Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 18
Lokaritgerðarefnið, semÞórey Eyþórsdóttir valdisér í sálfræðinni, er allsér-stakt, en þar ber hún sam- an persónleikaþætti kennara og myndlistarmanna. Niðurstöðurnar reyndust vera um margt nokkuð skondnar og gefa tilefni til breytinga í kennslustofunni, að mati höfundar. Þórey byggði rannsókn sína á þekktu persónuleikaþáttaprófi, 16PF5 eftir Raymond B. Cattell, sem þykir traustvekjandi, og var rann- sóknin framkvæmd á norskum kenn- urum og listamönnum, þar sem Þór- ey hafði starfað um nokkurra ára skeið og þekkti því orðið vel til. „Ástæðuna fyrir því að ég valdi mér þetta ritgerðarefni má rekja til þess að mér fannst norskir kennarar vera svo ósveigjanlegir í að breyta til í kennslustofunni svo auka mætti á fjölbreytnina, en líkt og á Íslandi eru bekkir blandaðir í Noregi og því eru alls konar sérþarfir hjá krökkunum sem kennarar þurfa að takast á við. Mér fannst því tilvalið að kennarar breyttu til í stofunni til að gera til- veru krakkanna bæði skemmtilegri og líflegri í stað þess að hafa allt nið- urnjörvað. Á hinn bóginn upplifði ég listamenn mun sveigjanlegri og ákvað því að nota þá sem sam- anburðarhóp, enda eru báðar þessar starfs- greinar mér skyldar.“ Misjöfn hugmyndaauðgi Markmiðið með rann- sókninni var einkum það að bera saman per- sónuleikaþætti kennara og listamanna. Þátttak- endur svöruðu alls 185 spurningum, sem flokk- aðar voru niður í sextán persónuleikaþætti. Marktækur munur reyndist á sex þáttum sem skáru sig mjög úr öðrum þáttum. „Sterkasti þátturinn sem skilur á milli kennara og listamanna snýst um hugmyndaauðgi og reynd- ust listamenn sýna mun meiri hug- myndaauðgi en kennarar. Listamenn sýna jafnframt mun meira sjálfstæði og sjálfsaga en kennarar og eru meiri einfarar. Þeir eru opnari fyrir breytingum, ákveðnari og sýna meira næmi. Kennarar á hinn bóginn virðast, samkvæmt rannsókninni, vera meiri félagsverur en listamenn og þeir eru sömuleiðis reglubundn- ari. Listamenn geta þó líka verið reglubundnir þótt allt sýnist í drasli hjá þeim, en það er gjarnan einhver merkileg regla á óreiðunni hjá þeim. Að auki kom fram að báðar stétt- irnar eru haldnar talsverðri kvíða- tilfinningu.“ Reglur skapa öryggi Þegar Þórey er spurð hverju nið- urstöðurnar skili svarar hún því til að þær fullvissi sig enn betur en áður um það hversu nauðsynlegt það er að virkja listræna sköpun hjá ein- staklingunum. Það veiti bæði mikla gleði og styrki sjálfsmeðvitundina. „Skólakerfið virðist legga ofurkapp á hið talaða orð, bókina og fræðin á meðan það gleymir sköpuninni. Að mínu mati væri ráð að virkja lista- menn tímabundið inni í skólakerfinu þar sem kennarar virðast ekki búa yfir nærri því eins mikilli hug- myndaauðgi og þeir og er þar tals- verður munur á. Þótt listamenn yrðu ekki hluti af föstum starfsmönnum má örugglega nýta krafta þeirra inni í kennslustofunum. Stokka þarf upp í skólakerfinu og vinna markvisst með list af alls kyns toga sem veita mun nemendum lífsgleði. Ég trúi því að nemendur þurfi á listinni að halda. Sem meðferðaraðili sé ég líka hvað okkur skortir mikinn aga. Það gerir börnin okkar óörugg því reglurnar, sem þeim er ætlað að fara eftir, eru svo óklárar. Foreldrar eru ekki nógu samkvæmir sjálfum sér. Það þýðir ekkert að setja reglur í dag sem brotnar eru á morgun. Börn þurfa að vita hverju á að fylgja því fastar regl- ur veita öryggi.“ Þórey hefur komið víða við á lífs- leiðinni og er bæði tengd listamann- inum og uppfræðaranum í sér. Sem ung kona settist hún í Myndlista- og handíðaskólann og gerðist textíllistakona. Fljótlega eftir að hún giftist Kristjáni Bald- urssyni flutti hún til Noregs þar sem hún lærði talmeinafræði og starfaði þar við fagið. Eftir heim- komuna réð hún sig sem skóla- stjóra fyrir börn og unglinga með þroskafrávik í Þjálfunarskóla rík- isins á Akureyri, en fluttist til Nor- egs að nýju árið 1982 til að ljúka embættisprófi í uppeldis- og sér- kennslufræðum. Þegar hún kom heim á ný stofnaði hún Nytjalist, sem var upphafið að Galleríi Allra- Handa