Pressan - 02.09.1993, Page 31

Pressan - 02.09.1993, Page 31
SKOLABLAÐ Fimmtudagurínn 2. september 1993 PRESSAN 31 Ásgeir Eggertsson starfar sem dag- skrárgerðarmaður á Rás eitt og nýtir sumarið til leiðsögustarfa. Hann nam við Leiðsöguskóla íslands veturinn 1991-1992. Nám við skólann fer fram á einum vetri. Þá er kennt tvö kvöld í viku fjóra tíma í senn og svo nokkra laugardaga. Ásgeir Eggertsson er leiösögumaöur „Ég útskrifaðist úr skólanum vorið 1992 og fékk þá réttindi til að starfa sem leiðsögumaður ferðafólks á ís- landi. Námið skiptist í tvennt, fyrir áramót er kennsluefnið almennur fróðleikur um íslenskt samfélag, hagkerfið, stjórnmál, landbúnaö og sjávarútveg. Nemendur þurfa að hafa góð tök á að minnsta kosti einu tungumáli utan ís- lensku, og samhliða náminu þurfa þeir að tjá sig um námsefnið á því tungumáli. Eftir áramót eru teknir fyrir einstakir landshlutar og um leið æfa nemendur sig í því að leiðsegia á því tungumáli sem þeir sérhæfa sig í.“ Ásgeir var í vinnu samhliða náminu, enda er það upp- byggt þannig að auövelt sé fyrir vinnandi fólk að sækja tíma. Hann sagði að nemendur þyrftu að leggja sig fram við námið, skila heimaverkefnum og taka próf. Lokaprófið er bæði skriflegt og munnlegt; það munnlega felst í leið- sögn með ferðamönnum í rútu og þá eru prófdómaramir bæði útlendingar og íslendingar. Aðspurður segir Ásgeir þetta nám vera góðan grundvöll fyrir starf leiðsögumanns. „Mér fannst námið mjög góður grundvöllur fyrir starfið. Á einu bretti fær maður hagnýtan fróðleik sem nýtist vel í starfinu. Ég nota frítíma minn á sumrin við leiðsögu- mannsstarfið. Mér finnst hiklaust vera hægt að mæla með þessu námi við þá sem vilja dýpka kunnáttu sína. Auk þess veitir námið visst öryggi og vissu fyrir því að maður sé að segja skammlaust frá landi og þjóð.“ Þess má geta að leiðsögumennska er ekki lögvernduð starfsgrein, en í gildi er samningur milli ferðaskrifstofanna og Félags leiðsögumanna um forgangsrétt félagsmanna til leiðsögustarfa. Aö sögn Birnu Bjarnleifsdóttur, sem hefur umsjón með Leiösögumannaskólanum, veröa skólagjöld næsta vetur um hundrað og tuttugu þúsund krónur og skólinn stendur yfir frá þvf í september og fram í maí. Á milli fimmtfu og sextíu kennarar starfa við skól- ann og eru þeir sérfræöingar hver á sínu sviði. Yngri nem- endur en tuttugu og eins árs eru ekki teknir inn f skólann og þeir þurfa að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun að baki. Um þessar mundir eru liðlega þrjátfu ár sfðan fyrsta kennsla leiðsögumanna hófst hér á landi og þá á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Við hvern geturðu talað um málefnin sem eru ekki á stundatöflunni? Kynsjúkdómar Getnaöarvarnir Ofbeldi á heimili Sjálfsmynd Feimni Reykingar Skilnaður foreldra Vanliðan Samskipti við fullorðna Nauðgun Einmana Tilfinningar Ástin Vandamál tengd skóla Áfengi Kynlif Sektarkennd Sjálfsvígshugleiðingar Vinaleysi Stríðni Ofbeldi á skólalóðinni Sifjaspell Áfengisneysla foreldra Likaminn Fíkniefni Strákavandamál Hræðsla Gleði Útivistarreglur Blæðingar Þungun Söknuður Sorg Fóstureyðing Bólur Stelpuvandamál Einelti Missætti við vini Einbeitingarleysi Kynferöisleg áreitni Ef þú hefur áhyggjur af þessum málum eöa öðrum getur þú hringt eða komið og talað við okkur í algerum trúnaði. Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Par er rekin síma- þjónusta allan sólarhringínn þar sem þú getur leitað ráða. Þú þarft ekki að segja til nafns. n RAUÐAKROSSHÚSIÐ Tjarnargötu 35, 101 Reykjavík Grænt símanúmer 99 66 22 Opið allan sólarhringinn ^ Rauði kross íslands w ýf missaóiM 0 Takmarkaður fjöldi nemenda í hverjum tíma \ ____________ Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi Getum bætt viö okkur takmarkaðri kenhsTíl Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa úti á landi eftir samkomulagi Barnadansakennsla Innritun frá kl. 13 - 20 aöZyíiÍÆvegf?!6‘ Kennsla hefst 15 september suburamerískfr sími 625 22 85 Félagar í FÍD og DÍ Rabgreiðslur VISA og EURO____________Bugg/Swing Hafnarfjörbur ARGUS/Sl A

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.