Pressan - 02.09.1993, Síða 42

Pressan - 02.09.1993, Síða 42
 SKÓLABLAÐ 42 PRBSSAN Fimmtudagurinn 2. september 1993 Ferðamálaskóli íslands Ferðamálaskóli íslands er til húsa í Menntaskólanum í Kópavogi og starfar í þremur deildum: leiðsöguskóla, öld- ungadeild og endurmennt- unardeild. Menntaskólinn í Kópavogi er skilgreindur af menntamálaráðuneyti sem móðurskóli í ferðafræðum og hefur ferðamálaskólinn starfað innan hans ffá árinu 1987. Skólinn er skipulagður á þann hátt að nemendur geta hvort heldur er stundað samfellt eins árs nám við skólann eða tekið sjálfstæð námskeið þar sem farið er yfir ákveðinn hluta námsefh- isins. I vetur eru í boði 16 námskeið sem eru öll metin til eininga á framhaldsskóla- stigi ljúki nemendur nám- skeiðum með prófi og nái tilskilinni lágmarkseinkunn. Markmið Ferðamálaskóla íslands er að útskrifa ferða- málaráðgjafa sem færir eru um að stunda störf í flestum greinum ferðaþjónustu á ís- landi. Að sögn Soffíu Waag Ámadóttur forstöðumanns Ferðamálaskólans lýkur nemandi tuttugu og átta ein- ingum að loknu vetrarlöngu námi sem hægt er að láta meta í ffamhaldsskólakerf- inu vilji nemendur taka þetta nám sem hluta af stúdents- prófi. „Skólinn er í samvinnu við Johnson 8c Wales Uni- versity á Rhode Island sem er virtur ferðamálaskóli í Bandaríkjunum. Nemendur sem hafa lokið eins árs námi í ferðamálafræðum hér heima og haldið síðan áffam í Johnson & Wales hafa fengið metið sem svarar einu og hálfú námsári. Auk þess gefur skólinn nemendum héðan kost á námsstyrkj-- um.“ Að sögn Soffíu stendur Ferðamálaskóli íslands einn- ig í viðræðum við fleiri er- lenda skóla sem eru sérhæfð- ir í ferða- og hótelmálum og er vonast til að hægt verði að ná samstarfi við þá. Við Menntaskólann í Kópavogi á einnig í nánustu ffamtíð að rísa bygging Hótel -og veit- ingaskóla Islands. Bygginga- framkvæmdir eru hafhar og er stefht að því að taka fyrstu álmu í notkun árið 1996. Reykjavfk, Seltjamames, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Haíharfiörður, Bessastaðahreppur. Nr 060000 g KYNNTU ÞÉR KOSTIGRÆNA KORTSINS S0FFÍA WAAG ÁRNADÓTTIR forstöðumaður Ferðamálaskóla íslands. Konensk sjálfsvarnarlist Taekwondo er kórensk sjálfsvarnaríþrótt sem barst til landsins fyrir þremur árum og hefur verið í talsverðum vexti síð- an. í grófri snörun þýðir „tae“ fót- ur, „kwon“ hnefi og „do“ lífsstíll. íþróttinni svipar að ýmsu til betur þekktrar íþróttar, karate, en er þó frábrugðin að því leyti að mest áhersla er lögð á bardaga- tækni með fótunum. Að sögn þeirra sem til þekkja var þessi aðferð notuð á Kóreuskaganum í styrjöldum og einvígjum fyrir um það bil tvö þúsund árum. A síðari tímum hefur Taekwondo hinsveg- arJjróast sem sjálfsvarnartækni. Iþróttafélag Reykjavíkur er eitt fjögurra félaga sem bjóða upp á kennslu í Taekwondo hér á landi. Engrar undirstöðuþekkingar er krafist til að geta æft þessa sjálfsvarnarlist og miðast þjálfun- in við hæfni hvers og eins, og gildir það jafnt um börn og full- orðna. Eftir því sem þjálfuninni miðar áfram fá nemendur tíu mis- munandi belti uns svarta beltinu er náð. Þess má geta að nú stunda um það bii fimm milljónir manna í heiminum þessa íþrótt. í vetur verður kennt í nýju hús- næði í suður-Mjódd í Breiöholti. Kennari verður Daninn Mikael Jörgensen. Keppendur íTaekwondo. Það lítur útfyrir að árásarmaðurinn sparki í þann sem stendur upp- réttur, en svo er ekki. Hann er í raun að sparka glóð úr sígarettu sem maðurinn er með. List- in.er að koma eins nærri og hægt er.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.