Pressan


Pressan - 02.09.1993, Qupperneq 22

Pressan - 02.09.1993, Qupperneq 22
GALDRABÆKUR OG GEIMVERUR 22 PRBSSAN Fimmtudagurinn 2. september 1993 Þaö hlaut að koma aö því. Loksins er fólk búiö að taka eftir því aö lífið snýst um kringlótta hluti. Þeir eru undirstaöan í lífi fólks. Til dæmis er það bolti, hvort sem þaö er handbolti, golfkúla eöa fótbolti. Aö vísu hef- ur áhugi minn á fótboita dalað ansi mikið eftir hina slæ- legu frammistööu KR í sumar. Það er ekki lengur tii þessi sami drifkraftur í mér að fara á völlinn einungis til þess að veröa fyrir miklum vonbrigðum. Nei, ég er ekki tapsár en ég man það úr æsku að ég þótti liötækur í grófum tæklingum. Ætla mætti að íslenska þjóðin hefði verið svelt svo áratugum skiptir. Og það hefði ekki verið til matur hér á landi. Að minnsta kosti ofbýður mér þessi nýja della með kringiótta matinn sem kemur akandi heim til þín. Pizzustríð virðist vera í algleymingi. Allir keppast viö að bjóða pizzur innan þrjátíu mínútna. Annars er hún frí. Hvað liggur fólki svona á að éta þennan mat? Það fitn- ar bara við þetta, enda eru allir að bjóða uppá sérstök hraðbrennslu-fitunámskeið. Til þess eins að éta þessar pizzur hraðar og með meiri afköstum. Vita menn ekki að það er óhollt að borða matinn sinn hratt? Og fyrir utan það er það sannað í henni Norður-Amer- íku að það eru hraöpizzusendlar sem eru valdir að flest- um umferðarslysum, þeim liggur svo mikið lífið á til þess að fólk geti stöffað sig á þessum kringlótta mat. Ætli geimverum fýndist ekki skrítið að sjá alia þessa sendla vera að flýta sér með þessa kringlóttu furðu- diska? Sem rninnir mig náttúrulega líka á annað sem er kringlótt. Fljúgandi furðuhlutir, þeir eru kringlóttir. Einsog pizza. Og núna á ein risapizza að lenda á íslandi í nóv- ember ef mig minnir rétt. Áhugafólk um pizzulíf á öðrum hnöttum var með ráöstefnu núna um daginn. Mitt and- lega ástand leyfði ekki að ég færi, ég hafði nefnilega þá um morguninn vaknað sannfærður um að ég hefði verið brottnuminn af verum frá öðrum pizzugeimi. Ég get ekki fariö nánar útí þessa sannfæringu mína, fólk myndi álíta mig klikkaðan. En alltént þá man ég að þessar geimverur höfðu engin skilaboð til okkar jarð- linga. Þaö er víst mjög óvenjulegt að þeir hafi engin skila- boð til okkar því venjulega vilja þessar pizzuverur okkur allt gott og eru hingað komnar til að segja okkur að vera góð hvert við annað og litlu jörðina okkar. Sumsé mitt andlega ástand var ekki gott, en ég sendi útaf örkinni gamalreyndan skáta í andlegum mál- efnum svo hann gæti frætt mig um tilvist pizzubúa í öðrum sólkerfum. Hann kom til baka eyðilagður maður, ja kannski ekki aiveg eyðilagður. Hann er vel sjóaður, kallar ekki allt ömmu sína og kann tvöfalt pelastikk. „Hvernig var?“ spurði ég, vissulega spenntur aö heyra. „Ég hef aldrei heyrt annan eins þvætting." Nú? „Þetta var bara hrein nýaldar-æla. Fólk sveif bara þarna um í stjörnuþoku og vitnaði á fullu af einhverjum trúarsannfæringarkrafti. Talaöi í hálfum hljóðum um hvað þessar geimverur væru góðar og vildu vel.