hafi í öllum tilfell- unum þremur dregið ffá bæt- ur úr slysatryggingu launþega, án frekari skýringa, sem þeir telja fremur sjaldgæff og raun- ar afar villandi þar sem menn fá einungis bætur úr slysa- tryggingu launþega ef þeir slasast í vinnu og þá aðeins ef atvinnurekandi er af einhverj- um ástæðum bótakræfur. f nýju skaðabótalögunum er reglan um ffádrátt bóta úr at- vinnuslysatryggingu algerlega óbreytt en samt dregur pró- fessor Arnljótur, af einhverj- um ástæðum, upphæðina ffá í dæminu fyrir gildistöku lag- anna en ekki eftir hana. Það leiðir af sér skekkju í niður- stöðu. f þriðja lagi er sagt að í öll- um dæmunum þremur dragi hann frá ákveðna upphæð sem fæst úr slysatryggingu al- mannatrygginga Trygginga- stofnunar ríkisins. Ekki nærri allir sem slasast og eiga skað- bótakröfu eru verndaðir af slysatryggingu almannatrygg- inga. Ökumenn mynda stærsta hópinn, en bent er á að með lögum frá árslokum 1992 hafi verið felld niður úr lögum um almannatryggingar slysatrygging ökumanna og tekur niðurfellingin gildi 1. janúar næstkomandi. Öku- menn njóta því slysatrygging- arbóta aðeins í sex mánuði eftir að skaðabótalögin nýju hafa tekið gildi. Þetta hefði Arnljótur átt að benda á að mati lögffæðinganna, en það gerði hann ekki. Með því að beita þessum reikningsaðferð- um telja lögmennirnir að Amljótur hafi náð hærri bóta- fjárhæðum samkvæmt nýju réttarreglunum og að í því fel- ist rangur samanburður og muni þá umtalsverðum fjár- hæðum. Lögmennirnir segja jafn- ffamt að um hugsanleg hags- munatengsl sé að ræða þar sem Arnljótur hafi verið í hlutastarfi fýrir íslenska end- urtryggingu, en þar ber mikið á þessum málaflokki, og laga- prófessorinn geti því vart talist hlutlaus aðili. Þeir segja að í meðferð opinberra mála sé mjög þýðingarmikið að kom- ið sé í veg fyrir öll möguleg hagsmunatengsl, ekki síst í ljósi þess að mikils „ófriðar“ hafi gætt í meðferð slysamála af hálfu vátryggingarfélag- anna, en um 200 mál hafa verið til meðferðar Héraðs- dóms Reykjavíkur undanfarin tvö ár. Engin viðbrögð hafa komið fram frá ráðuneytinu enn sem komið er, en lög- mennirnir hafa óskað eftir fundi með dómsmálaráð- herra. Munu þeir hitta hann 8. september næstkomandi og fara ffam á að upplýsingarnar verði skoðaðar af hludeysi og stjórnvöld taki síðan ákvörð- un um það hvort lagfæring eigi rétt á sér. Telma L. Tómasson. Valgeir Sigurðsson vinnur dómsmól í Bandaríkjunum Nýtt fýrirtæki hefur rutt sér tO rúms á tóbaksmark- aðnum í Bandaríkjunum og Bretlandi sem ber heitið Death (Dauði), en ffá því var sagt í PRESSUNNI fyrir nokkru. Það er aðallega nafh fýrirtækisins sem vakið hef- ur athygli og virtist ætía að afla vörunni sjálffi töluverðra vinsælda. Þvert á móti hefúr nafnið hins vegar reynst ffamleiðendum erfiður ljár í þúfu, ekki af því að það selji illa heldur einfaldlega vegna þess að til var vörutegund með nánast sama heiti, nefnilega Black Death- (Svarti dauði) sígarettur, sem íslendingurinn Valgeir Sigurðs- son ffamleiðir. Og þá er ekki nema hálf sagan sögð því tóbaksframleiðendurnir voru einnig svo óheppnir að nota nánast sama vörumerki og Valgeir; ljósa hauskúpu á svörtum grunni. Þegar Valgeiri varð ljóst hve vörumerkin voru lík höfðaði hann þegar mál á hendur tóbaksframleiðendun- um fýrir bandarískum dómstólum og krafðist þess að þeir breyttu bæði nafninu á vöru sinni og vörumerki sínu. Valgeir lagði ffam augljós rök fýrir því, máli sínu til stuðnings, að tóbak sem selt væri undir nafninu Death gæti skaðað bæði ímynd ffamleiðslu sinnar og fýrirtækis síns stórlega. Tóbaksframleiðendurnir neituðu skiljan- lega öllum sakargiftum og vildu halda áfram að selja vörur sínar með óbreyttum hætti. Málið kom fyrir dóm- stóla í Kaliforníu í desember á síðasta ári en var ekki tek- ið til formlegrar meðferðar fýrr en í júní síðastliðnum. Skemmst er ffá því að segja að dómur, sem kveðinn var upp 30. júlí, var Valgeiri í vil og flest þau ákæruatriði sem hann setti ffam voru samþykkt. Tóbaksframleiðendunum var gert að breyta nafni fyrirtækis síns, þeir mega í ffamtíðinni ekki nota óbreytt vöru- merki né nokkuð í líkingu við það, mark- aðssetning má í engu vísa til viðkomandi vörumerkis og aukinheldur er lagt bann við því að það keppi á nokkurn hátt við fýrirtæki Valgeirs með svipuðum hætti og hingað til eða reyni að skaða ímynd þess á nokkurn hátt. Loks er þeim gert að inn- kalla til förgunar allar vörur sínar sem merktar eru nafninu Death og mynd- skreyttar hauskúpu, og innan þrjátíu daga frá dómsuppkvaðningu á orðið Death (- Dauði) að vera afmáð með öllu úr nafhi, bæklingum og vörumerkingum fyrirtækis- ins. Dómsniðurstaðan er alvarlegt áfall fýr- ir tóbaksframleiðendurna en ímynd fýrir- tækisins og markaðssetning þess hafa að öllu leyti byggst á umræddu vörumerki. Gera má ráð fýrir að fýrirtækið verði fýrir miklu fjárhagstjóni vegna þessara ófyrir- séðu mistaka sinna. N0TA SEM fyrtr bandarískan og evrópsk-an markaö. Valgelr Slgurössyni tókst aö vernda vörumerkiö fyrir samkeppni frá eftlrlíkingu. DEATH BANNAÐ AÐ VÖRUMERKI Telma L. Tómasson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.