Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Vigga SvavaGísladóttir fædd- ist í Reykjavík 2. október 1927. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni mánudaginn 12. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gísli Jóhannsson verslun- armaður í Reykjavík, f. 11.6. 1875, d. 1.4. 1950, og Margrét Sigurðardóttir hús- móðir, f. 11.6. 1884, d. 17.7. 1961. Systk- ini Viggu Svövu voru Aðalheiður Ingibjörg Jóhanna, f. 7.9. 1911, d. 27.11. 2003, Sigurður Viggó, f. 27.1. 1915, d. 30.3. 1922, og Sigurbjörg, f. 23.9. 1916, d. 19.10. 1992. Hinn 8. apríl 1949 giftist Vigga Svava Ragnari Þorkelssyni, flug- vélstjóra, f. 7.10. 1923, d. 15.11. 1978. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Reynir Már, f. 1.7. 1949, útvarpsvirki og stuðnings- fulltrúi. Kona hans var Dagný Sigurmundardóttir, f. 20.11. 1959, þau skildu. Þeirra börn eru Elín Ósk, nemi, Sólveig, nemi, og Aron Örn, nemi. 2) Gísli Ragnar, f. 1.3. 1955, viðskiptafræðingur, maki Þórdís Ingólfsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, f. 24.10. 1955. Þeirra börn eru Vigdís Svava, nemi, Snorri, nemi, og Ásdís Hrund, nemi. Fyrir átti Gísli með Jónínu Arinbjarnar Halldór Ragnar, sjávarút- vegsfræðing, maki Jónína Guðmunds- dóttir, viðskipta- fræðingur. 3) Mar- grét, f. 2.2. 1962, matreiðslumaður, maki Sigurbjartur Halldórsson, 23.6. 1956, byggingar- tæknifræðingur. Börn Margrétar með Arnari Ey- þórssyni eru Jóhanna Astrid, nemi, og Ragnar Aron, nemi. Vigga Svava ólst upp í Reykja- vík, en bjó sín búskaparár í Reykjavík og Kópavogi. Að lokinni skólagöngu í Reykja- vík stundaði Vigga Svava nám í húsmæðraskóla í Holte í Dan- mörku. Hún vann við verslunar- störf á yngri árum, en helgaði heimilinu starfskrafta sína eftir að hún gekk í hjúskap. Eftir að hún varð ekkja vann hún sem starfsstúlka hjá Landspítalanum í Hátúni. Útför Viggu Svövu verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kær tengdamóðir mín Vigga Svava er látin. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 12. apríl síðast- liðinn. Vigga var yngsta barn hjónanna Margrétar Sigurðardóttur húsmóður og Gísla Jóhannssonar, verslunarmanns í Reykjavík. Systur Viggu voru þær Alla (Aðalheiður) og Bagga (Sigurbjörg), en bróðirinn Sigurður Viggó lést sjö ára gamall. Vigga var skírð eftir bróður sínum og bar hún nafnið hnarreist en margir vildu ekki trúa því að Vigga væri hennar skírnarnafn. Þegar við vildum skíra elstu dóttir okkar þessu nafni bað hún okkur um að gera það ekki því ekki hafi alltaf verið auðvelt fyrir sig sem barn að heita Vigga. Æskuheimilið var að Grundarstíg 21 í Reykjavík, en það- an átti hún margar góðar minningar m.a. frá sínum fyrstu búskaparár- um. Vigga lauk gagnfræðaprófi og hóf síðan nám við Verslunarskóla Ís- lands en vann síðan við verslunar- störf m.a. í Haraldarbúð og Sápu- húsinu. Frá þeim tíma kunni hún frá ýmsu skemmtilegu að segja af mönnum og skemmtilegum atvik- um. Árið 1946 fór Vigga fór til náms í húsmæðraskóla í Holte í Dan- mörku ásamt Sillu vinkonu sinni. Sá tími var henni mjög minnisstæður, enda ævintýri fyrir ungar stúlkur og margt nýtt og spennandi að sjá. Á korti, sem hún skrifar til Öllu systur sinnar vorið 1946, stendur m.a. „Í dag fórum við Silla að skoða Frið- riksborg Slot. Það er það lekkerasta sem ég hef séð, salirnir og mubl- urnar, þú getur ekki hugsað þér það.