Pressan - 02.09.1993, Síða 17

Pressan - 02.09.1993, Síða 17
E R L E N T Fimmtudagurinn 2. september 1993 PRESSAN 17 Krossferð Samtaka kristinna manna í Bandarikjunum: Amman selur allt Clinton er umboðs maður Lúsifers Baráttumenn gegn fóstureyðingum mótmæla í Washington. „Clinton forseti hefur hafið kerfisbundna eyðileggingu á fjölskyldunni. Saman berj- umst við fyrir rétti okkar, gegn femínistum, barna- morðingjum, kynhverfum, trúleysingjum og andstæðing- um kristinnar siðfræði.“ Þannig endar Pat Robertson alltaf kvöldfréttirnar á sjón- varpsstöðinni Family Chann- el, sem 30 milljónir Banda- ríkjamanna horfa staðfastlega á. Pat Robertsson er forseti Christian Coalition (Samtök kristinna manna) og berst fyr- ir gildum sem hann telur vera í hættu. Menningarelítur, bar- áttuhópar fyrir ffjálsum fóst- ureyðingum, kynhverfir og stuðningsmenn þeirra úr hópi demókrata eru óvinir Guðs, umboðsmenn Lúsifers í aug- um Robertsons. Þessi öflugasti „hægriflokk- ur kristinna manna“, sem hef- ur á að skipa 250.000 meðlim- um og 550 deildum í 49 ríkj- um Bandaríkjanna, hefur ástæðu til að kætast. Samtökin unnu tvo stóra sigra í röð nú í sumar. Hinn fyrri í júní þegar Hæstiréttur ákvað að trúar- hópar mættu nota almenn- ingsskóla eftir kennslu og leyfði að nemendur mættu taka upp bænir við útskriftar- athafnir. Síðari sigurinn vannst í júlíbyijun þegar sam- þykkt var að ekki yrði gerð breyting á lögum sem meina fátækum konum um ríkis- styrki til að fara í fóstureyð- ingu. Samtökin hafa nýtt sér ósig- ur Bush í forsetakosningun- um til að láta á sér bera í stjómarandstöðu íhaldsflokk- anna. Þau hafa jafhvel fundið sér forsetaefni, sem þau hafa hugsað sér að bjóða fram í næstu kosningum. Það er enginn annar er Oliver North, hetjan úr Irangate- hneykslinu. „OHie“ gegnir mikilvægu starfi hjá söfnuði Christian Coalition í Richm- ond. Domino’s Pizza á móti fóstur- eyðingum Hneykslin sem komu óorði á bandaríska sjónvarpspredik- ara í lok níunda áratugarins virðast nú löngu gleymd. Fyrir tíu árum fólust völd predikar- anna í peningum, en þó svo Pat Robertson skorti þá ekki beinlínis gætir áhrifa hans að- allega á sviði stjórnmála. Það sannaðist á þingi Repúblik- anaflokksins í Houston í ágúst í fyrra, þar sem Christian Coa- lition tókst að fá samþykkt að eftirfarandi grein yrði tekin burt úr stefnuyfirlýsingu repúblikana: „Ameríka er síð- asta von mannsins á jörð- inni.“ Síðasta von mannsins, leiðrétti Robertson, er Jesús. Samtökin hafa yfir að ráða nútímatækni sem gerir þeim kleift að fylgjast náið með andstæðingum sínum og tæla til sín stuðningsmenn. Þeir hafa hljótt um sig og eru t.a.m. ekki á lista fyrir kjós- endur yfir stjórnmálaflokka í Bandaríkjunum. Þannig tekst þeim að ná í fjármagn frá fyr- irtækjum eins og Domino’s Pizza, sem kostar „Operation Rescue“, samtök sem berjast gegn fóstureyðingum, og Co- ors-bjórframleiðandanum, sem styður Pat Robertson beint. Stuðningsmað- ur Ku Klux Klan Washington Post fullyrti í grein um samtökin að þau næðu helst til fátæks og illa menntaðs fólk. Skoðanakönn- un sem gerð var í Akron-há- skóla í Oklahoma árið 1992 gefur þveröfugar niðurstöður, því þar kemur ffarn að stuðn- ingsmennirnir koma flestir úr efnameiri miðstéttarijölskyld- um og hafa góða menntun. Þessir þjóðfélagsþegnar virð- ast laðast að slagorðum sam- takanna og meta mikils þau gildi sem áttu mjög upp á pallborðið í Bandaríkjum eff- irstríðsáranna; ráðvendni, föðurlandsást og fjölskylduna. Slíkt verðmætamat stuðlar ekki beint að umburðarlyndi, eins og hommaveiðarnar í Oregon, umsátur um sjúkra- stöðvar er framkvæma fóstur- eyðingar og krafan um stofh- un siðferðisdómstóls gefa til kynna. Þegar þetta er haft í huga ætti ekki að koma á óvart að í hópi meðlima Christian Coalition skuli vera menn eins og McCormack, prestur í Louisiana, yfirlýstur stuðningsmaður Ku Klux Klan, Randall Terry, forseti Operation Rescue, en hann fer aldrei neitt án þess að hafa meðferðis fóstur í formalíni, eða gamlir nasistar eins og Laszlo Pasztor. Þá er ónefnd- ur David Duke, ffambjóðandi í fylkisstjórnarkosningunum árið 1991. Byggt á Le Nouvel