Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 02.09.1993, Blaðsíða 18
Fimmtudagurinn 2. september 1993 18 PRESSAN UNDIR ÁHRIFUM ísland nútímans, LITLA AMERIKA Ameríka er Islendingum ofarlega í huga. Hvert sem litío er má greina arneifó amerískrar alþýðumenning- ar á Islandi, reyndar svo að mörg- um finnst nóg um. Þótt látið sé í veðri vaka ao flestír erlendir ferða- menn lofi land og þióð eru það alls ekki allir. Hópur Pjóoverja sem ferð- aðist til Islands fyrr á þessu ári varð fyrir miklum vonbrigðum þegar þeim varð Ijóst hve landið var am- erískt. Eftir að hafa ferðast um landsbvggðina í nokkra daaa ákváðu peir að snúa heim viku fyrr en áætlað var. Það sem fór mest fyrir brjóstið á þeim voru „íslensku" veitingastaðirnir. Að engan al- menniíegan íslenskan mat væri hægt að fá úti á landsbyggðinni. Oa höfóu þeir þá fiskinn í huga. Aoeins væri hægt að snæða ham- borgara og franskar, „American Stvle", reyndar með íslensku kokkt- eiísósunni. Utsendarar br§ska tímaritsins ID, sem heimsóttu Island á vormánu.ð- um, veittu þessu amerískp æði á Is- landi einnig athyali: „...Islendinaar aka um á amerískum bílum, reykja amerískar sígarettur, tala ensku með amerískum hreim og klæðast sportfatnaði frá Kaliforníu..." Magnús Oddsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs, tók undir þao að fátt væri um fína drættí í íslenskri matargerðarlist úti Dan< landsbygaðinni, að sem fíestir er- ferðampnn egðu leið sína. Uti á andi mætti gjarnan Djóða upp á fteira þjóð- egt. Ekki taldi þó Magn- ús að útlendingarnir kvörtuðu yfir að Island væri undir miklum banda rískum áhrifum, enda hefóu þeir fæstir samanburðinn, m.ö.o. hefóu fæstir ferðalanganna sem hingað kæmu áður farið til Bandaríkjanna. Það sem vekti hins veaar oft furðu þeirra væru öll ensku nöfnin sem notuð eru á versl- anir og fyrirtæki á Islandi. CHICAGO Drýpur af. hverju strái Samkvæmt skoðanakönnun sem PRESSAN lét gera fyrir jia fyrir nokkru kom í Ijós að Islendingar elska ekki bara Bandaríkjamenn. Þeir hata þá einnig. Aðeins Norðmenn urðu ofar í virðingarstíganum en Bandaríkjamenn, og það líkleaa af frændrækniástæð- um feðg öðrum og óskiljap- legum). I auaum stórs hóps Is- lendinaa hafa Bandaríkin allt- af verið gósenland, þar sem borinn er fram nægur og ekki síst ódýr matur, þar sem stjömur neimsins búa og þar sem vagga lýðræðisins er. Þar sem smjörið drýpur af hverju strái. Og ástin er sterk. Hægt er að telja upp ótal at- riði sem styðja þá röksemd að með góöu móti megi kalla Island litlu Ameríku. Hæst um þessar mundir ber pítsustríðið m a r g u m - rædda. Sam- keppnin í þeim bransa er næst- , um blóðug. Þó : að Islendinaar hafi í kjöltar harðnandi aug- lýsingastríðs aukið flatböku- neyslu sína um rúm fimmtíu prósent (oa þar með aukio likur á meltingartrufl- unum um jafnmörg prósent) kemur lík- lega að því að eitt- hvert pítsufyrirtæki verði undir. Amer- ísku pítsukeðjurnar streyma til landsins. Hið nýj- asta í flórunni er Domino s, en fyrir var — og komin fyrir nokkrum árum — ameríska samsteypan Pizza Hut. Að ógleymdum öllum innlendu pítsuKeðjunum, Jóni Bakan, Pizza 6/ og Hróa hetti. Pítsa- staðir