“ Þótt aldursmunur væri á þeim systrum voru þær alla tíð mjög nán- ar og góðar vinkonur allar þrjár og kært var á milli fjölskyldnanna. Árið 1949 gekk Vigga að eiga Ragnar Þorkelsson, flugvélstjóra og eignuðust þau þrjú börn. Búskap- arár sín bjuggu þau í Reykjavík og Kópavogi, lengst af á Hlíðarvegi 18. Þau áttu sér athvarf í Þúfukoti í Kjós, en þá jörð keyptu þau í félagi við Öllu og Jakob eiginmann hennar ásamt Aage Lorange og Stellu konu hans. Þangað var gjarnan brunað um leið og Ragnar kom heim úr flugi og útivistarinnar notið. Þau hjónin nutu þess að bregða sér út fyrir landsteinana hvort sem það var til Evrópu eða vestur um haf til Bandaríkjanna, þar sem systur Ragnars þær Magga og Heiða hafa búið til margra ára, og voru ófáar ferðirnar farnar til þeirra systra. Alla tíð var náinn vinskapur og hlýja milli Ástu systur Ragnars og Ágúst- ar eiginmanns hennar og þeirra Viggu og Ragnars. Vigga varð ung ekkja, en hún missti mann sinn í flugslysi á Sri Lanka árið 1978. Eftir það breyttist líf hennar töluvert en hún hafði ver- ið heimavinnandi öll þeirra hjúskap- arár. Hún hóf störf sem starfstúlka hjá Landspítalanum í Hátúni en þar vann hún þar til hún lét af störfum 67 ára að aldri. Vigga veiktist fyrir um tíu árum af Alzheimer-sjúkdómi sem ágerðist mjög á nokkrum árum. Fyrstu árin voru henni mjög erfið, bæði meðan hún var að átta sig á að ekki var allt eins og það átti að vera og eins vildi hún ekki að börn og tengdabörn hefðu áhyggjur af henni. Fyrstu ár- in eftir að hjún veiktist bjó hún í íbúð sinni í Marklandinu en fyrir fimm árum flutti hún á sambýlið Foldabæ í Grafarvogi þar sem hún bjó í eitt ár. Vigga dvaldist á Landa- koti í tvö ár þangað til hún flutti á hjúkrunarheimilið Sóltún. Alls stað- ar mætti hún hlýju og naut hún góðrar umönnunar Það var fyrir rúmum tuttugu ár- um sem Gísli kynnti mig fyrir móður sinni. Þessi ljúfa og yndislega kona tók mér opnum örmum og var mér og börnum okkar alla tíð hlý og hjálpleg. Vigga bar hag barna sinna, barnabarna og tengdabarna mjög fyrir brjósti og vildi þeim allt hið besta. Halldór Ragnar elsta barna- barnið var augasteinn ömmu sinnar og afa enda lengi eina barnabarnið. Eftir að Ragnar dó naut Vigga þess mjög þegar tækifæri gáfust að hafa hann hjá sér. Smám saman fjölgaði barnabörnunum og var hún alltaf tilbúin að gæta þeirra, enda voru þau alltaf spennt að fara til ömmu, ekki síst þegar þau fengu að gista. Það er með söknuði sem ég kveð tengdamóður mína. Minningin um hlýja og glaðværa konu mun lifa. Þórdís. Á endanum koma þeir dagar sem maður kvíðir mest fyrir, þeir dagar þegar maður þarf að kveðja sína nánustu í hinsta sinn. Nú hefur hún amma Vigga kvatt þennan heim og eftir sit ég og syrgi og hugsa um alla þá góðu tíma sem ég fékk að deila með henni. Um hana ömmu Viggu á ég marg- ar góðar minningar enda var amma eins og ömmur eiga að vera, spillti barnabörnunum sínum, gaf af sér mikla ást og var góður vinur. Á mínum yngri árum dvaldi ég oft hjá ömmu og skemmtilegast var að vera hjá henni yfir helgi enda bröll- uðum við margt saman og áttum góðar stundir. Ég fékk að leigja mér spólu, sem þótti ekki sjálfsagt í þá daga, við fórum saman á bókasafnið, spiluðum og margt fleira. Við fórum líka oft í heimsókn til ættingja og eru ferðirnar til Öllu systur hennar minnisstæðastar, enda voru þær systur miklar vinkonur og gaman að koma til Öllu. Ferðirnar sjálfar gátu líka verið mikið ævintýri fyrir lítinn mann, því henni ömmu líkaði ekki að keyra að vetri til og fórum við því í strætó á þeim tíma. Þá hvíldi sú mikla ábyrgð á mínum herðum að hringja bjöllunni. Á kvöldin passaði amma síðan upp á að ég færi með faðirvorið, sem hún kenndi mér, sem mér þótti mjög vænt um seinna meir enda barnstrúin jafn holl og lýsið. Þó er mér minnisstæðast þegar ég fékk að fara með ömmu í tveggja vikna ferð til Bandaríkjanna, þá tólf ára gamall, þar sem við dvöldum hjá systur afa í tvær vikur. Sú ferð var frábær og ógleymanleg, en mér er minnisstætt hve amma var hrædd um mig