Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 12

Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 12
Góðir gestir Margt gesta frá Íslandi var við opnunina á Shannon-flugvelli. Hér heilsar Magnús Þorsteinsson Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra við komuna til Írlands. Að baki Sturlu eru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu- neytisstjóri og Arngrímur Jóhannsson, annar stofnenda Atlanta. Ljósmynd\Brian Gavin Framtíðarsýn „Að bæta viðhalds- þjónustu í fyrirtækjahóp okkar er stórt skref í átt að þeirri sýn okkar að verða framsækið og leiðandi fyr- irtæki á sviði flugrekstrar,“ sagði Magnús Þorsteinsson. ÁÆTLAÐ er að innri vöxtur Atl- anta-hópsins verði 10–15% á ári. Að auki mun fyrirtækið halda áfram að eflast með kaupum á öðr- um fyrirtækjum eins og það hefur gert síðastliðna sextán mánuði. Þetta kom fram í ræðu sem stjórn- arformaður og aðaleigandi Atlanta- flugfélagsins, Magnús Þorsteins- son, flutti í gær á Shannon á vest- urströnd Írlands þegar Air Atlanta Aero Engineering, viðhaldsfyrir- tæki Air Atlanta hópsins, tók form- lega til starfa. Nærri sextíu flugvélar og sjö fyrirtæki Viðhaldsfyrirtækið hét áður Shannon MRO og var stofnað árið 1962 en Air Atlanta keypti fyrir- tækið af UPS í febrúar á þessu ári. Í ræðu Magnúsar sem haldin var við athöfn í flugskýli Air Atlanta Aero Engineering, þar sem bæði samgönguráðherra Íslands og Ír- lands fluttu ávörp, kom einnig fram að Air Atlanta hópurinn, Air Atlanta Aviation Group, rekur nærri sextíu flugvélar og sjö fyr- irtæki. Þau eru Air Atlanta Ice- land, Air Atlanta Europe, Air Atl- anta Aero Engineering, Excel Airways, Íslandsflug, Avia Servic- es í Manston á Englandi og Suður- flug á Keflavíkurflugvelli. Atlanta ásamt tengdum fyrir- tækjum hefur vaxið mikið á síðustu misserum. Áætluð velta fyrirtækj- anna innan Air Atlanta-hópsins er yfir einn milljarður dala á þessu ári eða tæplega 73,8 milljarðar ís- lenskra króna. Til samanburðar má nefna að rekstrartekjur Flugleiða í fyrra námu 37,5 milljörðum króna. Í samtali við Morgunblaðið í gær staðfesti Magnús Þorsteinsson að rekstur félaganna innan Atlanta hópsins hafi farið batnandi. Hann sagði að hópurinn í heild hefði skil- að hagnaði í fyrra en reksturinn hefði gengið misvel eftir félögum. Þá sagði Magnús að gert væri ráð fyrir að hagnaður yrði á rekstr- inum í ár. Atlanta haldi áfram að stækka með kaupum á fyrirtækjum Air Atlanta Aero Engineering í Shann- on á Írlandi tekur formlega til starfa Shannon, Írlandi. Morgunblaðið. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði í talsverðum viðskiptum á miðvikudag. Sérfræðingar grein- ingardeilda bankanna telja þró- unina á skuldabréfamarkaðnum já- kvæða. Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu að áhrif frétta af samstarfi Íbúðalánasjóðs og Deutsche Bank séu jákvæð fyrir skuldabréfamarkaðinn. Þannig hafi þessar fregnir framkallað lækkun á ávöxtunarkröfu húsbréfa á mið- vikudag. Aðgengilegur markaður „Um nokkurt skeið hefur verið beðið tíðinda af samstarfi erlendra banka við Íbúðalánasjóð. Tilkynn- ing Íbúðalánasjóðs staðfestir gagn- vart fjárfestum að hreyfing er á málinu og að líklegt sé að því verði fylgt í höfn fyrr en síðar,“ segir í Morgunkorni. „Samstarf við Deutsche Bank er liður í þeim já- kvæðu skipulagsbreytingum sem nú eru að eiga sér stað á íslenskum skuldabréfamarkaði. Íslenskur skuldabréfamarkaður er nú orðinn mjög aðgengilegur fyrir fjárfesta, sér í lagi eftir að íslensk skuldabréf eru nú orðin uppgjörshæf hjá al- þjóðlegu uppgjörsfyrirtæki. Búast má við að velta á markaðinum haldi áfram að aukast og að aukin skil- virkni markaðarins leiði til áfram- haldandi lækkunar raunvaxta hér á landi.“ Aukinn áhugi erlendra fjárfesta Í Hálffimmfréttum KB banka er tekið í sama streng og rifjað upp að Barclays-banki hafi nýverið birt greiningu á íslenska skuldabréfa- markaðnum sem hafi verið mjög jákvæð og staðfesti aukinn áhuga erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfamarkaði. „En innlendir raunvextir hafa lækkað mikið að undanförnu og hafa aldrei verið lægri en nú. Þrátt fyrir það búast þó flestir við að ávöxtunarkrafa verðtryggðra bréfa muni halda áfram að lækka,“ segir KB banki. Jákvæð þróun á skuldabréfa- markaði Bankar spá raun- vaxtalækkun í kjölfar frétta af samstarfi Íbúðalánasjóðs og Deutsche Bank ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.