þekja nú orðið nokkrar síður í símaskránni. Nú kunna margir að hugsa með sér: Þetta hlýtur að vera einhver steypa, pítsan er ítölsk, ekki amerísk! Vissulega á pítsan ættir að rekia til Ital- íu. En þar varð hún aldrei vin- sæll skyndibiti eins og í henni Ameríku, og nú síðast á ís- landi. Menn sem vel eru k u n n u g i r bandarísku samfélagi segja ekkert amerískara en pítsuna. TURKISH & AME&rCAN BLEND CIBARETTES í 'T'I H L/ v ' NÆTURSALA pepsi í eðli okkar evrópsk Eins og fyrr segir urðu Bandaríkjamenn jafnframt númer eitt yfir þær þjóðir sem Islendingar sögðust engar mætur hafa á í fyrrnefndri skoðanakönnun. Sé tekið mið af íslensku þjóðfélagi í dag má sjálfsaat fremur rekja þá andúð til elari kynslóðarinnar, sem upplifði bröltið í kringum bandarísku herstöðina á Keflavíkurflugvelli, til þess tíma er menn ýmist tilbáðu Bandaríkin eða hötuðu. Am- eríkuandstæðingarnir álitu flest slæmt upprunnið í Bandaríkjunum, svo sem glæpi, klám, óbeislaðan kap- ítalisma og ekki síst skeyting- arleysið við náungann. Nefna andstæðingarnir gjarnan allt það sem frá Am- eríku er komið einu orði sagt lágmenningu. Margir Tétu Ijós sitt skína þegar umræðan um evrópska efnahagssvæðið stóð sem hæst. Vaknaði þá spurningin um hvar við ættum heima í menningarlegu tilliti. Lagði Sigurður A. Magnússon rithöfundur þar sitt lóð á vog- arskálarnar. Hann ritaði meo- al annars í Skírni um Island og Evrópusamfélagið um það ao af tveimur kostum væru nánari tengsl við Evrópu vita- skuld æskilegri en meiri teng- ing við Banaaríkin, af þeirri augljósu ástæðu að menning okkar væri í eðli sínu evrópsk, þótt hún hefði fengið á sig ameríska gljóhúð fyrir tilstuðf- an hersetunnar, íslensku sjón- varpsstöðvanna og þess synaaflóðs af þriðja flokks bandarískum kvikmyndum sem dembt hefði verið yfir okkur eftir seinni heimsstyrj- öld. Sömu gúrúarnir Er það nokkuð einkennilegt að í okkur ís- lendingum bærist amerískt fól þegar langt yfir níutíu prósent af því hreyfimyndaefni sem flæðir yfir Island er bandarískt? Reynd- ar má telja Ríkissjónvarpið dæmigert Norð- urlandasjónvarp, að minnsta kosti ennþá. Enda eru þeir duglegir að kaupa pakka þaðan sem og fró öorum og meira fram- andi þjóðum. Stöð 2 er hins vegar umlukin amerískri „gljáhúð". Aliur umbúnaður stöðvarinnar er ameriskur, að ekki sé minnst ó innihaldið. Bandarískar bíómyndir eru sýndar þar á hverju kvöldi og vinsæl- ustu framhaldsmyndirnar eru amerískar. Til að mynda er gúrúa ungu kynslóðarinnar ís- lensku að finna í Ameríkuþáttunum Melrose Place og Beverly Hills 90210. Þeim sömu og slegið hafa í gegn í Bandaríkjunum. Svo má ekki gleyma leiknum góða, sem markaðsmenn Stöðvar 2 leika til að fá áskrifendur til að borga afnotagjaldið á réttum tíma. Leikurinn feTst í því að sýna am- eríska sópu í tveimur hlutum í kringum gjalddaga; þann fyrri rétt fyrir gjalddaga en þann seinni kvöldið sem ruglið er hafið. Þetta hrífur og virðist ætla að verða framtið- in, ef litið er til unga fólksins sem er að hefja sambúð í dag. Því þykir jafnsjálfsagt að borga afnotagjaldið af Stöð 2 og greiða fyrir afnot af simanum!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.