“ Ég var niöurbrotinn maður. Hvernig gat ég núna sagt þessum vini mínum frá minni reynslu? Hann myndi ör- ugglega bara hlæja að mér færi ég að segja honum frá lífsreynslu minni og þessum röddum sem eru ailtaf að t hvísla aö mér einhverjum leynilegum skilaboðum. Það er ekkert grín að heyra alltaf þessar raddir. Hausinn á mér hljómar stundum einsog skiptiborð hjá núll-þremur. Eöa bara einsog Skyggnir sjálfur. Ég gerði mér grein fyr- ir að ég þyrfti einn að glíma við þessar raddir og reyna að ráða fram úr þessu sjálfur. Þaö var eitt sem ég man eftir frá þessum morgni, og gæti hjálpað mér af stað: „Sextántomma með fullt af pepperóní." Hvað þetta þýðir veit ég ekki, en er þó byrjun. Einar Ben. Robert Altman kveður sér hlfoðs a ný Bandaríski leikstjórinn Robert Altman hefur á ferli sínum ýmist veriö dáöur eöa hlotið snuprur fyrir verk sín. Eftir margra ára djúpa niðursveiflu kom kvikmyndin The Ptay- er honum á kortið á ný og nú virðist sem hann fái nóg fé til framleiðslu kvik- mynda sinna, um tíma að minnsta kosti. Hann hefur því ekki setið auðum höndum síðustu mánuði og mun afrakstur vinnu hans birtast á hvíta tjald- inu vestanhafs í október- mánuði. Short Cuts heitir þetta nýjasta verk Alt- mans og er um að ræða allóvenjulega mynd- byggða á níu smásögum eftir bandaríska rithöfund- inn Raymond Carver, sem var talinn sérfræðingur í að fanga litlu neyðarlegu og óþægilegu augnablikin sem hent geta fólk í lífinu. 22 leikarar koma fram í myndinni og eru allir í að- alhlutverki, eða öllu held- ur í aukahlutverki. Hver og einn á sér sögu sem áhorfandinn fær að fylgj- ^ast með; fréttamaður (- Bruce Davison) og kona hans (Andie MacDowell missa son sinn í hræði- legu bílslysi, þrír veiðifé- lagar (Buck Henry, Huey Lewis og Fred Ward) finna lík af stúlku, ungt par (Liiy Tomlin og Tom Waits) inn- siglar hjónabandseiðinn meðan jarðskjálfti skekur kampavínið í glösum þeirra og fleiri sögur eru sagðar. Altman fylgir frá- sögn Carvers ekki út í ystu æsar og breytir henni þar sem honum finnst við eiga. Ekkja Carvers, skáldkonan Tess Gallag- her, segir það á engan hátt koma að sök þar sem elsku legur eiginmað- ur hennar hafi einnig haft vanda til að breyta skáld- skap sínum í tíma og ótíma. Það truflar hana því ekki hið minnsta að Altman skuli hrófla við skáldskap hins látna með þessum hætti. Komu myndarinnar er beðið með nokkurri eftir- væntingu og eru gagnrýn- endur þegar búnir að setja sig í stellingar. I I Guömundur Ólafsson, I hagfræðingur og I kvikmyndagagnrýnandi PRESSUNNAR, sér skrattann í hverju horni í landbún- aðarkerfinu og Gunnar Þor- steinsson forstöðumaður Krossins hefur séð merki hins vonda víðar en í kringum kýr og sauði. Enda eru þeir eins, prédikar- ar báðir tveir, svona | temmilega bústnir og | eins glerjaðir. Skeggið I gerir þá afalega langt I fyrir aldur fram, en gefur þeim um leið þennan | trausta fræðimannssvip, ' svo það liggur við að við I trúum kenningum þeirra I mótbárulaust. I I BQKMENNTIR Skáldkona sér með hjartanu ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR GALDRABÓK ELLU STÍNU ★★★ I Galdrabók Ellu Stínu er að finna fimmtíu og tvær sög- ur, örstuttar, og við nefnum þær vitaskuld örsögur. Höf- undurinn Elísabet Jökulsdótt- ir, sem er tilfinningarík skáld- kona, vill