Pressan


Pressan - 02.09.1993, Qupperneq 21

Pressan - 02.09.1993, Qupperneq 21
PRESSAN S J Ó B I S S “ Fimmtudagurinn 2. september 1993 Margskonar verk verða á fjölum stóru leikhúsanna í vetur þótt vissulega séu þau misjafnlega athyglisverð. Meðal þeirra sýninga Þjóðleik- híissitis sem eru forvitnilegast- ar má nefna ALLIR SYNIR MÍNIR, eitt frægasta verk Art- hurs Miller, í leikstjórn Þórs H. Tulinius. Eins og margir muna sló Þór rækilega í gegn á síðasta leikári með frum- raun sinni á stóra sviði Borg- arleikhússins, Tartuffe, og verður því býsna fróðlegt að sjá hvernig honum tekst upp nú. Með stærstu hlutverk fara Róbert Arnfinnsson, Krist- björg Kjeld, Hjálmar Hjálm- arsson „sjötti leikarinn“ sem ráðinn var til Þjóðleikhússins í haust, Erla Ruth Harðardótt- ir og Magnús Ragnarsson, sem nýfluttur er heim ffá New York eftir áralanga dvöl og ýmsir leikhúsáhugamenn hafa beðið með nokkurri eftir- væntingu. ÞÓR H. TULINIUS. Sló í gegn í Borgarleikhúsinu í fyrra en er nú farínn til Þjóð- leikhússins og leikstýrír verkinu Allir synir mínir eftir Arthur Miller. ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTflR. Tekur þátt í uppfærslu Borgarieikhússins á verðlaunaverkinu Englar í Ameríku. Barnaleikritið SKILA- BOÐASKJÓÐAN eftir Þor- vald Þorsteinsson verður frumsýnt á Stóra sviðinu í nóvember. Leikstjóri er Kol- brún Halldórsdóttir en með- al leikenda eru ungliðarnir Margrét K. Pétursdóttir, Fel- ix Bergsson, Hinrik Ólafsson nýútskrifaður úr Leiklistar- skólanum og Jóhanna Jónas sem fær nú loks að spreyta sig. Gamanleikurinn MÁVUR- INN eftir Anton Tjekov verð- ur ffumsýndur á Stóra sviðinu á annan dag jóla. Leikstjóri er Rimas Tuminas en með helstu hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Baltasar Kormákur. Sýningar á BLÓÐBRULL- AUPINU effir Federico Garc- ía Lorca hefjast á Smíðaverk- stæðinu í janúar. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir en meðal leikenda eru mæðgurn- ar Bríet Héðinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir. í febrúarbyrjun hefjast sýningar á GAURAGANGI eftir Ólaf Hauk Símonarson, en hann átti sem kunnugt er heiðurinn af kassastykki Þjóð- leikhússins í fyrra, Hafinu. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson en meðal helstu leik- enda eru Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir og Elva Ósk Ólafsdótt- ir. I mars verður ffumsýnd á Smíðaverkstæðinu leikgerð Viðars Eggertssonar, SANN- AR SÖGUR AF SÁLARLlFI SYSTRA, á fjórum af skáld-- sögum Guðbergs Bergssonar. Leikstjóri er Viðar Eggertsson sem tekur sér ffí ffá leikhús- stjórastarfinu norðan heiða. Meðal leikenda eru Þóra Frið- riksdóttir og Kristbjörg Kjeld. Síðast en ekki síst ber að nefna GAUKSHREIÐRIÐ eftdr Dale Wasserman byggt á skáldsögu Kens Kesey sem ffumsýnt verður á Stóra svið- inu í mars. Leikstjóri er Há- var Sigurjónsson sem hefur störf hjá Þjóðleikhúsinu nú í haust en með aðalhlutverk fara m.a. Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og öm Árnason. Borgarleikhúsið frumsýnir í október verðlaunaverkið ENGLAR I AMERÍKU eftir Tony Kushner. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir en meðal helstu leikenda eru Ami Pét- ur Guðjónsson, Steinunn Ólafsdóttir, Elva Ósk Ólafs- dóttir og Ellert A. Ingimund- arson. Leikritið EVA LUNA byggt á metsölubók Isabel Al- lende verður sett upp milli jóla og nýárs í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Söngvar eru eftir Kjartan, Óskar Jónasson og Egil Ólafs- son. I aðalhlutverkum eru Árni Tryggvason og Bessi Bjamason. Af öðrum verkum Borgar- leikhússins tná nefna ELINU HELENU efíir Árna Ibsen í leikstjórn Ingunnar Ásdísar- dóttur. Með hlutverk fara Sig- rún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdótt- ir, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Loks ber að minnast á barna- leikritið HÆTTUFÖR eftir Tove Janson sem sett verður upp á litla sviðinu effir áramót í leikstjórn Páls Baldvins Baldvinssonar og RONJU RÆNINGJADÓTTUR sem sló rækilega í gegn í fýrra og er vis með að gera slíkt hið sama þegar hún kemur aftur á fjal- irnar í október. MAGNIÍS RAGNARSSON. Er nú fluttur heim eftir áralanga dvöl í New York og bíða ýmsir spenntir eftir að sjá til hans í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hanastélsdrykkurinn Blóðuga María er ekki heilagur í pðli sínu þrátt fyrir að nafnið kunni að benda til annars. Olíkt þurrum Martini eða Manhattan-kokkteilnum þorir fólk ao vera með ýmsar tilfærslur við uppskriftina. Hin blóðuga María er óneitanlega góð við bynnku og finnst mörgum sem hann hafi nimm hönaum tekið þegar hann dreypir á drykknum í því ástandi. Hin hefð- bundna uppskrift er eftirfaranai: Um 75 ml af vodka er dengt í glas og þriðjunai meira af tómatsafa, slettu af sítrónusafa og um það bil tveimur dágóðum slettum af Worchestersnire-sosu. Þetta er svo drukkið á hraða hvers og eins og viti menn: Heilsan verður góð. Þó má búast við að liðanin verði enn betri láti maður Blóðugt skot inn fyrir sinar varir í þessu sama ástanai. I einum teyg. Bloody Mary Hot Shot. Segja má pð drykkurinn sá sé betur við hæfi nutíma-lslenainga, að minnsta kosti þeirra sem hafa vanist krydduð- um mat. Blóðskotið inmheldur siatta af vodka, kreistu af sítrónu- eða lime-safa, tvær slettur af Tabasco-sósu og þrjár af Worchestershire- sósu, salt, slettu af tómatsafa og rausnarlecjt af nýmuldum pipar. Burtseð frá pvi að ná artur innra jafnvægi vaknar maður aftur til lífsins — svo um munar. BLÓÐUG MARÍA með sítrónu og fullt af pipar er ómótstæðileg daginn eftir. ÆSKDMYNDIN „Maöur getur ekki alltaf veriö aö hugsa um aö græöa,“ sagöi Jón Ólafsson, forstjóri Hljómplötuútgéfunnar, ériö 1979. Þá var Brunaliöiö upp á sitt besta. En svo dó þaö og Jón hætti fljótlega aö hugsa svona. Þá birtust gleraugun og svo hurfu skeggið og síöa háriö. Og nú er Steinar Berg horfinn líka.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.