Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA breikbítgengið, sem heldur úti vefsíðunni breakbeat.is, sér um skipulagningu viðburða tengdum breikbíttónlistinni og held- ur almennt lífi í íslensku breikbít- og „drum’n’bass“-senunni heldur upp á fjögurra ára afmæli sitt í kvöld. Til að fagna þessum árangri al- mennilega hefur sjálfur DJ Bailey verið fenginn til að spila, en hann er hiklaust einn heitasti trommu- og bassasnúðurinn í dag. Bailey heitir fullu nafni Michael Bailey og er búsettur í London. Hann á nokkuð langan feril að baki en það er einungis á allra síðustu árum sem frægðarsól hans hefur tekið að rísa – en það hefur hún gert giska hratt. Eitt af því sem hefur stuðlað að því er þáttur hans á BBC, Intabeats, sem var valinn besti trommu- og bassa- þátturinn á Knowledge-verðlaunahá- tíðinni 2003 (Knowledge er breskt tímarit um „drum’n’bass“, breikbít, hipp hopp og skylda hluti). Bailey lagði þar ráðsetta menn eins og Fabio og Grooverider m.a. að velli. Bailey byrjaði í hipphoppi og „elektrói“, eitthvað sem hann hlustar enn á í dag af áfergju þótt hans aðall sé auðvitað breikbít og „drum’n’ bass“. Þetta var fyrir tuttugu árum en svo sogaðist hann inn í sýruhúsið, tæknóið frá Detroit og þeirri harðkjarnadanstón- list sem fylgdi „sumri ástarinnar“ í Bretlandi árið 1988. Þetta færði hann svo í áttina að breikbíti og „drum’n’- bass“ og eftir að hafa kynnst hinum goðsagnakenndu snúðum, Storm og Kemistry, fór hann að spila á Metal- headz kvöldum og hefur leiðin legið upp á við síðan. Bailey hefur lítið gert af því að semja tónlist sjálfur en hefur gert meira af því að setja saman syrpur, m.a.fyrir Ministry of Sound, Break- beat Science og Renegade Hardware útgáfurnar. Í þessum fræðum er Bailey svo sannarlega á heimavelli og fá afmæl- isgestir væntanlega að kynnast því í kvöld. Blaðamaður ræddi stuttlega við Bailey vegna heimsóknar hans hingað. Plötur í pósti Þarf maður ekki að vera afskap- lega vel skipulagður þegar maður þeytist svona heimshorna á milli eins og þú gerir, reka útgáfu og stjórna útvarpsþætti? „Jú. Maður þarf að vera mjög skipulagður. Ég er með fjóra um- boðsmenn t.d. sem sjá um að bóka fyrir mig. Svo þarf plötusafnið líka að vera vel skipulagt. Stundum er ég beðinn um að spila eldri danstónlist og þá þarf ég að geta gengið beint í hana.“ Þú átt væntanlega mikið plötu- safn? „Humm… jú, það er ansi stórt. Það spannar líka svo mörg ár.“ En er þetta ekki orðið ódýrara áhugamál eftir að þú fórst að vinna við þetta? „Jú. Nú fæ ég allar plötur í pósti (hlær). Það er fínt. Ég er svo latur að ég nenni ekki lengur út í plötubúðir.“ Þú einbeitir þér nær eingöngu að skífuþeytingum en ert minna í að gera eigin tónlist… „Já, ég er reyndar aðeins byrjaður að búa til tónlist núna. En ef satt skal segja er ástríða númer eitt að þeyta skífum. En mín eigin tónlist fer þó örugglega að fæðast þar sem nú kann ég loksins á græjurnar.“ Eru foreldrar þínir stoltir af þér? „Jaa…núna eru þau það. Það var auðvitað þetta venjulega framan af, mamma að spyrja mig hvort ég ætl- aði ekki að fara að fá mér alvöru vinnu! En þegar þau sjá hvernig þetta er að virka í dag eru þau glöð. Eldra fólk á líka bágt með að skilja að maður hafi allar sínar tekjur af því að vera plötusnúður. Þau halda að maður geri þetta eftir vinnu. Að mað- ur þeytist þá út á land með vörubíl fullan af plötum og diskóljósum (hlær).