Pressan - 02.09.1993, Page 20

Pressan - 02.09.1993, Page 20
20 PRESSAN L I S T A G I L I Ð Fimmtudagurinn 2. september MYNDLIST • Kaisu Koivisto, myndlistarkonan finnska, opnar sýningu í Galleríi 1 1 á laugar- dag. • Ragnhildur Stefáns- dóttir hefur opnað sýn- ingu í Nýlistasafninu. Verkin eru unnin úr leir, gúmmíi, vaxi, silikoni og gifsi. Opið daglega kl. 14-18. • Situation ’93 Reykjavík-Köln nefnist sýning þeirra Stein- gríms Eyfjörð Krist- mundssonar, Paschut- an Buzari og Haraldar Jónssonar í Nýlista- safninu. • Þórir Barðdal sýnir höggmyndir úr marm- ara í miðrými Listhúss- ins í Laugardal. • Skarphéðinn Har- aldsson & Garðar Jök- ulsson opna haustsýn- ingu í aðalsýningarsal Listhússins í Laugardal. • Piers Browne, list- málarinn breski, sýnir verk sín í Ásmundarsal, bæði ætimyndir og vatnslitamyndir málaðar á íslandi. • Arngunnur Ýr sýnir olíumálverk á Hulduhól- um, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Kristbergur Ó. Pét- ursson hefur opnað málverkasýningu í Hafnarborg. • Louisa Matthías- dóttir, yfirlitssýning á verkum hennar á Kjar- valsstöðum. Opið dag- lega kl. 10-18. • Þorsteinn frá Hamri sýnir Ijóð á Kjarvals- stöðum. Opið daglega kl. 10-18. • Daníel Þorkell Magnússon heldur sýningu á Kjarvalsstöð- um. Opið daglega kl. 10-18. • Janet Passehl sýnir verk sín í Ganginum. • Pétur Gautur Svav- arsson sýnir olíumál- verk í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Þorfinnur Sigur- geirsson sýnir málverk og teikningar í Lista- safni ASÍ. Opið alla daga nema miðviku- daga kl. 14-19. • Inga S. Ragnars- dóttir heldur sýningu á skúlptúrum unnum úr stúkkmarmara, blikki og stáli í Galleríi 1 1. • Ásmundur Sveins- son. Yfirlitssýning í Ás- mundarsafni við Sigtún í,tilefni aldarminningar Ásmundar. Verkin spanna allan feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. • Jóhannes Kjarval. Sumarsýning á verkum Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum, þar sem megináhersla er lögð á teikningar og manneskjuna í list hans. • Ásgrímur Jónsson. Skólasýning stendur yfir í Ásgrímssafni þar sem sýndar eru myndir eftir Ásgrím Jónsson úr ís- lenskum þjóðsögum. Opið um helgar kl. 13.30-16. Sýningar • Nútíð við fortíð nefnist viðamikil sýning í Þjóðminjasafninu í til- efni 130 ára afmælis safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Loksins lét Akureyrarbær verða af því að stíga skrefið til fulls og koma sér upp sýning- arsal og safni fyrir myndlist sem sómir höfuðstað Norð- urlands. Myndlistaskólinn á Akureyri hefur verið starfandi í tæp tuttugu ár, en myndlist- in sjálf hefur átt í fá hús að venda. Af nokkrum tilraun- um til rekstrar sýningarsala má nefna Rauða húsið, sem stóð fyrir gróskumikilli starf- semi frá febrúar 1981 til mars 1983, þegar húsið var flutt burt til annarra nota. Hjólin fóru að snúast fýrir kosningar 1990 þegar mynd- aðist samstaða um að stefna að því að virkja ónotað hús- næði KEA í þágu menningar- lífsins. Menn höfðu augastað á gömlu iðnaðarhúsnæði í Grófargili, sem er í brekkunni fyrir neðan Akureyrarkirkju og ofan Hótel KEA. Gilfélagið, sem er opinn fé- lagsskapur listamanna og áhugamanna um listir, gekk á eftir málinu og fékk í fyrra til ráðstöfunar húsnæði undir fjölnotasal, sem gengur undir nafninu Deiglan, gestavinnu- stofu og félagsaðstöðu. Auk þess leigir Gilfélagið út vinnu- stofur og húsnæði. En nú um helgina lukust upp