nefna þær hjarta- sögur. í flestum sögunum spennir hún tilfinningabog- ann af öryggi og miðar í hjartastað lesenda. Reyndar á ég ekki von á því að hún rnuni hitta þá alla í hjartað. Síður en svo. Þetta er afar sér- kennileg bók og sumum kann að virðast hún beinlínis sér- viskuleg. En nú vil ég bregða mér í hlutverk bókmennta- legrar umferðarlögreglu og segi: Þetta er ekki bók sem blaða á kæruleysislega í. Þótt sögurnar séu stuttar er ekki þar með sagt að lesturinn eigi að vera á þotuhraða. Þetta eru sögur sem vinna á við hvern lestur. Lesið þær oft og lesið þær vandlega. Þær eru þess virði því þær endurspegla at- hyglisverða hugmyndafræði, eru ríkar af réttlætiskennd og húmorinn er heimspekilega kaldranalegur. Á titilblaði vitnar Elísabet til orða refsins í einni uppá- haldsbók okkar allra, Litla prinsinum: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum." Þetta er stef sem gengur eins og rauður þráður í gegn- um alla bókina og að mati El- ísabetar eru það börnin sem sjá og skynja með hjartanu. Mann grunar að hún tali um eigin þörf og þrá þegar hún segir: „Hana dreymdi um að skapa heim í leikhúsi og skíra verkið Börn eiga heim því börn voru alltaf að segja henni afhverju himinninn væri blár, hvað væri straumur og draumur, eitthvað um raf- magn og ávexti og biðja hana um að muna galdrana.“ í Galdrabók Ellu Stínu eru það börnin sem leita skjóls í töffaheimi, það er eini heim- urinn sem þau eiga. Þau eru einmana og utanveltu enda foreldrar þeirra týndir, dánir eða lifa fullkomlega sinnu- lausir um umhverfi sitt. Fyrir sumum börnum fer eins og stúlkunni sem átti foreldra sem týndust í stríðinu, þau hætta að tala og láta sig dreyma. Önnur eru lokuð inni eða deyja líkt og barnið sem vaknar í hrúgu af dánum börnum og heyrir rödd (ein- hvers fullorðins vitanlega) segja: „Fátt er eins heillandi og dáin börn.“ Það er kaldranalegur húm- or í sumum sögunum. I Geimverurnar og barnið ræna geimverur barni sem foreldrar höfðu aldrei sinnt. Þegar barninu er skilað ein- hverjum ljósárum seinna kannast foreldrarnir ekki við barnið en komast að þeirri niðurstöðu að sennilega sé þetta „eitt af helvítis barna- börnunum". Þarna er einnig saga um viðkvæmu konuna sem hafði lifað svo óhugnan- legu lífi að það eina sem gladdi hana var að horfa á óhugnanlegar fféttamyndir af morðum og misþyrmingum. Ég fæ mig ekki til að neffia sögur sem mér þykja öðrum betri eða slakari í þessari bók. Það stafar einfaldlega af því að þær sögur sem mér þótti heldur lítið til koma í upphafi sá ég í allt öðru ljósi við ræki- legri lestur. Og það á í raun- inni við verkið í heild. Það vakti enga sérlega hrifningu í byrjun, en effir nokkra lestra fór hrifningin að grassera og hún grasserar enn. „... hún skildi að guð hafði skapað heiminn úr tilfinning- um og að tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir,“ segir Elísabet Jökulsdóttir í sögunni Stelpa með tilfinn- ingar. I sömu sögu segir einn- ig að til að veita tilfinningum farveg þurfi stjórn, auðmýkt og öryggi. Elísabet hefur öðl- ast þetta þrennt og því er hér komin langbesta bók hennar til þessa. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.