í hinni stóru Ameríku og var örugglega alltaf með augun á mér og ríghélt í mig ef við fórum á fjöl- farna staði. Það sem var einna skemmtilegast við ömmu var hve stutt var í brosið hjá henni og góða skapið, eins og mér finnst með okkur flest afkom- endur hennar. Það er varla að ég muni eftir að amma hafi skipt skapi. Ég man þó að hún var ekki ánægð þegar ég var búinn að taka alla pott- ana og pönnurnar út úr skápnum og byrjaður að tromma af öllum lífs- og sálarkröftum með pottasleifum og öðrum eldhústólum, en það er líka skiljanlegt. Þegar ég síðan flutti til Akureyr- ar fyrir um sjö árum var amma farin að berjast við sjúkdóm sinn og hrak- aði henni mjög með árunum. Á þeim tíma sem liðinn er hitti ég ömmu mjög sjaldan en hugsaði mikið til hennar enda á hún stóran stað í hjarta mínu. Nú er amma farin og örugglega verða fagnaðarfundir með henni og afa. Þótt þú sért farin, elsku amma mín, muntu lifa í huga mínum alla tíð. Þinn Halldór Ragnar. Elsku amma. Það er með söknuði sem við kveðjum þig. Margs er að minnast frá heimsóknum okkar til þín, bæði á Hlíðarveginn og í Mark- landið. Síðustu æviár þín þjáðist þú af ólæknandi sjúkdómi, sem smám saman varð þess valdandi að það gleymdist sem var nær í tíma, en gömlu tímarnir tóku yfirhöndina. Minningin um bros þitt, kátínu og hlýju mun ylja okkur í framtíðinni. Við munum aldrei gleyma þér. Amma kær, er horfinn okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, en hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú vart amma yndisleg og góð og allt þitt besta gafstu hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafði elsku sinni. Þú gættir okkar, glöð þér undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sig.) Elsku amma. Hvíl þú í friði. Vigdís Svava, Snorri og Ásdís Hrund. VIGGA SVAVA GÍSLADÓTTIR Elskuleg eiginkona mín, móðir, 3tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ORMSDÓTTIR Safamýri 43, Reykjavík. lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 22. apríl. Þórður Guðjónsson, Kolbrún Þórðardóttir, Stefán Jónsson, Matthías Þórðarson, Guðrún Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HRAFN JÓNASSON frá Melum, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 23. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Elín Þ. Þórhallsdóttir, Jónas R. Jónsson, Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson, Þóra Jónasdóttir, Birna Jónasdóttir, Gunnar Vignisson, systrabörn og fjölskyldur. Fósturfaðir minn, JÓHANNES HELGASON bifreiðarstjóri, Álfhóli 3, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtu- daginn 8. apríl. Útför hans hefur farið fram. Þökkum samúð og vinarhug. Sigurveig Jónasdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR KRISTINSSONAR frá Hafranesi, Eyjabakka 2, Reykjavík. Eins fær starfsfólk á deild V4 á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun síðustu fimm árin. Anna B. Stefánsdóttir, Víðir Sigurðsson, Hlín Baldursdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jónas Vignir Grétarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN HAFSTEIN tannlæknir, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 16. apríl, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þriðjudaginn 27. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- sjóði. Sigrún Kr. Tryggvadóttir, Þórunn Hafstein, Harald Snæhólm, Tryggvi Hafstein, Auður Bjarnadóttir, Kristín Ásta Hafstein, Ingólfur Jörgensson, barnabörn og barnabarnabörn. Útför MÁS HARALDSSONAR bónda og oddvita, Háholti, verður gerð frá Skálholtsdómkirkju laugar- daginn 24. apríl kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét Steinþórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.