Pressan - 02.09.1993, Síða 43

Pressan - 02.09.1993, Síða 43
Fimmtudagurinn 2. september 1993 PRESSAN 43 Kristín Bjarnadóttir fór á byrjendanámskeið í japönsku síðasta vetur hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Hún á japönsk barnabörn og langar að geta talað við þau á móðurmáli þeirra. „Það voru mjög persónulegar ástæður íyrir því að ég sótti þetta námskeið, því sonur minn er kvæntur japanskri konu og barnabörnin mín tala jap- önsku. Eg fór fyrst til Japan árið 1972 og var þá eitthvað að reyna að kynna mér tungumálið en svo varð ekkert meira úr því. í apríl síðastliðnum fór ég svo aftur þangað og hugsaði mér námskeiðið sem einhvers konar inn- sýn í tungumálið. Málið kunni ég semsagt ekki, en þekkti töluvert til siða og hefða Japana. Fannst þér námið nýtast þér þegar þú varst komin til Japan? „Já, það gerði það að því leyti að mér fannst ég hafa meiri tilfinningu fyrir uppbyggingu málsins, en ég gat lítið talað, enda hafði ég bara verið á þessu eina námskeiði sem var einu sinni í viku í þijá kennslutíma.“ Kristín telur sig hafa verið of upptekna í sinni eigin vinnu, til að geta lagt sig fram eins og hana langaði við námið, en hún er stærðfræðikennari og áfangastjóri við Fjölbrautarskólann í Garðabæ. „Af því að ég er nú sjálf kennari, þá veit ég að það hefði verið árangursrík- ara að kenna tungumálið oftar í viku, þetta verður of stór skammtur fyrir mann. Annars dáðist ég að því hve vel kennarinn sem heitir Sari Ohyama fléttaði saman ritmál, framburð og málfræði. Ritmál þeirra Japana er að hluta til kínverskt myndletur og inni- heldur allt að fimm þúsund tákn sem eru Vesturlandabúum ókunnug.“ KRISTÍN BJARNADÓTTIR Áfangastjóri í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ er að læra japönsku. DANS - frábær skemmtun fyrir alla! BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR SYSTKINAAFSLATTUR FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR HÓPAFSLÁTTUR Innritun í síma 71200 milli kl, 13-19 i S L A H D S N - Á - M • A - N í NÁMUIMNI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, bíður þín m.a. eftirfarandi: * Einkareikningur, tékkareikningur með dagvöxtum. * Hagkvæmar sparnaðarleiðir með Reglubundnum sparnaði. * Námureikningslán á hagstæðum kjörum. * Spariveltulán. * Sveigjanlegar afborganir lána. * 7 námsstyrkir árlega. * Námslokalán. * Ráðgjöf og upplýsingaþjónusta. * Þjónustufulltrúi sem aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana. * Greiðslukort, Euro eða VISA. * Minnisbók, án endurgjalds, við upphaf viðskipta. * Hressilegar tómstundir. * Ýmis fyrirgreiðsla við námsmenn erlendis. Námsmenn sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og um leið eitthvað skynsamlegt, fara í NÁMUNA. Hún er sniðin að þörfum skólafólks. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Þú finnur yfir 60 " á 43 stöðum hringinn í I Landsbanka íslands landið. ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.