á Akureyri. Hún hefur stað- ið fyrir fjölmörgum listsýningum og sjálf hefur hún haldið fjórtán einka- sýningar og tekið þátt í samsýn- ingum. Frægust segist hún þó vera fyrir rekstur listakaffihúss á Hjalt- eyri í þrjú sumur. „Ég ákvað svo að fylgja gömlum draumi um að gerast sálfræðingur úr því að dæturnar fjórar voru flognar úr hreiðrinu og eiginmaðurinn studdi mig. Ég fór til Danmerkur, settist að á stúdentagarði, nam við Danmarks Pædagogiske Universitet og yngdist hreinlega um tuttugu ár,“ segir Þór- ey, sem segir að fólk sé aldrei orðið of gamalt til að fylgja eftir löngunum sínum og þrám, en nú er hún orðin sextugur sálfræðingur og starfar á eigin stofu í Domus Medica auk þess sem hún leggur fram krafta sína sem sálfræðingur, talmeinafræðingur og uppeldis- og sérkennslufræðingur í Vogum á Vatnsleysuströnd og á Sel- fossi. Starfsréttindi sín sem sálfræð- ingur fékk hún á kvennafrídaginn 19. júní 2003. En að lokum, hvort skyldi Þórey sjálf vera meiri kennari eða listamað- ur í sér? „Ætli ég sé ekki kokkteil- blanda af báðum. Ég er mikil fé- lagsvera, en hef líka ríka þörf fyrir að vera ein.“  SÁLFRÆÐI Listin veitir lífshamingju Þórey Eyþórsdóttir útskrifaðist sem sálfræðingur um sextugt. Í lokaritgerðinni bar hún saman persónuleikaþætti kennara og listamanna. Morgunblaðið/Ásdís Sálfræðingurinn: Niðurstöð- urnar gefa m.a. tilefni til breyt- inga í kennslustofunni, segir Þórey Eyþórsdóttir. join@mbl.is Munur: Listamenn sýna meira sjálfstæði og sjálfs- aga en kennarar og eru meiri einfarar en kenn- arar eru hinsvegar meiri félagsverur en lista- menn og reglubundnari. DAGLEGT LÍF 18 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s STÓRT DANSGÓLF FRÁBÆR MATSEÐILL Bæjarlind 4 Kópavogi föstudag 23. apríl laugardag 24 apríl K Ö -H Ö N N U N hunang von ALLTAF Í BEINNI B LTINN (ein efnilegasta sveit landsins) (...loksins, loksins!) ÞAÐ er alveg nauð- synlegt að hvíla sig vel fyrir fæðinguna, hafði vinkona mín sagt við mig áður en ég átti. „Hjá mér kom þetta þannig fram að fyrstu vikuna var ég uppfull af krafti og orku, adrenilínið var alveg í botni,“ sagði hún. „Eftir það varð ég síðan allt í einu svo þreytt að ég varð bara hreinlega örmagna og kraft- laus,“ bætti hún við. Þessi vinkona mín var tveggja barna móðir og hafði reyndar orðið frekar þunglynd eftir báðar fæðingar. Ef einhver spurði hana þá sagði hún samt að það væri allt í lagi. Það er nefnilega eins og maður átti sig ekki endilega á því ef maður verður þunglyndur eða við- kvæmur eftir fæðingar. En auðvitað lendir maður líka í ýmsu spaugilegu. Til dæmis fórum við pabbi þinn til endurskoðandans okkar á fund þegar þú varst um þriggja vikna gömul. Ég klæddist buxnadragt og rúllukraga- peysu og fannst ég því ágætlega virðuleg þar sem ég sat á fundinum. Á miðjum fundi rakst ég eitthvað í sjálfa mig og fann að hendin á mér varð öll blaut. Úr hægra brjóstinu flæddi mjólk! Brjóstapúðinn í haldaranum hafði greinilega færst eitthvað til og því myndaðist rennvotur og myndar- legur mjólkurblettur á peysuna. Jafn neyðarlegt og mér fannst þetta, reyndi ég auðvitað að láta sem ekkert væri og held reyndar að hvorki pabbi þinn né endurskoðandinn hafi áttað sig á vandræðagangnum í mér. Að sjálfsögðu gat ég ekki dregið athygl- ina að þessu með því að stinga hend- ina undir bæði peysuna og brjósta- haldarann til að laga púðann. Ég settist því bara í þannig stellingu að hægri hendin var eiginlega fyrir hægra brjósti það sem eftir var fund- arins! Á fyrstu vikunum voru brjósta- púðar í haldarann alveg nauðsynlegir enda nokkuð algengt að mjólk væri að vætla úr brjóstunum. Mér fannst þetta reyndar oft furðulegt fyrst, ég meina, allt í einu er maður komin með mjólk í brjóstin? En brjóstagjöfin sjálf er yndislegt undur enda gekk hún vel hjá okkur frá fyrstu mínútum. Það furðulega er að börn leita í brjóstið strax eftir fæðingu og t.d. varst þú komin á brjóst ekki einu sinni fimm- tán mínútna gömul! Brjóstapúð- ar algjör nauðsyn  DAGBÓK MÓÐUR Meira á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.