dyrnar á Listasafninu á Akureyri. Að vísu hefúr safh- ið aðeins til ráðstöfunar hluta hússins, heildargólfflötur er 2.160 fm, en núverandi sýn- ingaraðstaða fær 550 fm. Á efstu hæðinni rekur KEA enn bakarí, en til stendur að nota þá sali í ffamtíðinni. Ef ffam heldur sem horfir verður Listasafnið á Akureyri eitt- hvert vandaðasta sýningar- húsnæði á landinu. Þrír sýningarsalir hafa verið teknir í notkun. f einum þeirra stendur til að vera með myndir úr safni Akureyrar- bæjar, í miðsalnum verða einkasýningar og boðsýning- ar og þriðji salurinn er ætlað- ur til tilraunakenndari mynd- listar. Vel hefur verið vandað til frágangs og hönnuður hússins, Árni Árnason arki- GUNNAR ÁRNASON tekt, hefur gert sér far um að læra af mistökum annarra. Gifspússaðir veggirnir eru al- gjöríega lausir við raffnagns- tengla, loftræstistokka og annað sem getur truflað upp- hengingu verka. Vel hefur tekist til með lýsingu. Frá- gangur er vandaður en yfir- bragðið látlaust. Auk þess er þarna hrár salur, svipaður sölunum í Nýlistasafninu, sem hefur verið látinn halda sér í upprunalegu horfi. Þar eru meira að segja enn gamlir kæliklefar með þungum hurðum og gægjugötum, sem hlýtur að teljast óvenjulegasta sýningaraðstaða á landinu, en getur orðið einhverjum lista- mönnum spennandi við- fangsefni. Húsnæðið hentar einna síst til skúlptúrsýninga, því loff- hæð er frekar lítil og súlur geta orðið til trafala. En til stendur að útbúa útisvæði fyrir skúlptúr og þegar efri hæðin er komin í gagnið verður lofthæð ekkert vanda- mál. „Effram heldur sem horfir verður Listasafnið á Akureyri eitt- hvert vandaðasta sýningarhúsnœði á landinu. “ óþolandi aö það skuli ekki vera eitt einasta bíóhús í borginni sem sér sóma sinn í aö sýna aö staðaldri evrópskar bíómynd- ir. Hvemig er hægt aö búast viö því aö allir bíóþyrstir fái þörfinni svalaö með vondum, amerískum ástarvellu- og bang bangi-gervimyndum? Er virkilega enginn bíókóngsinn búinn aö uppgötva ágæti evr- ópsku myndanna? Stóra spurningarmerkið í sambandi við Listasafnið á Akureyri er rekstur hússins. Engin fastmótuð plön liggja fyrir, hvorki listræn né fjár- hagsleg. Forstöðumaður safúsins, Haraldur Ingi Har- aldsson, gerir sér góðar vonir um samstarf við opinber söfú og sýningarsali í Reykjavík. Listasafn Islands ætti náttúr- lega að ganga á undan með góðu fordæmi og eiga frum- kvæði að því að vinna með Listasafninu á Akureyri, því Listasafn Islands er líka safn Akureyringa og annarra landsmanna og ætti að taka því fegins hendi að nú býðst aðstaða til að víkka út starf- semi safnsins. En hvað sem óvissu líður þá er góð stemmning kringum safnið og rík ástæða til bjartsýni og eftirvæntingar. Sýningin Opnunarsýning hússins hefur fallið nokkuð í skugg- ann af opnuninni á húsinu sjálfú. Hún er þrískipt og gef- ur ágæta hugmynd um möguleika hússins. I stærsta salnum er úrval úr safni Ak- ureyrarbæjar, bæði verk eftir nokkra frumkvöðla íslenskrar myndlistar á fyrri hluta aldar- innar og einnig verk eftir starfandi listamenn á Akur- eyri. I miðsalnum er vel heppn- uð sýning á verkum fimm ungra myndlistarmanna, sem öll eiga það sammerkt að vera að norðan og hafa stigið fýrstu sporin í Myndlistaskóla Ákureyrar. Þau sýna hvert um sig eitt verk, sem þau ánafúa safúinu, og hafa vand- að til valsins. Kristín Gunnlaugsdóttir hefur verið við nám undan- farin ár á Ítalíu og sótt fýrir- myndir sínar