öbservateur. Starf, yöar heilagteiki? Leigubílstjóri í New York. 6» - NATURA.L12ATIOH \ , SERVlce Næsti, Það er ekki langt síðan auglýsendur gerðu sér grein fyrir því að miðaldra fólk er markhóp- ur sem borgar sig að miða á, ekki síst nú á tímum samdráttar. í Bandaríkjunum segja auglýsendur „Gray is gold" og nú eru evrópsk- ir auglýsendur farnir að taka undir með þeim. Og ekki að ástæðulausu. Kannanir hafa sýnt að um leið og börnin eru farin að heiman og fólk laust við fjölskyldubyrðarnar fer það að njóta lífsins til fulls. Þeir sem komnir eru yfir fimmtugt fylla innkaupakörfurnar I stórmarkað- inum þannig að út úr flóir og láta ekki nýjungar á sjónvarps-, myndbands- og uppþvottavéla- markaðinum framhjá sér fara, því þeir endur- nýja þessa hluti hraðar en yngri aldurshópar. Ólíkt yngri kynslóðinni kaupir þetta fólk vörur í hæsta gæðaflokki og heldur tryggð við sitt merki. Þá er það ekki með neitt hálfkák þegar feröalög eru annars vegar, sparar ekki við sig og hikar sjaidan við að ferðast með flugvélum. Þá hefur þetta fólk tíma, peninga og ekki síst vald til að taka ákvarðanir um hvað á að kaupa. Helsta vandamál auglýsenda er hvern- ig á að ná til þessa aldurshóps, því það má ekki beina orðum sínum beint til hans, þá hættir hann við að kaupa. Galdurinn er fólginn í að finna réttu röksemdafærsluna. Það hefur reynst auglýsendum nokkuð vel að nota ímynd fordekruðu ömmunnar, en hún getur Fyrirsæta aö auglýsa ilmvatn frá Jean-Paul Gaultier: Lítur út fyrir að vera amma. selt næmi, hlýju, örlæti og jafnvel fram- kvæmdaorku sem lituð er gleðinni yfir því að vera til, ásamt dálitlum skammti af strang- leika. Besta aðferðin virðist reyndar vera sú að tengja saman barnið og ömmuna, en það ku hafa ótrúlega góð áhrif á væntanlega kaup- endur. Hefðin tákn nútímans í Kína Uppgangur og hagvöxtur í kommúnistaríkinu Kína hefur haít þau áhrif á Kínverja að þeir hafa þorað að dusta rykið af gömlum hefðum og taka þær upp aftur. Þetta á meðal annars við um „sambýliskonurnar“ sem yfirstéttarmennirnir fengu sér hér áður fyrr þegar þeir voru orðnir þreyttir á eiginkonunni, en Óskarsverðlaunamynd Zhangs Yimou, „Rauði lampinn“, fjallaði einmitt um hlut- skipti sambýliskonunnar. Sambýliskonan hefur fengið nýja merkingu, því hún er í dag tákn nú- tímavæðingar og pólitískrar opnunar landsins í augum Kínverja. Sambýliskona dagsins í dag býr ekki inni á heimili mannsins heldur er hún einkaritarinn sem nýríkir kaupsýslu- menn ráða til sín og gegnir ekki öðru hlut- verki en því að vera augnayndi viðskipta- vinanna og merki um velgengni yfirmanns- ins. Kínverjar eru langt frá því að vera einu Asíubúarnir sem halda uppi hjákon- um, sem þeir nefna ýmist sambýlis- eða eiginkonur. Japanir eiga margir hverjir ni-go san, sem þýðir bókstaflega „frú númer tvö“ og ekki er óalgengt að kór- eskir iðnjöfrar haldi uppi nokkrum heimilum. GONG Ll, hetjan úr „Rauða lampanum". Þegar kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949 var eitt af fyrstu verkum þeirra að leggja blátt bann við því að giftir menn tækju sér „sambýliskonur". Tilfinningasamir listfræðingar Mest lesna listsagnfraéðibók þessarar aldar er án efa „Saga list- arinnar“ eftir Austurríkismann- inn Ernst Gombrich. Gombrich, sem hefur búið á Englandi frá því í síðari heimsstyrjöldinni, er orð- inn 84 ára gamall, en áhugi hans á listum hefur ekkert minnkað með árunum. Nýverið kom út í Bret- landi samtalsbókin „Áhugamál lífs míns: Samtöl um listir og vís- indi“ þar sem Didier Erebon ræð- ir við Gombrich. Metsöluhöfund- urinn reifar þar skoðanir sínar á listum og ekki síst hvernig kolleg- ar hans hafa farið að því að út- skýra þær. „Skilningur þeirra á verkunum er allt of tilfinningaleg- ur og skortir röksenidir,“ segir sagnfræðingurinn. Sjálfur er hann ekki búinn að segja sitt síðasta, því hann er með í vinnslu bókina The Preference for the Primitive. Hún á að fjalla um frumstæða list og hvers vegna listamenn á Vestur- löndum hafá í gegnum tíðina sýnt upprunanum meiri áhuga en þróuninni í eigin list. ERNST GOMBRICH lofar nýrri bók áður en langt um líður.,,.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.