“ Breakbeat.is fagnar fjögurra ára afmæli sínu á Kapital DJ Bailey stýrir fögnuðinum Afmælishátið breakbeat.is á Kapital hefst klukkan 22.00 og kostar 500 krónur inn til klukk- an 3.00. Eftir það er aðgangs- eyrir 1000 kr. DJ Gunni Ewok, DJ Kalli og DJ Lelli hita upp fyrir Bailey. Aldurs- takmark er 20 ár. www.break- beat.is arnart@mbl.is Lau. 24. apríl kl. 14.00 Uppselt Sun. 25. apríl kl. 18.00 Uppselt Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 24/4 kl 20 Fi 29/4 kl 20 - AUKASÝNING Fö 30/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. MAÍ TILBOÐ Lau 1/5 kl 20 - UPPSELT, Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT, Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20, Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20, Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20 Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Lau 24/4 kl 20, Fö 30/4 kl 20 SÍÐUSTU AUKASÝNINGAR Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst PARIS AT NIGHT - KABARETT eftir ljóðum Jacques Prévert - Í samvinnu við Á SENUNNI Su 25/4 kl 15, Su 25/4 kl 21 Mi 28/4 kl 20:15 - Síðasta sýning Ath. breytilegan sýningartíma LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 25/4 kl 14, Su 2/5 kl 14, Su 9/5 kl 14, Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14 Síðustu sýningar GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson Su 25/4 kl 20, Su 2/5 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LEIKHÚSTVENNA: SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson DRAUGALEST e. Jón Atla Jónasson Su 25/4 kl 20 Aðeins þetta eina sinn - kr. 1.900 Laus sæti Laus sæti loftkastalinn@simnet.is miðasalan opin kl. 16-19 Fös. 23. apríl kl. 20 laus sæti Fös. 30. apríl kl. 20 laus sæti „Frábært-drepfyndin-átakanlegt“ Ekki við hæfi barna - SÍÐUSTU SÝNINGAR Leiklistarfélag Seltjarnarness sýnir leikritið Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson í Félagsheimili Seltjarnarness. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Frumsýning mið. 21. apríl kl. 20:00 2. sýning fös. 23. apríl kl. 20:00 3. sýning lau. 24. apríl kl. 20:00 4. sýning sun. 25. apríl kl. 15:00 Miðapantanir í síma 696 1314 SÍGAUNABARÓNINN Johann Strauss nemendasýning Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð í Íslensku óperunni. Aðgangur ókeypis fyrir nemendur tónlistarskóla, framhaldsskóla og háskóla, Vinafélag Íslensku óperunnar og aðra áhugasama. Ónúmeruð sæti, allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Frumsýning fös. 23. apríl kl. 20 2. sýning lau. 24. apríl kl. 20 3. sýning sun. 25. apríl kl. 20 Leikhúsgestir! Munið spennandi matseðil! Dansleikur í kvöld Eyjólfur Kristjánsson og Íslands eina von Stúdentaleikhúsið kynnir Skáldsaga eftir Hallgrím Helgason Aukasýningar 9. sýn. – föstud. 23. apríl. 10. sýn. – sunnud. 25. apríl. Sýningar hefjast kl. 20:00. Sýnt í Grýtuhúsinu, Keilugranda 1. Miðapantanir í síma 881 0155 Secret Face Fös .23. apríl. k l . 21:00 Sellofon Lau. 24. apríl. k l . 21:00 Allra síðasta sýning Tenórinn Sun. 25. apríl. k l . 20:00 Sun. 02. maí. kl. 20.00 Yndislegt kvöld Eftir Pál Hersteinsson Síðdegissýninar lau. og sun. 24. og 25.apríl kl. 15.00 Sjá nánar á www.dramasmidjan.is Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Miðasala í síma 555-2222 theater@vortex.is Lau. 24. apríl örfá sæti laus Síðasta sýning eftir Bulgakov Sun. 25. apríl kl 21 Fim. 29. apríl kl 21 Fös. 30. apríl kl 21 Síðustu sýningar Fantagott stykki...frábær skemmtun sem snerti margan strenginn -Ómar Garðarsson Eyjafréttir eftir Jón Atla Jónsson Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikstjóri Þorsteinn Bachmann. í kvöld kl. 20.00. NOKKUR SÆTI Allra síðasta sýning. Sveinsstykkið eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri Þorleifur Arnarsson. Lau. 24/4 kl. 20.00. Sun. 25/4 kl. 20.00. Aðeins þessar sýningar. Vörðufélagar Landsbanka Íslands fá 25% afslátt gegn framvísun gulldebetkorts. Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.