í verk ítalskra meistara ffá upphafi endur- reisnartímabilsins. Málverk henar, „Kveðja“, er írónísk sjálfsmynd af listakonunni sem María mey íklædd sæka- delikk fatnaði. Myndin er galsafengnari en þær sem hún sýndi í Nýhöfú á sínum tíma og stílbrögð persónulegri. Listakonan er kannski að bjóða nýja tíma velkomna í listsköpun sinni. Málverk Sigurðar Árna Sigurðssonar, „Blá geymsla", hefúr endaskipti á málaralist- inni. I einlitum bláum himin- geim svífa misstórar kúlur eða stjömur. En kúlumar em ekki málaðar, heldur em göt á málverkinu þar sem ber, ógrunnaður striginn blasir við. Samt em það hringform- in sem skapa dýpt myndar- innar og gera bláa litinn óefú- iskenndan og óendanlegan. Striginn sem liggur undir ol- íulitnum liggur ofan á blá- manum. Kristján Steingrímur Jónsson, Kristinn Hrafnsson og Þorvaldur Þorsteinsson eru allir með verk sem eru góð exemplar af vinnubrögð- um þeirra og fagurfræði. Fyrir innan em þeir Krist- ján Guðmundsson og Finn- bogi Pétursson með sín verk. Verkin þrjú eftir Kristján bera vott um nákvæma, skýra og einfalda framsetningu á margræðum hugmyndum, sem hafa ávallt verið einkenni á verkum hans og smám saman áunnið þeim almenna hyUi. Þar á meðal er verk ffá 1988, „Teikning 4“, sem sam- anstendur af tveimur stómm pappírsrúUum sem liggja ofan á fjórum grafitblokkum, sem mundu nægja í alla blýanta íslenskra skólabama í nokkur ár. Hér hefur eðlilegu sam- bandi ritblýs og pappírs verið snúið við, því pappírinn Ugg- ur ofan á ritblýinu en ekki öf- ugt. Finnbogi hefur lagt kæli- klefana undir hljóðverk, sem er útfærsla á hugmyndum sem hann hefur verið að vinna að á undanförnum missemm. I öðrum klefanum skeUur langur álhólkur í vegg- inn með reglulegu miUibUi og gjallandi slætti. Við hólkinn er festur hljóðnemi sem send- ir hljóðmerki yfir í hinn klef- ann þar sem hátalarar kasta hljóðinu á miUi sín og mynda hringsveiflu. Með þessu áffamhaldi ætti Listasafnið á Akureyri ekki að vera í vandræðum með að standast samanburð við sýn- ingarsahna í Reykjavík. Stjörnulið Akureyrar Fimm ungir Norðlendingar lögöu leiö sína suður á bóginn og hafa látiö til sín taka á myndlistarsviðinu með góöum árangri. Nú sýna þau saman í fyrsta sinn í gamla heimabænum í nýjum sýningarsal Lista- safns Akureyrar. KfilSTlNN HRAFNSSON Fæddtr 1960 á ÓiafsfirðL en stundaði nám í Mynd&staskólanjvn á Akureyri, eins (% öl Iwi. Jámskúiptúrar hans aftýfpa það sem yiirborðið dyhr. Kristinn býr í hkmi gömki vúnustofu flsgrins Jónssonar Sstmálara í VfBnáui í Gíjótaþorpinu. KRISTJÁN STEINGRÍMUR JÓNSSON Fæddur 1957 og leikreyndasti meðlimur liðsins. Kristján málar á málm ýmis myndbrot tækni og listar. Hann er núver- andi formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og býr í Reykjavík ilGURÐUR ARNI SlGURÐSSON ;æddur 1963 og hefur ekki undan að sýna víðsvegar í Frakklandi, en hann býr í ’arís. Málverk hans eru vitsmunaleg, en oft á tíðum skopleg, glíma við grund- fallaratriði. Kristín Gunnlaugsdóttir Fædd 1963. Stundaði m.a. nám í gerð íkonamynda í klaustri í Róm. Sækir fyrír- myndir að málverkum sínum einkum til helgimynda rtalska endurreisnartíma- bilsins. Býr í Rórens. Þorvaldur Þorsteinsson Fæddur 1960 og vakti fyrst þjóðarathygli fyrír vasaleikhúsið á Rás 2. Þorvald- ar kompónerar myndasöfn úr tilbúnum myndum, gömlum og nýjum. Býr í Reykjavík.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.